Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Bankastjórn Lands-
bankans segir frétt
„ósannindavaðalu
Eig’infjái*-
hlutfall
ekki í hættu
EIGINFJÁRHLUTFALL Lands-
bankans er vel jrfír þeim mörkum
sem krafíst er eftir gildandi reglum,
að sögn Brynjólfs Helgasonar, að-
stoðarbankastjóra Landsbankans.
Brynjólfur segir að jafnvel þótt nýj-
ar reglur um áhættumat íjölnota
atvinnuhúsnæðis hefðu tekið gildi
nú hefði eiginfjárhlutfall bankans
samt verið í lagi.
í gær sendi bankastjóm Lands-
bankans frá sér svohljóðandi yfirlýs-
ingu: „Vegna fréttar um Lands-
banka Islands í aðalfréttum Stöðvar
2 mánudagskvöldið 8. janúar, vill
bankastjóm Landsbankans upplýsa,
að megininnihald fréttarinnar var
ósannindavaðall." í fréttinni kom
fram að eiginfjárhlutfall bankans
stæði tæpt og þyldi ekki breyttar
BlS-reglur.
Að sögn Brynjólfs hefur til þessa
mátt flokka fjölnota atvinnuhúsnæði
sem 50% áhættu inn í útreikninga
á eiginíjárhlutfalli skv. BlS-reglum.
Uppi vom hugmyndir um að færa
þessa áhættu upp í 100%, en Evr-
ópuþingið hefur nú frestað gildis-
töku þeirra reglna og telur Brynjólf-
ur óvíst að þær taki nokkum tíma
gildi. „Hins vegar er ekkert sem
bendir til að þær hefðu alvarleg
áhrif á eiginfjárstöðu bankans, þótt
þær tækju gildi,“ sagði Brynjólfur.
Verið að greiða víkjandi Ián
Vegna umijöllunar um fjögurra
milljarða ríkisframlag til Lands-
bankans í formi eiginfjárframlags
og víkjandi lána vildi Brynjólfur
taka fram að bankinn hefði fengið
tveggja milljarða eiginíjárframlag
frá ríkinu 1993, sem er eigandi
bankans. Um svipað leyti fékk
bankinn 1,2 milljarða víkjandi lán
frá Seðlabankanum og 1 milljarðs
víkjandi lán frá Tryggingasjóði við-
skiptabanka. Verið er að endur-
greiða þessi víkjandi lán með fullum
vöxtum og I ár verða greiddar 250
milljónir auk vaxta vegna þessara
lána.
A fundi Haraldar
Noregskonungs
INGÓLFUR Guðmundsson
prestur færði Haraldi Noregs-
konungi Passíusálmana að gjöf
í konungshöllinni í Ósló á mánu-
dag. „Hann tók hlýlega á móti
mér,“ sagði Ingólfur þegar tal
náðist af honum í gær og bætti
við að mikill viðbúnaður hefði
verið í konungshöllinni. „Ég
þurfti að hitta fimm menn áður
en ég náði fundi konungs."
Ingólfur gaf Haraldi Passíu-
sálmana á nýnorsku þegar hann
varð fimmtúgur. Nú færði hann
honum Passíusálmana á íslensku
og dönsku myndskreytta af Bar-
böru Árnason.
„Haraldur er hlýlegur maður
og þægilegur,“ sagði Ingólfur.
„Hann fór strax að spyrja um
ástand og horfur á íslandi og
barst talið fljótt að því að for-
setaskipti væru í vændum. Har-
aldur talaði um að hann hefði
notið gistivináttu Vigdísar Finn-
bogadóttur og hennar frábæru
Ieiðsagnar á Islandi.“
Ingólfur sagði að Haraidur
hefði harmað að hann hefði ekki
komið að Reykholti, bóli Snorra
Sturlusonar, þegar hann kom til
Islands. „Ég sagði honum að ég
færi nú sem prestur þangað sem
Hrafnistumenn hefðu komið frá
og heitir nú Ramstad. Þar liggur
Ketill hængur.forfaðir Snorra,
heygður. Eg fullvissaði hann um
að tilkomumeira yrði að koma
að Reykholti þegar hann kæmi
næst til íslands því að á Ólafs-
vöku ætti að vígja þar nýja
kirkju," sagði Ingólfur.
