Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Hlaut orðu fyrir
að styðja dönsku
HENNAR hátign Margrét II Dana-
drottning hefur sæmt Ólaf G. Ein-
arsson, forseta Alþingis og fyrrver-
andi menntamálaráðherra, komm-
andörkrossi af 1. gráðu Danne-
brogs-orðunnar fyrir starf hans í
þágu danskrar menningar á íslandi
og dönskukennslu. Klaus Otto
Kappel sendiherra afhenti Ólafi orð-
una í gær.
í frétt frá danska sendiráðinu í
Reykjavík kemur fram að Ólafur
G. Einarsson hafí í löngu og fjöl-
hæfu opinberu starfi sínu, unnið
að varðveislu dönskunnar sem sé
fyrsta erlenda tungumálið sem
kennt sé í íslenskum grunnskólum.
Hann hafi ekki síst í ráðherratíð
sinni á árunum 1991-1995 persónu-
lega lagt sitt af mörkum til eflingar
danskrar tungu og stutt að verkefn-
um er leitt hafi til bættrar dönsku-
kennslu.
„Hann hefur af einlægni unnið
að dansk-íslenskri menningarmiðl-
un, m.a. með því að opna íslensku
menningarhátíðina „Landið er ís-
land“ í Arósum 1994, dönsku menn-
ingarvikuna „Haustdagar" 1994 og
samnorrænu menningarhátíðina
„Sólstafir" í febrúar árið 1995, sem
báðar voru haldnar í Reykjavík,"
segir í fréttinni.
Uppruni orðunnar
Saga Dannebrogs-orðunnar er
löng og kemur fram í eftirtöldum
tignarmerkjum hennar. Á komm-
andör-krossinum eru ártölin 1808,
skráð gylltu letri á hvítum gler-
ungi, þ.e. þegar Friðrik konungur
VI endurskoðaði reglur orðuveiting-
arinnar og 1671, þegar Kristján
konungur V gaf út fyrstu reglugerð
hennar.
Á framhlið orðunnar er áletrunin
1219 og „W“ undir lítilli miðalda-
kórónu. Þessi tákn lýsa uppruna
orðunnar og vísa til helgisagnarinn-
ar um sigur Valdimars konungs, í
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
KLAUS Otto Kappel sendiherra veitti Ólafi G. Einarssyni orð-
una í móttöku í danska sendiráðinu í gær. Ragna Bjarnadóttir,
eiginkona Ólafs, fylgist með.
krossferð hans til Eistlands árið
1219. í orrustunni, þann 15. júní
við Reval, sem nú heitir Tallin, átti
danski herinn í erfiðleikum. Kon-
ungurinn bað þá guð um sigur og
skyndilega sást rautt klæði með
hvítum krossi svífa til jarðar. Þetta
er talið vera tákn frá himnum til
styrktar og hvatningar hinum
kristna konungi. Her hans fylltist
sigurgleði og vann orrustuna.
Klæðið fékk nafnið „Dúkur Dan-
anna“ eða Dannebrog og hefur síð-
an verið notað sem fáni danska rík-
isins og dregur orðan nafn sitt af
honum.
Chrysler Windsor-bifreið árgerð 1947 í eigu Júlíusar Vífils Ingvarssonar
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Unnið að endurskoðun á starfsemi Orkustofnunar
Starfsmenn vara
við skiptingu
Með merkari
fornbílum
landsins
EINN merkilegasti fornbíll lands-
ins er Chrysler Windsor árgerð
1947 sem er í eigu Júlíusar Vífils
Ingvarssonar, framkvæmdastjóri
Ingvars Helgasonar ehf. og Bíl-
heima ehf. BíIIinn var keyptur nýr
til landsins árið 1947 af hjónunum
Helga og Áslaugu Sívertsen og
er aðeins ekinn 70 þús. km frá
upphafi.
Júlíus segir að kaup þeirra
hjóna hafi verið lýsandi um við-
horf fólks til bílakaupa á þessum
tíma en þá hafi þeim svipað til
húsakaupa þar sem litið hafi ver-
ið á bílinn sem framtíðareign.
„Uppi á lofti hjá sér höfðu þau
fjaðrir og gorma og ýmislegt ann-
að smálegt sem gat hugsanlega
gefið sig í bílnum og það geymdu
þau iryög vandlega. Síðan tóku
þau bílinn af skrá yfir verstu vetr-
armánuðina og settu hann svo
aftur á skrá þegar tók að þiðna.
