Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Hrotið í kór í Þj óðleikhúsinu Frá Jóni Björnssyni: UNDIRRITAÐUR var þess heið- urs aðnjótandi að sjá sýninguna Glerbrot. í Þjóðleikhúsinu föstu- dagskvöldið 1. desember síðastlið- inn. Var þar margt góðra manna og kvenna. Um mikið átakaverk er að ræða sem snýst um eilífa baráttu kynjanna fyrir tilverurétti sínum og möguleikann á því að lifa í hjónabandi, en halda samt sjálfstæði sínu sem einstaklingur. Segja má að efnið sé klassískt og eigi erindi til allra. Efni verksins er áleitið og vekur upp ýmsar spurningar. En það sem vakti mesta athygli undirritaðs var samsetning fólksins í salnum. Nánast eingöngu var um hjónafólk að ræða og ekki nóg með það heldur hjónafólk komið vel yfir miðjan aldur. Þetta vakti sérstaka athygli mína, þar sem ég var einn á ferð, eiginkona var stödd erlend- is, ég hafði því nægan tíma til að líta vel í kringum mig. Astæða þess að ég fór einn í leikhúsið var sú að hún hafði verið svo forsjál að kaupa áskriftarkort í Þjóðleik- húsið fyrir leikárið, því yrði miðinn ónýtur ef ég drifí mig ekki. Hvað um það, ég tók fljótlega eftir að gleðin virtst skína úr andlitum kvennanna en einhver drungi virt- ist liggja yfir körlunum. Það fór að læðast að mér illur grunur. Um tiltölulega rólega sýn- ingu er að ræða sem byggist mest upp á samtölum tveggja persóna og það fór eins og mig grunaði að flestir karlamir voru sofnaðir eftir fyrstu 15 mínúturnar. Ég var svo óheppinn að a.m.k. þrír karlar sem sátu nærri mér sváfu svo fast að þeir hrutu (hátt) og olli það mér talsverðum erfiðleikum að fylgjast með sýningunni. Flestir þessara karla eru vel við aldur og stæðilegir og eftir nokkurra ára reynslu í Þjóðleikhúsinu búnir að ná upp mikilli tækni við að sofa á stólum leikhússins. Það sem er þó kannski verst við þetta er að þetta virðist einhverskonar „norm“ sem enginn kippir sér upp við. Þá er ég aftur kominn að efni sýningarinnar, sem er barátta kynjanna. Hvernig stendur á þeirri áráttu kvenna að dröslast með karlana í leikhúsið oft á vetri bara til þess eins að þeir sofi yfir sýningunum? Af hverju fara þær ekki bara einar í leikhúsið og leyfa körlunum að gera það sem þeir hafa áhuga á eða bara að sofa heima hjá sér? Megininntak sýn- ingarinnar er að menn sættist við sjálfa sig og aðra og leyfi hveijum og einum að vera eins og hann er og fæðist til þessa lífs. Þó fólk sé gift þarf ekkert að vera að það hafi sömu áhugamál og áherslur. Þetta er það næsta sem undirrit- aður hefur komist í að upplifa fullkomna þversögn í raunveru- legum aðstæðum. Sýningin er tæplega þriggja tíma löng og best þótti mér þegar ég sjálfur steins- ofnaði með öllum hinum körlunum og hraut í kór með þeim, en eigin- konan, sem stóð fyrir öllu saman, var stödd í Japan, illa fjarri góðu gamni. Mikill er máttur kvenna. JÓN BJÖRNSSON Eiríksgötu 23, Reykjavík Róm brennur Frá Eggerti E. Laxdal: ÞAÐ syrtir í álinn hjá íslensku þjóðinni. Fjósamennirnir halda áfram að tutla beljurnar, þótt þær séu fyrir löngu gersamlega stein- geldar. Aðeins fámennur hópur spekúl- anta á þessa þjóð, og hugsar ekki um annað, en að skara eld að sinni köku. Mig langar til þess að spyija ráðamenn þesa lands, hvað þeir hafa gert fyrir fólkið í landinu, á meðan þeir voru ráðherrar eða alþingismenn, og er hræddur um, að fátt verði um svör. Verkalýðshreyfingin er mátt- vana og kyngir hveijum eiturbik- arnum á fætur öðrum og heldur áfram að kjósa böðlana yfir sig. Það er níðst á sjúkum, öryrkjum og ellilífeyrisþegum og þeim, sem lítið hafa. Þetta fólk á helst ekk- ert að hafa sér ti) lífsviðurværis og þeir sem fara fyrir þessu fólki, eru önnum kafnir við að skipu- leggja samkomur, eins og dans, spilakvöld, gönguferðir og þar frameftir götunum, á meðan Róm brennur undir fótum þeirra. Leigutekjur skattlagðar Nú á að skattleggja allar leigu- tekjur af íbúðarhúsnæði, en margir af áðumefndum hópum lifa á slík- um tekjum og það er dýrt að við- halda húsnæði, eins og flestir vita, svo að útkoman hjá þeim er heldur rýr. Vasapeningar til fólks á vist- heimilum nema nú um tíu þúsund krónum á mánuði, en þyrftu nauð- synlega að vera 16-17 þúsund krónur og atvinnuleysisbætur þarf að hækka og verða varanlegar eins og tiver og einn hefur þörf fyrir. Eg ætla ekki að hafa þetta lengra, en bið Guð að blessa þessa þjóð, og gefa henni menn, sem hugsa um hag og heill þeirra, sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Slíkum mönnum má borga vel og það mun blessast, þegar frammí sækir. EGGERT E. LAXDAL, Hveragerði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.