Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 8

Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt hús verður reist undir starfsemi Neyðarlínunnar hf. Neyðamúmerið 112 komið í notkun Morgunblaðið/Jón Svavarsson BYRJAÐ var að svara hringingum í 112 á varðstofu Slökkviliðs Reykjavíkur á miðnætti gamlársdags þegar myndin er tekin. Við símann situr Jónas Helgason innivarðsljóri. Hjá honum standa f.v.: Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri, Eiríkur Þorbjörns- son framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar hf. og Jón Viðar Matthí- asson varaslökkviliðssljóri. NEYÐARNÚMERIÐ 112 er nú komið í notkun um allt land. Þau neyðarnúmer, sem fólk þekkir hjá lögreglu, slökkviliði eða sjúkraliði í sinni heimabyggð, verða þó áfram virk og áfram verður hægt . að ná til þessara aðila í símanúm- erum, sem auglýst hafa verið í símaskránni. Slökkvilið Reykjavíkur og Slysavarnafélag íslands sjá um að svara þegar hringt er í 112. Skipt- ir þá ekki máli hvaðan hringt er af landinu. Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri segir að byijað hafi verið að svara fyrir Norður- og Austurland á miðnætti á gaml- árskvöld hjá slökkviliðinu í Reykjavík. Frá og með klukkan sextán í gær hafi hins vegar allt landið verið tengt inn. „Slysa- vamafélag íslands hefur svarað í símann í þijú ár fyrir Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu, Dalasýslu og Borgarfjarðarsýslu. Það var ákveðið breyta því ekki og bæta á Slysavarnafélagið Snæfellsnesi og Vestmannaeyjum. Ef hringt er annars staðar af landinu í einn einn tvo kemur það hingað til Slökkviliðs Reykjavíkur,“ segir Hrólfur og leggur áherslu á að gömlu neyðarnúmerin virki enn. Allt gengið vel Aðspurður segir hann að allt hafi gengið mjög vel fyrir sig og að hann fái ekki betur séð en að búið sé að leysa öll tæknivanda- mál. „Það er aðallega gagnvart landsbyggðinni, sem við höfum verið svolítið stressaðir vegna þess að þar eru mál ekki í nógu góðu ástandi," segir Hrólfur. Hann seg- ir að ef hringt sé og beðið um slökkvilið á fámennum stöðum þurfi að fara að leita að viðkom- andi umsjónarmanni slökkviliðs- ins; hringja heim til hans, í far- síma, boðtæki eða annað. „Það er þó betra en að sá, sem í neyðinni er, sé að þessu,“ segir hann. Hrólfur segir lítið hafa verið hringt í 112 á slökkvistöðina frá áramótum og þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær hafði ekkert neyðartilvik enn verið hringt inn. Nýtt 300 fermetra hús Reist verður þrjú hundruð fer- metra hús, sem verður tengt við slökkvistöðina í Reykjavík. Hrólfur Jónsson segir að gert sá ráð fyrir því að Reykjavíkurborg byggi hús- ið og leigi það til Neyðarlínunnar hf., sem rekur neyðarnúmerið 112. Neyðarlínan hf. var stofnuð af Slysavamafélagi Islands, Slökkvi- liði Reykjavíkur, Pósti og síma, Securitas, Vara og Sívaka. „Húsið er 150 fermetrar á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni verður tæknirými í gluggalausum kjallara, þar sem verður komið fyrir símstöðum, tölvum, loftræsti- kerfi og öðru slíku. Á neðri hæð- inni verður jafnframt aðstaða fyrir vaktmenn vaktþjónustufyrirtækj- anna sem og búningsaðstaða fyrir starfsmenn Neyðarlínunnar. Á efri hæðinni er gert ráð fyrir sjö svarborðum en að staðaldri verða fimm borð mönnuð á daginn og fjögur á nóttunni. Á efri hæð- inni verður jafnframt skrifstofa framkvæmdastjóra og ritara, skjalageymslur og annað, sem í kringum þetta þarf að vera,“ seg- ir Hrólfur. Síðan verður samnýtt að hluta til aðstaða, sem slökkvi- liðsmenn hafa núna, til að mynda matsalur og baðaðstaða. Hrólfur segir að ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum en gert sé ráð fyrir því að húsið verði til- búið um mitt sumar 1996. Kona í fyrsta skipti formaður stjórnar SAL Vandað lífeyriskerfi Þórunn Sveinbjörnsdóttir ÓRUNN Svein- björnsdóttir hefur nýlega tekið við störfum sem formaður Sambands almennra lífeyr- issjóða, SAL. Hún er fyrsta konan sem gegnir því starfi. Lífeyrissjóður Sókn- ar á aðild að SÁL og hefur Þórunn setið í stjórn SAL frá árinu 1987 og var á sínum tíma fyrsta konan sem kom þar inn í stjórn. Hvað eiga margir sjóðir aðild að SAL núna? Að SAL hafa staðið 27 sjóðir, en þeim fer fækk- andi þar sem mikið'er nú unnið við að sameina lífeyr- issjóði. Sameining sjóða kallar á mikla vinnu við að skoða reglugerðir þeirra, hún kallar einnig á meiri sveigjan- leika í reglugerðunum. Heilmikið