Ég er fóstursonur þessara hjóna
og ólst upp þjá þeim að hluta og
að hluta hjá foreldrum mínum.
Þau reyndust mér mjög vel og
ég eignaðist bíljnn þegar Áslaug
lést árið 1993. Ég er eiginlega
uppalinn í bílnum og hann stendur
mér mjög nærri. Þetta er því svo-
lítið öðruvísi heldur en að kaupa
fornbíl af einhverri bílasölu eða
gera upp fornbíl, því þessi bíll
tengist uppeldi mínu og ýmsum
skemmtilegum ferðum sem ég fór
með fósturforeldrum mínurn um
landið," segir hann.
Upprunalegur að öllu leyti
Þegar Júlíus eignaðist bílinn
hafði honum verið ekið um 65
þúsund km. í dag er hann keyrð-
ur um 70 þúsund km og uppruna-
legur að öllu leyti. Hann var þó
sprautaður 1979, án þess þó að
raunveruleg þörf hafi verið á því
að sögn Júlíusar, en vel var vand-
að til verksins. Áklæði og annað
slíkt er alveg eins og nýtt og Júl-
íus segir að þegar bílnum sé ekið
votti ekki fyrir sliti í honum.
Júlíus segir að bíllinn sé örugg-
lega í hópi þriggja merkilegustu
fornbílanna hér á landi. Hann
segist vera mikill áhugamaður um
fornbíla en gallinn við slíkan
áhuga sé hve plássfrekir bíiarnir
séu og ekki möguleikar á að
geyma þá.
Á myndinni er Júlíus Vífill Ing-
varsson ásamt börnum sínum við
farkostinn góða.
NEFND á vegum iðnaðarráðuneytis
sem unnið hefur að endurskoðun
þess hluta orkulaga sem að Orku-
stofnun snýr, hefur skilað drögum
að áfangaskýrslu. Ekki er búið að
opinbera tillögur nefndarinnar, en
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins fela þær m.a. í sér hugmyndir
um að greina ráðgjafa- og stjóm-
sýslustarfsemi stofnunarinnar frá
rannsóknarþætti hennar. Starfs-
menn vara alvarlega við frekari
skiptingu á rannsóknarhlutanum.
M.a. er bent á þann möguleika
að Orkustofnun verði sameinuð Iðn-
tæknistofnun eða Rannsóknastofn-
un byggingariðnaðarins. Sveinn
Þorgrímsson deildarstjóri í ráðu-
neytinu og formaður nefndarinnar,
kveðst ekki vilja ræða hugmyndir
hennar á þessu stigi. Nefndin sé
enn að störfum, hugmyndir hennar
séu ekki endanleg niðurstaða og
þurfi að fá að þroskast. Jakob
Björnsson orkumálastjóri kveðst
ekki vilja tjá sig um málið.
Gæti skaðað rannsóknir
Birgir Jónsson, formaður Starfs-
mannafélags Orkustofnunar, segir
að starfsmenn stofnunar vari alvar-
lega við frekari uppskiptingu rann-
sóknarhluta stofnunarinnar og telja
að það gæti skaðað orku- og jarð-
fræðirannsóknir. Ástæðan sé m.a.
sérstaða orkurannsókna á íslandi
og hversu fjölfaglegar þær eru.
„Hér hefur verið byggð á mörg-
um áratugum mjög sterk og fjölfag-
leg rannsóknarheild og væri mikil
sóun á verðmætum að sundra henni
og þá glatast fagleg færni. Starfs-
menn hafa ekkert á móti því að
endurskoða og bæta starfsemina
en vilja taka meiri þátt í því starfi.
Við viljum ekki flausturslegar að-
gerðir og teljum okkur ekki hafa
tekið nægjanlegan þátt í starfi
nefndarinnar, eigum ekki fulltrúa í
henni og ekki fengið plögg frá
henni,“ segir Birgir og bætti við
að við fyrst'u athugun virtist félag-
inu hugmyndin óraunhæf og því
væri ekki trúað að henni yrði hrint
í framkvæmd.