Passíusálmarnir voru einnig
ræddir og sagði Ingólfur að við
hirð konungs hefði þótt sér-
kennilegt að á Islandi væru
sálmar frá sautjándu öld fluttir
í útvarp á hverju virku kvöldi
og þætti upphefð að fá að lesa
þá.
Ingóifur hélt í gær til Þránd-
heims. Hann mun verða í þjón-
ustu Finns Vagles, biskups í
Niðarósi, til 1. apríl í það
minnsta. Hann sagði að ferð sín
væri farin til að stuðla að aukn-
um kynnum og skilningi milli
íslendinga og Norðmanna og
friði bæði á landi og hafi. Ingólf-
ur Guðmundsson kvaðst hafa
fundið það hjá norskum prestum
að þeir vildu að kirkjan ætti
þátt í að auka skilning milli þjóð-
anna.
..
i s ir t i i i i »
1,11..JLJLJ I 1 s
J 1,1 I MC í
Reuter
SÉRA Ingólfur Guðmundsson færði Haraldi Noregskonungi
Passíusálmana að gjöf á mánudag. Þessi mynd var tekin þegar
hann kom af fundi konungs. í höndum hefur hann eintak af
Passíusálmunum, sem hann hyggst gefa biskupnum af Niðarósi.
„Ég geri ekki mun á kóngi og presti," sagði Ingólfur í Ósló í gær.
Sr. Sigurður Sigurðarson segir orð
biskups ekki í takt við biskupafund
Biskup segir Geir
ekki hafa verið til
umræðu á fundinum
HERRA ÓLAFUR Skúlason, biskup
íslands, sagði að yfírlýsingar Geirs
Waage um trúnaðarbrest milli presta
og biskups væru bull í innleggi í
umræðuþátt í beinni útsenþingu í rík-
issjónvarpjnu í fýrradag. Eftir viðtalið
við herra Ólaf tók sr. Sigurður Sigurð-
arson, vígslubiskup í Skálholti og
þátttakandi í umræðunum, fram að
orð biskups væru ekki í takt við yfir-
lýsingu biskupafundar fyrr um dag-
inn. Herra Ólafur segist ekki vita
hvaða hugtak nái því betur en bull
þegar einhver endurtaki hið sama
aftur og aftur þrátt fyrir leiðréttingar.
Herra Ólafur tók fram í samtali
við Morgunblaðið að ekkert hefði ver-
ið fjallað um Geir Waage á biskupa-
fundinum. „Ekkert samkomulag var
milli okkar um hann eða hans per-
sónu,“ sagði hann. „Sjónvarpsmaður-
inn einfaldlega spyr mig hvort ég
hafí skipt um skoðun. Einhvern tíma
hafí ég sagt að ég væri orðinn svolít-
ið þreyttur á Geir. Ég hef ekki skipt
um skoðun og finnst að því miður
hafi okkur ekki borið gæfa til að vinna
saman að lausn þessara mála. Hún
er komin út í alls kyns öfgar um sam-
skipti biskups og formanns prestafé-
lagsins sem ætti ekki einu sinni að
vera nefnd í þessu sambandi, slíkir
samherjar ættu þeir að vera.“
Bull mjög hliðstætt
staðlausum stöfum
Biskup var spurður að því hvort
eftir á að hyggja hefði verið óþarfi
að nota orðið bull. „Ég get litið langt
aftur til baka í ferlinum öllum og
sagt að ótrúlega mörg orð hafi verið
óþörf og ótrúlega mörg viðbrögð
hafi verið á skjön við það sem þarft
var og nauðsynlegt," sagði hann og
vildi ekki svara spurningunni beint.
