Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjórar vélar Flugleiða fara frá áfangastöðum í Bandaríkjunum í dag
Flug að
komast í
samt horf
BOEING 747 breiðþota, sem Flug-
leiðir tóku á leigu í Frakklandi til
að leysa úr vandræðum vegna stór-
hríðar á austurströnd Bandaríkj-
anna, hélt frá Keflavíkurflugvelli
með rúmlega 500 farþega til New
York í gær og í dag munu fjórar
vélar á vegum Flugleiða fljúga frá
Bandaríkjunum með sæti fyrir rúm-
lega eitt þúsund farþega. Einar Sig-
urðsson, blaðafulltrúi Flugleiða,
sagði í gær að þar með yrði áætlun-
arflug Flugleiða, sem varð fyrir
miklu raski á sunnudag og mánu-
dag, komið í samt lag.
Rúmlega fjögur þúsund flugum
var aflýst á austurströnd Bandaríkj-
anna vegna snjókomu á mánudag
og hefur myndast mikið öngþveiti.
Einar sagði að þótt Flugleiðir næðu
að koma farþegum sínum á áfanga-
stað gætu tafir beðið þeirra, sem
lengra ætla.
Upphaflega átti að fljúga breið-
þotunni til Baltimore, en flugvöllur-
inn þar hafði ekki verið ruddur
nægjanlega til að taka á móti svo
Reglur um ferða-
kostnað ríkisins
Stofnun
getur gefið
út heimildir
FRIÐRIK Sophusson fjár-
málaráðherra kynnti á ríkis-
stjórnarfundi í gær breytingu
sem ákveðin hefur verið á regl-
um um greiðslur ferðakostnað-
ar ríkisstarfsmanna.
Ber að afla skrif-
legrar heimildar
„í gildandi reglugerð um
greiðslu ferðakostnaðar segir
að áður en ferð til útlanda
hefst beri að afla skriflegrar
heimildar viðkomandi ráðu-
neytis en til hægðarauka fyrir
þau ráðuneyti sem það kjósa,
felur breytingin í sér að sett
er inn viðbót þar sem segir að
einstök ráðuneyti geti falið
stofnun að annast útgáfu
slíkra ferðaheimilda. Það er
verið að færa þetta í frjáls-
ræðisátt fyrir þá sem vilja
notfæra sér það,“ sagði Skarp-
héðinn Steinarsson, deildar-
stjóri í fjármálaráðuneytinu.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
stórum flugvélum og var henni því
beint til New York. Þeim farþegum,
sem ætluðu til Baltimore, verður
komið þangað eftir öðrum leiðum
eftir að til New York kemur.
Að auki hélt farþegavél af gerð-
inni Boeing 757 frá íslandi til Balti-
more í gær og Boeing 757-vél, sem
lenda varð í Orlando í Flórída á
sunnudag vegna þess að ekki var
hægt að lenda í New York, var flog-
ið þangað í gær.
Þessar þrjár vélar halda til ís-
lands í dag auk einnar vélar, sem
flogið verður frá Orlando.
Óveruleg áhrif yfir íslandi
Mestur hefur glundroðinn vegna
ofankomunnar verið á flugvöllum í
Washington, Baltimore, New York
og Boston. Veðrið hefur hins vegar
ekki haft mikil áhrif á flugumferð
yfir íslandi.
„Þetta hefur óveruleg áhrif á
vinnu hér,“ sagði Benedikt Grön-
dal, vaktstjóri í flugstjórnarmiðstöð
Flugmálastjórnar, í gær. Hann
sagði erfitt að segja til um hvað
mikið hefði dregið úr flugi vegna
snjókomunnar, enda hefðu ýmsir
aðrir þættir áhrif á flug á eftirlits-
svæði Flugmálastjórnar. Hins vegar
gerði hann ráð fyrir að flug hefði
ekki dregist saman um meira en
fimm af hundraði vegna ófærðar í
Bandaríkjunum.
Samkeppmsstofnun
kannar eggjamarkað
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
láðst að gera bakarameistara, sem
kærði Félag eggjaframleiðenda fyr-
ir samráð við verðlagningu í nóvem-
ber 1994, formlega grein fyrir því
að erindi hans falli utan gildissviðs
samkeppnislaga og verði því ekki
tekið til umfjöllunar. Að sögn Guð-
mundar Sigurðssonar, forstöðu-
manns samkeppnissviðs Samkeppn-
isstofnunar, valda ýmis tilefni því
að stofnunin hefur málefni eggja-
framleiðenda engu að síður til með-
ferðar og stefnir að því að Ijúka í
þessum mánuði athugun á sam-
keppni og viðskiptaháttum við
framleiðslu og dreifingu á eggjum.
