Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 10

Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 24 ára Keflvíkíngur hefur ekki getað iinnið í þrjú ár vegna bílslyss Bíður enn aðgerðar til úrbóta Fyrír þremur árum lenti Páll Guðmundsson í bílveltu með þeim afleiðingum að hryggjar- liðir hans sködduðust. Hann hefur veríð óvinnufær síðan og er orðinn langeygur eft- ir aðgerð sem unnið getur bug á þessu ástandi og kvölum því samfara. Morgunblaðið/Júlíus PALL Guðmundsson segir að bílslys sem hann lenti í fyrir þrem- ur árum hafi haft mikil og erfið áhrif á andlega og líkamlega líðan hans auk þess sem ástvinir hans séu ekki ósnortnir af ástandinu. Kviknaði í út frá kerti INNBÚ íbúðar á Egilsgötu skemmdist nokkuð þegar eld- ur kom þar upp aðfaranótt sl. sunnudags. Eigandi íbúð- arinnar var fluttur á slysa- deild til skoðunar vegna gruns um reykeitrun. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði m.a. í glugga- tjöldum. Mikill reykur var í íbúðinni. Tveir reykkafarar fóru inn í íbúðina og slökktu eldinn með vatni. Eldur var einnig í jólatré, gardínukappa og stói. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kerti sem var á hillu nálægt jólatrénu. Skemmdir urðu á innbúi og fleiru, aðallega af reyk og eldi. Fundu amfetamín á farþega LÖGREGLAN stöðvaði bif- reið þekkts fíkniefnaneyt- anda í miðbænum aðfaranótt sunnudags. Eigandi bílsins neitaði því að fíkniefni væru í bílnum og heimilaði lögregl- unni að leita í honum. Engin fíkniefni fundust í bílnum en við leit á farþega fannst efni sem talið er vera amfetamín. Lagt var hald á efnið. Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljóðandi yfirlýsing frá Þjóðleikhúsinu: „Þjóðleikhúsið frumsýnir nk. laugardag, 13. janúar, breska leikritið Leigjandann (The Lodger) eftir Simon Burke í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar. Svo óheppilega vildi til að titill þessi, sem er þýðing á enska heiti verksins, er sam- hljóða titli á skáldsögu Svövu Jakobsdóttur sem út kom hjá Helgafelli árið 1969 og vakti mikla athygli. Skáldsagan var endurútgefin árið 1979 og í þriðja sinn af Forlaginu árið 1994. Þjóðleikhúsið vill vekja at- hygli á að hér er um allt ann- að verk að ræða, mjög svo óskylt að öllu efni og bygg- ingu. Þjóðleikhúsið harmar að nafngift verksins kunni ef til vill að geta valdið misskiln- ingi og biður Svövu Jakobs- dóttur afsökunar á því.“ VERKIRNIR lýsa sér sem þungur hjartsláttur eða högg sem leiða niður í fætur og út í axlir. Þeir eru alltaf til staðar, misjafnlega mikið þó,“ segir Páll Guðmunds- son, 24 ára gamall Keflvíkingur, sem lenti í bílveltu í febrúar 1992 þegar hann var á leið til Voga. Hann hefur verið óvinnufær í þijú ár vegna slyssins og beðið í hálft annað ár eftir aðgerð sem veita á honum bata ef vel fer. „Þetta er erfitt og reynir bæði á mann líkamlega og andlega og alla í kringum mig, einkum fjölskyld- una. Lyfin og kvalirnar hlaupa í skapið á mér og ekki bætir þessi langa bið úr skák,“ segir hann. Man ekki eftir slysinu Páll ók bifreið sinni á 70-80 kílómetra hraða á gijót á malar- vegi með þeim afleiðingum að annað framdekkið sprakk og bif- reiðin valt. Hann kastaðist út úr henni við slysið. Páll var í fyrstu fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík en þaðan í Borgarspítala. Hann lá rúmfastur í þijá mánuði í spelkum, en hryggjarliðir á milli herðarblaða sködduðust auk þess sem hann fékk skurð á höfuð. Hann man ekkert eftir slysinu. Páll átti eftir eina námsönn í bifvélavirkjun og var á samningi hjá íslenskum aðalverktökum þeg- ar slysið varð. Sumarið 1992 reyndi hann að heija störf að nýju. „Eg var bara um hálfan mánuð í vinnu en þá versnaði ástandið og ég hef ekkert skánað síðan. Ég má ekkert gera nú orðið, alveg sama hvað það er. Öll áreynsla veldur mér sársauka og ekki að- eins erfiði; ég get ekki setið lengi, get ekki staðið kyrr lengi og get ekki legið lengi,“ segir hann. Hann hætti í bifvélavirkjun af þessum sökum og hóf nám í rafeindavirkj- un. Skurðaðgerð eina hálmstráið Páll hóf sjúkraþjálfun í Keflavík eftir slysið og dvaldist síðan f tvo mánuði á Reykjalundi haustið 1992. Síðan hefur hann reynt að æfa sig sjálfur, fyrir utan mánað- ardvöl á Reykjalundi haustið 1993 og sjúkraþjálfun sem hann fékk í fyrrasumar. Páll var metinn 100% öryrki í Lífeyrissjóði Suðurnesja frá 1. ágúst 1992 en trygginga- mál hans voru gerð upp í desember 1994 og var þá ekki tekið tillit til heilsufars eftir aðgerð. Tryggingastofnun úr- skurðaði hann 20% ör- yrkja. Vorið 1994 ræddi Páll við Hall- dór Jónsson, yfírlækni bæklunar- lækningadeildar Landspítalans, sem mat stöðuna svo að með skurðaðgerð og hryggjarspenn- ingu væru batahorfur góðar. Skurðaðgerðin var borin undir Ragnar Jónsson, lækni á Borgar- spítalanum, sem lýsti sig fylgjandi aðgerð og taldi helmingslíkur á betri líðan að henni lokinni. Ári síðar hafði líðan Páls enn farið versnandi og var þá beiðni um að flýta skurðaðgerð ítrekuð. Ekki var unnt að verða við þessum óskum og bent á langa biðlista því til staðfestingar . „Ef ég hefði komist strax í aðgerð gæti ég verið búinn að vinna í heilt ár, miðað við að þurfa hálft ár til að jafna mig. Ég á loks að fara í aðgerðina í sumar, hvernig svo sem það fer, og hún er eina hálmstráið mitt nú,“ segir Páll. Kvalir kalla á sterk lyf Fljótlega eftir slysið hóf hann að taka verkjalyf til að deyfa sárs- aukann, en minnkaði neysluna á fáeinum mánuðum. Kvalirnar létu hins vegar ekki að sér hæða og í fyrravor var hanrt farinn að nota mikið af verkja- og vöðvaslakandi lyfjum. Hann tekur nú 10-12 töflur á dag og stund- um meira ef verkirnir ágerast. Auk þess inn- byrðir hann þijár töflur við þunglyndi til að slá á áhrif verkjalyfjanna. „Ég get að minnsta kostið sofið,“ segir hann. Seinasta haust var sársaukinn orðinn svo megn að hann varð að styðjast við hækjur. Þrautirnar leiddu niður í annan fótinn þannig að hann gat ekki stigið í hann. Þá gleypti hann um 16 töflur á sólarhring. Heimilislæknir Páls varaði við þessari lyfjaneyslu en ástandið var slæmt og í nóvember sendi læknirinn hann á bráðamót- töku Landspítalana vegna óbæri- legra verkja. Páll var lagður inn á bæklunar- lækningadeild í kjölfarið en eftir sex daga rannsókn fannst ekkert nýtt utan óeðlilegra og ósjálfráðra taugaviðbragða í öðrum fæti og víðar um líkamann. Hann var síð- an sendur heim og reyndi að halda skólagöngunni áfram eins og ekk- ert hefði í skorist. Viljinn