Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 47

Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 47 DÓMAR fyrir fíkniefna- og kyn- ferðisafbrot hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarið. Öllum má vera ljóst að réttmæt og skilvirk dómsmeðferð er einn af hornstein- um lýðræðisins ásamt fram- kvæmda- og löggjafarvaldinu. Störf dómara eru éðli sínu sam- kvæmt mjög vandmeðfarin og umdeild enda hafa þau afgerandi áhrif á líf og tilveru allra þeirra sem með beinum eða óbeinum hætti tengjast afbrotamálum. Okkur reynist alltaf auðveldara að skilgreina hina áþreifanlegu efnisþætti afbrota en eðli þeirra og tilgang. Flest afbrot, sem unnin eru með skipulögðum hætti og að yfirlögðu ráði, eiga sér djúpar ræt- ur í afbrigðilegum lífsháttum og skoðunum afbrotamanna. Skortur á siðferðisstyrk, sjálfsaga, verð- mætamati, órökrænar ályktanir, andfélagslegar og neikvæðar lífs- skoðanir og bágborin kjör eru al- mennustu orsakir afbrota. Það er þó ekki ætlun mín með þessari grein að reyna að skilgreina hið flókna samspil orsaka- og eðlis- þátta afbrotafræðinnar heldur af- marka ákveðna þætti refsimála. Eins og kunnugt er eiga refsing- ar að grundvallast á hversu alvar- legum afleiðingum brotið veldur einstaklingum og alm. hagsmun- um. Samkvæmt hegningarlögum varða mannsmorð og kynferðisaf- brot allt að 16 ára fangelsi og fíkni- efnabrot allt að 10 árum. Hér á landi hafa menn aðeins hlotið há- marksrefsingu fyrir morð að yfír- lögðu ráði, en dómar í fíkniefna- og kynferðisafbrotamálum virðast afar vægir sé miðað við hámarks- refsingar í þeim mála- flokkum. í umræðum manna á milli velta þeir fyrir sér hvaða forsendur dómarar leggja til grundvallar í dómum sínum. Hvernig meta t.d. dómarar refsingar sakborninga, sem lögformleg sönnun er fyrir að hafa flutt inn, dreift og selt þær teg- undir ávana- og fíkni- efna sem læknis- fræðilega er sannað að séu ávanabind- andi, banvæn og valda óbætanlegum sálar- og líkamsskaða? Afleiðingar neyslunnar valda síðan eins og þekkt er hvers konar alvarlegum afbrotum s.s. þjófnuðum, ránum, morðum og oftast óskráðum hör- mungum heimila og gífurlegum kostnaði heilbrigðiskerfisins. Þó svo að sölumenn og innflytj- endur fíkniefna séu ekki sakfelldir fyrir afleiðingar neyslunnar þá eru þeir vísvitandi valdir að ógæfu og hörmungum neytenda. Því má heldur ekki gleyma að þessir eitur- byrlarar hafa staðgóða þekkingu á áhrifum og afleiðingum neyslunn- ar og geta því ekki borið við van- þekkingu. Þeirra markmið eru augljós, því fleiri neytendur sem verða háðir efnunum, því “stærri verður markaðurinn og ágóðinn meiri. Uti í hinum stóra heimi eru þessir menn kallaðir fjöldamorð- ingjar, enda hættulegustu glæpa- menn samtíðarinnar, hundruð þús- unda láta lífið árlega eða verða sjúkir af þeirra völdum. Þá er brýn nauðsyn á að endurskoða máls- meðferð og dóma fyrir kynferðisafbrot, sem virðast vera afar mis- vísandi og ómarkvissir. Hafa dómarar þá sér- þekkingu sem þarf til að skilgreina á rökræn- an hátt afleiðingar kynferðisafbrota? Börn og ungmenni verða ævilangt þolendur slíkra afbrota, sársauki hugans, sorgin og ótt- inn er sú þjáning sem verst er að afbera og lækna. Þegar afleiðing- ar svona verknaða eru metnar til refsinga eiga dómarar fýrst og síð- ast að reyna að meta hið óbætan- lega sálræna tjón þolandans, enda er hámarksrefsing slíkra afbrota metin til jafns í árafjölda við morð að yfirlögðu ráði. Þarna er líkam- legur dauði og andleg áþján lögð að jöfnu í refsilegu tilliti. Það væri sannarlega fróðlegt rannsóknarefni að reyna að finna ástæður fyrir hinum vægu dómum fyrir kynferðisafbrot, m.a. hvort mögulegt sé að karldómarar leggi annað refsi- og siðferðismat á