Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR: EVRÓPA
Reuter
Dini vill berjast gegn
atvinnuleysi
ERLENT
Oveðrinu slotar
í Bandaríkjunum
Djúp lægð á hafi úti olli hríðarveðrinu
New York. Reuter.
LAMBERTO Dini (t.v.), for-
sætisráðherra Ítalíu, og
Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, koma til fundarstað-
ar síns I Róm á mánudag.
Þeir ræddu þar um áform ítal-
íu á formennskutímabili sínu
í ráðherraráði ESB.
Fini sagði á blaðamanna-
fundi að atvinnuleysi og hætt-
an á að Evrópa yrði „tveggja
hraða“ yrðu meðal þeirra
vandamála, sem ítalska
stjórnin myndi takast á við á
meðan hún væri í forystu
ESB. Bæði vandamálin tengj-
ast áformuðu myntbandalagi;
Dini sagði að ein forsenda
þess að myntbandalagið gæti
JOSEF Zielenic, utanríkisráðherra
Tékklands, segist vona að ríkis-
stjórn hans geti hafið formlegar
aðildarviðræður við Evrópusam-
bandið um leið og Kýpur og Maita,
þ.e. hálfu ári eftir að ríkjaráðstefnu
sambandsins lýkur. Tékkland mun
sækja formlega um aðild að ESB
síðar í mánuðinum.
Tékkland uppfýllir nú þegar
flest skilyrði Maastricht-sáttmál-
ans fyrir aðild að Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu (EMU) og
vona tékknesk stjórnvöld að til
aðildar landsins að ESB geti kom-
ið fyrir aldamót.
„Það væri gaman að halda upp
á aldamótin sem nýtt aðildarríki,"
sagði Zielenic á blaðamannafundi
í Helsinki, þar sem hann er í opin-
berri heimsókn. „Frammistaða
okkar í efnahagsmálum er góð og
THEO Waigel, fjármálaráðherra
Þýskalands, sagði á þriðjudag að
svo virtist sem Þjóðveijar hefðu
ekki staðist skilyrði Maastricht-
sáttmálans um opinberar skuldir á
árinu 1995. Samkvæmt sáttmálan-
um mega heildarskuldir hins opin-
bera ekki vera meiri en 60% af
vergri landsframleiðslu ef ríki ætlar
að taka þátt í peningalegum sam-
runa Evrópuríkja.
Waigel sagði horfur hins vegar
mun betri fyrir árið 1996. í fyrra
orðið að veruleika væri að
minnka atvinnuleysið, en
kostnaður vegna atvinnu-
lausra eykur mjög á fjárlaga-
halla Evrópuríkja. Hann
sagði jafnframt að næstu tvö
ár yrði að nota til að leysa
þann vanda, sem skapaðist
með því að sum Evrópuríki
tækju upp Evrópumyntina og
önnur ekki.
Santer gaf í skyn á fundin-
um að hann kysi að Dini sæti
áfram í embætti forsætisráð-
herra, en framtíð hans í því
starfi skýrist væntanlega í
vikunni. Forsetinn sagðist þó
ekki hafa neinar efasemdir
um að Ítalía myndi standa sig
í formennskunni.
raunar uppfyllum við flestar kröfur
Maastricht nú þegar.“
Aðildarumsókn í mánuðinum
Vaclav Klaus, forsætisráðherra
Tékklands, mun afhenda ítölskum
stjórnvöldum aðildarumsókn Tékk-
lands er hann kemur í opinbera
heimsókn til Rómar síðar í mánuð-
inum. Leiðtogar ESB hétu því á
fundi sínum í Maastricht í desem-
ber að hefja viðræður við þau
Austur-Evrópuríki, sem væru
nægilega langt á veg komin í
umbótum sínum, um leið og við
Kýpur og Möltu.
Zielenic sagði að innri vandamál
Tékklands væru ekki eina hindrun-
in í vegi aðildar. „Við erum aðeins
hluti vandamálsins. Hinn er ESB
sjálft ... geta þess til að bæta við
aðildarríkjum," sagði hann.
hefði sambandsstjórnin verið innan
settra marka en mikil skuldsetning
ríkisstjórna sambandslanda og
sveitarfélaga hefði sprengt ramm-
ann auk þess sem hagvöxtur hefði
ekki verið í takt við það sem vonir
stóðu til. „Við vorum líklega þremur
prósentum yfir mörkin á árinu
1995,“ sagði Waigel.
Þýski fjármálaráðherrann sagði
ljóst að opinberir aðilar yrðu að
leggja enn harðar að sér hvað
spamað og niðurskurð varðar.
VEÐURFRÆÐINGAR bandarísku
veðurþjónustunnar sögðu í gær, að
óveðrið í norðausturríkjum Banda-
ríkjanna væri meira og minna um
garð gengið þar sem lægðin sem því
olli hefði farið út á Norður-Atlants-
haf á mánudagskvöld. A.m.k. 41
dauðsfall hefur verið rakið til veðurs-
ins. Vegna fannfergis voru skólar
og opinberar stofnanir einnig lokað-
ar víðast hvar í gær.