„Ég get hins vegar sagt um orðið
bull að í mínum huga er orðið bull
hugtak mjög hliðstætt staðlausum
stöfum. Ég hef heyrt marga í gælu-
tón tala um bullukolla og eru alls
ekki að nota orðið með niðrandi
hætti. Þegar einhver endurtekur hið
sama aftur og aftur þrátt fyrir leið-
réttingar veit ég ekki hvaða hugtak
nær því betur. Þar fyrir þarf maður
auðvitað ekki að segja allt.“
Engir
óvelkomnir
Sr. Sigurður sagðist í sjónvarpinu
hafa stungið upp á því að hann sjálf-
ur, biskup og_ Geir Waage ræddu
saman. Herra Ólafur var spurður að
því hvort slíkur fundur kæmi til
greina. „Ritari minn skráir niður
nöfn þeirra sem óska eftir viðtölum
og ég veit ekki til að hún hafi nokk-
urn tíma vísað mönnum frá, hvorki
í síma né fundum hér á skrifstofunni
hjá mér, og ég hef ekki gefið henni
fyrirmæli um að einhveijir væru óvel-
komnir hingað."
Sr. Sigurður kaus að tjá sig ekki
frekar um ummæli Ólafs í sjónvarps-
þættinum þegar haft var samband
við hann í gær.
Rannsóknarbið vegna brælu
H AFRANN SÓKNASKIPIÐ Bjarni
Sæmundsson hefur ekki getað at-
hafnað sig við rannsóknir á þorsk-
gengd úti fyrir Vestíjörðum vegna
brælu og lá inni á Isafirði í gær.
Sjómenn hafa orðið varir mikils
af þorski á þessum slóðum frá því í
haust. Að sögn Sigfúsar Schopka
fiskifræðings tókst þeim á Bjama
Sæmundssyni að ná einu togi og
fengu 3 tonn á hálftíma áður en
þeir urðu frá að hverfa. Uppistaðan
í þeim afla var 4-8 ára þorskur.
Sigfús sagði ekki tímabært að draga
af því ályktanir, taka þyrfti fleiri
sýni. Hann sagði einnig að vegna
brælunnar hefði ekki verið hægt að
gera bergmálsmælingar.
Sigfús vonaðist til að skipið héldi
á miðin í dag. Reiknað var með batn-
andi veðri og að einhveijar niðurstöð-
ur lægju fyrir um helgina.
Iðnaðarráðherra skipar ráðgjafarnefnd vegna endurskoðunar löggjafar um orkumál
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borg-
arstjóra um að óska eftir viðræðum við full-
trúa annarra eignaraðila að Landsvirkjun um
framtíðarskipulag, rekstrarform og eignar-
aðild að fyrirtækinu. Á fundi borgarráðs var
jafnframt lagt fram bréf iðnaðarráðherra,
þar sem óskað er.eftir að borgin tilnefni full-
trúa í ráðgjafarnefnd við endurskoðun á lög-
gjöf um vinnslu, flutning og dreifingu orku.
Eðlilegt að ræða framtíðarskipulag
í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins segir að eðlilegt sé að eigendur
Landsvirkjunar ræði um framtíðarskipulag og
rekstrarform fyrirtækisins ekki síst í tengslum
við mögulega raforkuvinnslu á Nesjavöllum.
Sjálfstæðismenn hafi haft forystu um stefnu-
mörkun virkjunar á Nesjavöllum og hafið
framkvæmdír þar í verulegri andstöðu við
þáverandi minnihlutaflokka og núverandi R-
lista flokka, sem flestir fundu því allt til for-
áttu.
Þá segir:, „Iðnaðarráðherra hefur þegar
tekið frumkvæði í málinu og í bréfí til borgar-
innar í nóvember sl. mun Reykjavíkurborg
vera boðin aðild að nefnd sem hann hyggst
skipa til að fjalla m.a. um leiðir til
að auka skilvirkni og samkeppni í
orkuvinnslu og þ.á m. að skoða
framtíðarskipulag Landsvirkjunar.
