Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 50

Morgunblaðið - 03.01.1996, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 __________________MIMWIIMGAR PÁLA KRISTJÁNSDÓTTIR + Pála Kristjáns- dóttir fæddist í Reykjavík 1. febr- úar 1911. Hún lést á Landspítalanum 22. desember sið- astliðinn. Foreldrar Pálu voru Kristján Sveinsson frá Hof- stöðum á Mýrum og Margrét Guð- mundsdóttir frá Sauðárkróki. Bræð- ur Pálu voru Sveinn, f. 1909, d. 1911, Stefán, f. 1927, d. 1929, og Ragnar, f. 1921, d. 1956. Sverr- ir lifir systur sína. Árið 1931 giftist hún fyrri manni sínum, Jóni Ingvari Guð- mundssyni bakara. Eignuðust þau tvö börn. Jón Ingvar lést 18. jan. 1938. Seinni maður Pálu er Gunnar Einarsson fyrrv. starfsm. Mjólkursamsöl- unnar, eignuðust þau tvo syni. í DAG er til hinstu hvílu borin elsku- leg tengdamóðir mín, Pála Kristj- ánsdóttir, sem lést á Landspítalan- um 22. desember sl. Það er svo stutt síðan að hún var létt á fæti og létt í lund að snúast í kringum stóra hópinn sinn. Hennar er sárt saknað. Fjölskyldan var orðin stór, börn, bamaböm og bamabamabörn. Allt- af var sama tilhlökkunin hjá Pálu og Gunnari að fylgjast með, þegar nýir einstaklingar bættust í fjöl- skylduhópinn og nú eru bamabarna- bömin orðin 19 að tölu. Pála og Gunnar, eiginmaður hennar, hafa alla tíð verið mjög bamelsk, mannelsk og félagslynd. Þau lifðu í traustu hjónabandi og voru hvort öðm mikils virði. Þau giftust 1. febrúar 1941. Þau vora lánsöm áttu sameiginlega vini, þar sem vináttan var ræktuð allt frá upphafi. Saumaklúbburinn var nokkuð fyrirferðarmikill í lífi Pálu, enda uppspretta kátínu og léttleika. Svo ég nefni nú ekki allan myndar- skapinn við tertugerð og smur- brauðsútfærslur. Þar fór Pála iremst í flokki jafningja. Hún var ákaflega skipulögð og verklagin kona, ótrúlega hög til allra verka. Heimili þeirra í Nóatúni var ynd- islegt og bar húsbændum fagurt vitni. Viðhaldið í lagi, málað reglu- lega og endumýjað eftir þörfum. Úr Nóatúni eigum við öll yndislegar niinningar, svo hlýjar og mjúkar. Pála vann líka utan heimilis. Eft- ir lát fyrri eiginmanns, Jóns I. Guð- mundssonar bakara, vann hún um hríð við saumaskap á saumastofu Gefjunar. Seinna á ævinni var starfsvið hennar að afgreiða í bamafataversl- uninni Storkinum í Kjörgarði við Laugaveg. Þar starfaði hún áram saman og eignaðist góða vini þar. Alltaf var hún fór hún glöð í vinn- una sína. Síðar starfaði hún á Hótel Loftleiðum við hótelherbergin. Lík- aði henni starfið vel og eignaðist einnig vini þar. Pála starfaði einnig í kvenfélagi Háteigskirkjusóknar. Hún útbjó margan bitann til að Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög gód þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÍTEl LlfTLtllil Börn Pálu eru: Stefán Jónsson, f. 1931, verkefna- stjóri ÍAV, giftur Evu Óskarsdóttur og eiga þau fjögur börn. Jóna Pála Wissmar, f. 1938, d. 11. okt. 1991, maður hennar var Stanley Wissmar blaðamað- ur, áttu þau fjögur börn til samans. Þórir Gunnarsson, f. 1941 skrifstofu- stjóri SVFÍ, giftur Ragnheiði Baldurs- dóttur og eiga þau 4 börn. Kristján Gunnarsson, pípulagn- ingameistari, giftur Anný Ant- onsdóttur, eiga þau saman einn son og þrjú börn frá fyrri hjónaböndum. Barnabarna- börnin eru nú orðin 19 alls. Útför Pálu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og fer og hefst athöfnin klukkan 15. gleðja eldri borgarana í sókninni og þar fannst hehni gott að vera. Að starfa var hennar líf og yndi, verk- lagni og úrræðakænska var henni í blóð borin. Hún gat gert allt úr engu og kjötbollur úr saltfiski o.s.frv. Þau hjónin, Pála og Gunnar, höfðu mikla ánægju af að ferðast saman. Með vinahópnum voru margar draumáferðirnar farnar inn- anlands sem utan. Þau ferðuðust einnig