Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ríkið sýknað af kröfu
yfirlögregluþj óns
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði á mánudag ríkissjóð af
bótakröfum Gunnars Guðmunds-
sonar, fyrrum yfirlögregluþjóns á
Siglufirði, sem taldi að dómsmála-
ráðherra hefði vikið sér úr starfi
með ólögmætum og saknæmum
hætti og krafðist 12 millóna króna
bóta.
Gunnar var leystur frá störfum
í maí 1993 þegar fram fór rann-
sókn á innflutningi og tollaf-
greisðlu á vegum embættis sýslu-
mannsins á Siglufirði. Honum var
síðan veitt fullnaðarlausn frá störf-
um 12. október sama ár. Hinn 4.
febrúar 1994 var höfðað sakamál
á hendur Gunnari og þáverandi
sýslumanni vegna ýmissa atriða
sem lutu að innflutningi og tollaf-
greiðslu og meðferð og eyðingu
áfengis sem hald lagt hafði verið
á vegum embættisins.
Gunnar var sýknaður í Hæsta-
rétti í nóvember 1994 af öllum kröf-
um í sakamáli sem höfðað var gegn
honum og fyrrum sýslumanni á
staðnum en sýslumaður var sak-
felldur í málinu. Áður hafði Gunnar
einnig verið sýknaður í héraðsdómi.
Bótakröfur hans byggðust á því
að í bréfi því, þar sem dómsmála-
ráðherra vék honum frá störfum,
hafi verið tilgreindar þær brottvikn-
ingarástæður að Gunnar hafí í tvö
tilgreind skipti gerst sekur um refsi-
vert athæfi í starfi. Ríkissaksóknari
ákærði hann vegna þeirra atriða
sem tíunduð voru í bréfi ráðuneytis-
ins en hvorki héraðsdómur né
Hæstiréttur féllust á að sekt Gunn-
ars væri sönnuð og sýknuðu hann
af öllum kröfum. Vegna sýknunar
væru forsendur brottvikningarinnar
fallnar um sig sjálfar.
í niðurstöðum Héraðsdóms
Reykjavíkur, sem Steingrímur
Gautur Kristjánsson, Allan Vagn
Magnússon og Arngrímur ísberg
kváðu upp í gær, er farið yfir þær
sakargiftir sem krafist var refsing-
ar fyrir í sakamálinu og komist
að því að þar hafi Gunnar í ýmsum
atriðum brotið gegn starfsskyldum
sínum þótt ekki hafi verið um refsi-
verð brot að ræða.
Þegar þess sé gætt verði fallist
á það með ríkinu, sem krafðist
sýknu í málinu, að atferli hans
hafi verið ósamrýmanlegt því
ábyrgðarstarfi sem Gunnar
gegndi. Því hafi verið rétt sam-
kvæmt lögum um réttindi og skyld-
ur starfsmanna ríkisins að víkja
honum úr starfi og ekki hafi verið
skylt að leita vægilegri úrræða, á
borð við áminningu.
Þegar Gunnari hafi verið vikið
frá hafði farið fram rannsókn á
meintum ávirðingum hans. Öllum
yfirheyrslum hafi verið lokið og ein-
ungis aflað bréflegra upplýsinga frá
yfítyöldum eftir frávikninguna.
Álíta verði að mál hans hafi þá
verið orðið nægilega upplýst og
því verði bótaréttur ekki byggður
á því að ákvörðun um fullnaðar-
lausn frá störfum hafi verið ótíma-
bær eins og fram var haldið af
hálfu yfirlögregluþjónsins, sem
taldi að slík ákvörðun hefði átt að
bíða dómsniðurstöðu.
Þá segir að lausn Gunnars hafi
verið rökstudd með því að hann
hefði gerst sekur um refsiverða
háttsemi sem hann hafi síðan ver-
ið sýknaður af en samkvæmt
meginniðurstöðum dómsins hefði
nægt að vísa til starfsmannalaga
um ástæður fyrir ákvörðuninni.
