Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
íslenski markaðurinn -
frjóangi í grýttum jarðvegi
íslenski markaðurinn
Heildarsala hljómplatna á íslandi
árið 1994 var 492.390 eintök og
heildsöluverðmæti 437.672.000
krónur. Af þeim sökum lætur nærri
að heildarvelta í smásölu án virðis-
auka sé um 640 milljónir króna.
Tvennt vekur sérstaka athygli þeg:
ar þessar töiur eru skoðaðar. I
fyrsta lagi var engin verðmæta-
auknig milli áranna ’93 og ’94 á
sama tíma og hún var t.d. um 20%
að meðaltali á hinum Norðurlöndun-
um. í öðru lagi var neysla skv.
höfðatölu talsvert lægri hér á landi
en á Norðurlöndunum, eða 1,8 ein-
tök á mann samanborið við 3 eintök
hjá öðrum Norðurlandabúum. Út-
reikningur byggður á höfðatölu hef-
ur þó lengi vel dugað til að sýna
yfirburði Islendinga í neyslu varn-
ings.
Það er Ijóst að jafnvel þó að ein-
hver aukning verði á sölu hljóm-
platna hér á Iandi, t.d. þannig að
neyslan verði í samræmi við hin
Norðurlöndin, breytir það samt ekki
þeirri staðreynd að ísland er og verð-
ur „dvergmarkaður". Smæðin kem-
ur átakanlega glöggt fram með sam-
anburði á sölu við „Debut“, fyrstu
plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, sem
selst hefur í um 3 milljónum eintaka
í heiminum eða sem nemur sexfaldri
árlegri heildarveltu íslenska hljóm-
plötumarkaðarins.
Útgefendur geta náð þokkalegri
framlegð með sölu erlendra hljóm-
platna, en íslensk hljómplötuútgáfa
getur ekki skilað neinni framlegð
nema takist að afla markaða á er-
lendum vettvangi fyrir íslenska tón-
Tónlistaríðnaðurínn,
segir Steinar Berg
Isleifsson í annarrí
grein sinni, skapar _>
750-1000 ársverk
þegar allt er talið.
list. Til að útskýra þessa fullyrðingu
má taka einfalt dæmi.
Heildarsala íslenskra hljómplatna
árið 1994 var u.þ.b 210.000 eintök,
en þar af er áætluð sala áðurútgef-
ins efnis og safnplatna (að mestu
með erlendu efni) 70.000 eintök,
sala nýrra útgáfna er því á ári hveiju
u.þ.b. 140.000 eintök:
Heildarútgáfa nýrra hljómplatna
er rekin með rúmlega 50 milljóna
króna árlegum halla og þá er ekki
tekið tillit til þóknunar útgefanda
og flytjenda sem báðir eiga sinn hlut
undir því að útgáfan nái að skila
framlegð. Meirihluti þessa halla er
borinn af einstaklingum sem standa
að útgáfu eigin efnis.
Þrátt fyrir að útkoma á sölu ís-
lenskra hljómplatna skili ekki betri
útkomu en raun ber vitni, verður
að hafa það í huga að tónlistariðnað-
urinn byggist á mörgum fleiri þátt-
um en sölu nýrra íslenskra hljóm-
platna. Þeir þættir standa undir þeim
halla sem er á íslensku útgáfunni.
Það er einnig vert að gefa því
gaum að tónlistariðnaðurinn skapar
beint og óbeint milli 750 til 1000
ársverk þegar allt er talið til, þ.e.
starfsmenn við útgáfu-
fyrirækin, starfsmenn í
hljómplötuverslunum,
höfundar, hljóðfæra-
leikarar, söngvarar,
upptökumenn og aðrir
tæknimenn, hönnuðir
og ýmsir aðrir. Þannig
er tónlistariðnaðurinn
nú þegar mikilvæg at-
vinnugrein þó honum
hafi ekki verið markað-
ur sérstakur bás í at-
vinnulífi þjóðarinnar.
Ef það tækist að
stækka íslenska hljóm-
plötumarkaðinn með
því að selja erlendis
fyrir sömu verðmæti
og nú eru að skila sér á heimamark-
aðinum, eða um 440 milljónir,
myndu um 25-30% þeirra verð-
mæta, eða 110-130 milljónir kr.,
skila sér í útflutningstekjur árlega.
Þegar tekið er tillit til umfangs
heimsmarkaðarins er þetta ákaf-
lega hóflegt markmið. Náist þetta
markmið skapast jafnframt aðrir
möguleikar en á sviði hljómplötu-
sölu, eins og síðar verður komið að.