Bréf þetta var fyrst lagt fram fyrir
borgarráð á þessum fundi. Það er
í sjálfu sér gagnrýnivert að borgarstjóri skuli
hafa haldið bréfí þessu frá borgarráði í marg-
ar vikur.“
Eigendur í ábyrgð
Fram kemur í bókuninni að eftir að bréf
ráðherra hafí borist hafí borgarstjóri dregið í
Borgin vill við-
ræður um
Landsvirkjun
Ráðherra þeg
ar tekið
frumkvæði
land með yfirlýsingar um sölu á eignarhluta
Reykjavíkur. Bent er á að rétt sé að hafa í
huga að eigendur Landsvirkjunar séu í ein-
faldri ábyrgð lögum samkvæmt fyrir öllum
skuldbindingum fyrirtækisins. Langtímalán
31. desember 1994 hafí verið 51,3 milljarðar
króna. Ef eignaraðili seldi hlut sinn yrði hann
-------- eftir sem áður í ábyrgð fyrir þeim
lánum sem fyrirtækið tók áður en
til eignaskipta kom nema til komi
samþykki allra lánveitenda um
breytingu á ábyrgð.
""““ Loks segir að tillaga borgar-
stjóra geri ráð fyrir að málin verði skoðuð
í víðara samhengi og að hún sé því efnislega
svipuð verksviði nefndar á vegum iðnaðar-
ráðherra og ætti því að falla vel að boði
ráðherra um nefndarskipan. En borgarstjóri
leggi fram eigin tillögu um þætti sem falli
undir heildarskoðun ráðherra. Það hljóti að
vera óhagræði ef ræða á nánast sömu þætti
í tveimur nefndum sem fulltrúar eignaraðila
skipa og því þurfí að huga vel að tilhögun
þeirrar vinnu, sem framundan sé.
Ekkert frumkvæði
í svari borgarstjóra segir að vandséð sé
hvernig borgarráðsfulltrúar Sjálf- -------
stæðisflokks telji að hagsmunum
Reykvíkinga yrði best gætt í mál-
efnum Landsvirkjunar. Sjálf-
stæðismenn hafi um langt árabil
verið í forystu í stjórn fyrirtækis-
ins án þess að hafa tekið þar frumkvæði í
þágu borgarbúa. Lengi hafi legið fyrir að
Akureyrarbær hafi áhuga á að draga sig
út úr fyrirtækinu en áform þeirra strönduðu
á andstöðu fyrrverandi meirihluta sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn. Ljóst sé að borg-
arbúar njóti þess í engu umfram aðra lands-
Fyrirtækið
metið á 79
milljarða
menn að vera með verulegt fjármagn bund-
ið í fyrirtækinu. Af þeim sökum hljóti að
liggja beint við að borgin, sem 45,5% eigna-
raðili, óski eftir endurskoðun á skipan mála.
Oháðir meti fyrirtækið
Jafnframt segir að það hljóti að vekja furðu
borgarbúa að borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins skuli leggja megináherslu á skuld-
ir Landsvirkjunar í málflutningi sínum en
horfí ekki til eigna fyrirtækisins sem metnar
eru á 79 milljarða árið 1994 og eigið fé sem
metið sé á 26 milljarða. Þá hafí þeir jafnframt
gleymt hvemig til Sogsvirkjunar og Lands-
virkjunar var stofnað í upphafi og hver stofn-
framlög eignaraðila hafi verið. Þá segir,
„Óvarlegt er og ógerlegt að svo stöddu að
meta einarhluta hvers eignaraðila í Lands-
virkjun og nauðsynlegt að eignaraðilar láti
fara fram sjálfstætt mat óháðs aðila á sann-
virði fyrirtækisins."
Loks segir að bókun sjálfstæðismanna beri
með sér að þeim þyki illt að frumkvæði og
forysta fyrir nýrri hugsun í orkumálum skuli
koma úr herbúðum Reykjavíkurlistans og þar
með skuli vakin athygli á frumkvæðisleysi
--------- þeirra sjálfra. Minnt er á að virkjun
á Nesjavöllum hafí verið samþykkt
í borgarstjóm með 11 atkvæðum
gegn 3 árið 1986.
I síðari bókun sjálfstæðismanna
segir að ráða megi af bókun borg-
arstjóra að bréf ráðherra hafi ekki verið lagt
fram fyrr en eftir því var gengið því borgar-
stjóri telji að þannig hefði hann tekið frum-
kvæði úr hendi ráðherra. Bent er á að sjálf-
stæðismenn hafi áður lýst vilja til að ræða
breytt eignaskipulag og ítrekað það með sam-
þykkt tillögunnar.