Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 41

Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 41 AÐSENDAR GREINAR Eru kennileiti kirkj - unnar á blindgötum? FLESTIR eru sammála um fá- dæma einurð og elju Jóhannesar Páls páfa II, æðsta embættismanns kaþólsku kirkjunnar. Á valdaferli sínum hefur páfinn í Róm verið óþreytandi við að breiða út boðskap kaþólsku kirkjunnar um heim allan. Þeir 'sem til þekkja fullyrða jafn- framt, að Jóhannes Páll páfi II hafi á bak við tjöldin átt dijúgan þátt í hruni kommúnismans í Áustri. Hvað sem því líður er víst, að núverandi páfi lætur vandamál heimskringlunn- ar ekki framhjá sér fara og grípur flest tækifæri til að boða frið og kærleika í heiminum. Bækur páfa seljast í milljónum eintaka og ekki verður ofsagt, að hann sé einn vin- sælasti páfi sögunnar. En þótt páfinn í Róm eigi sér marga fylgismenn á hann líka harða andstæðinga. Kaþólska kirkjan hefur til að mynda verið sökuð um aftur- haldssemi og einstrengingshátt og sumum þjóðfélagshópum þykir jafn- vel að sér vegið í grundvallarmann- réttindum. Sjálfur hefur páfí hvarvetna látið frá sér fara, að hlutverk kirkjunnar sé ekki að afla sér vinsælda heldur að halda vörð um hin siðferðilegu gildi sem hún hefur byggt á frá upp- hafi Þessi siðferðilega afstaða páfa og kaþólsku kirkjunnar kemúr einna skýrast fram í afstöðu hennar til fóstureyðinga og samkynhneigðra. Þannig hefur páfi til að mynda mót- mælt allri viðleitni mannsins til að hrófla við náttúrulegri sköpun Guðs, með hvers kyns getnaðarvömum, sérstaklega fóstureyðingum. Enda sé markmið Guðs með einingu tveggja einstaklinga ekki að njótast í sæluvímu nautnarinnar heldur fyrst og fremst að lifa í auðmýkt og anda Guðs og styrkja viðgang og vöxt næstu kynslóða. Þá hefur kaþólska kirkjan og páfí ekki viljað samþykkja samkynhneigð og útilokað með öllu sambúð eða hjónavígslu samkyn- hneigðra og þátttöku þeirra í uppeldi barna. Af þessum ástæðum hefur ka- þólska kirkjan mætt harðri and- spymu bæði kvenna og karla um allan heim sem gera sífellt meiri kröfur um frelsi og hamingju sér til handa. Hvað sem allri þessari andstöðu líður, hefur kaþólska kirkjan hins vegar ekki séð ástæðu til að falla frá hugmyndum sínum og þeim siðferði- legu kennileitum sem hún starfar eftir. Enda má segja að sá veruleiki sem við blasir gefi henni ekki ærna ástæðu til þess. Á sama tíma og raddir um frelsi og umburðarlyndi gerast háværari ætla ofbeldi og klám húsum að tröllríða, neysla eiturlyfja eykst hröðum skrefum, tíðni hjóna- skilnaða fer vaxandi og útbreiðsla eyðni vekur hvarvetna skelfingu. { stuttu máli hefur hið aukna frjáls- ræði nútímamannsins ekki skilað sér í meiri nálægð og hamingju þegar á heildina er litið, heldur þvert á móti, skapað nýja gjá, ekki einvörðungu manna á meðal, heldur og einnig í einstaklingnum sjálfum, gjá sem harla erfítt er að brúa. Og því miður liggja lausnimar ekki á lausu. Sem fyrr hefur ka- þólska kirkjan með páfa í farar- broddi fundið svör við öllum þessum vandamálum í biblíunni og haldið Hafa hin siðferðilegu klassísku kennileiti kirkjunnar ratað í blindgötur nútímans, spyr Benedikt Lafleur, og veltir fyrir sér, hvort hún þarfnist nýrrar aðferðafræði. þeim vel á lofti. En almenningur