Bakarameistari í Reykjavík aug-
lýsti í júlí 1994 eftir tilboði frá
eggjaframleiðendum í 700-900 kg
af eggjum. Aðeins barst eitt svar,
frá Félagi eggjaframleiðenda, sem
bauð skráð verð og 3% staðgreiðslu-
afslátt. Taldi bakarameistarinn að
þar með hefði félagið gerst sekt
um samráð og ólögmætt tilboð og
vísaði málinu til Samkeppnisstofn-
unar 27. nóvember 1994.
í gær ítrekaði Bakarameistarafé-
lag Islands erindi félagsmannsins
við Samkeppnisstofnun með bréfi.
Kveðst félagið vísa málinu til um-
boðsmanns Alþingis hafi ekki borist
svör fyrir 22. janúar.
Guðmundur Sigurðsson, for-
stöðumaður samkeppnissviðs Sam-
keppnisstofnunar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að fyrir
mistök hefði stofnuninni láðst að
gera kærandanum formlega grein
fyrir því að erindi hans félli utan
gildissviðs samkeppnislaga og þar
með utan verksviðs stofnunarinnar.
Verð ákveðið
með sérlögum
Til 1. desember sl. hafi 5 manna
nefnd lögum saíftkvæmt ákvarðað
verð á eggjum í heildsölu en 6
manna nefnd ákvarði enn verð til
framleiðenda. Þar sem verðlagning
sé ákveðin með sérlögum þijóti
valdsvið Samkeppnisstofnunar, auk
þess sem í búvörulögum sé lagt
bann við því að vörur þær sem
háðar eru verðlagsákvörðun 5 og 6
manna nefndar séu seldar á hærra
eða lægra verði en hinu opinbera.
Guðmundur sagði að þrátt fyrir
að lög gerðu ekki ráð fyrir afskipt-
um stofnunarinnar af eggjafram-
leiðslu ynni hún nú að athugun á
samkeppni og viðskiptaháttum við
framleiðslu og dreifingu á eggjum.
Tilefni athugunarinnar er, að
sögn Guðmundar, annars vegar nið-
urstaða verðkönnunar stofnunar-
innar og Neytendasamtakanna sem
leiddi í ljós verulega hærra verð
eggja og kjúklinga í Reykjavík en
í Osló og Kaupmannahöfn og hins
vegar „ýmsar athafnir Félags
eggjaframleiðenda“ sem gefið hafi
tilefni til þess að kanna málið.
Þar kvaðst Guðmundur m.a. vísa
til þess að í október sl. hefði félag-
ið lagst gegn því að Ríkisspítalar
fengju að víkja frá skráðu verði
með því að bjóða út kaup sín á
eggjum. Auk þess væri vitað að
þrátt fyrir hið skráða verð tíðkaðist
að eggjaframleiðendur veittu af-
slætti til verslana og einstakra
framleiðenda.
Fjórar fjöl-
skyldur
skipta stóra
pottinum
FJÓRAR ijölskyldur í Árnessýslu
skipta með sér fyrsta vinningi í laug-
ardagslottóinu sl. laugardag. Aldrei
hefur áður komið jafnhár vinningur
á einn miða, yfir 24 milljónir kr.
Fulltrúi fjölskyldnanna brá sér í
bæinn og gaf sig fram með miðann
hjá íslenskri getspá í Laugardalnum
fyrir hádegi í gær. Hann var að
vonum ánægður og fram kom að
vinningsféð kæmi í góðar þarfir.
Vinningshafarnir vildu halda nafn-
Ieynd og er sú ósk ætíð virt.
-----» ♦ ♦---
Staða finnsku
og íslenzku
Island
með aðrar
áherzlur
SNJÓLAUG Ólafsdóttir, skrifstofu-
stjóri skrifstofu Norðurlandamála í
forsætisráðuneytinu, segir að finnsk
stjórnvöld hafi löngum gert kröfur
um að túlkað sé yfir á finnsku í
norrænu samstarfi. ísland hafi ekki
gert þá kröfu.
