Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 59

Morgunblaðið - 03.01.1996, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 59 FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar Áramótin með rólegra móti 30. desember til 2. janúar ÁRAMÓTIN voru rólegri en mörg undanfarin ár. Bókanir á tímabilinu voru 415 en voru 432 árið áður og 545 árið 1993. Mun minna var um kvartanir vegna ónæðis fólks með flug- eða skot- elda. Kveikt var í 21 brennu í um- dæminu á gamlárskvöld. Veður var ákjósanlegt og því safnaðist margt fólk að brennunum, bæði ungir og aldnir. Ánægjulegt var að sjá hversu áberandi lítil ölvun var á meðal fólks. Á síðasta ári vakti lögreglan að gefnu tilefni athygli á þeirri hættu, sem fylgdi því þegar fólk væri að kveikja á flugeldum innan um hópa fólks, vegna þess að þeir vildu stundum taka aðra stefnu en þeim var ætlað. Ástæða er til að hvetja fólk enn einu sinni til að taka ekki flugelda með sér að brennunum, en láta þess í stað aðra með þar til gerðan búnað annast þau mál ef ástæða þykir til. Bókunum og vistunum fækkar Á síðasta ári var óvenjumikið um rúðubrot um áramótahelgina. í ár var ekki meira um þau en um venjulega helgi. I dagbók ársins eru færðar 49.393 bókan- ir. Á árinu 1994 voru þær 53.106 og 57.263 árið 1993. Fara þarf aftur til ársins 1988 til að fá sambærilega tölu en bókanir voru flestar árið 1991 eða 61.412 tals- ins. Á síðustu árum hefur fækkað jafnt og þétt í hópi þeirra sem vista hefur þurft í fangageymsl- um lögreglunnar. Um áramótin þurfti að vista þar 34 einstakl- inga en þeir voru 46 árið áður. Allt árið í fyrra voru þeir 3.616 en 3.329 árið 1995. Konur voru 312 talsins og karlar 3.017. Árið 1994 voru konurnar 301 þannig að þeim hefur heldur verið að fjölga þrátt fyrir heildarfækkun vistana. í samantekt dagbókarinnar má sjá 12 tilkynningar vegna lík- amsmeiðinga, 19 innbrot, 6 þjófnaði, 22 eignaspjöll (þ.á m. 11 rúðubrot), 49 afskipti af ölv- uðu fólki á almannafæri, 37 vegna hávaða og ónæðis utan dyra og innan og 13 voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem ók hraðast mældist á 155 km hraða innan bæjar en hann var að flýta sér austur fyrir fjall. Þrettán ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis en það er svipaður fjöldi ,og undanfarin ár. Tilkynnt um- ferðaróhöpp voru 33 talsins þrátt fyrir ágætisfærð og veður. Átján minniháttar brunar eru skráðir á tímabilinu, eða 'þrisvar sinnum fleiri en áður. Innbrot og þjófnaðir Aðfaranótt gamlársdags var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í bifreið við Rauðarárstíg og úr henni stolið geislaspilara og geisladiskum. Undir morgun var maður handtekinn með fíkniefni, hass og LSD. Hann var færður í fangageymslu. Á gamlársdags- morgun var verðmætum hljóm- tækjum stolið úr bifreið við Lang- holtsveg. Þá var einnig geislaspil- ara og hátölurum stolið úr bíl við Hverafold. Farið var inn um svalahurð íbúðar við Austurberg og þaðan stolið hljómflutnings- tækjum og hátölurum. Aðfara- nótt nýársdags var brotist inn í bíl við Kvistaland og úr honum stolið talstöð. Aðfaranótt þriðju- dags var brotist inn í bíl við Mið- tún og úr honum stolið geislaspil- ara^ og magnara. Á gamlársdagsmorgun var til- kynnt um eld í húsi við Vatns- stíg. Þar hafði kviknað í sófa. Sex aðilar voru fluttir á slysa- deild vegna gruns um reykeitrun. Þrátt fyrir mikinn reyk hlutust ekki miklar skemmdir af. Síðdeg- is var tilkynnt um eld í blaðagámi við Arnarbakka. Um kvöldið náðu íbúar að slökkva eld er kviknað hafði í ruslageymslu húss við Ljósheima. Þá var slökkviliðið kallað að húsi við Háaleitisbraut þar sem eldur hafði komist í kertaskreytingu í mannlausri íbúð. Eldurinn hafði slokknað