Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 9

Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 9 FRÉTTIR Sorpa tekur gjald fyrir bylgjupappa og blaðappapír SORPA hefur ákveðið að taka gjald af fyrirtækjum fyrir móttöku bylgju- pappa og dagblaða, að minnsta kosti næstu mánuði, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði pappírs sem seldur er til endurvinnslu. Fyrirtæki þurfa að greiða 1,37 krónur fyrir hvert kíló af bylgjupapp- ír og 1,99 krónur fyrir hvert kíló af dagblöðum og tímaritum. Undan- farna mánuði hefur Sorpa greitt þeim sem komið hafa með þenna pappír í móttökustöðina í Gufunesi 2,49 krón- ur á kíló, þar sem heimsmarkaðsverð á pappír til endurvinnslu var hlut- fallslega hátt á fyrri hluta ársins. Verð hefur hins vegar farið lækk- andi frá því í september og ekki er fyrirsjáanlegt að það hækki á næst- unni. Fyrirtækið mun hins vegar áfram greiða þóknun fyrir skrifstofu- pappír og sérstakan gæðapappír. Vegna breytinga á pappírsverði verður ákvörðun um gjaldtöku end- urskoðuð af stjórn Sorpu eftir fjóra mánuði, eða 1. maí næst komandi. ----------» ♦ ♦----- Embættaveiting- ar á gamlársdag Á FUNDI ríkisráðs á Bessastöðum hinn 31. desember 1995 voru emb- ættaveitingar sem hér segir: Hauki Óiafssyni sendiráðunaut í utanríkis- þjónustu íslands var veitt skipun í embætti sendifulltrúa frá 1. janúar 1996, Steinunni Bjarman stjómarráðs- fulltrúa í viðskiptaráðuneyti var veitt skipun í embætti deildarstjóra frá 1. janúar 1996, Ólafí Friðrikssjmi var veitt skipun í embætti deildarstjóra í landbúnaðarráðuneyti frá 1. janúar 1996 og Lilju Björk Tryggvadóttur stjómarráðsfulltrúa í sjávarútvegs- ráðuneyti var veitt skipun í embætti deildarstjóra frá 1. janúar 1996. -----------» ♦ ♦ Verð á áfengi breytist VERÐ á áfengi hækkaði að jafnaði um 0,1% um áramótin en þá var áfengisverð reiknað út frá nýjum verðlagningarreglum. Verð einstakra áfengistegunda breytist mismikið. Sumar tegundir lækka töluvert en aðrar hækka. Sem dæmi má nefna að verð á koníakstegund lækkar úr 3.810 krón- um í 3.440 krónur en verð á vodkateg- und hækkar úr 2.280 krónum í 2.360. Verð á rauðvínstegund lækkar úr 1.360 krónum í 1.240 en verð á hvít- vínstegund hækkar úr 790 í 800. Þá hækka flestar bjórtegundir lítillega. YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR í HÚSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS YOGA YOGA YOGA Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:30 Leiðbeinandi: Anna Björnsdóttir, yogakennari Upplýsingar í síma 561 0207 Utsala á leirmunum og fleiru vikuna 3.-10. janúar. Silfurskemman, Skólavörðustíg 12 rTraiJ?! HEFST A MORGSJ^: KL. 8.00 öíumo. ehf. verslun v/Mesveg s: 561-1680 rímuball Langar þig í frœðandi og skemmtilegan skóla eitt kvöld í viku? □ Langar þig i fræðandi og skemmtilegan skóla eitt kvöld í viku? □ Langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlegaog líkiegast eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá og þessa undarlegu heima er með aðstoð miðla? □ Langar þig í öðru vísi skóla þar sem reynt er á sem víðsýnastan hátt að gefa nemendum sem besta yfirsýn yfir hverjar hugsanlegar orsakir dulrænna mála og trúarlcgrar reynslu fólks raunverulega cru í víðu samhengi og í ljósi sögunnar? □ Og langar þig cf til vill að'sctjast á skólabekk mcð bráðhrcssu og skemmtilegu fólki þar sem reynt cr að gefa sem bestu yfirsýn yfir hvað raunverulegt miðilssamband raunverulega er, svo og hveijir séu helstu og þekktustu möguleikar þess, — cn lika annmarkar? I—I Og langar þig svona einu sinni á ævinni að setjast í mjúkan skóla citt kvöld i viku þar sem flest þcssi fræði cru kcnnd á lifandi hátt og skólagjöldunum er svo sannarlega stillt í hóf? Efsvo erþti áttu ef til vill samleið með okkur ogjjöldamöigum öðrum mjög átuegðum nemendum SáLinan nsóknarskólans undanfarin ár. Tveir byrjunarbekkir hejja brátt nám í Sálmrannsóknum 1 tiú á vorönn '96. Skiánitig stenduryjtr. Hringdu ogjáðu allar noanari upplýsingar i sítnutn skólatis 561-9015 og 588-6050. Yfir skráningardagatia útjamiar er að jafiiaði svarað i sima skólans alla daga vikunnar ki 14.00 til 19.00. Skrifitofa skóÍans er hins vegar opin alla virka daga kL 17.00 til 19.00 ogá laugardögum jrá kL 14.00 til 16.00. Sálarrannsóknarskólinn - skemmtilegur skóli - Vegmúla 2, símar. 561-9015 og 588-6050. Ríkisvíxlar! Fjármálastjórar - sjóðir - stofnanir - fyrirtæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þau eru skráð á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. • Ríkisvíxlar eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Útboð fer fram í dag kl. 14:00. í boði eru 3ja, 6 og 12 mánaða víxlar. Ríkisvíxlar eru fáanlegir með mismunandi gjalddögum. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð á vexti á ríkisvíxlum. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.