lætur ekki sannfærast og spurning- arnar verða fleiri og flóknari. Að vísu hefur Jóhannes Páll páfi stigið skrefi lengra í átt til nútímans en fyrirrennarar sínir í Vatikaninu með ótölulegum ræðum sínum og ritum. Dæmi um þetta má t.d. finna í nýlegri bók hans: II progetto di Dio Decalogo per il terzo millennio sem mætti einfaldlega þýða Tíu kennileiti fyrir árið tvö þúsund. En þar fer páfi víða orðum um mikilvægi ástar- innar og takmarkalausan kærleika Guðs, fyrirgefningu hans, samúð og skiining. Jafnvel í umræðunni um fóstureyðingar, sem hann fordæmir skilyrðislaust, er páfí afar vinsamleg- ur í garð kvenna. Fjallar hann ítar- lega um hið göfuga og merkilega hlutverk þeirra í bókinni, lætur í ljósi samúð sína gagnvart þeim konum sem undir slíkar aðgerðir ganga og kallar á þjóðfélagið í heild til ábyrgð- ar fyrir að hjálpa ekki verðandi mæðrum meira við uppeldi og umönnun barna sinna. í umræðunni um samkynhneigð er páfinn hins vegar myrkari í máli. Þannig lýsir páfi samkynhneigð sem „óeðli“ er stríði gegn náttúrulegri þróun mannsins og útilokar viður- kenningu kaþólsku kirkjunnar á kröfum hennar um borgaraleg rétt- indi til jafns við aðra. Hér virðist hið skínandi og takmarkalausa kærleiks- boð skyndilega þurft að víkja fyrir siðferðilega harðri afstöðu kirkjunn- ar. Hefur kærleikurinn sem Kristur boðaði í upphafi snúist eftir allt sam- an í andstæðu sína? Eða er páfinn í Róm kannski yfir samkynhneigð haf- inn? Verður hann ekki að viðurkenna öll sköpunarverk Guðs og elska þau jafnt til að geta hjálpað þeim að lifa í ást og hamingju í sannarlegri Guðs trú? Og þarf páfínn ekki að taka til- lit til rannsókna vísindamanna sem sanna, svo ekki verður um villst, að samkynhneigð stafi í sumum tilvik- um af óvenjulegri röðun litninganna í frumsköpun lífs og geti því verið meðfæddur eiginleiki? Og jafnvel þótt þá standi eftir sem áður, í ein- hveijum tilvikum, útskýringar sál- fræðinga um tilfinningalega röskun í æsku, réttlæta þá slík vandamál enn frekara tilfínningatjón þeirra sem hér um ræðir? Eru þetta svör kirkjunnar, sem ber að boða kær- leiksboðorð Krists; að við skulum elska náungann eins og sjálfa okkur og að við eigum ekki að dæma aðra því þá dæmum við okkur sjálf um leið? Nei, ef boðskapur kirkjunnar hefur ekki náð betur eyrum nútíma- manna þá getur hún sumpart sjálfri sér um kennt. Og ef heldur fram sem horfir verður sú lexía sem hún hefur fram að færa komandi kynslóðum harla fátækleg. Til að snúa vöm sinni í sókn þarfn- ast kirkjan líkt og nútímamaðurinn nýrra kennileita í hugmyndafræði sinni. Kristur þótti byltingarkenndur á sínum tíma og réðst harkalega gegn spillingu kirkjunnar og úreltum kennisetningum. Þáfinn í Róm mætti einnig vera áræðnari ef hann vill forða kaþólsku kirkjunni frá frekari stöðnun. Eina rökrétta svar kirkjunn- ar gagnvart böli heimsins er sem fyrr: Meiri ást. Aðeins út frá því ljósi getur hún raunverulega komist til móts við þarfir einstaklingsins og möguleika hans á því að lifa í sannar- legri hamingju Guðs. Kirkjan þarf ekki síður en aðrir þjóðfélagshópar að læra og þroskast í átt til fullkomn- unar Guðs. Hún þarf að læra að vinna með fólki fordómalaust og með opn- ara hugarfari í stað þess að heyja stöðugt hatramma baráttu