Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 36

Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ J STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TUNGAN, VELFERÐIN OG SÁTTFÝSIN ÞAÐ SEM gerir þjóð að þjóð, móðurmálið og menn- ingararfleifðin, og menntun og þekking sem undir- stöður velferðar, voru helztir efnisþættir í nýársávarpi forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. „Um allan heim virðast menn nú samdóma um,“ sagði forsetinn, „að öll velferð muni í framtíðinni byggja á þekkingu og færni manna til að nýta sér hana.“ Forsetinn lagði áherzlu á að flest, sem þjóðinni hefur áunnizt, tengdist því, „að við höfum eflt og bætt mann- auð okkar. Þess vegna hljótum við að vita, að það er meginatriði að halda áfram af einbeitni og örlæti að rækta þekkinguna, veita skólum okkar og æðri mennta- stofnunum sem beztan byr, efla málrækt og þann dýra sjóð sem íslenzk tunga er, og sýna sóma þeim minning- um sem gera okkur að þjóð ..." Tækni tengd upplýsingabyltingu líðandi stundar, fjar- skiptum, fjölmiðlun og fræðslu hvers konar, eykur er- lend máláhrif í menningarlandhelgi okkar. „Afar brýnt er nú að bregðast skjótt við,“ sagði forsetinn í nýárs- ávarpi sínu, „og þýða fyrir æskuna það erlenda efni á geisladiskum sem verður kennsluefni í skólum alls stað- ar umhverfis okkur innan tíðar. Óvíða er meiri hætta á ferðum varðandi íslenska tungu en frá alþjóðlegu efni á geisladiskum.“ Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fjallaði m.a. í nýárs- ávarpi um byrjandi bata í íslenzkum þjóðarbúskap og sagði: „Við hljótum að fagna því, að árið [1995] varð vendi- punktur til góðs í efnahagsmálum þjóðarinnar. Við meg- um minnast þess sem ársins, þegar góðærið gekk í garð. Það þýðir ekki að hagur allra hafi batnað mjög í einni sviphendingu. Nei, vissulega ekki. En það þýðir á hinn bóginn, að hagur íslenzku þjóðarinnar muni frá því ári fara batnandi öruggum skrefum, ef hún heldur vel á sínum málum. Það er með öðrum orðum fullkomlega raunsætt að telja, að við höfum ríka ástæðu til að horfa með hýrri há og bjartsýni á framtíð lýðs og lands.“ Forsætisráðherra sagði að seint yrði með öryggi skyggnzt inn í framtíðina, „en að svo miklu leyti sem séð verður og komi ekkert óvænt áfall, þá muni íslenzku þjóðinni vegna vel á árunum til aldamóta. Hún getur á þeim tíma,“ sagði forsætisráðherrann, „komið sér upp almennum kaupmætti, sem verður sá bezti, sem við höfum nokkru sinni notið. En þó mun mikið velta á verkum okkar sjálfra. Við megum ekki rasa um ráð fram og við verðum eftir sem áður að sýna gætni og fyrir- hyggju.“ Biskupinn, herra Ólafur Skúlason, árnaði Islendingum friðar með frelsi í tvöhundruðustu áramótamessunni í þeim gamla helgidómi, Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann vék annars vegar að samhug, sem þjóðin sýndi eftir hörmulega atburði liðins árs í Súðavík og á Flateyri, og sagði: „Hörmungarnar snertu þjóðina alla og sýndu enn á ný og sönnuðu, að hún getur átt eina sál, einn hug og einn vilja ...“ Hins vegar vék hann að sundrungar- efnum manna í milli og sagði „oft deilt um það, sem betur væri leyst án hávaða og það látið spilla, sem unnt væri að útkljá í skilningi tillitsseminnar“. Hann talaði um „bitran lærdóm reynslunnar í meginsögu mannkyns, þeirrar sögu, sem einstaklingar hafi skráð með lífi sínu og framlagi eða skorti á þeirri höfuðkröfu kristinnar trúar að leitast við að setja sig í annarra spor og láta ekki sjálfblindni hrokans villa sér sýn“. Þótt ekki verði skyggnzt undir tjöld ókomins tíma, sýnist ljóst, að það er rétt mat hjá Davíð Oddssyni, að þjóðin muni búa við batnandi hag a.m.k. fram til alda- móta. Við treystum og bezt framtíðarvelferð í landinu með því að hlúa að menntun þjóðarinnar og þekkingu, eins og forseti landsins hvetur til. Og með því að útkljá ágreiningsmál okkar í sátt og skilningi tillitsseminnar, eins og biskup okkar hvetur til, og virða þá höfuðkröfu kristinnar trúar, að hver setji sig í annarra spor. Aðlögunartíma fiskvinnslunnar að kröfum ESB lokið Sömu kröfur til rc vinnslu og söltui LAUSLEG könnun Fiskistofu bendir til þess að um það bil 50 fiskvinnslufyrirtæki eigi nokkuð í land með að uppfylla kröfurnar, ýmist hvað varð- ar húsnæði og búnað eða innra eftir- lit. Þórður Ásgeirsson, fiskistofu- stjóri, býst við að fulltrúar Eftirlits- stofnunar EFTA, ESA, komi hingað til lands á fyrrihluta árs til að kanna hvernig staðið sé að framkvæmd reglnanna og kveðst eiga von á að upp komi ágreiningur milli ESA og íslenskra stjórnvalda um túlkun reglnanna, sem gera sömu kröfur til allra fiskvinnslufyrirtækja, hvort sem um er að ræða hefðbundna fryst- ingu, söltun eða skelfiskvinnslu. Fiskistofa gerði nýlega lauslega könnun á því hvernig íslensk fisk- vinnslufyrirtæki væru í stakk búin að mæta hertum kröfum. Tæp 1.000 vinnsluleyfi eru í gildi í landinu. Nið- urstöður könnunarinnar, sem byggð- ist á óformlegum athugunum starfs- manna Fiskistofu og upplýsingum frá skoðunarstofum, sem hveiju fisk- vinnslufyrirtæki er skylt að hafa samning við, voru á þá leið að hjá handhöfum u.