hefur verið gert til þess bæði að aðlaga reglugerðir sjóðanna og opna aðalfundi fyrir greiðandi sjóðsfélaga. Það er merkileg nýj- ung. Það er ekki ágreiningur um skylduaðild að sjóðunum tengda starfsgreinum. Ef hún væri ekki staðreynd þá gæti starfsfólk fyr- irtækja óskað eftir aðild að allt að 70 sjóðum, slíkt væri illfram- kvæmanlegt. Hugsanlega myndu þá lífeyrissjóðirnir líka vilja velja það fólk sem greiddi í sjóðina, þá myndi kannski einhæfur hóp- ur lenda saman. Samkvæmt tryggingarfræðilegum útreikn- ingum er t.d. óheppilegt að hafa aðeins konur í einum lífeyris- sjóði. Þær lifa lengur og hafa aðra áhættuþætti en karlmenn og örorka er hlutfallslega al- gengari í röðum þeirra. Samein- ing sjóða vinnur gegn slíkri þró- un og er nútímaleg stefna. Líf- eyriskerfið hefur að mínu mati sætt ómaklegri gagnrýni. Þetta er svo ungt kerfi, rétt liðlega 25 ára gamalt, og í raun fær enginn bætur úr þessum sjóðum miðað við fulla starfsævi fyrr en árið 2025. Þá fyrst er hægt að sjá hvað lagt hefur verið inn fyrir heila starfsævi. Nokkrir lífeyris- sjóðir innan vébanda SAL eru þó eldri, t.d. sjóður Iðju sem stofnaður var árið 1959. Innan mjög fárra ára, eða fljótlega upp úr aldamótunum, fer fólk þó væntanlega að sjá verulegan árangur af því að hafa lagt fé í lífeyrissjóði. Hvernig er staða þessara líf- eyrissjóða? Staða lífeyrissjóðanna innan SAL er yfirleitt mjög góð. Hún hefur styrkst jöfnum skrefum á undanförnum árum. Það hefur verið unnið markvisst að því að þeir réttu úr kútnum og það hef- ur tekist með ólíkindum vel. Langflestir þeirra eru fullkom- lega færir um að greiða þann lífeyri sem þeir lofa fólki. Eru gerðar auknar kröfur til þeirra sem stjórna lífeyrissjóðun- um hvað ávöxtun fjármagns snertir? Ég mundi segja að samkomu- lagið sem verið var að gera milli ASÍ og VSÍ muni leiða til auk- inna krafna, ekki aðeins hvað fjárfestingar snertir heldur til allra rekstrarþátta. Það er mjög ítarlegt samkomulag þar sem farið er ofan í saumana á nánast öllum atriðum, kaflinn um ávöxt- un og fjárfestingarstefnu er t.d. mjög ítarlegur. Stendur fyrir dyrum frekari sameining sjóða en þegar er orð- in? ►Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Sóknar og formaður stjórnar SAL er fædd árið 1945. Hún lauk gagnfræða- prófi árið 1962 frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og hefur að auki aflað sér mennt- unar á ýmsum námskeiðum. Hún hefur gegnt formanns- stöðu hjá Sókn frá árinu 1987. Áður starfaði hún á leikskóla og við skrifstofustörf. Hún er gift Þórhalli Runólfssyni kenn- ara og eiga þau þrjú börn. Það eru umræður í gangi en hvergi er þar komið að loka- kafla. Nú um áramótin gekk í garð sameining lífeyrissjóða Iðju, Sóknar, Dagsbrúnar, Framsókn- ar, Félags starfsfólks í veitinga- húsum, Framtíðarinnar í Hafnar- firði og Hlífar í Hafnarfirði. Nú frá fyrsta janúar eru þessi sjóðir orðnir að einum, sem er sennilega þriðji stærsti lífeyrissjóðurinn á landinu. Hvernig gengur slíkt samein- ingarsamstarf? Það ér lofsvert hve vel það starf hefur gengið. Nú frá ára- mótum renna iðgjöld öll í einn sjóð, en það þarf að loka sjóðun- um og væntanlega flyst svo starfsfólk á milli frá mars og fram á mitt sumar. Öll starfsem- in mun flytjast inn á Suðurlands- braut 30, þar var lífeyrissjóður Dagsbrúnar til húsa áður. Því húsnæði verður breytt og það stækkað svolítið. Við erum að vonast til að þessi sameining leiði ekki til þess að starfsmenn' sjóð- anna missi atvinnu sína. Við sjáum fyrir okkur að innan skamms tíma fækki lífeyrissjóð- unum enn meira og endi kannski í u.þ.b. tíu til tólf sameinuðum sjóðum. Af þeirri sameiningu allri á að skapast heilmikil hag- ræðing. Hvernig standa þessir sjóðir í samkeppninni við hina „frjálsu lífeyrissjóði"? Þessir sjóðir eru í samkeppni við sjóði sem auglýsa mikla ávöxtun. Starfsemi lífeyrissjóð- anna hjá SAL er hins vegar ekki sambærileg við starfsemi fyrr- nefndra sjóða, sem aðeins eru með ellilífeyri, meðan hinir veita miklu víðtækari þjónustu. í skýrslu sem Már Guðmundsson tók saman nýlega gerir hann góða grein fyrir starfsemi SAL sjóðanna og mælir eindregið með því kerfi sem þeir byggja st.arf- semi sína á. Ur þessari skýrslu má lesa að þetta sé það kerfi sem verið sé að hanna víða erlendis. í skýrslu Más er því spáð að í framtíðinni muni sjást vel hve þetta lífeyriskerfi okkar er vand- að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.