Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 46

Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Á RÉTTRI HILLU MEP EGLU TÍMASPARNAtHJR ÖRYCÚI FUNDIÐFÉ NÝJAR ÁÆTLANIR ...GENGUR ÞÚ AD MIKILVÆGUM HLUTUM Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi stærðum. Þau stærstu taka 20% meira en áður, en verðið er það sama. Og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina! Þessi vinsælu bréfabindi fást í vinnustora sibs Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 VISUM öllum helstu bókaverslunum landsins. RÖÐ 06 RE6LA Múlalundur Innrilun í símnm 553 6645 og 568 5045 daglegamilli kl. 12 og 19. DANSSKOIJ Jóns Péturs ogKöru Bolholti 6 • 105 Reykjavík Opið hús llmmtud. 4.janúar ld. 18-21. Dansráð Islands Tryggir rétta tilsögn 1 ^ j Hrr* fj m mT W"- ■:>í- m AÐSENDAR GREINAR Um kynferðislega misnotkun fomafna ÉG HEF lengi haft í hyggju að taka undir þau orð í tíma töluð, sem Helgi Hálfdanarson reit hér í blaðið 6. júlí sl. um kynferði orða. Þar varaði hann við þeirri áráttu, sem virðist, vegna áhrifa frá ensku, vera að færast í aukana meðal þeirra sem telja sig rita íslenskt mál, að laga kynferði fornafns ekki að því nafnorði sem það vísar til, heldur að kynferði þeirrar persónu sem nafnorðið er haft um. Dæmi: „Sjálfur var skáldið eins og jurt. . .“ (Þórarinn Eldjárn, Kyrr kjör, Ið- unn 1983, bls. 10. Let- urbr., H.H.) Skömmu eftir að ég las grein Helga rakst ég á pistil í Morgun- blaðinu (17. ágúst) eft- ir séra Auði Eir Vil- hjálmsdóttur, þar sem hún lýsti því yfir að hún vildi „ekki hlíta því að aðeins sé talað um Guð í karlkyni", þótt ís- lenskar orðabækur, sem og málvenja, skil- Hallberg Hallmundsson greini guð sem karlkynsorð. Þessu til réttlætingar virtist hún bera það fram, að í „hebresku er talað um heilagan anda í kvenkyni, á grísku er orðið hvorugkyns en á latínu karlkyns". Hún vildi því „hætta að tala um þrenninguna sem hóp þriggja karlpersóna". Eftir að ég las orð prestsins (sem auðvitað er kona, þrátt fyrir karl- kyns starfsheiti) hugsaði ég mér að tengja greinar þeirra tveggja, Helga og hans (þ.e. prestsins), sam- an, enda skylt skegg höku. En eins og oft vill verða um góð áform, hef ég hummað þetta fram af mér þar til nú - að gefnu tilefni. Það tilefni er grein, sem ég las nýlega í blaðinu (17. nóvember) og Guðrún Pétursdóttir ritaði. Greinin fjallar um upplestur Hrafns Gunn- laugssonar í útvarpinu á smásögu eftir sjálfan hann, þar sem hann lýsir á allmeinfýsinn hátt Nóbels- skáldinu íslenska, konu þess (þótt persónan [kvenkynsorð] sé karl- kyns), og ekkju málarans Picasso. Þá rifjaðist það upp fyrir mér, að ég hafði haft söguna að skotspæni í umsögn um bókina sem hún birt- ist í. Sú umsögn birtist í World Literature Today haustið 1990, og þar segir um „Hetjusögu" Hrafns, þá sem varð tilefni greinar Guðrún- ar: The last story, „Hetjusaga“ (Heroic Tale), is a satire whose thinly disguised prototypes are Halldór Laxness and Jacqueline Picasso, the painter’s Widow, the former described as more or less senile and the latter as an imperial snob. The parody is certainly not benign, but it is amusing in its malicious way. What shocked me in the story, however, was the linguistic perniciousness, particul- arly the consistent reference to skáid (poet or creative writer in general), a neuter word in Iceland- ic, with a masculine pronoun! For such treatment of the language, the skáld of Þegar það gerist deserves only one response: it ought to be ashamed of itself! Það sem ég minnist ekki í ofan- nefndri