Því var talið að Gunnar Guð-
mundsson hafi ekki sýnt fram á
að hann hefði orðið fyrir tjóni sem
ríkisjsóður beri ábyrgð á. Því var
ríkið sýknað af kröfum hans en
hvorum aðila var þó gert að bera
eigin kostnað af rekstri málsins
enda segir dómurinn að eftir
dómsniðurstöðu í sakamálinu hafi
Gunnar haft nokkra ástæðu til að
láta reyna á bótarétt sinn fyrir
dómi.
Bændum greiddar 18 millj-
ónir úr stofnsjóði MSB
Minningar-
bók um
Mitterrand
ÞEIR sem vilja tjá samúð sína
vegna andláts Francois Mit-
terrands, fyrrverandi Frakk-
landsforseta, geta ritað nöfn
sín í minningarbók, sem liggja
mun frammi í franska sendi-
ráðinu á Túngötu 22 í Reykja-
vík, dagana 10., 11. og 12.
janúar, frá kl. 9.30 til 12.30
fyrir hádegi og frá kl. 14.30
til 17.00 eftir hádegi.
STOFNSJÓÐUR í Mjólkursamlagi
Borgfirðinga, sem hætti mjólkur-
vinnslu um áramótin, hefur undan-
fama daga verið greiddur út til
bænda sem lögðu inn mjólk hjá sam-
laginu. Samtals er stofnsjóðurinn
rúmar 18 milljónir króna og fá
150-160 aðilar greiðslur úr honum.
Bændur í héraðinu leggja nú inn
mjólk sína hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík, en innvigtun mjólkurinn-
ar fer fram hjá Engjaási ehf. sem
tók til starfa í Borgamesi um ára-
mótin. Það fyrirtæki er til helminga
í eigu Kaupfélags Borgfirðinga ann-
ars vegar og Osta- og smjörsölunn-
ar, Mjólkursamsölunnar og Mjólkur-
bús Flóamanna hins vegar.
Að sögn Þóris Páls Guðjónssonar
kaupfélagsstjóra hefur allt starfsfólk
sem starfaði hjá Mjólkursamlaginu
verið ráðið til starfa hjá Engjaási,
eða um 30 manns. Þar er nú vín-
biöndun fyrir Icy vodka og Catco
hf., pizzugerð og þjónusta í sam-
bandi við innvigtun mjólkur og sala
mjólkurafurða til verslana.
Evrópumálin
Megrim ekki fórna
hinni félagslegu
stefnu Evrópu
Freddy Willcockx
BELGAR eru meðal
þeirra þjóða, sem
mesta áherslu
hafa lagt á að Evrópu-
samruninn verði sem
allra víðtækastur á sem
flestum sviðum. Sósíal-
istinn Freddy Willockx
er fyrrum ráðherra í
belgísku ríkisstjóminni
og nú einn helsti baráttu-
maðurinn fyrir því á Evr-
ópuþinginu að Evrópu-
sambandið þróist í sam-
bandsríki.
Willockx segir að í ljósi
þess að efasemda gæti
um ágæti pólitísks sam-
runa aðildaríkjanna sé
æskilegt að færa hægt í
frekari fjölgun þeirra.
„Evrópusambandið var
myndað til að forða okk-
ur frá þriðju heimsstyijöldinni.
í upphafi studdust menn við
efnahagssamvinnu til að ná því
markmiði. Nú er svo komið að
þegar menn gerast aðilar að
Evrópu þá ganga þeir inn í póli-
tískt samband. Ég er mikill fylg-
ismaður hefðbundinna norrænna
gilda. Á Norðurlöndum eru hins
vegar jafnvel jafnaðarmenn með
efasemdir um pólitíska samrun-
ann. Við munum eflaust ekki ná
okkar fram fyrr en Major [for-
sætisráðherra Bretlands] fer frá
völdum. Það er því mín skoðun
og margra annarra að best sé
að bíða. „Það verður hins vegar
að viðurkennast að þegar kemur
að félagslegum málefnum og
umhverfisvernd standa Norður-
löndin framarlega. Við verðum
því að aðstoða þau við að vinna
bug á þessum efasemdum og
skilja að pólitískar hefðir þeirra
eru frábrugðnar okkar. Þetta er
þróun sem verður hægt og síg-
andi,“ segir Willockx.
