Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KARL EINARSSON + Karl M. Einars- son fæddist ~ í Reykjavík 26. októ- ber 1911. Hann lést á Elli- og- hjúkr- unarheimilinu Grund 3. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Þorsteinsdóttir, f. 1874, d. 1962, og Einar Einarsson, bátasmiður, f. 1880, d. 1939. Systkini Karls voru Unnur Sigríður, f. d. 1976, eiginmaður hennar var Ingólfur Matthías- son, stöðvarstjóri, f. 1903, d. 1950, og Jónas, f. 1906, d.1932. Árið 1937 kvæntist Karl Ing- unni Jónsdóttur, f. 1909, d. 1994. Synir þeirra Jón Ólafur Karls- son, f. 1937, kvænt- ur Guðrúnu Dam, f. 1937. Börn þeirra eru 1) Elsa, f. 1957, gift Jóhanni Þóris- syni og eiga þau þijú börn. 2) Ing- unn, f. 1959,^ gift Guðmundi Árna- syni og eiga þau fjögur börn. 3) Pét- ur, f. 1963, kvæntur Elínu Andrésdóttur og eiga þau þijú börn. Yngri sonur Karls og Ingunnar var Ingi Karl f. 1947, d. 1970. Útför Karls fer fram Grafar- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. í DAG kveðjum við kæran móður- bróður okkar, Karl M. Einarsson skipasmið. Kalli frændi, eins og við kölluðum hann, bjó alla tíð á Nýlendugötu 18 eða þar til fyrir hálfu öðru ári að hann missti Ing- unni, eiginkonu sína, og heilsu hans tók að hraka. Seinasta hálfa árið dvaldi hann á Grund og naut þar góðrar umönnunar. Karl var einstaklega dagfarsþrúður maður og skipti sjaldan skapi. Hann var ljúflingur, sem vildi öllum vel og nutum við systkinin ástríkis hans alla tíð. Húsið „á 18“ var byggt um alda- mótin og var þá ein hæð og kjall- ari. Afi Einar keypti húsið í kring- um 1907 og nokkrum árum seinna var því lyft og kjallarinn hækkaður og ris byggt á húsið. Afi byggði stóran vinnuskúr á lóðinni þar sem hann smíðaði nótabáta til síldveiða. Kalli frændi vann með afa við þess- ar bátasmíðar í mörg ár, en í stríðs- lok stofnaði Karl skipasmíðastöð- ina Bátanaust í félagi við nokkra aðra skipasmiði. Gamli skúrinn var samt sem áður notaður til báta- smíða, en nú voru smíðaðir þar lúxus hraðbátar og voru þeir gerð- ir eftir bandarískum teikningum. Það voru þeir Karl og félagi hans, Hjálmar Árnason, sem smíðuðu þessa báta og var hver þeirra lista- smíð, póleraðir og fægðir eins og fínustu stofumublur. Kalli hafði alla tíð yndi af lax- veiðum og stundaði þá íþrótt í mörg ár. Hann hafði þolinmæði stangveiðimannsins. Í gamla daga, þegar við krakkarnir vorum tekin með í fjölskylduveiðiferðir, þá hafði afi Einar enga þolinmæði í lax- veiði, hann vildi veiða silung í net og sjá sem mestan afrakstur veiði- ferðarinnar. Húsið „á 18“ var sannkallað fjöl- skylduhús. Afi Einar og amma Jónína bjuggu þar fyrst með sín þijú börn og þegar foreldrar okkar giftu sig fengu þau risíbúðina til umráða og þar fæddumst við þrjú systkinin. Eftir að afi féll frá bjuggu Inga og Kalli á hæðinni með sonum sínum tveimur, Jóni Ólafi og Inga Karli. Á tímabili bjuggu ijórir ættliðir í húsinu og sá fimmti nokkrum árum seinna. Þetta var glaðvært hús og heyrð- ust oft hlátrasköllin um allt, sér- staklega þegar afi Einar var að spila whist. Kalli var með afbrigðum músik- alskur 'og spilaði á fiðlu og píanó. Heimili þeirra Ingu var gestkvæmt og oft spilað og sungið heilu kvöld- in. Margar sögur voru sagðar og flest spaugilegt hent á lofti. Kalli frændi var einstakur sögumaður, sagði skemmtilega frá og gat fært í stílinn. Óli frændi, sonur hans, hefur erft þennan hæfileika föður síns svo og músíkgáfuna. „Nú er hún Snorrabúð stekk- ur.“ Enginn úr fjölskyldunni býr lengur í húsinu. Þetta góða hús, sem hýsti þessar fjölskyldur í mörg ár, verður okkur krökkunum alltaf jafn kært. „Heim á Nýló“ var alltaf sagt, hvar sem við vor- um stödd eða jafnvel flutt að heim- an og búin að stofna eigið heim- ili. Af þriðja ættlið erum við nú þrjú sem kveðjum ástríkan föður og frænda. Jón Ólafur og hans fjölskylda kveðja föður, tengdaföður, afa og langafa. Við tvö kveðjum móður- bróðurinn okkar góða. Jóhannes, bróðir okkar, lést í maí 1995, öllum harmdauði, svo stutt er milli stórra högga í fjölskyldum okkar. Við krakkarnir „á 18“ nutum einstaks ástríkis fólksins, sem ól okkur upp. Við höfum reynt að færa þessa góðvild til næstu kynslóða, því ekkert er eins gott veganesti í líf- inu og ástríkt uppeldi. Við kveðjum Kalla frænda með virðingu og þökk. Megi góður Guð blessa minn- ingu hans og allra okkar ástvina. Við geymum minninguna í hjarta okkar. Jónína Ingólfsdóttir, Einar Jónas Ingólfsson. MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 33 Gleáilegft ár! Kennsla er liafin í framlialclsflokfcum. Vegfna mikillar aásóknar köfum viá kætt við flokkum 11 -13 ára. Einnig örfá pláss laus í forskóla 4-6 ára. Innritun í síma 581 3730. jazzballett Fyrir dansarana og ungt fólk. Byrjenda- og framhaldsflokkar dansflokkar Fyrir unglingana. Byrjenda- og framhaldsflokkar. 2-3svar i viku. óAAa Lágmúla 9, símar 581 3730 og 581 3760. FÍLD - Félag íslenskra listdansara DÍ - Dansráð íslands Við bjóðum bíleigendum í heimsókn. Komdu ... skoða bílinn þinn pér að endurgalds- lausu... og Idttu • • • . . . stilla Ijósin á bílnum þínum . . . fagmenn leidbeina þér OPIÐ HÚS Á VERKSTÆÐUM á laugardaginn 13. jan. nk. Bíigreinasambandið sími 568 1550.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.