Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 35
MORGUN BLAÐIÐ
ÓSKAR
HALLDÓRSSON
ÓLÖF
DANÍELSDÓTTIR
+ Óskar Halldórs-
son fæddist á
Kvíabryggju á Snæ-
fellsnesi 10. sept-
ember 1910 og lést
25. desember 1995.
Foreldrar hans
voru Halldór Indr-
iðason og Dagfríð-
ur Jóhannsdóttir.
Óskar ólst upp hjá
foreldrum sínum til
9 ára aldurs, en þá
lést faðir hans. Fór
hann þá í fóstur tii
móðursystur sinnar
Halldóru og manns
hennar Lárusar í Grðf í Grund-
arfirði. Óskar stundaði sjó-
mennsku frá 17 ára aldri og
allt til ársins 1960. f landi
stundaði hann síðan bygginga-
vinnu til ársins 1987. Systkini
Óskars voru 9 og eru þau nú öll
látin.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð bama þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættaijörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú.
(Davíð Stefánsson)
Táp var þitt eðli,
trúr til góðs þinn vilji,
stofnsettur varst þú á sterkri rót.
Um þig og að þér
öfl og straumar sóttu,
sem brotsjór félli bjargs við fót.
(Einar Ben.)
Dag skal að kvöldi lofa. Elskuleg-
ir tengdaforeldrar mínir, Ólöf Daní-
elsdóttir og Óskar Halldórsson, geta
gert það í fullvissu þess, að þau
skilja eftir sig fjársjóð minninga,
sem lýsir aðstandendum þeirra í
sorg sinni. Minningar um ástkæra
foreldra og afa og ömmu, sem
bjuggu börnum og bamabörnum
glæsilegt heimili, þar sem ástríki og
samheldni var í öndvegi. Minningar
um hjón, sem samhent tókust æðru-
laus á við erfiðleika og nutu góðu
stundanna saman. Líf þeirra átti
gmnn sinn í þeim gildum, sem máli
skipta; samviskusemi, hógværð, trú-
mennsku í smáu og stóm, um-
hyggju hvort fyrir öðm og fjölskyld-
ÓLAFUR
ÁSGEIRSSON
+ Ólafur Ásgeirs-
son fæddist á
Höfðahólum á
Skagaströnd 11.
janúar 1918. Hann
lést í Vífilsstaðasp-
ítala 27. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðríður Rafns-
dóttir, f. 23. nóvem-
ber 1876, d. 22.
mars 1932, ættuð
frá Ketu á Skaga,
og Ásgeir Klemens-
en bóndi og versl-
unarmaður, f. 15.
október 1879, d. 4. október
1938, ættaður úr Þingeyjar-
sýslu. Systkini hans voru Árni,
MIG LANGAR með nokkrum orð-
um að minnast móðurbróður míns,
Ólafs Ásgeirssonar, sem er látinn
eftir erfið veikindi. Óli ólst upp á
Höfðahólum með foreldrum og
systkinum. Mikið dálæti hafði Óli á
þessu bernskuheimili sínu og kenndi
sig jafnan við það. í Höfðahólum
var mikill gestagangur á þessum
tíma, aðallega bændur utan af
Skaga sem gistu þar í kaupstaðar-
ferðum. Ég heyrði oft þau systkini,
móður mína og Óla, ræða þessa
tíma og voru margar skemmtilegar
lýsingar þeirra af þessum gestum.
Aðeins 14 ára missti Óli móður sína
sem lést eftir langa sjúkralegu.
Sjálfur fékk Óli berkla 13 ára gam-
all og átti í þeim veikindum um
skeið.
Ungur fór hann að vinna fyrir
sér eins og vanalegt var á þeim tíma
og 15 ára fór hann á sína fyrstu
vertíð til Keflavíkur og þurfti þá
að ganga yfir Holtavörðuheiði með
allt sitt dót í janúarmánuði. Næstu
árin stundaði Óli sjóinn, fór jafnan
á vertíð í Hafnirnar en var á snurð-
sammæðra, búsett-
ur á Litla-Felli á
Skagaströnd, f.
1906, d. 1965, og
Sigríður Fanney, f.
1914, húsmóðir á
Lækjabakka, sem
nú dvelst í sjúkra-
húsinu á Blönduósi,
auk þess sem Guð-
ríður Ólafsdóttir,
frænka þeirra, f.