Hann segir, aðspurður um við-
horf sín til peningalegs samruna
ESB-ríkjanna, að þegar frelsi sé
aukið á fjármagnsmörkuðum
verði jafnframt að koma á lág-
marks samræmingu í skattamál-
um. Ella hafi aðildarríkin ekki
kost á að framfylgja stefnu sinni
í félagslegum málefnum. „Sem
sósíalisti get ég ekki fallist á að
þróuðustu félagslegu kerfin
verði ekki samkeppnishæf. Við
þurfum að koma á einhverri
samræmingu í félagslegum mál-
um. Ef skref verða ekki stigin í
þá átt á ríkjaráðstefnunni erum
við í miklum vanda.“
Willockx segir ríkjaráðstefn-
una, sem hefst síðar á
þessu ári, ekki vera
markmið í sjálfu sér.
Mikilvægara markmið
sé að breyta gildis-
matinu og herða leik-
reglur markaðarins. „Ég er
þeirrar skoðunar að þegar við
eigum í viðræðum um viðskipta-
mál við til dæmis Asíu, að við
eigum þá samhliða að semja um
félagsleg málefni. Bandaríkin
eru einnig vissulega háþróað ríki
en vanþróað félagslega. Ég batt
miklar vonir við Clinton en hef
orðið fyrir vonbrigðum. Þá þurf-
um við aukinn sveigjanleika.
Minna skrifræði og einfaldara
kerfí. Það má hins vegar ekki
bitna á hinu félagslega öryggi."
En er ekki Ijóst að það myndi
bitna á þróunarríkjunum ef Evr-
► Freddy Willcockx fæddist
2. september 1947 í Sint-
Niklaas í Belgíu. Hann er fé-
lagi í belgíska sósíalista-
flokknum og fyrrverandi ráð-
herra í fjármálaráðuneytinu
og ráðherra fjarskipta- og líf-
eyrismála. Undanfarin ár
hefur hann setið á Evrópu-
þinginu og er varaformaður
fjárlaganefndar þingsins.
ópuríki ætluðu að setja félags-
legar aðgerðir sem skiiyrði fyrír
milliríkja viðskiptum 7
„Þegar félagsleg staða fólks
•er í molum veldur það spennu
er getur leitt til átaka. Við getum
að mínu mati náð árangri ti!
lengri tíma litið með því að setja
félagslegu málin á oddin. Við
verðum að þrýsta á innan
GATT.“
Aðspurður um hvað hann telji
mikilvægast að komi út úr ríkja-
ráðstefnunni segir Willcockx að
hann vilji nefna fjögur atriði.
. í fyrsta lagi verði að einfalda
samskiptin milli ráðherraráðs,
framkvæmdastjórnar og Evr-
ópuþingsins þannig að mikilvæg
pólitísk mál verði ekki útundan.
I öðru lagi verði Bretar að taka
þátt í hinum félagslega kafla
Maastricht. Það sé ekki hægt
að veita undanþágu til frambúð-
ar. í þriðja lagi verði að taka
upp meirihlutaákvarðanir, en
ekki samhljóða ákvarðanir, í
auknum mæli þegar skattamál
eru til umræðu í ráðherraráðinu.
í fjórða lagi verður að auka sam-
starfið á sviði utanríkismála, og
dóms- og lögreglu-
mála.
„Hvað sjálft Evr-
ópuþingið varðar þá
er nauðsynlegt að ein-
falda starfsaðferðir
þess. Sömuleiðis verður að auka
áhrif þingsins, ekki síst á land-
búnaðarmál. Mikilvægasta verk-
efnið er að þingið geti haft auk-
in áhrif á fjárútlát þess mála-
flokks. Þá verður einnig að koma
á skýrum reglum um stöðu fram-
kvæmdastjórnarinnar gagnvart
þinginu þannig að Evrópuþingið
geti beitt framkvæmdastjómina
svipuðu aðhaldi og þing veitir
ríkisstjórnum. Það eru ekki ein-
ungis Bretar sem eru andvígir
slíkri þróun. Frakkar, Hollend-
ingar og jafnvel Þjóðveijar hafa
sínar efasemdir."
Auka verður
áhrif Evrópu-
þingsins