Illviðrið hófst á laugardagskvöid
og stóð í tvo sólarhringa. Það geng-
ur nú undir nafninu Bylurinn ’96
og er sagt eitt þriggja verstu hríðar-
veðra sem gengið hefur yfir New
York-borg.
Skólar voru enn lokaður í gær í
borgum á borð við New York, Fíla-
delfíu og Boston. Sömuleiðis frestaði
alríkisstjórnin því um einn dag til
viðbótar að opna stofnanir sem til
stóð að öpna á mánudag eftir margra
vikna deilu á þingi um fjárlög.
Samgöngur röskuðust stórlega
vegna veðursins og enn í gær var
óljóst hvort þá tækist að opna
stærstu alþjóðaflugvelli á svæðinu
frá Karolínuríkjum til Boston.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti
gagnrýndi harkalega helstu ráða-
menn varnar- og öryggismála á
fundi í Kreml í gær. Fundurinn var
haldinn er fregnir bárust af því að
hópur Tsjetsjena hefði tekið um
2.000 óbreytta borgara í gíslingu í
borginni Kísljar í Dagestan, austan
við Tsjetsjníju. Sagði forsetinn
landamæraverði hafa sofið á verðin-
um. Menn virtust ekkert hafa lært
af atburðunum í borginni Búd-
ennovsk í fyrra er annar uppreisn-
arhópur Tsjetsjena tók álíka marga
gísla með þeim afleiðingum að um
100 manns, aðallega óbreyttir borg-
arar, féllu.
„Hershöfðingjar, hvernig er hægt
að skilja ykkur?“ spurði forsetinn.
„Eruð þið að leika ykkur? Hvað haf-
ið þið verið að gera, af hveiju ein-
beittuð þið ykkur ekki að því að
reisa varnargirðingar, efla herliðið
og stöðva uppreisnarseggina?
Nokkur þúsund hermenn voru á
leiðinni sem uppreisnarmenn fóru
um en samt komust þeir í gegn.
Skilaboð bárust frá hverri varðstöð
en síðan lognaðist allt út af og ekk-
ert var gert í málinu.“
Fréttastofan Itar-Tass gaf í skyn
að hernum hefðu borist upplýsingar
þess efnis 23. desember að árás á
Kísljar væri í vændum. Lengi hafa
verið á kreiki sögusagnir um að
harðlínumenn í Moskvu vildu helst
að Tsjetsjenar gerðu árás utan
landamæra héraðsins; þá væri komin
átylla til að beita hernum af öllu
afli gegn uppreisnarliðinu.
Vopnahlé ekki virt
Samningar tókust milli Rússa og
Tsjetsjena um vopnahlé í júlí sl. eft-
ir hálfs árs styijöld, skömmu eftir
að einn af. uppreisnarforingjum
Tsjetsjena hafði tekið mörg hundruð
manns í gíslingu í Búdennovsk í
Suður-Rússlandi.
Öryggis-, og samvinnustofnun
Evrópu, ÖSE, hefur haft menn í
Kákasus til að reyna að fylgjast með
því að vopnahlésskilmálar séu haldn-
ir. Dzhokar Dúdajev, fyriverandi
forseti uppreisnarhéraðsins, var and-
vígur samningnum og hvarf til fjalla
í suðurhlutanum þar sem hann og
Haraldur Eiríksson veðurfræðing-
ur á Veðurstofu íslands sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að djúp og
dýpkandi lægð hefði valdið hríð-
arveðrinu í Bandaríkjunum. „Lægðin
var allan tímann út á hafi og færðist
í austnorðaustur meðfram strönd-
inni. Samskil hennar lágu inn á land-
ið og það er úr þeim sem snjóar.
Hlýja loftið frá lægðinni náði aldrei
inn á landið heldur veldur ijarlægð
lægðarinnar þar norðaustan og norð-
anáttum sem feykja köldu megin-
íandslofti inn yfir óveðurssvæðfn.
Það útskýrir þann mikla kulda sem
veðrinu fylgir og skafrenning sem
víða jók á erfiðleika af völdum snjó-
komunnar," sagði Haraldur.
Að sögn Haraldar var lægðin í
gær suður af Nýfundnalandi og með
stefnu á írland. Var hún þá orðin
öflugri en um helgina og hafði dýpk-
að í 960 millibör.
„Svona veður er ekki óþekkt eða
óvenjulegt í Bandaríkjunum en fann-
fergið er greinilega gríðarlegt og
sennilega í meira lagi,“ sagði Har-
a'.dur Eiríksson.
fleiri uppreisnarmenn eiga sér örugg
vígi. Tengdasonur hans fer nú fyrir
liði Tsjetsjena í Kísljar.
