Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 14

Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Þrettándagleðin í Vogum vel sótt Vogum - Mikill fjöldi fólks tók þátt í þrett- ándagleði sem haldin var í Vogum á laugar- daginn. Gengið var frá Glaðheimum niður á Stóru-Vogatún þar sem haldin var álfa- brenna. í fararbroddi í göngunni voru álfa- kóngur og álfadrottn- ing og suifgu göngu- menn álfasöngva við harmoníkuundirleik. Flugeldasýning, sem fyrirtæki í hreppnum kostuðu ásamt bönkum og sparisjóði, lýsti upp himininn og umhverfíð tók undir sprengjugnýinn með bergmáli. Að lokum var safnast saman í Glað- heimum og stiginn dans. Þar voru svo valdir búningar kvöldsins og M. Guðmundsson og -drottning gengu í far- arbroddi að álfabrennunni. hlutu 10 búningar verðiaun að þessu sinni. Greinilegt er að margir leggja mikinn metnað í búninga- gerðina og er algengt að sama fólk- ið fái verðlaun ár eftir ár. Morgunblaðið/Eyjólfur ÁLFAKÓNGUR Júdómaður fremstur hjá Ungmenna- félagi Selfoss BJARNI Skúlason, 17 árajúdómað- ur, var valinn afreksmaður Ung- mennafélags Selfoss fyrir árið 1995. Útnefning þessi fór fram 30. desember á árlegri verðlaunahátíð félagsins, þar sem deildir þess veita viðurkenningar fremstu afreks- mönnum sínum og einnig þeim sem skara framúr í yngri flokkum. Bjarni Skúlason, sem er 17 ára, hefur náð góðum árangri á mótum á síðastliðnu ári, varð meðal annars íslandsmeistari í sínum aldursflokki þriðja árið í röð og varð framarlega í karlaflokki. Bjarni hlaut til varð- veislu bæjarstjórnarbikarinn sem fylgir þessu sæmdarheiti félagsins og afhentur er árlega. Á verðlaunahátíðinni var kynntur nýr utanyfirbúningur félagsins sem er vínrauður, svartur og hvítur. Morgunblaðið/Sig. Jóns. BJARNI Skúlason. afreksmað- ur Ungmennafélags Selfoss. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Söfnuðu fyrir Flateyringa KRAKKARNIR í 8. bekk HLG í Sólvallaskóla sýndu hug sinn í verki er þau héldu kökubasar nokkru fyrir síðustu jól og söfn- uðu 15.000 krónum sem þeir gáfu til styrktar Flateyringum. Á myndinni er hinn hressilegi hóp- ur nemenda. Sími: 533-4040 -Fax: 588-8366 Opið mánd. - föstud. kl. 9 - IS.og laugard. kl. 11 -14. sunnudaga kl. 12 -14. Dan V.S. Wiium hdl. lögg. fasteignasali - Ólufpr Ouðmund*M)n, sftlusijóri Birgiríieorgswn sölum., Hör&ur Harftarson. Miluin. Erlendur Dav|öf.Mm -fcölum. KASTEKi.MASAI.A - Árinúla 21 - ke.' kjiivík - Iraust uu oruug |>iónusta Iðnaðarhúsnæði í Reykjanesbæ Til sölu er fasteignin Fitjabraut 3, Reykjanesbae. Um er að ræða 727 fm stálgrindarhús, byggt árið 1978. Mikil lofthæð er í húsinu og hefur húsið verið m.a. notað til bátasmíða. Stærð lóðar er 12.000 fm. Fasteignamat eignarinnar er samtals kr. 19.558.000. “ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FJöLDI barna í ýmiskonar búningum var á grímuballinu. Fjöldi bama á grímu- balli Eyverja í Eyjum Vestmannaeyjum - Eyveijar, Fé- lag ungra sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum, stóð að vanda fyrir grímuballi fyrir böm á þrettándan- um en grímuball Eyvetja hefur ver- ið fastur liður á þrettándanum í Eyjum í áratugi. Að vanda var mik- ill fjöldi barna á grímuballinu og búningar mjög fjölbreyttir. Börnin mættu í ýmiskonar bún- ingum á grímuballið og mátti sjá sum búin sem persónur úr ævintýr- um en hugmyndir annarra búninga voru sóttar í ýmsar áttir. Þrenn verðlaun vom veitt en farandbikar ásamt áletruðum skildi til eignar fær handhafi grímubúnings ársins. í þriðja sæti voru tvö börn í gervi hests með knapa, í öðru sæti voru tvö grasker og í fyrsta sæti og þar með grímubúningur ársins var fiðr- ildi. Að grímuballinu loknu fengu síð- an allir þátttakendur sælgætispoka að launum fyrir þátttökuna í ball- inu. FIÐRILDIÐ sem lenti í fyrsta sæti og var því valið grímu- búningur ársins. Þrettándabrenna o g fhigeldasýning Selfossi - Selfossbúar og nágrannar fjölmenntu á þrettándagleði á Sel- fossi sem hófst með blysför frá Tryggvaskála og endaði með álfa- brennu og flugeldasýningu á íþrótta- vellinum. Jólasveinar gengu með kyndla í göngunni og álfar dönsuðu með. Á íþróttavellinum fylgdist fólk með glæsilegri flugeldasýningu og jóla- sveinarnir kvöddu börn og viðstadda með viðeigandi gleðilátum. Eftir dagskrána á íþróttavellinum voru jólin dönsuð út, bömin gerðu það í félagsmiðstöðinni, unglingamir á unglingadansleik í kjallara KÁ og þeir elstu í skemmtistaðnum Inghóli. Þessi hátíðarhöld fóru að venju vel fram og voru óhappalaus. , Morgunoiaoio/öig. Jon». JOLIN kvödd á íþróttavellinum á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.