Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Norðurland eystra fyrsta umdæmið til að leggja niður búsetu fatlaðra á vistheimili
Síðustu íbúar
Sólborgar fl>ija
á sambýli í dag
SÍÐUSTU íbúarnir á vistheimilinu Sólborg
flytja á sambýli í dag, miðvikudag, og, er
Norðurland eystra þar með fyrsta umdæm-
ið þar sem búseta fatlaðra á vistheimili er
aflögð, en allir íbúar heimilisins hafa nú
flutt út á sambýli eða í íbúðir.
Bjarni Kristjánsson forstöðumaður
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Norð-
urlandi eystra segir um merkan áfanga að
ræða. „Við teljum að þarna sé verið að
gefa fólki tækifæri til að lifa við mun eðli-
legri aðstæður úti í samfélaginu. Reynsla
okkar er sú að það hefur jákvæð áhrif á
fólkið, það fær aðra sjálfsmynd og verður
betur sjálfbjarga,“ sagði Bjarni. Hann vís-
aði einnig til þess réttar sem kveðið er á um
í lögum þar sem segir að fatlaðir skulu búa
við skilyrði sem eru sem líkust því sem
hinn almenni borgari kýs sér til handa.
„Við erum að reyna að framfylgja þessum
ákvæðum laganna auk þess að mæta óskum
fólksins sjálfs."
Bjarni sagði að hvergi annars staðar
væri verið að vinna markvisst að því að
leggja niður búsetu fatlaðra inni á stofnun-
um nema á Kópavogshælinu. „Við höfum
haft á að skipa fólki sem hefur áhuga á
að vinna að þessu markmiði. Stefnumótun
stjórnvalda er ekki öflugri en svo að það
er háð viðhorfum starfsmanna á hveijum
stað og tíma hvaða leiðir eru farnar.“
Dagdeild verður enn um sinn starfrækt
á Sólborg, en framkvæmdir við byggingu
hæfingarstöðvar sem leysa mun haiía af
hólmi eru þegar hafnar og sagði Bjarni að
áætlað væri að þeim lyki 1. nóvember
næstkomandi.
15 sambýli
Á Norðurlandi eystra era nú 15 sam-
býli, 13 á Akureyri og 2 á Húsavík. Á þess-
um sambýlum er 71 íbúi en auk þess þjón-
ustar svæðisskrifstofan einstaklinga í 8
íbúðum sem eru 13 talsins, þannig að alls
er um að ræða 84 einstaklinga í 22 sambýl-
um eða íbúðum.
Morgunblaðið/Kristján
ÁRNl Halldórsson, Andri Harðarson, Ómar A. Bjarnason og Jón Þ. Arason
flylja síðastir í dag. Með þeim eru Petrea Krisljánsdóttir og Guðrún Trampe.
STARFSFÖLK Sólborgar, Kristján Grant sendibílstjóri, Sólveig Alfreðsdóttir,
Þorbjörg Guðmundsdóttir og Halla Birgisdóttir önnum kafin við flutninga.
Morgunblaðið/Kristján
Vel sóttir Sinfóníutónleikar
ANDI rómantíska tímabilsins
sveif yfir vötnum á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands sem haldnir voru í Akur-
eyrarkirkju á sunnudag en þeir
voru vel sóttir. Þrjú verk voru
á efnisskránni, 9. sinfónía Dvor-
aks „Úr nýja heiminum", selló-
konsert Schumanns og Elegia -
Harmljóð eftir Szymon Kuran.
Einleikari í konsertinum var
Gunnar Kvaran, en Guðmundur
Óli Gunnarsson stjórnaði hljóm-
sveitinni.
Árleg jólatalning fugla á Akureyri
Óvenjufáir fuglar sá-
ust eftir frostakaflann
ÓVENJUFÁIR fuglar sáust í ár-
legri jólatalningu fugla á Akureyri
en hún fór fram sunnudaginn 7.
janúar í 44. sinn. Akureyringar
töldu fugla á svæði frá Skjaldarvík
og suður fyrir Akureyrarflugvöll
auk þess sem nýju svæði á ofan-
verðri brekkunni var bætt við.
Alls sáust 2.017 fuglar og segir
Jón Magnússon, umsjónarmaður
talningarinnar, það með allra
minnsta móti, en algengt sé að um
4.000 til 6.000 fuglar séu taldir
árlega. Nefndi hann að æðarfulgar
hafa aldrei verið eins fáliðaðir og
nú frá því hann hóf fuglatalningar
fyrir um 10 árum. Hið sama mætti
segja um svartbak og hettumáf,
en hann hefur ekki vantað í taln-
ingu síðustu ára. Iðulega hafi verið
um 200-400 fuglar, en sáust ekki
nú.
