Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 52

Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Mafiurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, SIGURBJÖRN ÞÓRÐARSON, Ölduslóð 28, Hafnarfirði, lóst á nýársnótt. Heiðveig Hálfdánardóttir, Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Herdís J. Sigurbjörnsdóttir, Helga S. Sigurbjörnsdóttir, Karl Ólafsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, GRÉTA ÓLAFSDÓTTIR kennari, Ægisgötu 21, Akureyri, lést að morgni 30. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 10. janúar kl. 13.30. Sigurgeir Vagnsson, Trausti Sigurgeirsson, Ari Sigurgeirsson. t RÓSA NÍELSDÓTTIR, Freyjugötu 34, Reykjavík, lést 29. desember. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudagnh 5. janúar kl. 13.30. Níels Hafstein, Magnhildur Sigurðardóttir, Haraldur Níelsson, Hafdís Hanna Sigurðardóttir, Ragnar Jóhannesson, börn og barnabörn. t Ástkaer móðir okkar, BJARNEY HOLM SIGURGARÐSDÓTTIR, lést að vistheimilinu Kumbravogi 29. des- ember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 8. janúar kl. 13.30 Sigrún Tryggvadóttir, Magnús Órn Tryggvason, Lára Tryggvadóttir, Hrafnkell Tryggvason. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR JENSDÓTTIR, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík, áðurtil heimilis á Siglufirði, lést á sjúkradeild Hrafnistu 17. desember sl. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bestu þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Hrafnistu og til þeirra, sem sýnt hafa samúð og hlýhug. Gísli Elíasson, Jens Gíslason, Kristfn Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÞORBJÖRG GfSLADÓTTIR, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness afi morgni gamlársdags. Útför fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 5. janúar kl. 14.00. Ásta Alfreðsdóttir, Bjarni Þór Bjarnason, Hafdis Alfreðsdóttir, Valbjörn Jón Jónsson og barnabörn. + Kristján Ágúst Jónasson fædd- ist 21. april 1927 í Lýsudal í Staðar- sveit. Hann lést við vinnu sína 21. des- ember sl. Foreldrar hans voru Ásgerður Ágústa Ágústsdótt- ir, f. 31.8. 1901, d. 3.10. 1986, og Jónas Guðmundsson, f. 31.8. 1897, d. 27.6. 1964. Ásgerður og Jónas eignuðust átta börn og var Kristján elstur þeirra. Kristján átti einn eldri hálfbróður sammæðra sem ólst einnig upp með þeim. Kristján ólst upp í Lýsudal þar til hann stofnaði heimili sjálfur. Systkinin eru: Sigríður Elín, f. 10.4. 1929, d. 11.11. 1992, Valgerður Fanney, f. 5.10. 1932, d. 26.12. 1938, Guðrún Sigurborg, f. 3.5. 1936, dreng- ur, fæddur andvana í desember 1938, Guðmundur Haffjörð, f. 3.10. 1940, Gunnar Fannberg, f. 25. 6. 1942, Inga Fanney, f. 27.3. 1946 og Haraldur Breið- fjörð Þorsteinsson, f. 29.6. 1923, d. 5.2. 1988. Kristján var í sambúð með Sigurbjörgu Pétursdóttur, f. 4.9. 1932. Þau bjuggu í Grund- arfirði, en slitu samvistir. Sig- urbjörg var dóttir Sigríðar Sig- urðardóttur og Péturs Elin- björns Kristjánssonar sjómanns á Hellissandi. Sigurbjörg og Kristján eignuðust þijár dætur. Þær eru 1) Elínbjörg, f. 30.4. 1952, maki Bjarni Guðnason, synir Elínbjargar, Jóhann Ág- úst Hansen, f. 10.4. 1969, maki JÓLIN voru að nálgast þegar slm- inn hringdi. í símanum var frænka mín, hún var döpur, aldrei slíku vant. Hann pabbi er dáinn, hann varð bráðkvaddur vestur á Snæ- fellsnesi þar sem hann var að vinna við hestaflutninga. Mig setti hljóða. Alltaf er maður óviðbúinn svona fréttum, þó vissum við að Kristján Margrét Vilborg Tryggvadóttir, og sonur þeirra er Hans Alexander Hansen, f. 8.3. 