Einnig yrði varanlegum stoðum
skotið undir útflutning á íslenskri
tónlist, en slíkt er forsenda þess að
margfeldisáhrifa myndi gæta á hið
upphaflega markmið. Eins og dæm-
ið með Björk sýnir er það alls ekki
fjariægur möguleiki.
Til þess að byijunarskref verði
tekin í þessa átt verða íslenskir út-
gáfuaðilar -og íslensk stjórnvöld að
kynna sér möguleika hvor annars
til þess að geta verið samstíga í
markmiðssetningu og aðgerðum fyr-
ir íslenskan tónlistar-
iðnað.
Opinber stuðningur
Mikilvægasti þáttur
í því að hvetja evrópsk
útgáfufyrirtæki til
markaðssóknar í sam-
vinnu við evrópska
flytjendur og höfunda á
sínum heimamarkaði er
sú staðreynd að veru-
lega aukin tækifæri
bjóðast nú á útflutn-
ingsmöguleikum til
markaðssvæða sem eru
í reynd að þróast í að
verða hluti eigin heima-
markaðar. Opinberir
aðilar hafa einnig áttað sig á þess-
ari staðreynd víðast hvar og hafa
því markað skýra stefnu hvað varðar
stuðning við útgáfu tónlistar með
það að markmiði að skapa útflutn-
ingstekjur og stuðla þannig að því
að tónlist geti leitt af sér öfluga
atvinnugrein. Forsenda þess er að
þau fyrirtæki sem í greininni starfa
njóti sambærilegra skilyrða og önnur
fyrirtæki sem starfa að útflutnings-
málum.
Þetta hefur í reynd þýtt talsverða
breytingu á viðhorfi þar sem við-
skiptaleg gildi hafa fengið aukið
vægi og hætt er að líta á tónlist
eingöngu sem hluta af menningu
þjóðar heldur einnig sem samkeppn-
isiðnað. Afleiðingin hefur orðið sú
að veruleg breyting hefur orðið í
þeim mennta- og menningarráðu-
neytum sem víðast hafa farið með
þennan málafíokk og hann sums
staðar færst að hluta til inn í at-
Steinar Berg
Isleifsson
vinnumálaráðuneyti eins og t.d. iðn-
aðar- eða viðskiptaráðuneyti hinna
ýmsu Ianda.
Nýverið hefur verið gerð skýrsla
um opinberan stuðning stjórnvalda
á Norðurlöndum við tónlist og tón-
listariðnaðinn þar. Ekki tókst að fá
sambærilega sundurliðun á fjár-
stuðningi íslenskra stjórnvalda við
tónlist og fékkst frá hinum Norður-
löndunum. Heildartala sú sem ís-
lensk stjórnvöld gefa upp inniheldur
Ijárveitingar til tónlistarskóla og því
ekki sambærileg við hin Norðurlönd-
in vegna þess að þar eru framlög
til tónlistarskóla ekki flokkuð á sama
hátt.
Samkvæmt þessari úttekt um op-
inberan stuðning við tónlist leggja
sænsk stjórnvöld þarlendum útgef-
endum tónlistar til tæplega 100 millj-
ónir íslenskra króna til útgáfu og
kynningar sænskrar tónlistar, jafn-
framt því að leggja um 20 milljónir
til upplýsingamiðlunar á sænskri tón-
list. Skýringin er sú augljósa stað-
reynd að útflutningur tónlistar skilar
sænska ríkiskassanum margfaldri
upphæð framlagsins, eða hátt í millj-
arði íslenskra króna umfram það
sem annars hefði verið. Þá kemur
fram það mat að, listin er fram-
leiðsla i óeiginlegri merkingu, því
fátt er til að festa hönd á. Afurðir
hennar eru þeim mun verðmætari
vegna mikillar framleiðni á hveiju
stigi „framleiðslunnar" frá sjálfri
listsköpuninni þar sem höfundarrétt-
urinn verður til og þar til „varan“
kemst í hendur, eyru og augu „neyt-
andans“, þess er meðtekur.
Það er hinsvegar fyrirliggjandi að
stuðningur íslenskra stjórnvalda til
að styrkja samkeppnishæfni eða út-
flutningsmöguleika tónlistariðnað-
arins hefur verið því sem næst eng-
inn.
Helstu heimildir: Skýrsla Intemational Federati-
on of Phonographic Industry, World Sales ’94.
Skýrsla Sambands hljómplötuframleiðenda, ís-
lenskur hljómplötumarkaður 1994. „Tvö dæmi
til umhugsunar“. Grein eftir Jónas H.
Höfundur er framkvæmdasljóri
Spors hf.