af sjálfu sér. Um kvöld- ið kom 'aftur upp eldur í rusla- geymslunni við Ljósheima en að þessu sinni hafði eldurinn brætt gat á kaldavatnsleiðslu svo hann slökkti sig sjálfur. Eftir miðnætti á gamlársdag slökktu nágrannar eld á svölum nábúa sinna í húsi við Grandaveg eftir að eldur hafði komist þar í pappakassa. Um svipað leyti hljóp neisti frá innan- hússsprengju í bómull undir jóla- tré í húsi við Akurholt. Skemmd- ir hlutust af völdum reyks og slökkviefna. Þá kom upp eldur í ruslageymslu húss við Stóra- gerði. Einhverjar reykskemmdir hlutust af. Kveikt var í blaðagámi við Hvannarima og um nóttina var einnig kveikt í ruslatunnum við Frostafold og við Háaleitis- braut. Á nýársnótt komst eldur í gólfteppi íbúðar við Háaleitis- braut og kveikt var í ruslatunnum húsa við Neðstaleiti og Geitland. Missti fingur í umferðaróhappi Snemma á nýársdagsmorgun varð umferðaróhapp á Arnar- bakka. Ungur piltur var fluttur á slysadeild. Pilturinn missti litla fingur og meiddist á kné. Síðar um morguninn var bifreið ekið á umferðarljós við gatnamót Breið- holtsbrautar og Stangar. Við það brotnaði framhjólið undan bif- reiðinni. Maður var fluttur á slysadeild eftir slagsmál í veitingahúsi við Lækjargötu aðfaranótt nýárs- dags. Annar kærði árás á sig á veitingastað við Hverfisgötu. Þá var maður handtekinn eftir slags- mál í Austurstræti. Annar fór á slysadeild. Undir morgun þurfti að flytja menn á slysadeild eftir slagsmál, einn úr húsi við Eddu- fell og annan frá Austurstræti. Þrátt fyrir þessi tilvik voru ára- mótin með friðsamara móti. Um klukkan 7.30 á nýársdags- morgun komu lögreglumenn að opnum vínveitingastað við Klapp- arstíg. Staðurinn var í fullum gangi, um 100 manns inni og barinn opinn. Fyrr um nóttina höfðu lögreglumenn þurft að reka á eftir lokun fimm vínveit- ingastaða í miðborginni eftir að starfseminni átti að vera hætt kl. 4. Sumir þeirra staða hafa þegar fengið áminningu vegna brota á vínveitingalöggjöfinni og mun því væntanlega verða gripið til annarra aðgerða gagnvart þeim á næstunni. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson ELDUR kom upp í kjallaraíbúð við Lækjarás aðfaranótt laugardags, sennilega út frá kerta- skreytingu. Húsráðandi náði að slökkva eldinn en bað um aðstoð slökkviliðs við að reykræsta. Maðurinn, kona hans og barn komust hjálparlaust út úr íbúðinni en voru flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, HINRIKS ALBERTSSONAR, Ölduslóð 17, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki lyfjadeildar St. Jósefsspítala í Hafnar- firði. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför konunnar minnar góðu, SIGRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, KÍN -leikur að lœra! Vinningstölur 30. des. 1995 1*2*6*7* 13 «22*27 Vinningstölur 2. jan. 1996 1 • 5 • 18 ®22 «* 23 • 24 • 28 Margrét Hinriksdóttir, Sigurjón Ingi Haraldsson, Halldóra Hinriksdóttir, Sigurður Emil Ævarsson, Guðrún, Ágústa, Einar Örn, Hinrik Þór, Bryndfs Kolbrún, Margrét Freyja og Hafdís Arna. Sigurður Halldórsson. Eldri úrslit á sfmsvara 568 1511 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 30.12.1995 + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNASDÓTTUR, Hólavallagötu 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hvíta- bandsins fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Tryggvi Pétursson, Sigriður E. Tryggvadóttir, Óiafía K. Tryggvadóttir, Kristinn Álfgeirsson, Ásta Tryggvadóttir, Erlingur Hallsson, Guðrún S. Tryggvadóttir, Árni Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ' í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! BIRT MEÐ FYRIRVARAUM PRENTVILLUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.