1993; Snorri Örn Sigmundsson, f. 3.5. 1974, d.28.3. 1977. 2) Ásgerður Ágústa, f. 2.12. 1956, maki Jóhann- es Jónsson, sonur þeirra er Elvar Már, f. 20.4. 1990. Börn Ásgerðar, Ge- org Þór Ágústsson, f. 8.4. 1980, og Sig- ríður Elísabet Ágústsdóttir, f. 7.12. 1983. 3) Jóna Fanney, f. 20.3. 1965, maki Þorsteinn Ól- afsson, dóttir þeirra er Sig- urbjörg Tekla, f. 2.9. 1993. Krísiján starfaði hjá Þórði Pálssyni sérleyfishafa í Grund- arfirði í mörg ár. Þeir voru félagar og sveitungar úr Stað- arsveit. Einnig var hann með vörubíl sem hann var með í vegavinnu á sumrín og keyrði fisk úr bátunum á vetrarvertíð- um í Grundarfirði. Síðar flytur Kristján til Reykjavíkur og starfaði þar hjá ýmsum sérleyf- ishöfum. Var með eigið bíla- verkstæði í mörg ár en síðustu ár vann hann við hestaflutn- inga. Þar sameinaði hann áhugamál sitt vinnunni en hann átti marga góða hesta sem hafa unnið til verðlauna. Kristján var síðar í sambúð með Ingi- björgu Guðmundsdóttur en þau slitu samvistir. Útför Kristjáns verður gerð frá Lágafellskirkju í Mos- fellsbæ í dag og hefst athöfnin kl. 14. var búinn að vera lengi veikur. Kristján bróðir fæddist í Lýsudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hann var sonur Ásgerðar Ágústsdóttur og Jónasar Guðmundssonar bónda og ólst hann þar upp ásamt okkur systkinum. Kristján vann við ýmis störf sem til féllu eins og algengt var með unga menn í þá daga. Árið 1952 hóf Kristján sambúð með Sigurbjörgu í Grundarfirði og eignuðust þau þrár dætur, Elín- björgu, Ásgerði Ágústu og Jónu Fanneyju, sem allar eru gæddar miklum mannkostum og búsettar á Reykj avíkursvæðinu. Kristján starfaði hjá Þórði Páls- syni sérleyfishafa I Grundarfirði sem.rútubílstjóri og leysti það vel af hendi 117 ár enda mjög hjálpleg- ur við farþega sína. Á seinni árum vann Kristján hjá ýmsum sérleyfis- höfum auk þess að starfa við hesta- flutninga í mörg ár. Kaflaskipti urðu í lífi Kristjáns og Sigurbjargar er þau slitu sam- vistir. Kristján flutti til Reykjavíkur en böndin voru sterk til æskustöðv- anna þar sem Kristján naut þess að dvelja í Lýsudal í frístundum sínum ásamt bræðrum okkar. Hann var veiðivörður vatnasvæðis Lýsu þegar tími gafst til frá hestaflutn- ingum. Kristján var mikil hesta- maður og átti marga góða hesta og duglegur að sækja hestamanna- mót þar sem hann var hrókur alls fagnaðar í góðum vinahópi. Minningamar hrannast upp og efst í huga mínum er þakklæti frá þeim árum sem ég og fjölskylda mín vorum þess aðnjótandi að kynn- ast honum betur á heimili okkar I nokkur ár. Það voru góðar stundir því hann var alltaf svo kátur, ljúfur og glettinn í viðmóti. Þau voru ófá skiptin sem hann lék sér við stelp- umar mínar með því að taka þær á háhest eða gullstól. Þær minnast Kristjáns frænda með hlýju og þökk. Ég bið góðan Guð að taka hann í faðm sér og líkna honum. Elsku Elínbjörg, Ásgerður og Jóna Fann- ey, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur á sorgarstund. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskiinaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn tátna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín systir Guðrún Sigurborg. KRISTJAN JÓNASSON + Ingibjörg Jóns- dóttir fæddist á Þórgautsstöðum í Hvítársíðu 20. maí 1906. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- fírði 26. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Herdís Krístin Hall- dórsdóttir og Jón Böðvarsson og áttu þau þijár dætur auk Ingibjargar, Þór- dísi, Ragnhildi og Jóhönnu sem allar eru látnar. Ingi- björg starfaði við þjónuststörf. Fór úr foreldrahúsum að Svarf- hóli í Borgarfirði 16 áratil hjón- anna Ragnhildar og Jóns Björnssonar kaupmanns. Hún ÞEGAR ég kveð Ingibjörgu tengdamóður mína er mér þakk- læti efst í huga. Samvistir okkar hafa nú staðið yfir í 27 ár og á þær bar aldrei skugga. Að vísu var Ingibjörg seintekin þegar ég krækti í einkason hennar og auga- stein og var þar að auki með ung- an son. Sævar hafði dvalist á heim- ili foreldra sinna fram að þrítugu, þannig að viðbrigðin urðu mikil. Frá fyrstu tíð leið okkur Þráni syni mínum vel á heimili tengda- foreldra minna. Þar ríkti reglu- var þar samfellt í 14 ár uns hún gerð- ist þerna á Suður- landinu og Laxfossi. Hún giftist Jóni Hirti Jóhannssyni vélsljóra 16.12.1938 og sá um heimili þeirra síðan. Þau eignuðust tvö börn, Sævar Óm, f. 6.6.1938 og Mar- gréti, f. 15.10.1941. Frá fyrra hjóna- bandi átti Jón dótt- urína Þuríði, f. 14.12.1931. Jón Hjörtur lést 13. okt. 1994. Útför Ingibjargar fer fram í dag, miðvikudaginn 3. janúar kl. 13:30 frá Fríkirkjunni í Hafnarfírði. festa og snyrtimennska og þótt þau hjónin væru ólík, voru þau samvalin, hann hrókur alls fagn- aðar en hún kjölfestan í lífi fjöl- skyldunnar, einstök móðir barna sinna og ömmubarna, einnig Þur- íðar sem ólst upp hjá móðurömmu sinni. Jón var langdvölum á sjó, en hún sá um allt innanstokks af þeirri prýði sem einkenndi fyrir- myndarhúsmóður. En þótt kynni okkar færu hægt af stað, treystust þau með hveiju árinu og mótuðust af gagnkvæmri virðingu. Ég mat það mikils við Ingibjörgu, að hún var sérlega vönduð til orðs og æðis og hall- mælti aldrei neinum. Hún auðsýndi vinum og ættingjum mikla ræktar- semi og var traust eins og klettur þegar þeir þurftu einhvers með. Slíkir mannkostir eru fágætir. Þegar okkur Sævari fæddist Bergþór sonur okkar, sem hún kallaði ævinlega „drenginn", styrktust böndin milli okkar enn frekar og hún sýndi honum ein- staka þolinmæði í uppvextinum. Mér er minnisstætt hvernig hún lék sér við hann löngum stundum og lá með honum yfir tafli korn- ungum, því að hún hafði verið lið- tæk í skák á yngri árum. Þeim hjónum varð langra samvista auð- ið en svo fór að Ingibjörg missti heilsuna og því þurftu þau að flytj- ast frá fallegu heimili sínu, Lau- fangi 10, á Hrafnistu í Hafnarfirði og þar dvöldust þau síðustu árin. Jón Hjörtur annaðist konu sína af mikilli alúð meðan hans naut við en svo fór að hann kvaddi heiminn á undan henni og varð öllum harmdauði. Ingibjörg naut góðrar aðhlynningar og hjarta- hlýju starfsfólks á Hrafnistu í sjúkdómsstríði sínu og skulu því vera færðar einlægar þakkir fjöl- skyldunnar. Orðagjálfur var Ingibjörgu tengdamóður minni aldrei að skapi og því er ekki vert að kveðja hana með fagurgala, en betri tengda- móðir er vandfundin. Ég kveð hana með hjartans þökk fyrir ómetanlegar samvistir. Heiðveig Guðmundsdóttir. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR I « < ( i i < < < < < i i i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.