verknaðinn en kvendómarar gera, hvort erlendar fyrirmyndir hæsta- réttardómara, m.a. frá hinum Norðurlöndunum, eigi þar hlut að máli eða hvort þeir ríghaldi í gam- algrónar réttarfarslegar fyrir- myndir sem mótaðar voru fyrr á öldinni við gjörólíka þjóðfélags- hætti. Þó svo að réttlætinu verði aldrei fullnægt með dómum einum Vægir dómar fyrir fíkni- efna- og kynferðisaf- brot vekja almenna reiði, segir Kristján Pétursson, og stríða gegn siðferðiskennd al- mennings. saman þá mega dómsniðurstöður aldrei skerða eða fjötra gildissvið laganna. Sú breytilega þjóðfélagsmynd sem við okkur blasir varðandi tíðni og tegundir afbrota ætti að hvetja dómsyfirvöld til að endurskoða reglulega a.m.k. þann hluta hegn- ingarlaga, sem varðar hvað mest hagsmuni almennings á hveijum tíma. Þá er einnig löngu tímabært að endur- og sérmennta dómara. Hinir vægu dómar fyrir fíkni- efna- og kynferðisafbrot hafa vak- ið almenna reiði og sársauka með- al þjóðarinnar. Ekkert skaðar meira dómsvaldið í þjóðfélaginu en þegar dómniðurstöður stríða gegn réttlætis- og siðferðiskennd al- mennings. Verum þess ávallt minnug að megintilgangur laga er að koma í veg fyrir hvers konar afbrot og tryggja réttláta refsingu. Því er oft haldið fram að afplánun bæti engan mann, því séu þungir dómar ákveðin tímaskekkja. Ekki er hægt að einhæfa afplánun dóma með þessum hætti, því að sálsjúka hættulega afbrotamenn verður að einangra á lokuðum stofnunum. Þá er siðferðis- og gildismat margra afbrotamanna svo sjúkt og afskræmt og ranghugmyndir ímyndaðrar tilveru, að þeir eiga enga samleið með venjulegu fólki. Við íslendingar verðum sem lýð- ræðis- og menningarþjóð að endur- skoða afstöðu okkar til fangelsis- mála. Fangelsi eiga að vera deilda- skiptar meðferðarstofnanir, þar sem fangarnir eiga rétt á læknis- og sálfræðilegri meðferð, menntun og störfum við sitt hæfi. Þá verður að koma í veg fyrir neyslu ávana- og fíkniefna innan fangelsa. Beinn samgangur ætt- ingja og vina við fanga eins og nú tíðkast hér veldur þessu og er viðkomandi stjórnvöldum til mikill- ar vansæmdar. Það er afar dapur- leg staðreynd að margir fangar skuli að afplánun lokinni vera jafn- vel ennþá háðari fíkniefnaneyslu en áður en afplánunin hófst. Dóms- og heilbrigðisyfírvöld verða að taka á þessum málum, þau eru ekkert „einkamál" fangelsisyfirvalda eða viðkomandi refsifanga, þau varða líka hagsmuni fjölskyldna, ætt- ingja og vina. Höfundur er fyrrverandi deildar- stjóri. Meðferð dómsmála Kristján Pétursson GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR 1983 ÁRGANGINN Vaxtalína Búnaðarbankans veitir fróbæra fjármólaþjónustu BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Gangið í Vaxtalinuna og þið eruð komin á góða braut í fjármálum. Nú er rétta tækifærið fyrir þá sem eru fæddir árið 1983 að gerast félagar í Vaxtalínu Búnaðarbankans. Vaxtalínan er ijármálaþjónusta fyrir alla unglinga á aldrinum 13 til 18 ára. Við skráningu geta félagar stofnað Vaxtalínureikning og fengið Vaxtalínukort. Við inngöngu í Vaxtalínuna stendur félögum til boða: ítarleg skipulagsbók og dagbók ásamt ýmsum fróðleik. Með kortinu er hægt að taka út peninga í bönkum og spari- sjóðum hérlendis og í hraðbönkum hér heima og erlendis. Hægt er að fylgjast með stöðu bankareiknings. Veitir afslátt af vöru og þjónustu á matsölustöðum, mynd- bandaleigum, í sportvöruverslunum, hljómplötuverslunum, tískuverslunum o.fl. Ókeypis fjármálanámskeið og fjármálahandbók. 30% afsláttur af áskrift að Interneti hjá Miðheimum*. ÞJONUSTA INGA Skipulagsbók Vaxtalínukort Færslubók Afsláttarkort Námskeið og handbók Internet 'Háö samþykki foreldris/forráðamanns. YDDA F1 00.5/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.