Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 53

Morgunblaðið - 03.01.1996, Side 53
( MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 53 MINNINGAR GUÐBJORG HÁKONARDÓTTIR + Guðbjörg Há- konardóttir, eða Stella eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á Rauð- kollsstöðum á Snæ- fellsnesi 11. júní 1925. Hún lést á dvalarheimilinu í Sjálfsbjargarhúsinu 22. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Elísa- bet Jónsdóttir, f. 1885, d. 1963, og Hákon, bóndi á Rauðkollsstöðum, f. 1884, d. 1971. Stella var yngst fjögurra systkina. Hún átti þijá bræður, Jóhann, f. 1919, d. 1980, Kristján, f. 1921, d. 5. desember síðastliðinn, og Valtý, f. 1923, sem er einn lif- andi systkinanna. Stella var tvígift. Fyrri eigin- maður hennar var Pálmi Gunn- arsson, en þau skildu. Seinni maður Stellu er Sigurður Sig- urðsson. Stella eignaðist aldrei börn. Stella vann við skepnur og sveitastörf í sveit- inni, þar til hún fór í húsmæðraskólann á Laugarvatni. Síð- ar þegar foreldrar hennar brugðu búi flutti Stella til Reykjavíkur með þeim. Stella vann við margs konar störf meðan heilsan leyfði, var ráðskona á Ljósafossi, þerna, lengst af á Gullfossi, vann við saumaskap og við skrifstofu- störf hjá Sveini Egilssyni. Fyrir u.þ.b. 30 árum síðan kenndi Stella sér sjúkdómsins MS og má segja að síðustu 20 árin hafi hún dvalið meira og minna í Sjálfsbjargarhúsinu. Utför Stellu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞAÐ hrannast upp minningarnar þegar ég hugsa til baka um Stellu, þegar við vorum að keppa saman á skíðum, unnum saman á sauma- stofunni hennar Rebekku, þegar við vorum saman í Kaupmannahöfn á sníðaskóla, þegar við bjuggum sam- an heima hjá foreldrum þínum þeg- ar ég var í húsnæðisvandræðum, þegar við settum upp litla sauma- stofu saman, o.s.frv. Ég held að það hafi fáir átt jafn góða vinkonu og ég. Ef ég ætti að lýsa Stellu minni í fáum orðum þá var hún alltaf kátust af öllúm, greiðvikin með af- brigðum, höfðingi í sér, heilsteypt og besta manneskja sem ég hef kynnst. Sem dæmi um höfðings- skap hennar er að hún kom alltaf færandi hendi til dætra minna þeg- ar hún kom af sjónum. Árið 1958, þegar næstelsta dóttir mín fæddist voru maðurinn minn, Víðir Finn- bogason, og Stella bæði stödd í Kaupmannahöfn, hún þerna á Gull- fossi og hann stýrimaður á Reykja- fossi. Var ekki að spyrja að höfð- ingsskap Stellu þegar hún fékk fréttirnar, þá mætti hún með körfu af stærstu gerð og færði manni mínum, og barnið var að sjálfsögðu skírt Stella. Eftir að Stella vinkona veiktist fannst mér oft erfitt að horfa upp á það hvað hún þurfti að þjást, en lengi hélt hún „húmornum" og gat hlegið að gömlum atvikum. Eitt sinn þegar ég kom til Stellu upp í Hátún með elsta barnabarnið mitt með mér spurði hann: „Af hveiju getur hún ekki gengið?" Þá svaraði Stella: „Ég er veik, ég er með M.S. en ekki Emm ess ís.“ Svona var Stella. * Loksins fékk hún Stella mín hvíldina. Ég veit að núna líður henni vel. Takk fyrir allt. Hvíli hún í friði. Þín vinkona, Karen. Mig langar í örfáum orðum að kveðja hana nöfnu mína. Mér eru minnisstæðar allar heimsóknirnar til Stellu sem voru svo skemmtileg- ar af því að hún átti svo margt fallegt. Ég man eftir því að hún passaði mig stundum, og þá gauk- aði hún alltaf að mér ýmsu góð- gæti sem ekki var á borðum heima á hverjum degi. Heima hjá Stellu var maður alltaf eins og prinsessa. En ævin hennar Stellu var ekki alltaf auðveld. Síðastliðin 25 ár hefur Stella verið sjúklingur, meira og minna rúmliggjandi, hvíldina hefur hún loksins fengið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Stella Víðisdóttir. Að eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Föðursystir okkar, Guðbjörg Há- konardóttir, er látin, sjötíu ára að aldri. Hún andaðist í Sjálfsbjargar- húsinu, Hátúni 12, þar sem hún bjó við góða aðhlynningu á annan ára- tug. Stella frænka, eins og hún allt- af var kölluð, var eina dóttir og yngst fjögurra barna ömmu okkar og afa. Björtustu minningar okkar um Stellu eru úr æsku okkar, þá var hún ógift og starfaði sem þerna á m.s. Gulifossi. Með henni starfaði sem þerna önnur frænka okkar úr móðurætt, Guðrún Stefánsdóttir. Þá bjó fjölskylda okkar í Kaup- mannahöfn og var Stella tíður gest- ur hjá okkur. Eitt sinn sigldum við elstu systurnar, þá fjögurra og sex ára gamlar, með frænkum okkar heim frá