Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 11 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson DAVÍÐ Jónsson hefur þýtt norskt forrit um fóðrun hrossa sem hann telur að geri kleift að halda niðri fóðurkostnaði og auðveldi að tryggja sem hagstæðasta fóðursamsetningu. Hrossafóðrun á tölvuforriti Fóðurkostn- aður lækkar Borgarnes Benjamín Markússon, Borgarbraut 31, hefur tekið við umboði Morgunblaðsins, sími 437 2031, símboði 845-4931. Sunnlendingar - Vestlendingar Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnir ný tækifæri til atvinnusköpunar Miðvikudaginn 10. janúar kl. 12 á Hótel Stykkishólmi og kl. 18 á Hótel Borgarnesi. Fimmtudaginn 11. janúar kl. 18 á Sveitarsetrinu, Blönduósi. Föstudaginn 12. janúar kl. 12 Veitingastaðnum Króknum Sauðárkróki. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. KOMIÐ er á markaðinn forrit sem inniheldur fóð- uráætlanir fyrir hross. Forritið er samið af tveim- ur Norðmönnum, dýralækni og fóðurfræðingi, sem báðir eru fristundahestamenn og starfa við land- búnaðarháskólann að Asi í Noregi. Davíð Jónsson búfjárfræðingur sem starfar við Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins þýddi og staðfærði forritið fyr- ir íslenskar aðstæður. Dávíð sagði að með hjálp forritsins mætti lækka fóðurkostnað og koma í veg fyrir of- eða vanfóðr- un. Eftir sem áður verða menn að hafa tilfinningu fyrir fóðrun því auðvitað gæti verið mismunandi hversu miklu hross brenndu. Best er að efnagreina það hey sem gefið er og færa niðurstöður inn á tölvuna en einnig eru fyrirliggjandi í forritinu upplýsingar um efnainnihald heys af mismunandi gæðum. Þá er tilgreint hlutverk hrossins, hvort það er reiðhestur í viðhalds- eða þjálfunarfóðrun, unghross í uppeldi, fylsuga eða stóðhestur í notk- un svo eitthvað sé nefnt. Koma þá fram upplýs- ingar um hvort fóðurefni, steinefni eða vítamín séu of eða van og þá hversu mikið í hveiju tilfelli. í forritinu eru ny'ög nákvæmar innihaldsupplýsing- ar um ýmiskonar fóðurbæti, steinefna- og bæti- efnablöndur og geta menn þreifað sig áfram með hjálp tölvunnar til að finna út hvaða aukafóður er hagkvæmast að nota og hæfir hrossinu best miðað við hlutverk. Tölvan gefur upp fóðurkostnað á dag á hvern hest miðað við gefið magn af heyi og ýmiskonar aukafóðri. Þannig geta hestamenn verið vel með- vitaðir um fóðurkostnaðinn allan veturinn. Þá gefur tölvan einnig upp vaxtaraukningu ungviðis út frá því fóðurmagni sem það innbyrðir. Kom í veg fyrir múkk Ingimar Sveinsson, kennari á Hvanneyri, notaði forritið við fóðrun á nemendahrossunum og segir Davíð það hafa gefið góða raun. Sem dæmi nefndi hann að múkk hefur verið landlægt á Hvanneyri í áratugi en með notkun forritsins hafi tekist að ná hagstæðri samsetningu fóðursins meðal annars með réttri steinefnagjöf. Of mikið prótein í fóðri er talið valda hættu á myndun múkks í framfótum. Forritið er 300 kilóbæt og hægt að nota það í öllum PC-tölvum og kostar 12.000 kr. fyrir utan virðisaukaskatt og fylgir íslenskur leiðbeining- arbæklingur með. Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson 65 fuglategundir sáust í talningu ÁRLEG fuglatalning á vegum Nátt- úrufræðistofnunar Islands var hald- in um síðustu helgi. Talið var nán- ast óslitið frá Stokkseyri til Akra- ness. Að þessu sinni sáust 65 fuglateg- undir og af þeim voru þrjár mjög sjaldséðar. Þá sást förufálki í Hval- firði og lyngstelkur í Selvogi en þess- ar tegundir hafa aðeins sést hér í kringum tíu sinnum áður. Einnig sást sefgoði í Höfnum á Reykjanesi. Nokkrir algengari flækingar sáust líka og meðal þeirra sáust glóbryst- ingur, tyrkjadúfa, silkitoppa og bles- hæna í Reykjavík. Óvenjumikið var af himbrimum að þessu sinni og nánast ekkert sást af snjótittlingum. Það hefur greinilega orðið mikil fækkun eða tilfærsla á snjótittling- um á suðvesturhorni landsins. - kjarni málsins! Toyota Landcruiser GX árg. '95, vínrauður/grár, sjálfsk., 33" dekk, álfelg- ur, ek. 36 þús. km. Verð kr. 4.600.000. BÍLATORG FUNAHÖFÐA I Ss S87-7777 Fl lAC. LtK.C.Il l KA Bll KHDASM A Toyota Corolla 1300 XL árg. ‘91, rauður. Fallegur blll, ek. 66 þús. km. Verð kr. 750.000. Mercedes Benz 190E árg. '91, silfur- grár, sjálfsk., sóllúga, álfelgur, ek. 98 þús. km. Verð kr. 2.100.000. Skipti, skuldabréf. Opel Omega 3.0 árg. '95, blásans., blll með öllum aukahlutum sem hægt er að fá. Sjón er sögu ríkari, ek. 16 þús. km. Verð kr. 3.950.000. BMW 525 TDS árg. ’92, rauöur, diesel, sjálfsk., álfelgur, ek. 96 þús. km. Verð kr. 2.700.000. MMC Galant 2000 GLSi 4WD árg. 92. hvítur, gullfallegur bíll, ek. 89 þús. km. Verð kr. 1.330.000. MIKIL SALA — ÚTVEGUM BÍLALÁN TIL ALLT AÐ S ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.