Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 72
MORGUNBIAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK. SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mjólkurbíll lokaðist inni milli tveggja aurskriða í Skápadalshlíð „Hliðm er öll á MJÓLKURBÍLL frá Patreksfirði lokaðist inni milli tveggja aurskriða sem féllu úr Skápadals- hlíð í Ósafirði í gær, en mikið vatnsveður var í gær á þessum slóðum og annars staðar á vestan- verðu landinu. Guðni Bjarnhéðinsson bílstjóri mjólkurbílsins sagði að önnur skriðan hefði ver- ið um fjögurra metra há og um 100 metra breið en hin eitthvað minni. Hann sagðist ekki hafa verið í neinni hættu vegna skriðufallanna, en mjólkurbílinn varð hann að skilja eftir og stóð til að reyna að losa hann snemma í morgun og koma mjólk með honum til Búðardals með Breiðafjarðarferjunni Baldri. Guðni sagðist hafa lent á milli aurskriðanna þegar hann var á leiðinni til Patreksijarðar um /niðjan dag í gær eftir að hafa sótt mjólk m.a. á bæi á Rauðasandi og í Örlygshöfn. Aldrei lent í svona áður „Það er búið að vera óhemju vatnsveður hérna og aurskriður og kemur þetta alveg efst ofan úr hömrum og niður. Skriðan sem ég stoppaði við er um fjögurra metra há og um 100 metra breið og þegar ég ætlaði að fara til baka aftur kom ég að annarri um hálfan kílómetra í burtu. Hlíðin þarna er öll á floti,“ sagði Guðni. Hann varð að skilja mjólkurbíiinn eftir en komst til Patreksfjarðar með vegagerðarmönnum sem voru að reyna að moka úr stærri skriðunni. „Ég hef verið með mjólkurbílinn hérna í 12 ár og ég hef aldrei lent í svona. Maður hefur fengið á sig snjóspýjur hér og þar, en ekki svona drullu. Núna er allt á floti alls staðar, og t.d. er óvenjumikið í ánni hérna í plássinu," sagði Guðni. Víða var ófært á Vestfjörðum vegna vatnsveð- ursins í gær. Þannig var Vatnsíjarðarvegur í ísafjarðardjúpi ófær vegna vatnavaxta bæði í Mjóafirði og ísafírði, en vatnaskemmdir voru víðar í ísafjarðardjúpi og í gær var talin hætta á frekari skemmdum þar. Að sögn lögreglunnar á ísafirði tepptust nokkrir bílar vegna vega- skemmdanna í Djúpinu og í gærkvöldi fór vega- vinnutæki á staðinn til að aðstoða þá. Suðvestan- lands var Gjábakkavegur ófær og einnig efri hluti Grafningsvegar vegna aurbleytu og vatna- vaxta. „Nú eru lægðir fyrir vestan landið og þeirri stöðu fylgja hlýindi með suðlægri vindátt. Spá okkar nær fram að helgi og þangað til verður hlýtt um mestallt land, þótt gera megi ráð fyrir að kólni einn dag í vikunni. Undanfarna vetur hefur verið algengara að lægðir fari austur fyr- ir landið en vestur fyrir það en nú lítur út fyrir kafla með eindregnum lægðum fyrir vestan land,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing- ur á Veðurstofu íslands. 10 stiga hiti á Norðurlandi Að sögn Einars hafa norðan- og norðaustan- áttir verið algengari að vetrarlagi á undanförnum árum, enda fylgja þær lægðum sem fara austur fyrir landið. „Þeim fylgir kalt loft og getur munað 20 gráðum á lofthita eftir því hvort iægð fer austur fyrir land eða vestur fyrir það. Um þessar mundir er til dæmis rúmlega 10 stiga hiti á Norðurlandi, en frostið gæti hæglega orð- ið 10 gráður eða meira ef lægð færi austur fyr- ir landið. Háþrýstiskeið með rólegu veðri ein- kenndi nánast allan nóvember, en nú erum við komin inn í vetrarlægðaham. Umhleypingar ein- kenna vetrarveðráttu íslands, enda erum við á mörkum hlýrra og kaldra loftstrauma." Innanlandsflug Iá niðri í gær vegna hvassviðr- isins og úrhellisins sem þá gekk yfir landið. Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson Aurburður teppir veginn um Þvottárskriður Hornafirði, Morgunblaðið. TÖLUVERÐ röskun varð á sam- göngum þegar aurskriða teppti veginn um Þvottárskriður, milli Djúpavogs og Hornafjarðar seinnipart laugardags sl. Talið er að á veginum hafi verið um 3-5 þúsund rúmmetrar af jarð- vegi. Greiðlega gekk að opna veg- inn eftir að stytti upp og var orðið fært snemma á sunnu- dagsmorgun. Fundur ABR um vinstra samstarf Sameigin- legir þing- flokks- fundir MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, sagði á fundi Alþýðubanda- lagsfélags Reykjavíkur um sameiningu félagshyggju- flokkanna, að áformað væri að stjórnarandstöðuflokkarnir héldu reglulega sameiginlega þingflokksfundi í vetur. Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, hefur haft forystu um að koma þess- um fundum á. Jóhanna Sigurðardóttir, for- maður Þjóðvaka, lýsti sig fylgj- andi þessari hugmynd. Hún hvatti til þess að þegar í stað yrðu stofnaðir starfshópar til að skilgreina málefnalega sam- stöðu félagshyggjuflokkanna. Jóhanna sagðist telja að núver- andi stjórnarandstöðuflokkar hefðu verið að nálgast hver annan málefnalega og tók sem dæmi sjávarútvegs- og land- búnaðarmál. Það væri hins vegar alvarlegur ágreiningur milli þeirra um afstöðuna til ESB og kjördæmamálsins. Sérstök nefnd semji við fatlaða SAMNINGANEFND með fulltrúum frá^ hagsmunasamtökum fatlaðra, aðila vinnumarkaðarins og fjármála- og félagsmálaráðuneytis ætti að semja um laun, réttindi og skyldur starfsmanna í verndaðri vinnu. Það er álit nefndar, sem skipuð var haustið 1992 af félagsmálaráðherra, tíl að útfæra tillögur í atvinnumálum fatlaðra jafnt á almennum vinnu- markaði sem og í vernduðu starfs- umhverfi. Var nefndinni falið að hafa til hliðsjónar lög um málefni fatlaðra, sem þá höfðu nýlega tekið gildi. Nú er komin út skýrsla með tillögum nefndarinnar og voru þær kynntar á málþingi um atvinnumál fatlaðra, sem haldið var í Reykjavík í gær. Réttindi á vinnustöðum Þar kemur m.a. fram að réttindi starfsfólks á vinnustöðum fatlaðra hafi lengi verið baráttumál öryrkja. Lausn á þeim málum sé mjög brýn og ekkert sé lengur til fyrirstöðu að þau verði leyst. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra lýsti yfír ánægju með skýrsl- una og tillögur sem þar eru settar fram, en ein þeirra gerir t.d. ráð fyrir að rannsakaðir verði möguleik- ar vinnumarkaðar á að hagræða störfum þannig að auðveldara verði fyrir fatlaða að fá vinnu. „Semja þyrfti við ríkisfyrirtæki um að ráða ákveðið hlutfall af starfs- mönnum sínum úr röðum fatlaðra. Eitt af markmiðum samnings af þessu tagi væri að greina hin ólíku störf og hvaða hæfni þurfi til að leysa þau. Líta mætti á verkefnið sem tilraun til ákveðins tíma, t.d. fimm ára, en ef af verður þarf að gæta þess að starfsmenn fyrirtæk- isins gjaldi ekki fyrir þátttöku í til- rauninni. Nauðsynlegt væri að hafa samráð við starfsmanna- og stéttar- félög,“ sagði Friðrik Sigurðsson, for- maður nefndarinnar . Sala nýrra fólksbíla í nóvember 1993-95 476 nóv. nóv. nóv. 1993 1994 1995 aukning SALA nýrra fólksbíla tók verulegan kipp í nóvembermánuði og seldust um 38% fleiri bílar en í nóvember í fyrra. Þannig voru skráðir 476 bílar í mánuðinum í ár en 346 í fyrra. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins voru skráðir samtals 6.135 nýir fólksbílar og er það um 20% aukning frá sama tímabili í fyrra. í því sam- bandi bera Subaru-bílar höfuð og herðar yfír aðrar tegundir, því sala þeirra hefur sjöfaldast á árinu. ■ Sala/15 ------♦ ♦ ♦---- Skattfrelsi MS verði afmimið MJÓLKURSAMSALAN í Reykjavík verður ekki lengur undanþegin út- svari, tekju- og eignarskatti, ef laga- frumvarp, sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, verður að lögum. Frá árinu 1936 hafa sérstök lagaákvæði gilt um Mjólkursamsöl- una og Samband íslenskra fiskfram- leiðenda þannig að þessi fyrirtæki hafa verið undanþegin öllum tekju- og eignarskatti og því að greiða aukaútsvar eftir efnum og aðstæð- um. Frumvarpið nær til beggja þess- ara fyrirtækja en tekið er fram í athugasemdum að SÍF hafi verið slitið árið 1993. Samkvæmt frumvarpinu þarf Mjólkursamsalan á næsta ári að meta þær fyrnanlegu eignir sem voru í eigu þess í byijun ársins. Þetta skattalega mat á að gilda í skattskilum félagsins en gert er ráð fyrir að tekju- og eignarskattur verði lagður á Mjólkursamsöluna árið 1997 vegna tekna á árinu 1996 og eigna í lok þess árs. GRÝLA ©Leandert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.