gegn sið- leysi nútímans. Hún mætti til að mynda taka upp viðræður og sam- starf með þeim konum sem í gegnum fóstureyðingar hafa gegnið og stuðla þannig með þeim að varanlegum sigri hins dýrmæta og heilaga lífs, án þess að hafna hugmyndafræði sinni. Þá ætti kirkjan að sjá sóma sinn í að bjóða samkynhneigðum í eitt skipti fýrir öll, í sátt inn í musteri kærleikans með öllum þeim réttind- um sem þar er að fínna og allir. borg- arar þarfnast til að lifa í varanlegri ást, trú og tilgangi. Ný sáttarhönd kirkjunnar í anda hins takmarkalausa og skilyrðislausa kærleika Krists er eina varanlega bótin við tilfinningatjóni nútímans og um leið sú gátt sem trúin þarf að opna til að geta andað eðlilega á ný. Því miður hefur slík sáttarhönd ekki alltaf verið jafn áþreifanleg í störfum kaþólsku kirkjunnar eða Jóhannesar Páls páfa II. Reyndar hefur Jóhannes Páll páfi II á stund- um komið fjölmiðlum sem almenn- ingi skemmtilega á óvart með mann- úðarlegri og frumlegri breytni sinni. í því ljósi er páfínn í Róm á sinn sérstaka hátt óneitanlega mikilsverð- ur boðberi kærleikans í nútímanum, enda þótt víðsýni og sveigjanleiki mættu vera hvarkvæmari störfum kirkjunnar. Er ekki kominn tími til að snúa rækilegar á andskotann með ofurafli hans, kærleikanum sem allt elskar? Ég þykist viss um að Kristur hefði ekki hikað nú sem fyrr. Höfundur er rithöfundur og býr í París. ..V'v'"V''V" Utsala - 50% afsl. alltaf í vesturkjallaranum. Mikið af: Bútasaumsefnum frá 296,-, jólaefnum frá 365,- fataefnum frá 150,- gardínuefnum o.fl. VIRKA Vffwvt op“1Tit'■ - Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Og laugard Sími 568-7477 kl. 10-14.' LISTASMIDJA BARNA & UNGLINGA Krakkamirí Kramliúsinu! Skemmtileg, fjörug, fræðandi og menningarleg námskeið fyrirbömá aldrinum 4-6,7-10 10-12, 13-15 ára. Leiklist • Myndlist Tónlist-D^is S í M I 551 5103 L I r H Hl l1 1|| • Langar þig aö auka þo! og styrk? • Lanpr jjig að koma þér í góða þjálfun tll að pta gengið á fjoil? Við þjálfum í fersku lofti í Öskjuhlíðinni og endum hvern kraftgöngutíma inni í Perlunni. Þar gerum við æfingar og teygjur sem við gefum góðan tíma. Boðið er upp á rólega tíma fyrir þá sem ekki hafa verið með okkur áður. Leiðbeinandi er Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 554-3499 fimmtudaginn 4. janúar og föstudaginn 5. janúar kl. 9-12. Þjálfunin ferfram þrisvar í viku, mánudag, miðvikudag og laugardag. Þeir sem hafa verið áður mæti kl. 11.00 laugardaginn 6. janúar í andyri Perlunnar. Á vegum starfseminnar er einnig boðið upp á líkamsþjálfun í íþróttasal Verslunarskólans við Ofanleiti á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.00 fyrir byrjendur, kl. 19.00 fyrir lengra komna. Gleðilegt ár! FIMLEIKAR m Áhaldafimleikar fyrir alla aldurshópa. Trompfimleikar fyrir pilta og stúlkur. [?f Krflahópur fyrir 4-5 ára. gf Æfingatímar fyrir foreldra. 2f Tímar fyrir börn 2-3ja ára með foreldrum. 2f Morguntímar. [?f Fimleika- og íþróttafólk með mikla reynslu. [?f Stöðupróf fyrir nýja nemendur verða laugardaginn 6. janúar kl. 13-15. [?f Innritun er hafin í Ármanns- heimilinuv/Sigtún og í símum 561-8470 og 561-8140 virka daga kl. 14-20. A FIMLEIKADEILD ARMANNS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.