Gert var ráð fyrir því samningnum
að uppreisnarmenn afvopnuðust og
Rússar hyrfu smám saman með lið
sitt á brott. Á hinn bóginn var aðal-
vandinn, sjálfstæðiskröfur Tsjetsj-
ena, óleystur og ekki bætti úr skák
að Tsjetsjenar voru sjálfum sér sund-
urþykkir. Haldið var áfram skæru-
liðaárásum víða í héraðinu á búðir
Rússa er svöruðu með gagnárásum.
Einnig hefur verið reynt að myrða
rússneska herforingja og háttsetta
embættismenn Jeltsíns með
sprengjutilræðum.
Stjórn Jeltsíns jók enn á reiði sjálf-
stæðissinna með því að láta kjósa í
héraðinu 17. desember eins og ann-
ars staðar í Rússlandi. Helsti leið-
togi Tsjetsjena á vígvellinum, Aslan
Maskhadov, gafst nú upp á að semja
Friðar-
samkomu-
lag í hættu
Brussel, Sarajevo. Reuter.
GERI Bosníu-Serbar alvöru úr
hótunum sínum um að allt að
100.000 manns hverfi frá
Sarajevo, stofnar það friðarsam-
komulaginu í Bosníu í voða og
kann að ríða því að fullu, að mati
Carls Bildt, aðalfulltrúa Samein-
uðu þjóðanna í Bosníu.
„Stærstur hluti fólks... vill
vera um kyrrt en þorir ekki og
býr sig nú undir að yfirgefa borg-
ina,“ sagði Bildt.
Momcilo Krajisnik, forseti þings
Bosníu-Serba, hefur óskað eftir
því að ákvörðun verði tekin í síð-
asta lagi á morgun um hvort því
verði frestað fram til 15. septem-
ber að færa yfirráð í þeim hlutum
Sarajevo sem Bosníu-Serbar hafa
ráðið yfir á hendur múslima.
Bildt sagði það vilja SÞ að
Sarajevo væri borg þar sem allar
þjóðirnar gætu búið saman í sátt.
Teldi fólk það ómögulegt, hlyti
það að vekja upp spurningar um
hvort landið sjálft ætti framtíð
fyrir sér.
við Rússa. Hann stóð fyrir því að
hópur uppreisnarmanna tók borgina
Gudermes og hélt henni um hríð
fyrir jól þótt rússneskt herlið gerði
harða hríð að henni.
32 þjóðerni í Kísljar
Dagestan er eitt margra rúss-
neskra sjálfsstjórnarlýðvelda við
rætur Kákasusíjalla. Það er austan
við Tsjetsjníju og þar býr fjöldi
Tsjetsjena, höfuðstaður Dagestan er
Makatsjkhala. Kísljar er í um 100
kílómetra íjarlægð frá Grosní, höf-
uðstað Tsjetsjena og um hana liggur
járnbraut frá Tsjetsjníju til borgar-
innar Astrakan við Kaspíahaf. Nær
2.000 kílómetrar eru til Moskvu frá
Kísljar.
Kísljar er allajafna sögð heldur
róleg borg en þar búa um 40.000
manns og töldust vera af alls 32
þjóðernum árið 1992.
Tékkar vilja aðild
fyrir aldamótin
Helsinki. Reuter.
Þýskaland uppfyllti
ekki skilyrðin árið 1995
Wildbad Kreuth. Reuter.
Gíslatakan í Dagestan ný martröð fyrir rússnesku stjórnina
Jeltsín ræðst harkalega
á ráðamenn öryggismála
Moskvu. Reuter.
TSJETSJENAR TAKA GÍSLA
Uppreisnarhópur úr röðum Tsjetsjena, er nefnist Úlfurinn eini, tók aö
minnsta kosti 1.000 gísla á sjúkrahúsi og fæöingadeild í borginni
Kisljar í grannhéraöinu Dagestan i gær. Tsjetsjenarnir hótuöu aö
skjóta gislana ef Rússar hyrfu ekki á brott meö her sinn frá Tsjetsjníju.
JUN11995: Búdennovsk
Yfir hundrað manns féllu og stjórnvöld
í Moskvu voru auðmýkt þegar tsjetsjenskir
uppreisnarmenn héldu mörg hundruð
manns í gtslingu á sjúkrahúsi í
Búdennovsk I suðurhluta
Rússlands
JANÚAR 1996: Kísljar
Um 600 uppreisnarmenn tóku þátt I árásinni
i gær, fimm óbreyttir borgararog tveir
lögreglumenn munu hafa fallið.
Talsmaður innanríkisráðuneytis
sjálfstjórnarhéraðsins sagði að
Tsjetsjenarnir hefðu einnig
ráðist á herflugvöll og
grandað þar tveim þyrlum
. „ Stjómvöld í Kreml sendu her-
jll liö til Tsjetsjníju í desember
1994 og var markmiöiö
aö brjóta á bak aftur
sjálfstæðiskröfur
héraösins