Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.01.1996, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 31 ÁRAMÓT kröfu til okkar að við sýnum í verki þá sjálfsvirðingu, sem er forsenda þess að við berum réttmæta virðingu fyrir öðrum mönnum og sköpum þar með fordæmi þeim yngri, svo að þeir skilji að ekki er sá sterkastur sem reiðir vatnstilltan hnefa til höggs, heldur hinn sem kemur fram við aðra menn með þeim sóma sem hann vill að honum sjálfum sé sýnd- ur. Þessu viðfangsefni má fylgja um mörg svið: hvarvetna er gerð sú krafa að við sýnum yfirvegun og einbeitni og veljum um kosti en látum ekki skeika að sköpuðu. Þannig er til að mynda um sam- skipti okkar við aðrar þjóðir, önnur menningarsamfélög. Stundum heyrist svo talað eins og þjóðir séu tíambundin fyrirbæri í sögunni, pólitískur tilbúningur, samkomulag um misskilning. Þjóðræknin og þjóðernishyggjan er þá kölluð ein- angrunarafl sem spilli sambúð þjóða. Vissulega getur þjóðrækni snúist í þjóðrembu, komið fram í fordómum í garð annarra. En það skiptir meiru að hún getur orðið, ekki síst fámennri þjóð, lífgefandi afl sem veitir henni sjálfstraust og eykur sjálfsvirðingu hennar, kveður niður vanmetakennd þeirra sem halda að þeir séu fáir og smáir. Sú alþjóðahyggja er góð sem bregst vel við hjálparbeiðni úr öðrum heimshlutum, einnig sú sem er fús til að hverfa frá ítrustu sérhags- munum í þágu betri friðar og sam- býlis þjóða. En sú alþjóðahyggja er slæm sem fyrirlítur fijóa sérstöðu þjóðanna, þann margbreytileika sem gefur mannlífinu bæði líf og lit og sköpunarkraft. Þegar við íslendingar horfðum yfir lýðveldissöguna á árinu 1994 gátum við fagnað afmæli við að rifja upp marga sigra í lífsbaráttu okkar sem rætur eiga í tiltrú á eig- in mátt sem fylgdi óskertu sjálf-. stæði íslensku þjóðarinnar. Við er- um nú að uppskera svo margfald- lega það sem til var sáð. Við höfum eignast kynslóðir af fólki sem er vel að sér í verklegum efnum og margvíslegum fræðum. Sú kunn- átta og þekking birtist okkur á hverju nýju ári í drjúgum framför- um á sviðum vísinda, menntunar og framleiðslu. Allt sem vel er gert glæðir sjálfsöryggi okkar og sjálfs- virðingu. Og augljóst má öllum vera, að flest það sem unnist hefur er tengt því að við höfum eflt og bætt mannauð okkar. Þess vegna hljótum við að vita, að það er megin- atriði, að halda áfram af einbeitni og örlæti að rækta þekkinguna, veita skólum okkar og æðri mennta- stofnunum sem bestan byr, efla málrækt og þann dýra sjóð sem íslensk tunga er, og sýna sóma þeim minningum sem gera okkur að þjóð. Með öllu þessu styrkjum við vilja okkar til að vera menn með mönnum í stórum og flóknum heimi, til að eiga eigin sérstæða rödd sem ekki kveður á um mann- fjölda heldur innri styrk. Góðir íslendingar. Ég minntist á í upphafi máls míns að þetta er í síðasta sinn að ég deili með ykkur hugsunum mín- um og hugmyndum á þessum vett- vangi. Ég hef við_ ótal tækifæri fundið til þess, að íslendingar láta sér alit um embætti Forseta ís- lands. Það er um leið ljóst, að það er ekki sjálfgefið hvernig forseta- embætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er. Ég kveð ykkur, kæru landar, með bestu þökkum fyrir liðin ár, með góðum vonum og trú á far- sæla framtíð íslenskrar þjóðar. Guð blessi ísland og íslenska þjóð. Gleðilegt nýtt ár. Rosenthal ^' t,iíue'ul giðf Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki Verð VÍð Clllrn hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. 8 vikna {itubwmi kuuww (ki(! Œeti £lsa S 'uiwtb auléttii .................>tdíáu ag.defwt( ueuid í f'etía fxwni. Ellen tók þátt í fitubrennslunámskeiði í byrjun ársins '95. Hún vildi koma sér í gott form eftir barnsburð. Ellen missti 8 kg á 8-vikna fitubrennslunámskeiðinu og hefur síðan misst 10 kg til viðbótar og haldið þeim árangri. H-uihia fituámuisíu- námsfieið: • Þjálfun 3-5x (viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabæklingur að fitulitlu fæði • Mappa m. fróðleik og upplýsingum • Mjög mikiö aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frítt 3ja mán. kort fyrir þær 5 samviskusömustu! Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópur -fyrir allar þær sem hafa verið áður á námskeiðunum okkar. Nýtt fræðsluefni. Mikið aðhald. Barnagæsla ÁGÚSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355 FÍTUBREnnSLUnAmSKEIÐ HEFjAST 8. jAHUAR. ITlORGUn-, DAG", OG KVOLDHOPAR. TAKm ARKAÐU R F|OLDI. FltV BRjnnsLö SKJ^AnÍnG ER^HAFÍn í SÍm A 588 1616 manöÐö tÍLBOÐ í LÍK^mSRffKÍ AÐEinS KJ^. 9.950 Innifalið í tilboði: K OPIÐ NUS sunnuDöcinn 7* jAn nY timötAFLA oc FÍtuBRjnnsLunÁmsKjÍÐ hefjast mónuDACinn s. jan. leikfimi pallar pallar-bongó vaxtarmótun fitubrennsla kripalujóga tækjasalur nuddpottur vatnsgufa Handklæði, sjampó og hárnæring fylgir frítt við hverja komu. ARMULA 30-SIMI 588 1616
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.