Hann segir það eindregna skoðun
starfsmanna að ríkinu beri skylda
til að sjá til að grundvallarrann-
sóknum, langtímarannsóknum og
faglegri þróun í orkurannsóknum
sé tryggilega sinnt og gögn örugg-
lega varðveitt.
Birgir minnir á að fyrir um þrem-
ur árum hafi starfað nefnd til að
kanna hvort verksvið Orkustofnun-
ar skaraðist á við starfsemi Iðn-
tæknistofnunar og Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins
m.a., og hafi niðurstaða hennar
verið sú að svo væri ekki. Einnig
telji starsfmenn sýnt að eðlilegt sé
að orkuiðnaðurinn í landinu taki
meiri þátt í rannsóknum en nú er.
Orkufyrirtækin séu mörg hver orðin
svo fjárhagslega sterk að ekki sé
sama ástæða og fyrr að ríkið kosti
meirihluta kostnaðar við rannsóknir
og tækjakost.
7 0 áritan-
ir á tveim-
ur dög'iim
AFGREIÐSLA á vegabréfs-
áritunum er hafin á ný í banda-
ríska sendiráðinu eftir að hafa
legið niðri síðan um miðjan
desember vegna fjárlagadeilji
Bills Ciintons Bandaríkjafor-
seta við Bandaríkjaþing.
Craig White, sendiráðunaut-
ur í bandaríska sendiráðinu,
sagði í fyrradag að á tveimur
dögum, laugardegi og mánu-
degi, hefðu verið afgreiddar 70
vegabréfsáritanir og það væri
um þriðjungur þess, sem væri
til afgreiðslu í sendiráðinu í
janúar.
Bandaríkjaþing samþykkti
fyrir helgi að veita fé tíma-
bundið til starfsemi ríkisstofn-
ana á ný. Ýmis starfsemi kann
að leggjast niður á ný 26. jan-
úar náist ekki samkomulag um
fjárlög, en Bandaríkjaþing
ákvað að ákveðnum þáttum,
þar á meðal útgáfu vegabréfs-
áritana til Bandaríkjanna og
bandarískra vegabréfa, skyldi
tryggð fjárveiting til loka fjár-
lagaársins 30. september.
„Það er mér ánægja að geta
sagt að við afgreiðum nú vega-
bréfsáritanir á ný með eðlileg-
um hætti," sagði White.
„Nokkuð margir urðu fyrir
óþægindum vegna þessa, en
enginn hefur þó sagt mér að
hann hafí tapað fjármunum.
Ég vona að allir hafi getað leyst
úr sínum málum þrátt fyrir
tafir á afgreiðslu áritana."
Að sögn Whites voru af-
greiddar áritanir fyrir 26 au
pair-stúlkur, en einnig var um
að ræða námsmenn og fólk á
leið í tfmabundna vinnu.
Sjúkrahús
Reykjavíkur
Erfitt að ná
sambandi
SJÚKRAHÚS Reykjavíkur
(SR) fékk nýtt símanúmer um
áramótin, 525 1000. Kvartað
hefur verið yfir því að erfitt sé
að ná sambandi við sjúkrahús-
ið.
Sigurður Angantýsson, yfir-
maður tæknideildar SR, taldi
þetta stafa af tímabundnu álagi
við símsvörun. Um áramót var
öllum innanhússnúmerum
sjúkrahússins breytt úr þriggja
stafa í fjögurra stafa númer
um leið og aðalnúmerið breytt-
ist. Innanhússnúmerin eru um
600 talsins. Nýju númerin eru
starfsfólkinu ekki jafn töm og
þau gömlu voru og veldur það
hægari afgreiðslu um tíma.
Einnig veldur það auknu
álagi við símsvörun að þeir sem
venjulega nota beint innval, það
er hringja framhjá skiptiborði,
þurfa nú að hringja í skipti-
borðið og biðja um afgreiðslu
meðan þeir vita ekki um nýtt
innanhússnúmer viðmælanda
síns.
Stal 200
þús. kr. úr
spilakassa
200 ÞÚSUND krónum var stol-
ið úr spilakassa Rauða krossins
á Umferðarmiðstöðinni við
Vatnsmýrarveg snemma í gær-
morgun. Kassinn var brotinn
upp og tæmdur af mynt. Einn
maður var handtekinn skömmu
síðar og færður á lögreglustöð-
ina. Málið er talið upplýst.