íslandi og minnumst við þeirrar ferðar með ánægju, vegna alls sem þær gerðu fyrir okkur til að gera ferðina sem skemmtileg- asta. Stella var mikil heimskona. Hún átti íbúð á 12. hæð í háhýsi við Austurbrún, sem var skýjakljúfur í okkar augum. Heimili hennar var prýtt fallegum frönskum og dönsk- um húsgögnum og hún átti sinn eigin bíl af Volkswagen-gerð. Hún var alltaf glæsileg, í fínum kjólum með uppsett hár og með dýrindis ilmvatn. Stella var sjálfstæð kona, sem réð sínu lífi að öllu leyti sjálf. Hún var alltaf kát og skemmtileg og mjög félagslynd. Hún var fjölhæf og henni var margt til lista lagt. Oft saumaði hún á frænkur sínar fallega kjóla, sem vöktu athygli, en þá iðn hafði hún lært í Kaupmanna- höfn á yngri árum sínum. Fyrir um það bil þrjátíu árum greindist Stella með Ms-sjúkdóminn sem smám saman dró hana úr því fjölbreytta og glaðværa lífi sem hún hafði átt fram að því. Hún var alltaf bjartsýn á að læknavísindunum tækist að finna lyf við sjúkdómnum og að hún myndi öðlast fyrri þrótt aftur. Þrátt fýrir veikindin hélt Stella glaðværð sinni allt fram á hin síðustu ár, en þá var mjög farið að draga af henni. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Fyrir hönd okkar systranna íjög- urra kveðjum við nú Stellu frænku með þökk í huga. Elísabet og Kristín Valtýsdætur. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERTA SNÆDAL, Hvassaleiti 69, lést í Landspítalanum á nýársdag. Gunnlaugur Snædal, Jón Snædal, Guðrún Karlsdóttir, Kristján Snædal, Sólrún Vilbergsdóttir, Gunnlaugur G. Snædal, Soffía Káradóttir og barnabörn. t Elskuleg systir okkar, RAGNHEIÐUR KARLSDÓTTIR, Þórsgötu 19, sem andaðist í Landakotsspítala 21. desember, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Karlsdóttir, Þorsteinn Karlsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. t Okkar elskuleg BJÖRG S. JÓHANNESDÓTTIR frá Móbergi, fyrrv. handavinnukennari á Löngumýri, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 4. janúar kl. 13.30. Valgerður Einarsdóttir og systkini hinnar látnu. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SVANHILDUR GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Stffluseli 6, lést á gjörgæsludeild Landspítalans að morgni 31. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Hákonardóttir, Hildur Hákonardóttir, Magnús Hákonarson. 1 + Útför móður okkar og stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, er lést á Hrafnistu Hafnarfirði 26. desember, fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði f dag, miðvikudaginn 3. janúar, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Hjarta- vernd. Sævar Örn Jónsson, Heiðveig Guðmundsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Óskar Harry Jónsson, Þuríður Jónsdóttir, Gísli Guðjónsson, og ömmubörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR JÓNSSON frá Fáskrúðsfirði, Rauðalæk 20, andaðist 31. desember. Minningarathöfn verður í Laugarnes- kirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 15.00. Útför fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 6. janúar kl. 14.00. Oddný A. Jónsdóttir, Jóhanna Á. Þorvaldsdóttir, Vilmundur Víðir Sigurðsson, Guðný B. Þorvaldsdóttir, Sigurður Þorgeirsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Ómar Ásgeirsson, Kristján Þorvaldsson, Helga Jóna Óðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, ÁRSÆLL ELÍASSON, dvalarheimilinu Höfða, áður Jaðarsbraut 19, sem lést 26. desember, verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju í dag, mið- vikudaginn 3. desember, kl. 14. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast hans, er beint á dvalar- heimilið Höfða. Systkinin. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi', BRAGI FINNSSON frá Ytri-Gunnólfsá, Ólafsfirði, til heimilis á Austurbraut 4, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. janúar kl. 14.00. Sigríður H. Óskarsdóttir, Ólaffa Bragadóttir, Arngrfmur Guðmundsson, Freyr Bragason, Óskar Bragason og barnabörn. Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, stjúpfaðir og bróðir, PÉTUR GEIRSSON, Hverfisgötu 92, verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 15.00. Ásiaug Guðmundsdóttir, Anna María Pétursdóttir, Þorlákur Kjartansson, Ástríður Thorarensen, Stefán Thorarensen, Ragnhildur Geirsdóttir, barnabörn, stjúpbörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.