Tónlistin er engin
ambátt kirkjunnar
ÞESSI grein andmælir lítilsvirð-
ingu tónlistinnar sem listgrein í pistl-
unum „Tónlistin eða trúin?“ eftir
Þorgrím DaníelsSon og „Bréf til síra
Flóka Kristinssonar" eftir Guðmund
•Ola Olafsson, er birtust í Morgun-
blaðinu.
Grundvallaratriði
Séra Þorgrímur ræðir grundvall-
aratriði og er það mjög virðingar-
vert. Og auðvelt er að fallast á þá
skoðun hans að hlutverk kirkjunnar
sé það að flytja guðsþjónustur. Þor-
grímur segir að listirnar séu vel-
komnar í „helgidóminn" með einu
skilyrði: „Listirnar verða að átta sig
á því hver húsbóndinn er.“ Síðar
segir hann að verið geti að tónlistar-
menn komi fram í kirkjunum „frem-
ur á tónlistarlegum forsendum held-
ur en trúarlegum". Ennfremur:
„Tónlistin getur sest í hásæti í sinni
h’öll. En í kirkjunni verður hún (eins
og aðrar listir og menn) aldrei meira
en þjónn . .. Hann (þ.e. tónlistar-
maður er ekki vill þjóna „herra kirkj-
unnar“ innsk. SÞG) á ekki heima
sem starfsmaður kirkjunnar ef hann
getur ekki sætt sig við að láta list
sína þjóna trúnni... Utan kirkju
hafa þeir rétt til að gera
það sem þeim gott þyk-
ir.“ Þorgrímur telur sig
eflaust ekki gera lítið
úr tónlistinni, en virðist
þó ekki gera sér neina
grein fyrir því grund-
vallaratriði um hana
sem nú verður útlistað.
Sjálfstæð listgrein
Tónlist sem menn-
ingarsköpun er sjálf-
stætt fyrirbrigði og lýt-
ur eigin innri lögmál-
um. Heimur hennar er
afar óhlutbundinn og
sjálfum sér nógur líkt
og stærðfræðin. Mál
hennar er byggt upp af tónum,
hljómum, hljóðfalli og öðrum eigind-
um, sem eru sérkennandi fyrir hana.
Með ýmiss konar listbrögðum skír-
skotar hún fyrst og síðast til fegurð-
arkenndar okkar í víðtækum skiln-
ingi. Hún heyrir því undir fagur-
fræði en ekki trúfræði eða aðra
hugmyndalega umþenkingu manna
til að gera sér grein fyrir veröld-
inni. Þau hughrif sem tónlistin vekur
með hlustendum, hvort sem tónverk-
in tengjast textum um
guð eða erótíska ást
eða styðjast ekki við
neins konar texta, hvíla
á því - og því einu -
hvernig tónskáldin
skipa niður efniviði sín-
um eftir innri lögmálum
listarinnar og hvernig
flytjendur túlka eftir
öllum kúnstarinnar
reglum þau músiklegu
fyrirbrigði sem tón-
skáldið setur fram. Það
er algert grundvallarat-
riði að skilja þetta. Þeg-
ar við hrífumst af „há-
leitri trúartónlist" veld-
ur því þess vegna ekki
persónulegur trúarhiti tónskáldsins
heldur listræn snilld þess. Annars
myndum við ekki hrífast neitt. Svip-
aður „háleitleiki" er auðfundinn i
hvers kyns veraldlegri músik, svo
sem 9. sinfóníu Beethovens og óper-
unni Parsifal eftir Wagner. Alveg
óhjákvæmilega leiðir röklega af
þessu að tónlistarmaður getur aldrei
verið annað en listamaður fyrst og
fremst, hvar sem hann flytur list
sína, jafnt í guðsþjónustu sem við
önnur tækifæri. Og sannleikurinn
er sá að engin eðlismunur er á trúar-
legri tónlist og veraldlegri og skarp-
ur greinarmunur á þessu tvennu er
skiptir litlu máli í músikfræðum og
tónlistarsögu. Fjöldi þekktra sál-
malaga eru í rauninni götusöngvar
sem síðar fengu trúarlega texta. Og
mörg „trúarleg" verk Bachs voru
fyrst samin við veraldlega texta en
síðan aðlöguð trúarorðum. Frægasta
dæmið er Jólaóratórían. En mest
sláandi er ef til vill kantatan nr. 34
sem samin var fyrir brúðkaup. Þar
er einhver fegursta aría Bachs. Síðar
breytti textahöfundur upphaflegu
IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR
ÞAK- OG VEGGSTÁL
ISYAl-BORGA í-l/F
HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751
Sigurður Þór
Guðjónsson
Tónlistin getur, að
mati Signrðar Þórs
Guðjónssonar, aukið
áhrifamátt trúar-
legrar tilbeiðslu með
fegurð sinni.“
skjalli aríunnar um brúðgumann í
lofgerð um Jesú. Tónlistin breytti
ekki um eðli þegar textanum var
snúið. Hinn blíði og allt að því eró-
tíski undirtónn hennar er óbreyttur!
