Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.01.1996, Blaðsíða 72
V í K G L#TT# alltaf á Miðvikudögum MORGUNBLADW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sextíu þúsund í r- folatoll FOLATOLLURINN undir stóðhest- inn Orra frá Þúfu, sem er að líkind- um eftirsóttasti stóðhestur landsins, hefur verið ákveðinn 60 þúsund krónur. Hryssueigandi greiðir 30 þúsund krónur fyrirfram og er són- arskoðun innifalin í þeirri greiðslu. Reynist hryssan með fyli greiðast þá 30 þúsund krónur til viðbótar. Mun þetta hæsta verð sem sett hefur verið upp fyrir folatoll á al- mennum markaði. Um er að ræða 10 pláss hjá hestinum sem verða boðin á þessu verði. Hluthafar ráð- stafa öðrum plássum hjá hestinum en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa verið greiddar 120 þúsund krónur fyrir toll hjá hestin- um. Nýlega var einn hlutur í Orra seldur á hálfa milljón en alls er um sextíu hluti að ræða. ----» ♦ ♦-- Dyrasími tengdur neyðarlínu DYRASÍMI í fjölbýlishúsi í Kópa- vogi reyndist í gær vera tengdur við Neyðarlínuna þannig að þeg- ar hringt var í íbúð 112 í húsinu svaraði Slökkvistöðin í Reykjavík sem annast svörun fyrir Neyðar- línuna. Að sögn Þórðar Bogason- ar varðsljóra hjá slökkviliðinu kom það tvisvar sinnum fyrir í gær að hringt var úr dyrasiman- um í Neyðarlínuna, og sagði hann að í dag yrði leitað skýringa hjá Pósti og síma á því hvernig á ' þessu gæti staðið. Umræddur dyrasími er í and- dyri fjölbýlishússins og til að ná sambandi við íbúa hússins er hringt úr símtækinu í viðkom- andi íbúðarnúmer. Agúst Geirs- son símstöðvarstjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið að símstöð væri í viðkomandi húsi, og senni- legasta skýringin á því að sam- band hefði fengist við Neyðarlín- una þegar hringt var úr dyrasím- anum væri sú að símtækið hefði af einhverjum orsökum verið beintengt við bæjarlínu. Vörutalning í verslunum FJOLDI verslana var lokaður í gær, fyrsta virka dag ársins, vegna vörutalningar. Starfsfólk verslananna hafði í nógu að snúast þótt engir væru viðskiptavinirnir. Kjaranefnd úrskurðar um laun presta og 70 embættismanna Prestar o g embættismenn fá 8 til 9,5% launahækkun KJARANEFND hefur úrskurðað prestum 9,5% launahækkun að meðaltali. Sömuleiðis hefur nefndin úrskurðað rúmlega 70 embættismönnum á vegum ríkisins rúmlega 8% hækkun. Hækkun- in gildir fá 1. desember sl. Guðrún Zoéga, for- maður kjaranefndar, sagði að nefndin hefði tek- ið mið af úrskurði Kjaradóms og samningum við opinbera starfsmenn. Með úrskurðinum væri verið að einfalda launakerfið sem þessir ríkis- starfsmenn starfa eftir og þess vegna væri hækkunin mismikil. Samkvæmt lögum úrskurðar Kjaradómur um laun alþingismanna, ráðherra og æðstu embætt- ismanna þjóðarinnar. Kjaranefnd úrskurðar hins vegar um laun tæplega 140 presta og rúmlega 100 embættismanna og forstöðumanna stofnana og fýrirtækja á vegum ríkisins. Úrskurður kjara- nefndar, sem féll skömmu fyrir áramót, nær til presta og um 70 embættismanna. Nefndin á eftir að úrskurða um laun um 30 embættis- manna, þar á meðal sýslumanna, ráðuneytis- stjóra, sendiherra og fáeinna ríkisforstjóra. Guð- rún sagði að stefnt væri að því að úrskurða um laun þeirra fljótlega í þessum mánuði. Launakerfið einfaldað Hækkunin til presta er á bilinu 6-11%, en meðalhækkunin er 9,5%. Embættismennirnir fá hins vegar rúmlega 8% hækkun. Þar á meðal eru skattstjórar, yfirskattanefnd, saksóknarar og forstöðumenn stofnana og fyrirtækja á vegum ríkisins. „Með þessum úrskurði er haldið áfram að ein- falda launakerfið. Launaflokkum er fækkað frá því sem var og þess vegna fá ekki allir sömu hækkun," sagði Guðrún. Guðrún sagði að breytingarnar fælust m.a. í því að dregið væri úr aukagreiðslum. í sumum tilfellum hefði kjaranefnd ákveðið föst mánaðar- laun til manna, en með þeim hætti væri dregið úr yfirvinnu þeirra. „í þessum úrskurði tók kjaranefnd annars vegar mið af hækkunum Kjaradóms og hins vegar af kjarasamningum ríkisins við sitt starfs- fólk,“ sagði Guðrún. alvvvT^ Nói-Síríus kaupir sælgætisgerðina Opal Skapa tuttugu ný störf á Akureyri SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna keypti nú um áramótin rekstur sæl- gætisverksmiðjunnar Opals hf. og endurseldi síðan til Nóa-Síríusar hf. Samningurinn var gerður með því skilyrði að Nói-Síríus flytti í kjölfarið hluta af sinni starfsemi til Akureyrar og skapaði þannig 20 ný störf. Nói-Síríus mun taka á leigu hús- næði í gamla Linduhúsinu á Akur- eyri, þar sem skrifstofur SH í bænum eru til húsa. Ekki liggur þó endan- lega fyrir hvaða hluti rekstrarins verður fluttur norður og mun það ráðast á næstu vikum. Öllum 30 starfsmönnum Opals verður sagt upp störfum frá og með 1. febrúar, en reiknað er með að ein- hverjir þeirra verði endurráðnir hjá Nóa-Síríusi. Með tilkomu sælgætisframleiðsl- unnar á Akureyri hefur SH tekist að skapa þar 70 ný störf og þarf aðeins 10 störf til viðbótar til að uppfylla þau fyrirheit sem fyrirtækið gaf Akureyrarbæ á sl. ári. Fyrirhug- að er að þau störf sem eftir er að útvega verði á vegum Umbúðamið- stöðvarinnar í umbúðaframleiðslu eða skyldri framleiðslu. ■ Ópal til Akureyrar/14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.