Morgunblaðið - 05.12.1995, Side 57

Morgunblaðið - 05.12.1995, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 57 MINNINGAR JOHANN KRISTINN JÓHANNESSON -4- Jóhann Kr. Jóhannesson ■ var fæddur 10. nóvember 1914 að Höfða í Eyjahreppi. Jóhann lést í Sjúkrahúsi Akra- I ness 2. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 11. nóvem- ber. I ------------ ELSKU afi minn, nú er víst þinn dagur að kveldi kominn og þú búinn að kveðja þennan heim, eft- ir sitjum við og hugsum til þín með sorg í hjarta og minningarnar um samverustundirnar sem við áttum saman ásamt ömmu. Alltaf var gaman að koma til ykkar ömmu upp í Borgarnes, fyrir borg- arbarn eins og mig, með tilhlökkun í hjarta fór ég, þá smástelpa, í rútuna til ykkar og sat spennt í rútunni eftir því að sjá Borgarnes og geta sagt við sjálfa mig: „Þarna er húsið þeirra afa og ömmu, þarna hjá kirkjunni“. Þá vissi ég að ég var alveg að koma á áfanga- stað, svo stoppaði rútan fyrir neð- an Kaupfélagið, við hliðina á vinn- unni þinni. Alltaf var gaman að hlaupa í vinnuna til þín á verk- stæðið og sjá hvað þú varst að gera undir bílunum og þvílíka þolinmæði sem þú sýndir þegar ég var að spyija um verkfærin og til hvers ætti að nota þau, alltaf fékk ég svar frá þér og ekki má gleyma þegar þú fórst með mig inn í mjólkursamlagið til þess að sýna mér hvað væri gert við mjólk- ina þar inni. Þú varst þessi stóri og hægláti maður sem alltaf var gott að koma til, alltaf svo rólegur og þolinmóður þegar við barna- börnin voru í heimsókn með okkar læti og uppátektarsemi eins og börnum er einum lagið, og líka hvað þú hafðir gaman af því að biðja um koss á kinnina þegar þú varst órakaður, því að þú vissir það að við vildum ekki kyssa þig fyrr en þú værir búinn að raka þig, þá hlóst þú mikið en þú fékkst þína kossa eftir raksturinn. Allar eru þessar minningar góðar um þig og þær eru mun fleiri, en nú kveð ég þig með sorg í hjarta, minn ástkæri afi, minningin um þig mun ávallt fylgja mér. Elsku amma mín, megi guð fylgja þér, þú veist að hugur minn og hjarta er hjá þér. Sigurlaug Björk Jóhannesdóttir. RAÐAUGIYSINGAR Járnsmíði - vélaviðgerðir Viljum ráða 2-3 menn vana járniðnaði og vélaviðgerðum. Aðeins fagmenn koma til greina. Vélvirkinn sf., Bolungarvík, sími 456 7348. Yfirbókavörður - staðgengill forstjóra Norræna húsið í Reykjavík leitar að yfir- bókaverði frá 1. apríl 1996. Bókasafnið er veigamikill þáttur í starfsemi Norræna hússins og er það öllum opið. Höfuðmarkmjðið er að kynna norrænar bók- menntir og norræna menningu á sem víð- tækastan hátt fyrir fólk á öllum aldri. Leitast er við að sinna barna- og unglingamenningu í samvinnu við skóla úti um allt land. í bókasafninu er auk bókaútlána, útlán á grafík, myndböndum, nótum, plötum og geisladiskum. Langt er komið að setja öll útlán inn ítölvukerfið MicroMarc. Ennfremur er verið að setja upp Alnet. Yfirbókavörðurinn á að: ★ Stjórna bókasafninu, sjá um val á efni og öll innkaup. ★ Halda áfram vinnu við tölvuvæðingu, skráningu geisladiska, margmiðlun (CD- Rom) og Alnet. ★ Sjá um að virkja bókasafnið í tengslum við aðra starfsemi hússins. ★ Viðhalda sambandi bókasafnsins við önn- ur söfn og stofnanir heima og erlendis. ★ Vera staðgengill forstjóra. Yfirbókavörðurinn þarf að hafa löngun til að vinna hjá stofnun með glaðlegu fólki og miklu vinnuálaai (325 auglýstir dagskrárliðir á árinu 1995). Laun skulu vera í samræmi við laun í heima- landi viðkomandi. Staðan er veitt til fjögurra ára, með mögu- leika á framlengingu í önnur fjögur ár. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 11. des- ember nk. Umsóknir skulu sendar til Norræna hússins, v/Hringbraut, 101 Reykjavík. „Norræna húsið er norræn menningarstofnun sem ætlað er að vera tengiliður milli íslands og annarra Norðurlanda. Það á að vekja og örva áhuga íslendinga á menningu hinna Norður- landanna, en jafnframt að veita íslenskum menningarstraumum til þeirra." í Norræna húsinu eru nú 17 fastráðnir starfsmenn, sem vinna við ólík verkefni í kaffistofu, bókasafni, skrifstofu, við húsvörslu og ýmsa dagskrárliöi. Stofnunin er að hluta til fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar af yfirbókaverði Norræna hússins, Guðrúnu Magnúsdóttur, í síma +45 86 75 20 66, Lone Hedelund, núverandi staðgengli yfirbókavarð- ar, í síma 551 70 30 eða forstjóra Norræna hússins, Torben Rasmussen, í síma 551 70 30. Akureyrarbær Útboð Bæjarsjóður Akureyrarbæjar óskar eftir til- boðum í akstursþjónustu fyrir starfsmenn í Skjaldarvík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Akur- eyrarbæjar frá og með þriðjudeginum 5. desember. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 á Akureyri, eigi síðar en þriðjudaginn 19. desember 1995 kl. 11.00 f.h., og verða þau opnuð þar í viður- vist þeirra bjóðenda sem þess óska. Allar nánari upplýsingar gefa starfsmenn Áætlana- og hagsýsludeildar Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Hagsýslustjórinn á Akureyri. Jólasamfundur Lions verður haldinn í Lionsheimilinu, Sóltúni 20, Reykjavík, föstudaginn 8. des. kl. 19. í boði er að kaupa jólahlaðborð. Makar og vinir velkomnir. Lionsfélagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Þátttaka tilkynninst á skrifstofu (s. 561 3122) í síðasta lagi miðvikudaginn 6. des. Fjöiumdæmisráð. Verkamannafélagið fflíf Félagsfundur Fundur verður haldinn í Verkamannafélaginu Hlíf miðvikudaginn 6. desember nk. kl. 20.30 í Félagsheimili Hlífar á Reykjavíkurvegi 64. Á fundinum verða rædd kjaramál og við- brögð félagsins við niðurstöðu launanefndar ASÍ. Kaffiveitingar. Stjórn Hiífar. W' Félag járniðnaðarmanna Málmiðnaðarmenn - skipasmiðir - netagerðarmenn Félagsfundur verður á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, miðvikudaginn 6. desember kl. 20.00. Dagskrá: 1. Úrskurður launanefndar ASÍ. 2. Önnur mál. Félag járniðnaðarmanna. Apótek Notuð dönsk apóteksinnrétting til sölu. Upplýsingar hjá lyfjafræðingum í Apóteki Norðurbæjar, sími 565 2530. Sauðfjárkvóti til sölu Sauðfjárkvóti til sölu, upplýsingar í síma 487 1275. Vilborgarsjóður 1995 Vilborgarsjóður starfsmannafélagsins Sóknar. Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði er hafin og stendur til 15. desember nk. Upplýsingar um reglur og afgreiðsla á skrif- stofu Sóknar, Skipholti 50a, sími 568 1150. Stjórn Sóknar. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN F ÉLAGSSTARF Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hót- el Sögu, A-sal, miðvikudaginn 6. desember nk. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Geir H. Haarde. Kaffiveitingar. Stjórnin. SIIIO auglýsingor □ HLÍN 5995120519 VI 2 I.O.O.F. Rb. 4= 1451258 E.K. - □ FJÖLNIR 5995120519 III 1 FRL. □ EDDA 5995120519 I 1 FRL. ATKV. i Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Jólasamvera fyrir eldri safnaðar- meðlimi í dag kl. 15.00. Allir hjartanlega velkomnir. ^ Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 2 Útsala í Flóamarkaðsbúðinni, Garðastraeti 6, í dag, fimmtudag og föstudag kl. 13-18. Mikið af góðum fatnaði. ADKFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Hvernig undirbúa þær jólin? Umsjón: Vilborg Jóhannesdóttir og Kristjana Eyþórsdóttir. Hugleiðing: Ester Gunnarsson. Við skiptumst á kökuuppskriftum. Allar konur velkomnar. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.