Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 21 Orkusteinar MYNPLIST Ráð h ú s Rcykjavíkur HÖGGMYNDIR Orn Þorsteinsson. Opið kl.8-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar til 21. janúar. Aðgangur ókeypis. hefur unnið á síðustu tveimur árum, sem verður að telja dijúg afköst þegar fengist er við jafn harðan efnivið. Þessar smáu myndir eru mótað- ar með ýmsum hætti. í sumum tilvikum er aðeins höggvið lítillega af útlínum steinsins, og þannig leidd fram fáguð ímynd með óvæntum hætti, líkt og á sér stað HÖGGMYNDALISTIN hefur hin síðari ár fyrst og fremst verið hugtak heildar- sviðs myndgerðar í lengd, breidd og dýpt þar sem fjöl- breytileg efni og vinnubrögð koma við sögu. Þeir eru orðn- ir tiltölulega fáir myndhöggv- ararnir sem vinna í anda þess sem orðið gefur til kynna; við að höggva myndir af listfengi úr steini. Slíkir eru þó enn til, og sýningar þeirra jafnan áhugaverðar að sækja. Örn Þorsteinsson hefur í gegnum tíðina verið dijúgur við til- raunir á sviði höggmynda- gerðar úr málmum, tré og með ýmsum öðrum efnum. A sýningunni hér er líkt og hann sé kominn aftur að upp- hafinu, steininum - hnullung- um úr grásteini, graníti og marmara, og út úr þeim laðar hann forvitnileg form og kynjaverur. Listamaðurinn hefur gefið sýningunni yfirskrift í form- úlu: „Orka + steinn = Mynd“, sem er í raun réttri öðru fremur lýsing á vinnuferli mynd- höggvarans. Örn sýnir hér tæp- lega fimmtíu myndir sem hafm ÖRN Þorsteinsson: Frá steinöld. 1995. í verkunum „Á varðbergi" (nr. 34)' og „Buldi við brestur“ (nr. 43). í öðrum er meira tekið af og áferð mótuð með mismunandi hætti, þar til mjúk formin koma í ljós, eins og í verkunum „Frá steinöld" (nr. 19) og „Harmfeija“ (nr. 38). Stundum kemur myndin líkt og hálf-unnin út úr steininum (t.d. „Miidin mest“, nr. 6), og í enn öðrum verða ýkjukennd form til að veita verkunum enn frekari styrk (t.d. „Andlit rekamannsins", nr. 3). Viðfangsefni Arnar má helst túlka sem verur huldu- heima, sem búa í berginu í sátt við umhverfi sitt. Hér er engin neyð eða þjáning að bijótast út; formin eru mjúk og friðsæl, til vitnis um það jafnvægi sem fylgir efn- inu þar sem órkan býr í inn- taki steinsins, sem listamað- urinn hefur verið að laða fram með handverki sínu. Sýningin fyllir báða neðstu sali Ráðhússins, og nýtur sín vel í einfaldri upp- setningu,. þó þétt sé skipað. Verkin eru flest sett: á undir- stöðu með teinum, þannig að þau standa upp af grunn- inum; þessi léttleiki á sinn þátt í hversu vel mýkt þeirra kemst til skila. Nokkuð óvænt reynist lýsing með ágætum fyrir listina, þó hús- næðið sé varla hannað með hana í huga; þannig er ljóst að staðurinn getúr verið góð- ur til sýningarhalds, sé rétt á haldið. Er rétt-að hvetja listunn- endur til að líta við í Ráð- húsi Reykjavíkur á sýningartím- anum. Eiríkur Þorláksson VILT ÞU LOSNA VIÐ AUKAKILO? I boði er meðal annars: Fitubrennsla, vaxtarmótun, magi, rass og læri, þrekhringur, kínversk slökunarleikfimi o.fl. aS*5 ð \éttr» Lokað 8 vikna fitubrennslunámskeið í aðhaldi og megrun hefst 15. janúar. Lokað unglinganámskeið í þolfimi fyrir 12-16 ára hefst 17. janúar. — staður með markmið — Smiðjuvegi 1, sími 554-2323. Tómstundaskólinn * fyfoiJf a.e% L*£k t\í* sSarfi * Timstunda skólinn Tungumálanám á vorönn 1996 Enska / Italska Paolo Turchi Paolo Danska Magdalena Ólafsdóttir Magdalena Sænska Adolf H. Petersen Finnska Tuomas Jarvela Tuomas / Islenska fyrir útlendinga Rússneska Áslaug Agnarsdóttir Áslaug Kjúiverska Guan Dong Qing Qing Sími: 5SS 72 22 Elisabeth Saguar Elisabeth Peter Magnús Ingunn Robert Reiner Jacques Inga Karlsdóttir Inga Spænska Cheryl Hill Stefánsson Peter Chadwick Robert S. Robertson Cheryl Þýska Ann Sigurjónsson Ingunn Garðarsdóttir Jacques Melot Ann Bernd Hammerschmidt Magnús Sigurðsson Reiner Santuar Jranska Bernd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.