Tegundirnar sem sáust voru 20
auk ógreindra máfa sem er svipað
og á síðustu árum.
Óvenjumargir hrafnar
Jón telur eðlilegt að fuglar séu
fáir inni í Eyjafirði eftir frosthörk-
urnar undanfarna daga. Líklegt sé
að ýmsir fuglar hafi fært sig nær
úthafinu þar sem sjór er trúlega
hlýrri eða eitthvað suður á bóginn.
Nefndi Jón að nú, annað árið í
röð, hafi duggendur haldið sig út
undir Krossanesi yfir vetrarmánuð-
ina. Einnig kom fram við talninguna
að óvenju mikið er af hröfnum á
Akureyri um þessar mundir. Jón
segir krumma leita nær mönnunum
þegar kalt er eins og verið hafi um
jólin, þegar lítið sé um að vera í
náttúrunni er auðveldara að næla
sér í bita sem falla af borðum
manna.
Tölurnar segja ekki
til um stofnstærð
Alls voru taldar 550 stokkendur,
19 hávellur, 546 æðarfuglar, 5 gul-
endur, 1 toppönd, 2 dílaskarfar, 1
fálki, 83 silfurmáfar, 27 svartbak-
ar, 9 hvítmáfar, 58 bjartmáfar, 3
ritur, 1 teista, 105 hrafnar, 11
skógarþrestir, 27 auðnutittlingar,
339 snjótittlingar, 211 ógreindir
máfar, 3 dúfur, 3 duggendur og
13 grágæsir, þar af 10 hvítar. Töl-
umar segja, að sögn Jóns, ekkert
um stofnstærð fuglanna.
Deilt um eftirlit á Flæmingjagrimni
Snorri Snorrason
bíður frekari skýr-
inga frá ráðherra
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hef-
ur boðað að hann ætli að skrifa eða
hafa samband við okkur og við bíð-
um auðvitað eftir því,“ segir Snorri
Snorrason, sem gerir út Dalborgina
á Elæmingjagrunni. Hann segir að
þangað til verði eftirlitsmönnum
Fiskistofu ekki hleypt um borð.
„Málið snýst um framtíðina og
hvað hún felur í sér,“ segir hann.
„Það er forvitnilegt að forstöðu-
manni veiðieftirlitsins og sjávarút-
vegsráðherra ber ekki saman um það
hvort Fiskistofa eða útgerðirnar eigi
að bera kostnað af fæði eftirlits-
mannanna.
Kanadamenn
áttu að borga
Þorsteinn fer háðulegum orðum
um það að þetta sé ekki mikill kost.n-
aður. Hann væri kannski reiðubúinn
að taka að sér að sjá einum manni
fyrir fæði og húsnæði á ársgrund-
velli og borga honum svo 10 þúsund
krónur á dag innan skamms fyrir
að gera ekki neitt. Mér sýnist liggja
aiveg beint við að við verðum látnir
borga kostnað við þetta eftirlit í
framtíðinni.“
Snorri segir að það sé misskilning-
ur að íslendingar þurfi að fara að
þessari alþjóðasamþykkt: „Þetta var
samþykkt á þeirri forsendu að
Kanada ætlaði að borga kostnaðinn.
Sú forsenda brast og þá hlýtur sam-
komulagið að vera út í bláinn."
Samningar til
af mannavöldum
Hann bætir því við að alþjóðlegir
samningar verði ekki til af náttúru-
hamförum heldur séu þeir af manna-
völdum. „Það er sjávarútvegsráðu-
neytið sem gerir þessa samninga og
það hlýtur að vera hægt að ætlast
til að þeir viti hvað þeir skrifa und-
ir,“ segir hann.
„Þorsteinn hefur sagt að það séu
ekki Fiskistofa og Sjávarútvegs-
ráðuneytið sem gefi út þessa reglu-
gerð. Það er þá skrýtið ef ráðuneyt-
ið hefur ekkert með þá reglugerð
að gera sem það sendir út.“
Hlutavelta
lUUIgUIIUWUIU/ IVI lðtja.11
VINKONURNAR Ásrún Ýr
Rúnarsdóttir og Hildur Hauks-
dóttir efndu til hlutaveltu fyrir
skömmu og söfnuðu tæplega
8.000 krónum sem þær afhentu
Hjálparstofnun kirkjunnar í
söfnunina Brauð handa
hungruðum heimi.