umsögn var að Hrafn getur þess einnig í sögunni að „Ráðherr- ann hengdi sjálf upp kápu Mad- ame“. (Ráðherra sögunnar er sem sé kona, en er raunar á einum stað nefndur forseti; af yfirsjón eða ásetningi?) Skömm Hrafns við móð- urmálið er því tvöföld. Því miður er þetta ekki í eina skiptið í skrifum mínum um íslensk- ar bækur, sem ég hef orðið að benda íslenskum rithöfundum á sams kon- ar villur. Ég minntist áður á setn- ingu Þórarins Eldjárns, en síðan hef ég hnotið um ýmsar fleiri í skrif- um annarra höfunda. Þannig minn- ist Ámi Bergmann í Þorvaldi víð- förla (Mál og menning, 1994, bls. 8) á „risaþjóð sem étur foreldra sína og drepur þá feita, því það er smán að láta þau deyja mögur í beiskri elli.“ Hér er ekki einu sinni hirt um samræmi milli fornafnanna! ísak Harðarson segir svo í Stokks- eyri (Forlagið, 1994, bls. 20): „í húsi í Reykjavík/ er einmana skáld og/ drekkur illrætið kaffi/ með listaskrímslum// Farðu og hitt- ’ann/farðu og sjáð- ’ann...“ Og Kristleifur Björnsson ritar í Bjart og frú Emilíu (Nr. 1, 1995, bls. 78): „Ég er foreldrum mínum þakklátur fyrir uppeld- ið og þær ákvarðanir sem þau hafa tekið um líf mitt.“ (Leturbreyt- ingar, H.H.) Nú stendur mér auðvitað nákvæmlega á sama, þótt prestar Kvennakirkjunnar (sem séra Auður ritar svo — með upphafsstaf eins og um sérstaka stofnun sé að ræða) telji persónu guðs síns kven- kyns. Hún getur sem best verið Hver einasti dagur, seg- ____ir Hallberg Hall- mundsson, á að vera dagur íslenskunnar. viðrini fyrir mér. Og kannski væri betra að nota bara orðið goð. En ef presturinn vill telja átrúnaðargoð sitt kvenkyns, sem honum er að sjálfsögðu fijálst, þá er í islensku til ágætt orð um kvengoð. Það er gyðja. Guð er hins vegar karlkyns- orð í íslensku, og það eru einingar þrenningarinnar einnig (þótt þrenn- ingin sjálf sé kvenkyns) — nema presturinn vilji breyta þeim í „guð móður, dóttur, og heilaga önd!“ Hvað gert er á hebresku, grísku, og latínu kemur íslensku máli alls ekkert við. Hver tunga hefur sín eigin lögmál. Við sHulum ekki rugla saman guðfræði og málfræði. Eins læt ég mér í léttu rúmi liggja hvort Hrafn Gunnlaugsson er rótar- legur í garð Halldórs Laxness eða annarra. Um það verður hann að eiga við sjálfan sig, og oft eru áhöld um hvorum slíkt lýsi betur, þeim sem skrifar eða hinum sem ritað er um. En misnotkun hans og annarra á íslenskri tungu kemur okkur öllum við, sem eigum hana að móðurmáli. Og mikið var ég feginn að sjá að Guðrún Pétursdóttir féll ekki í grein sinni í sömu málagryfju og Hrafn í sögunni. Hún kallar Hrafn skræfu og heldur áfram í samræmi við það: „Og hvað gerir skræfan þá? Jú, hún bíður færis. Hún veit að þjóðin mun ekki líða henni að vega að skáldinu sjálfu... (Leturbr., H.H.) Enda hefði það illa sæmt „heimagangi á Gljúf- rasteini" að karlkenna svo skræfuna sem skáldið. Nú sé ég að talað er um að gera fæðingardag Jónasar Hallgríms- sonar, 16. nóvember, að sérstökum degi íslenskunnar. Slík hugmynd, þótt af góðum hug sé fram borin, virðist mér jaðra við örvæntingu um framtíð málsins. En ef ástæða er til slíkrar örvæntingar, sem ég er enn tregur til að viðurkenna, þrátt fyrir þau dæmi sem ég hef nefnt hér (og Helgi Hálfdanarson önnur á undan mér), þá er ég hræddur um að einn dagur á ári dragi skammt. Sannleikurinn er auðvitað sá, að á íslandi á hver einasti dagur — 365 á ári, og frek- ar einn þá hlaupár er — að vera dagur íslenskunnar. Annað er þjóð- inni ósæmilegt. Höfundur er skáld í New York.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.