tvö saman að sjá stórborgir Evrópu. Þetta vora stuttar ferðir. Það var gaman að heyra ferðasög- umar þeirra. Til Bandaríkjanna fóra þau tíðum og dvöldu lengi í hvert skipti. Það má segja að ævisaga Pálu sé mjög samtvinnuð Vesturheimi. Móðurafi hennar og amma, þau Guðmundur og Rósa, gerðust land- nemar í Vesturheimi snemma á þessari öld. Tóku þau með sér dæt- umar Önnu-Jennýju-Kristínu og Dóru ásamt Hafliða, sem var hálf- bróðir Pálu. Eldri systkinin, þau Ágúst, María og Margrét (móðir Pálu), urðu eftir á íslandi. Eins og nærri má geta var mjög náið sam- band með Vesturföranum og þeim systkinunum sem eftir urðu á ís- landi. Þá gengu bréf og pakkar á milli í skipapósti. Tók oft óratíma að ná áfangastað. Á sjötta áratugn- um verður svo sú breyting á að heimsóknir til gamla landsins verða mjög tíðar og öfugt. Systkinin sjást á ný og miklir fagnaðarfundir verða. Árið 1955 leyfír Pála einkadóttur sinni, Jónu Pálu, að fara til Önnu frænku í Seattle í Washingtonfylki. Jóna kveður okkur, ákveðin í að koma aftur heim, en örlögin ætla henni annað. Hún festir rætur og ráð sitt í nýja heiminum. Varð sam- bandið við Vesturheim nú mun nán- ara en áður. Heimili Jónu (dóttur Pálu) í Bellevue, Washington, var nú opið öllum í íjölskyldunni. Hversu margir sem vildu koma í einu eða hversu lengi hver og einn vildi dvelja. Það var O.K., ekkert mál, bara ánægjuauki í tilverana. Pála og Gunnar dvöldu því oft langtímum hjá elskulegri dóttur og fjölskyldu hennar vestanhafs. Bræður Jónu og fjölskyldur þeirra nutu einnig gest- risni og göfuglyndis Jónu í ríkum mæli. Stanley Wissmar blaðamaður eiginmaður Jónu er mikill íslands- vinur og aldeilis ólatur að skrifa okkur. Jóna og Stanley komust í margar íslandsreisur áður en elsku- leg mágkona mín, Jóna Pála, lést af völdum veikinda í október 1991, 53 ára að aldri. Þetta var okkur mikil harmafregn og mikið áfall fyrir Pálu þegar andlátsfréttin barst henni. Má vera að þessi mikla sorg- arfrétt hafi stuðlað að því að heilsu hennar hrakaði fyrr en ella. Slíkir kærleikar vora með Pálu og einka- dóttur hennar Jónu að trúa mætti að slíkur kærleikur nái út fyrir gröf og dauða. Elskulega Pála mín. Nú er þú leggur upp i ferðina miklu með þitt jarðneska veganesti, óttast ég ekki um þig. Eg trúi að heimkoma þín verði sem fagur friðaróður í hópi látinna ástvina, sem hafa undirbúið komu þína á hátíð ljóssins. Mér fmnst eins og ég hafí hafíð þessa ferð með þér kvöldið fyrir andlát þitt. Þá hafðir þú svo skíra vitund. Þú horfðir svo undurblítt og enda- laust inn í augun mín og ég baðaði mig í augunum þínum og kærleik- anum sem var á stjái í kringum okkur. Vísan mín gamla lifnaði við á þessari friðarstund. Það var eins og þú færir með hana fyrir mig. Hún hljóðar svona: Mig sækir heim værðin Öll mannkynsins mærðin. Nú blundar í birtunnar gjömingaró. Þar okinu er aflétt, allt málvægi er útsett í Guðdómsins, himnesku þríeindu fró. (E.Ó.) Far þú í friði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt, ástvina mín. Tengdaföður mínum, sonunum þremur, tengdasyni og fjölskyldum þeirra ásamt öðrum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Eva Oskarsdóttir. Elsku amma, þó að við vitum öll að dauðinn er hluti af lífínu, brá okkur mikið þegar kallið kom. Við barnabörnin þín á Nesbala höfum verið svo lánsöm og rík að eiga alla okkar nánustu að, þar til að þú kveð- ur okkur nú. Þú og afí hafið alltaf verið ómissandi í lífí okkar. Með söknuði minnumst við þeirra fjöl- mörgu góðu samverastunda sem þið áttuð með okkur. Hvar sem þú komst tók fólk eftir reisn þinni og glæsileika. Þú hafðir alltaf gaman af mannamótum og við nutum samverunnar með þér. Þú varst okkur alltaf góð og barst vel- ferð okkar fyrir brjósti. Langömmu- börnin þín hlökkuðu ávallt að fá ykkur afa í heimsókn og við fínnum hvað þeim þykir vænt um ykkur. Við og fjölskyldur okkar biðjum guð að'geyma þig, amma, og styrkja elsku afa, sem hefur ætíð staðið sem styrk stoð við hlið þér. Við minn- umst þín með virðingu og þakklæti. Megi þú hvíla í guðs friði. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng.“ „Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst lík- ama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr spámanninum) Gunnar Páll, Dóra, Halla og Pála. Þegar lokið er leið, þegar lífs endar skeið, líður önd mín um gullfógur torg. Frelsarann fæ ég séð fylking englanna með, fagurt verður í friðarins borg. (Kristján Sveinsson) Elsku amma. Eitt er alveg víst að lífið verður ekki eins ánægjulegt fyrir okkur hér eftir að þú ert farin frá okkur, en við huggum okkur við það, að nú ert þú komin á sælustað- inn' þangað sem allir fara að lokum. Það var svo tómlegt hjá okkur á aðfangadagskvöld án þín, það hefur alltaf verið svo gaman að hafa ykk- ur afa hjá okkur á jólunum, amma, þú varst sjálf svo mikið jólabarn í þér. Það vora fjölmargar ánægju- stundir sem við áttum saman, t.d. öll skiptin sem þið komuð að borða hjá okkur eða þegar þið deilduð með okkur ánægjustundum í sumarfríum bæði hér heima og í Seattle hjá Jónu frænku. Elsku amma, en fyrst og fremst viljum við þakka þér fyrir alla blíð- una og umhyggjuna sem þú hefur sýnt okkur alla tfð. Guð blessi þig og varðveiti og sendi afa okkar styrk. Systkinin í Eskiholti. SIGMAR ADAM JÓHANNSSON + Sigmar Adam Jóhannsson var fæddur í Neskaup- stað 17. júní 1927. Hann lést á heimili sínu, Álftamýri 18, 25. desember sl. Foreldrar hans voru Jóhann Sig- urðsson, tollþjónn, og Ólína Þorsteins- dóttir, húsmóðir. Þau eru bæði látin. Adam var yngstur 4 systkina, hin eru: Björg, sem er látin, Sólveig, sem nú dvelur á Hvítabandinu, og Hin- rik, sem lést á unga aldri. Adam gekk í hjónaband 19. janúar 1957. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigurlína Björnsdóttir, frá Bæ á Höfðaströnd í Skaga- firði. Foreldrar hennar voru Björn Jónsson, bóndi og hrepp- stjóri, og Kristín Kristinsdóttir, KÆRI vinur og mágur. Með bljúg- um huga skrifa ég þessi kveðju- og þakkarorð fyrir öll árin sem ég og skagfirska fjölskyldan þín höfum átt með þér. Margar myndir koma úr sjóði minninganna sem gott er að ylja sér við. Fyrstu árin heima í Bæ með mömmu og pabba og systkinunum. Þú féllst strax inn í hópinn með þinni hógværð og kær- leik. Héðan af Hólaveginum er margs að minnast. Fyrst komið þið Didda með bömin ykkar, Ester, Steina, Sollu, Bubba og Atla. Síð- ustu árin eftir að ungarnir flugu úr hreiðrinu komuð þið tvö, nú síð- ast í september. Þá fékkst þú stund- ar hvfld frá geislameðferð. í þeirri ferð vorum við saman í Litla-Bæ, sem er bústaður okkar systkina, fóstursystkina og maka. Þar höfum við komið saman, minnst einu sinni á ári síðan bústaðurinn varð til, bæði til að byggja upp og ekki síst til að vera saman. I þennan hóp vantar nú þijú tengdabörn Kristínar og Björns í Bæ: Hólmfríði, konu Valgarðs, Áróru, konu Hauks, og nú er Adam farinn úr augsýn. En ég veit að þau eru með okkur þar, sem og annars staðar og taka þátt í öllu, ekki síst söngnum. Síðustu þijú árin hef ég oft þurft að vera í Reykjavík vegna sjúk- leika. Alltaf var pláss í Álftamýr- inni. Adam vissi hvað var að vera hjartasjúklingur, eftir að hafa gengist undir tvær stórar hjartaað- gerðir. Þó minn hjartakvilli væri smár hjá hans, skildi hann mína líðan. Hafi hann hjartans þökk fyr- ir sína hljóðu umhyggju. Sjúkrasaga Adams var löng og ströng. Hann sýndi frábæra hug- arró sem ekki er öllum gefin. Kæri Dammi, hafðu þökk fyrir árin sem við áttum saman. Jófríður frá Bæ. Elsku afí minn. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Göngu- og bílferðirn- ar, sem oft enduðu á Bæjarins bestu. Far vel heim heim í drottins dýrðargeim! Náð og miskunn muntu finna, meðal dýpstu vina þinna. Friðarkveðjur færðu þeim. Far vel heim. Hafðu þökk fyrir allt. Hannes Adam. Mig langar að minnast ömmu- bróður míns, Adams Jóhannssonar með fáum orðum. Ég man fyrst eftir Adda frænda þegar hann kom austur á sumrin með fjölskylduna. Það var ævinlega tilhlökkun fyrir strák með bíladellu að bíða eftir frænda og spá í á hvaða flotta „kagga“ hann kæmi næst og fá að skreppa í smábíltúr í slíku tæki, ekki var það verra ef það var „sleg- húsmóðir. Þau eru bæði látin. Börn Adams og Sigurlínu eru: Ester Jóhanna, en maður hennar er Guðmundur Hannesson; Þor- steinn Kristinn; Sól- veig Jóna, en mað- ur hennar er Haf- steinn Margeirsson; Jóhann Björn, en kona hans er Björg Sólheim; Atli Frans. Barnabörnin eru 7 talsins. Adam lærði bókband ung- ur að árum, en vann ekkert við þá iðn. Hann stundaði ýmsa vinnu þar til hann gerðist leigu- bílstjóri 1955 og stundaði það starf iipp frá því á meðan heils- an leyfði. Útför Sigmars Adams fór fram frá Fossvogskirkju 2. jan- úar. ið svolítið í“. Ekki var síðra að fá frændsystkinin í heimsókn og þar með nýja leikfélaga. Einnig var það eftirminnilegt þegar farið var í smá skoðunarferðir um framandi slóðir í höfuðborginni og nágrenni þegar við komum suður. Addi var einstaklega ljúfur og greiðvikinn maður og liðsinnti hann mér ýmistlegt á mínum fyrstu spor- um á bílabrautinni og gaf ýmis góð ráð í þeim efnum með fáum en markvissum orðum. Ráðlagði hann mér og keypti t.d. fyrir mig fyrsta bílinn minn og lét ganga frá öllu í hann sem ég óskaði og senda mér hann austur með skipi, þar sem langt var í að fært yrði yfír Fjöllin og mig vantaði enn talsvert í að fá bílprófið. Þegar bíllinn kom svo var greinilegt hver hafði verið í honum þar sem talsvert af fínni grárri vindlaösku var í öskubakkanum, en eitt aðaleinkenni Adda vora stórir vindlar sem hann rúllaði milli munn- vikanna af einskærri snilld. Ekki var maður að flýta sér að losa ösku- bakkann því þetta mérkti ákveðna vígslu á bílnum. Þegar ég fór að leggja leiðir mín- ar til Reykjavíkur má segja að Heimili Adda og Diddu hafi verið meira og minna bækistöð mín. Þar gilti þá einu hvort maður skaust inn í hádeginu eða um miðnætti, alltaf var sama blíða og góða viðmótið hjá þeim og ævinlega eitthvað til í svanginn eins og t.d. heimsins bestu kleinur sem Didda bakaði og átti oftast til af. Sjúkrahússaga Adda er einstök og orðin ansi löng og ströng á köfl- um og eins gott að eiga góða að og hafa þolinmæði og góða skapið í lagi þegar svoleiðis stendur á, en af þeim þáttum áttu þau Addi og Didda nóg. Við frændur sátum oft og rædd- um málin. Hann fékk fréttir héðan að austan og spáði í hvað ég var að gera, ég hlustaði á hvernig hlut- irnir höfðu verið áður fyrr, og þáði ráð hans, dregnar voru ályktanir og spáð í framtíðina. Ég held að báðir hafi haft gagn og gaman af, enda störf okkar og áhugamál á margan hátt svipuð. Addi hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja, t.d. ferðum milli Reykja- víkur og Neskaupsstaðar eftir nið- urgröfnum vegum, yfír óbrúaðar ár á fólksbílum, störfin hjá Varnar- liðinu, Steindóri og BSR á leigubíl- um og rútum, úr fótboltanum með Fram, en þar stóð hann í markinu. Þó hann væri aðeins 68 ára gamall þegar hann lést finnst manni ótrú- legt hvað tímarnir hafa breyst, þótt grundvöllur lífsins og mannleg sam- skipti séu ætíð þau sömu. Fyrir skömmu færði ég það í tal við hann að gaman væri ef hann færði eitthvað af þessu á blað en ég held að því miður hafi tíminn ekki leyft það. Hlífar Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.