Hvers eðlis er þá sú „tilbeiðsla" er
vaknar í bijósti hlustandans þegar
arían er sungin við hinn trúarlega
texta? Og er þetta trúarleg músik?
Svari hver fyrir sig. Að segja að
Bach hafi samið alla tónlist sína
guði til dýrðar er hins vegar klisja
sem hefur enga raunhæfa músik-
merkingu.
Kúgun eða samvinna?
Séra Guðmuiidur Óli talar niður
til tónlistarinnar í öðru hveiju orði;
telur vafasamt að lögvernda beri
starf organista nema þeir beygi sig
skilyrðislaust undir það sem hann
kallar „kirkjuaga", og vill ekki gera
kirkjuna að „menningarhöll“. En
auðvitað á hún að vera bæði trúar-
stofnun og menningarhöll eins ög
hún hefur ávallt verið. Ég hef setið
guðsþjónustu í Tómasarkirkjunni í
Leipzig þar sem flutt var kantata
dagsins eftir Bach. Og í hinni kaþ-
ólsku Vínarborg hef ég heyrt heilu
messurnar eftir Haydn, Mozart og
Schubert í venjulegum guðsþjón-
ustum.
Sú var tíðin að tónlistarmenn voru
réttlausir þrælar kirkju eða veráld-
legra höfðingja. En list þeirra var
þó oftast fijáls. Og hún hefur fyrir
löngu öðlast frían og virtan sess sem
einn af hornsteinum heimsmenning-
arinnar. Og hún getur aldrei þjónað
öðru en sjálfri sér. Að gera kröfu
til þess að tónlistarmenn verði eitt-
hvað annað en listamenn, verði eins
konar trúboðar, þótt þeir flytji tón-
list við helgiathafnir kirkjunnar, er
afleitur misskilningur á eðli listar-
innar, hvað sem líður persónulegri
trú einstakra tónlistarmanna. En
vegna þess að tónlistin getur vakið
upp hvers kyns hughrif tengist hún
auðveldlega flestum fyrirbrigðum
mannlífsins. Hún getur því aukið
áhrifamátt trúarlegrar tilbeiðslu
með fegurð sinni, en aldrei orðið
ambátt eða þjónusta kirkjunnar.
Prestarnir verða að bera virðingu
fyrir listinni á hennar eigin forsend-
um. Annars geta þeir ekki vænst
þess að virðing sé borin fyrir trú
þeirra sjálfra. Svo einfalt er þetta.
Hins vegar sýnist sem ýmsir prestar
vilji ekki í helgihaldi sínu eiga bróð-
urlega samvinnu við tónlistina og
bera fyrir henni nærgætna virðingu.
Að segja bara si svona fágunarlaust
við tónlistarmenn að þeir verði að
hlýða kirkjuaga og virða „húsbónd-
ann“, en kallast „uppreisnarmenn",
„málaliðar" og jafnvel vanheilagir
ef út af því bregður, er átjándu ald-
ar tímaskekkja í mannlegum sam-
skiptum og mun einungis vekja upp
andúð músikanta í garð kirkjunnar.
Meimingarleysi
Mig grunar að þessi viðhorf til
tónlistarinnar eigi þó sterkan hljóm-
grunn innan þjóðkirkjunnar. Verald-
legar músikstofnanir eins og Pólý-
fónkórinn hafa aðallega kynnt okkur
meistaraverk trúarlegrar tónlistar.
Ingólfur Guðbrandsson Iét nýlega
þó ósk uppi í Morgunblaðinu að
kirkjukórar flyttu fleiri af hinum
dýrlegu kantötum Bachs. Eins og
nú er málum komið verður líklega
bið á því. Frá sjónarmiði menningar-
innar má reyndar vel vera að þeirri
sjálfsögðu listkröfu, að við fáum að
heyra þá stórbrotnu tónlist sem sam-
in er við trúarlega texta, sé best
fullnægt með því að hún verði hér
eftir eingöngu flutt sem konsertmús-
ik af veraldlegum tónlistarstofnun-
um, en kirkjan komi þar hvergi
nærri. En mikið andskoti yrði það
snautleg menningarhneisa fyrir
þjóðkirkjuna eftir þúsund ára starf.
Höfundur er tónlisUirunnandi.