Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýju ári fagnað í friði víð- ast hvar SKEMMTANAHALD á nýársnótt fór sómasamlega fram víðast hvar samkvæmt upplýsingum lögreglu. Brennur voru margar og fjölmennti fólk á öllum aldri að þeim og kvaddi gamla árið. Veður var með besta móti þótt kuldaboli nartaði aðeins í menn. Lögreglumenn í Hafnarfirði voru þeir einu sem kvörtuðu undan óspektum á nýársnótt, enda höfðu í gær fjórar líkams- árásir verið kærðar til lögreglu í bænum frá því á nýársnótt. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði voru árásirnar allar tilefnis- lausar og ein þeirra sérlega fólskuleg. Sparkað var í mann á Strandgötu með þeim afleiðing- um að sauma þurfti yfir 40 spor í andlit hans, höfuð og bak. Rann- sóknarlögreglan í Hafnarfirði hefur líkamsárásirnar til rann- sóknar. Tveir menn eru grunaðir og er annar þeirra grunaður um aðild að annarri árás. Lögregla telur líkamsárásir i bænum hafa verið fleiri á nýársnótt þótt ekki hafi fleiri kærur verið lagðar fram, enn sem komið er. Varð- stjóri í lögreglunni í Hafnarfirði hafði orð á því að gamlárskvöld hefði verið sérlega leiðinlegt, hann myndi ekki eftir öðru eins í háa herrans tíð. Aðfaranótt þriðjudags var bif- reiðinni MT-104, sem er Nissan Sunny, árgerð 1991, brún að lit, stolið frá Suðurhöfninni I Hafn- arfirði. Rannsóknardeild lög- reglunnar í Hafnarfirði biður þá sem upplýsingar geta veitt um ferðir bílsins að gefa sig fram. Með riffil niðri í fjöru Mun betra hljóð var í mönnum í Kópavogi. Þar var mjög stór brenna í Kópavogsdal á gamlárs- kvöld og áttu um fimm þúsund manns ánægjulega samveru- stund, m.a. undir harmoníkuleik og flugeldasýningu sem skátar stóðu fyrir. Þó þurfti lögregla að hafa af- skipti af manni á nýársdag sem sást ganga ölvaður niður að fjöruborði í nágrenni við Kópa- vogshæli og var óttast að hann færi sér að voða. Þegar lögreglu- menn komu að manninum var hann með hníf og riffil með sjón- auka sem reyndist óhlaðinn. Maðurinn var fluttur á lögreglu- stöð þar sem hann fékk að sofa úr sér. Ekki er vitað hvar maður- inn fékk skotvopnið. Hann var yfirheyrður af rannsóknarlög- reglu í gær. Mikil ölvun í góðu veðri Á landsbyggðinni höfðu lög- reglumenn á orði að ölvun hefði verið mikil, skemmtanir hefðu staðið fram á morgun en farið vel fram. Lögreglumaður á ísafirði sagði að veður á gamlárs- kvöld hefði verið einmuna gott og lognið hefði verið svo mikið að fjörðurinn fylltist af púður- reyk. Þau ótíðindi bárust þó það- an að skemmdir hefðu verið unn- ar i anddyri íslandsbanka tvær nætur í röð. Ekki er vitað hverj- ir þar voru að verki. Bifreið var ekið út af Norður- landsvegi við Þelamerkurskóla á laugardagskvöld. Okumaðurinn forðaði sér frá bifreiðinni og lagði fótgangandi á fjall. Slóð hans var rakin og náðist hann fljótlega. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Það óhapp varð í Keflavík að flugeldur lenti í sorpgeymslu við íþróttahúsið og hlaust nokkurt tjón af því eldur kom upp í rusla- geymslunni, hurð skemmdist og reykur komst inn í húsið. íbúi í nágrenninu varð óhappsins var og lét hann slökkvilið vita sem brást strax við. Skrautleg áramót Höfn, Morgunblaðið - Þrátt fyrir að mikið að útgerðarmenn nota tækifærið og nýta upp púður hafí brunnið um áramót á Hornafirði skotelda sem endurnýjaðir eru í björgunar- þurftu hvorki lögregla né læknir að hafa bátum um hver áramót. Eins og sjá má var afskipti af fólki. Margar sólir voru á lofti því mikið um dýrðir. Morgunblaðið/Ásdís Hreinsað eftir áramótin MIKIÐ starf var að hreinsa til eftir áramóta- var tekin við Ægissíðu í Reykjavík í gær, glauminn. Flugeldaprik og blysleifar voru þar sem starfsmenn hreinsunardeildar borg- eins og hráviði út um allt og einnig þurfti arinnar tóku til eftir brennuna. að ganga frá á brennustæðunum. Þessi mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.