dugði þó skammt, því skömmu síðar fékk hann krampakast í skólanum vegna kvala og var sendur á bráðamóttöku sjúkrahússins í Keflavík. „Ég man ekkert eftir þessum atburði en læknarnir segja að bæði krampinn og minnisleysið séu viðbrögð líkamans við sárs- aukanum. Ég spenntist víst allur upp og titraði auk þess sem ég fæ oft svitaköst," segir Páll. Minnisleysi og uppköst Hann jók lyfjaneysluna enn síð- ari hluta seinasta árs og kveðst hafa tafist mikið í námi vegna þessa alls, en þó náð þokkalegum prófum. Hvíldin í jólaleyfinu gerði honum gott, auk þess sem hann skipti um verkjalyf fyrir jól. Þau höfðu þó aukaverkanir á borð við magaverk og um jól og áramót kastaði hann upp mat og blóði, sem heimilislæknir hans segir stafa af langvarandi lyfjaneyslu. Auk þess er farið að bera á minnisleysi í nokkrum mæli og einkum er skammtímaminnið reikult. „Þetta versnar stöðugt eftir því sem lengra líður og ég er orðinn langeygur eftir aðgerð, enda hefur sú stund frestast stöðugt að ég get farið að vinna aftur. Ég er í sambúð og við eigum íbúð og barn, þannig að það er erfitt að lifa á 47 þúsund krónum frá lífeyris- sjóðnum og brýnt að geta byijað störf að nýju þótt erfíðisvinna sé útilokuð.“ Lítill sparnaður af bið Páll kveðst ekki skilja þann sparnað sem ríkisvaidið hafí af því að halda biðlistum á þessu sviði jafn löngum og raun ber vitni, enda hljóti að vera svipað ástatt um Ijölda annarra fórnalamba slysa. „Nú þigg ég bætur og legg ekkert af mörk- um til þjóðfélagsins í líki vinnu eða skatta, sem getur ekki verið til góðs, auk þess að líða kvalir sem hægt hefði verið að lina fyrir löngu ef biðlistarnir væru ekki styttir með svo mikilli hægð,“ segir Páll. „Flestir læknarnir eru allir af vilja gerðir, en fjárveit- ingavaldið setur þeim þröngar skorður." Versnar stöð- ugt eftir því sem lengra líður Krampi og minnisleysi eru viðbrögð við sársauka Kirkju breytt í leikskóla Vestmannaeyjar. Morgunblaðið. GAMLA Betelkirkjan við Faxastíg í Vestmannaeyjum hefur nú feng- ið nýtt hlutverk. Betel var í tæp 70 ár kirkja Hvítasunnusafnaðar- ins en á síðasta ári var vígð ný kirkja Hvítasunnusafnaðarins í gamla Samkomuhúsinu við Vest- mannabraut og var því engin starfsemi í gamla Betel. Sigurmundur Einarsson, einn af forystumönnum Hvítasunnu- safnaðarins í Eyjum, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að eftir að söfnuðurinn festi kaup á gamla Samkomuhúsinu hafi verið reynt að selja Betel en það hafi ekki gengið. Þá hafi verið athugað með ýmsa möguleika til nýtingar á húsinu og niðurstaðan hafi verið að fara í samningaviðræður við bæjaryfirvöld um að hefja rekstur leikskóla í húsnæðinu. Samningar tókust við Vestmannaeyjabæ og var þá hafist handa við að breyta húsnæðinu svo hægt væri að starfrækja þar leikskóla. Sigur- mundur sagði að leikskólinn væri rekinn sem sjálfseignarstofnun í eigu Hvítasunnusafnaðarins en án tengsla við söfnuðinn og væri reksturinn í fullu samráði við Vestmannacyjabæ. 45 vistunarpláss eru á leikskól- anum en nú eru þar um 30 börn þannig að cnn á eftir að fjölga þar auk þess sem möguleikar eru á stækkun leikskólans í framtíð- inni ef þörf og áhugi verður á. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.