Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 6

Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýju ári fagnað í friði víð- ast hvar SKEMMTANAHALD á nýársnótt fór sómasamlega fram víðast hvar samkvæmt upplýsingum lögreglu. Brennur voru margar og fjölmennti fólk á öllum aldri að þeim og kvaddi gamla árið. Veður var með besta móti þótt kuldaboli nartaði aðeins í menn. Lögreglumenn í Hafnarfirði voru þeir einu sem kvörtuðu undan óspektum á nýársnótt, enda höfðu í gær fjórar líkams- árásir verið kærðar til lögreglu í bænum frá því á nýársnótt. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði voru árásirnar allar tilefnis- lausar og ein þeirra sérlega fólskuleg. Sparkað var í mann á Strandgötu með þeim afleiðing- um að sauma þurfti yfir 40 spor í andlit hans, höfuð og bak. Rann- sóknarlögreglan í Hafnarfirði hefur líkamsárásirnar til rann- sóknar. Tveir menn eru grunaðir og er annar þeirra grunaður um aðild að annarri árás. Lögregla telur líkamsárásir i bænum hafa verið fleiri á nýársnótt þótt ekki hafi fleiri kærur verið lagðar fram, enn sem komið er. Varð- stjóri í lögreglunni í Hafnarfirði hafði orð á því að gamlárskvöld hefði verið sérlega leiðinlegt, hann myndi ekki eftir öðru eins í háa herrans tíð. Aðfaranótt þriðjudags var bif- reiðinni MT-104, sem er Nissan Sunny, árgerð 1991, brún að lit, stolið frá Suðurhöfninni I Hafn- arfirði. Rannsóknardeild lög- reglunnar í Hafnarfirði biður þá sem upplýsingar geta veitt um ferðir bílsins að gefa sig fram. Með riffil niðri í fjöru Mun betra hljóð var í mönnum í Kópavogi. Þar var mjög stór brenna í Kópavogsdal á gamlárs- kvöld og áttu um fimm þúsund manns ánægjulega samveru- stund, m.a. undir harmoníkuleik og flugeldasýningu sem skátar stóðu fyrir. Þó þurfti lögregla að hafa af- skipti af manni á nýársdag sem sást ganga ölvaður niður að fjöruborði í nágrenni við Kópa- vogshæli og var óttast að hann færi sér að voða. Þegar lögreglu- menn komu að manninum var hann með hníf og riffil með sjón- auka sem reyndist óhlaðinn. Maðurinn var fluttur á lögreglu- stöð þar sem hann fékk að sofa úr sér. Ekki er vitað hvar maður- inn fékk skotvopnið. Hann var yfirheyrður af rannsóknarlög- reglu í gær. Mikil ölvun í góðu veðri Á landsbyggðinni höfðu lög- reglumenn á orði að ölvun hefði verið mikil, skemmtanir hefðu staðið fram á morgun en farið vel fram. Lögreglumaður á ísafirði sagði að veður á gamlárs- kvöld hefði verið einmuna gott og lognið hefði verið svo mikið að fjörðurinn fylltist af púður- reyk. Þau ótíðindi bárust þó það- an að skemmdir hefðu verið unn- ar i anddyri íslandsbanka tvær nætur í röð. Ekki er vitað hverj- ir þar voru að verki. Bifreið var ekið út af Norður- landsvegi við Þelamerkurskóla á laugardagskvöld. Okumaðurinn forðaði sér frá bifreiðinni og lagði fótgangandi á fjall. Slóð hans var rakin og náðist hann fljótlega. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Það óhapp varð í Keflavík að flugeldur lenti í sorpgeymslu við íþróttahúsið og hlaust nokkurt tjón af því eldur kom upp í rusla- geymslunni, hurð skemmdist og reykur komst inn í húsið. íbúi í nágrenninu varð óhappsins var og lét hann slökkvilið vita sem brást strax við. Skrautleg áramót Höfn, Morgunblaðið - Þrátt fyrir að mikið að útgerðarmenn nota tækifærið og nýta upp púður hafí brunnið um áramót á Hornafirði skotelda sem endurnýjaðir eru í björgunar- þurftu hvorki lögregla né læknir að hafa bátum um hver áramót. Eins og sjá má var afskipti af fólki. Margar sólir voru á lofti því mikið um dýrðir. Morgunblaðið/Ásdís Hreinsað eftir áramótin MIKIÐ starf var að hreinsa til eftir áramóta- var tekin við Ægissíðu í Reykjavík í gær, glauminn. Flugeldaprik og blysleifar voru þar sem starfsmenn hreinsunardeildar borg- eins og hráviði út um allt og einnig þurfti arinnar tóku til eftir brennuna. að ganga frá á brennustæðunum. Þessi mynd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.