Finnska stjórnin, sem tók við for-
ystu í norrænu ráðherranefndinni
um áramótin, hyggst styrkja stöðu
íslenzku og finnsku í norrænu sam-
starfi.
„Það hefur verið áherzlumunur á
milli okkar og Finna,“ segir Snjó-
laug. „Við höfum fremur viljað
leggja áherzlu á kunnáttu íslendinga
í skandinavísku málunum til þess
að við getum tekið þátt í umræðum.
Hins vegar höfum við farið fram á
að norrænt upplýsingaefni fyrir al-
meniiing sé þýtt á íslenzku og að
framboð af námskeiðum fyrir þá,
sem vilja taka þátt í norrænu sam-
starfi, sé aukið.“
Snjólaug segir að íslenzk stjórn-
völd styðji þó Finna í viðleitni þeirra
og telji hana af hinu góða.
-----» ♦ ♦----
Bruggari
tekinn
LÖGREGLAN í Reykjavík lagði
hald á um 300 lítra af gambra og
um 100 lítra af landa í húsi í Norð-
urmýrinni í gær.
Að sögn varðstjóra náðist brugg-
arinn og var handtekinn. Hann hef-
ur ítrekað fengið dóm fyrir brugg
en lætur sér ekki segjast.
Morgunblaðið/Sverrir
Jólasveinninn færður í geymslu
MENN eru nú í óða önn að taka
niður jólaskrautið og af þaki
Víkingakrárinnar í Hafnarfirði
var verið að færa jólasveininn,
sem glatt hefur vegfarendur yfir
hátíðirnar, í geymslu.
A
Utsvarstekjur í Kópavogi
og Eyjum hæstar
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
MEÐALTEKJUR á íbúa í Vest-
mannaeyjum hækkuðu talsvert á
árinu 1995 miðað við 1994, sam-
kvæmt áætlun Sambands íslenskra
sveitarfélaga um útsvarstekjur
sveitarfélaga árið 1995. Samkvæmt
áætluninni jukust útsvarstekjur
Vestmannaeyjabæjar um 6,52%
milli ára en áætlunin byggir á út-
svarstekjum fyrstu 11 mánuði árs-
ins og miðað er við breytingar á
tekjunum fyrstu 10 mánuðina mið-
að við sama tíma árið 1994.
í áætluninni kemur fram að
úsvarstekjur Kópavogsbæjar jukust
mest alla sveitarfélaga milli áranna
1994 og 1995, um 13,93%, en næst-
mest í Vestmannaeyjum. Akranes-
bær kom síðan næstur með 5,54%
aukningu og Akureyri þar á eftir
rrieð 5,42%. Áætlað er að útsvars-
tekjur Kópavogs hafi aukist um
9.465 kr. á íbúa en um 5.361 kr.
í Vestmannaeyjum. Samkvæmt
áætluninni jukust meðalútsvars-
tekjur sveitarfélaga um 3,14% sem
samsvarar 2.219 kr. á íbúa.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum, sagðist fagna
þessum tölum. „Álagningarpró-
senta útsvars hækkaði ekkert hjá
okkur milli ára þannig að þessar
tölur sýna einungis auknar meðal-
tekjur íbúa. Samkvæmt þessum
tölum hafa meðaltekjur á íbúa hér
aukist um rúm 60.000 á árinu 1995,
miðað við árið á undan. Að vísu var
árið 1994 frekar slakt ár tekjulega
séð en það skýrir samt ekki þennan
mun. Það má heldur ekki gleyma
því að 1995 varð hér mikið tekju-
tap. Á árinu var sjómannaverkfall,
humárvertíðin brást og engin loðna
barst hingað á liðnu hausti en þrátt
fyrir það erum við að sjá þessa
tekjuaukningu milli ára,“ sagði
Guðjón. Hann sagði að þessar tölur
ykju mönnum bjartsýni og sýndu
að atvinnulífið væri á réttri leið. „Ég
held að þessar tölur sýni betur en
allt annað að hér er að verða upp-
sveifla og ekki er ástæða til annars
en að vera bjartsýnn á framhaldið,“
sagði Guðjón.
h
i
i
I
i
I
I
I
I
I
!
fc
I
fc
I
fc
1
I
fc
i
fc
fc
I
fc
fc
fc
l
fc