þ.b. 700 vinnsluleyfa væru mál í fullkomnu lagi og ekkert að óttast; hjá um 200 aðilum voru gerðar aðfinnslur sem taldar eru minniháttar og lítið mál að bæta úr. Eftir stóðu þá um 50 fyrirtæki sem könnunin gaf tilefni til að ætla að hefðu ekki nýtt sér þann 2 ára frest sem veittur var frá setningu Íaga um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra til ársloka 1995 til að ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdir svo að húsakynni og búnað- ur fyrirtækjanna stæðust kröfur laga samningsins um Evrópska efnahags- svæðið. Þórður Ásgeirsson segir að næstu daga og vikur muni starfsmenn gæðastjórnunarsviðs Fiskistofu skoða sérstaklega mál þessara fyrir- tækja. „Engu fyrirtækjanna verður lokað fyrr en að undangenginni ítar- legri skoðun og ég á von á að stór hluti þeirra verði búinn að koma málum í lag áður en til þess kemur. Það verður ekki gripið til lokana hjá þeim þar sem einhveiju smotteríi er ábótavant," sagði Þórður, sem kvaðst vita til þess að nokkur fyrirtækjanna á listanum hefðu verið með fjölda iðnaðarmanna í vinnu hjá sér síðustu daga og vikur ársins til að gera nauð- synlegar endurbætur. Aðspurður um ástæður þess að viðkomandi fyrirtæki hafi ekki nýtt sér aðlögunartímann segir Þórður að a.m.k. þrennt geti komið til; andvara- leysi, peningaleysi, eða þá að for- svarsmenn viðkomandi fyrirtækis telji það ekki svara kostnaði að ráð- ast í jafnumfangsmiklar og kostnað- arsamar breytingar á húsnæði sínu og krafist sé og búist því við að hætta starfsemi. Þær kröfur sem snúa að fisk- vinnslufyrirtækjum eru tvenns konar; snúa annars vegar að innra eftirliti og hins vegar að húsnæði og búnaði. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að koma á fót innra eftirliti með framleiðslu hvers fyrirtækis fyr- ir sig. Fyrst og fremst var þar um að ræða breytingar á --------------- skipulagi og vinnubrögð- um og þótt hjá nokkrum fyrirtækjanna 50 sé fundið að því að innra eftirlit skorti eru það fyrst og fremst kröfur um húsnæði Frá áramótum er lokið þeim tveggja ára aðlög- unartíma sem fiskvinnslufyrirtækjum, sem hlotið höfðu vinnsluleyfi til bráðabirgða, var veittur til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru að skilyrði þess að flytja megi út fram- leiðslu þeirra til landa Evrópska efnahags- svæðisins. Pétur Gunnarsson kynnti sér um hvaða kröfur er að ræða og hvemig aðlögun hérlendis hefur gengið. SAMS KONAR hreinlætiskröfur eru gerðar að skilyrði fyrir vinnslu- leyfum fyrirtækja í rækjuvinnslu og í saltfiskvinnslu. Tilefni til að óttast að upp komi ágrein- ingur og búnað sem þau hafa ekki uppfyllt. Auk þess sem skilyrðin sem þarf að uppfylla eru fram sett í lögum um meðferð sjávarafla og eftirlit með framleiðslu þeirra eru þau útfærð ítarlega í reglugerðum og sérstökum handbókum fyrir hinar ýmsu vinnslu- greinar. Strangar kröfur eru m.a. gerðar til gólfefna í vinnslusölum. Finnist sprunga í gólfi eða vegg verð- ur að bæta úr og setja á varanlegt efni sem stenst kröfur. Þá er gerð sú krafa um stað- setningu salema, að ekki sé innangengt á þau úr vinnslusal en því mun ábótavant í einhveijum til- vikum. Eru þá aðeins talin tvö þeirra fjölmörgu umfangsmiklu og ítarlegu atriða sem reglurnar taka á. Þessar kröfur gilda jafnt fyrir alla fiskvinnslu, jafnt um vinnsíu skel- fisks eins og rækju, frystingu og saltfiskverkun. Frystingin er að sögn Þórðar Ásgeirssonar lengst á veg komin með að uppfylla skilyrði Evr- ópusambandsins og í rækju- og skel- fiskvinnslu eru búnaður og húsa- kynni víðast í því horfi að viðunandi telst. Saltfiskframleiðendur hafa helst þurft að ráðast í endurbætur og þá ekki aðeins í þeim sölum þar sem fiskurinn er hausaður, flattur og þveginn heldur ESAtú urna gagnvi ur o< einmg i söltunar-, umsöltunar og þurrkunar- klefum. Þórður Ásgeirsson segist búast við því að þegar fulltrúar ESA komi hingað til lands að kynna sér hvern- ig hreinlætiskröfur í fiskvinnslu séu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.