1906, d. 1989,
dvaldist þar sem
ein af fjölskyld-
unni.
Útför Ólafs Ás-
geirssonar fór fram frá Foss-
vogskirkju 4. janúar síðastlið-
inn.
voð eða öðrum veiðum annan tíma
árs.
Þá var Óli lengi á togurum, m.a.
hinu kunna aflaskipi Júpiter. Var
hann á togurum öll stríðsárin og
sigldi jafnan með aflann. Á þeim
árum má segja að forsjónin hafi
fylgt honum því tvisvar sinnum
skipti hann um skipspláss með
stuttum fyrii'vara og þau skip sem
hann fór af lentu í hörmungum
stríðsins næsta túr á eftir með til-
heyrandi manntjóni. Sagði hann
mér margar sögur frá þessum tíma,
m.a. vinnuhörkuna sem var á togur-
unum og veit ég að hann hefur
ekki gert of mikið úr henni, því
kappsfullri maður til vinnu var varla
til. Sum árin á togurunum stoppaði
hann innan við 14 daga í landi.
Eftir að hann kom í land stundaði
hann m.a byggingavinnu og stóð
fyrir byggingum sjálfur. Einnig
starfaði hann um tíma á fasteigna-
sölu.
Árið 1949 giftist Óli Ástu
Strandberg, f. 1913, ættaðri frá
Eyrarbakka. Þau eignuðust engin
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 35
MINNINGAR
Ólöf Daníelsdóttir fæddist í
Melkoti i Leirársveit þann 21.
desember 1911 og lést 31. des-
ember 1995. Foreldrar hennar
voru Daníel Daníelsson og
Steinunn Ólafsdóttir. Þegar
Ólöf var 6 ára missti hún föður
sinn og tvístraðist þá fjölskyld-
an en systkinin voru 10. Tvö
þau yngstu, Ólöf og Guðmund-
ur, fylgdu móður sinni til
Akraness. Þar ólst Ólöf upp
þar til hún flutti til Reykjavík-
ur 17 ára gömul. í október
árið 1933 giftu þau sig Ólöf
og Óskar. Börn þeirra eru 1)
Steinar, vélstjóri, f. 1 apríl
1934, d. 21. maí 1981. 2) Dag-
fríður, hjúkrunarfræðingur, f.
22. maí 1941. Hún er gift Júl-
iusi Jónssyni og eiga þau einn
son, Ólaf Þór, f. 27 júlí 1971.
3) Hrafnhildur, leikskólakenn-
ari, f. 29. janúar 1952. Maki
hennar er Þorvaldur Baldurs.
Þau eiga tvö börn, Óskar
Hrafn, f. 25. október 1973, og
Steinunni Ásu, f. 24. október
1983.
Útför Óskars og Ólafar fór
fram frá Fossvogskapellu 5.
janúar síðastliðinn.
unni og ekki síst þeirri reisn, sem
þau héldu allt til hinstu stundar.
Þau voru glæsilegir fulltrúar ís-
lenskrar alþýðustéttar, sem ólst upp
við erfið kjör og öryggisleysi, þar
sem fjölskyldur sundruðust og
systkinahópar tvístruðust. Þetta
fólk lagði sig síðan allt fram við
að skapa bömum sínum örugga og
ástríka æsku og hjálpa þeim að
afla sér þeirrar menntunar, sem það
fór sjálft á mis við. Þetta er fólkið,
sem með þrautseigju sinni og elju-
semi lagði grunninn að því þjóðfé-
lagi, sem við nú lifum í. Það stóð
ekki á torgum og básúnaði eigið
ágæti, heldur vann sitt starf í kyrr-
þey.
börn saman, en Ásta átti tvo syni
fyrir, Baldur, Sem lést aðeins 18
ára gamall, og Halldór. Þá ólu upp
upp frá tveggja ára aldri dóttur
Halldórs, Ástu Ólu Halldórsdóttur,
f. 5. janúar 1952. Hennar maður
er Marteinn Kristjánsson stýrimað-
ur og eiga þau þijú börn. Upp úr
1960 hóf Óli störf hjá Stefáni Pét-
urssyni og útvegi hans Barðanum
hf. fyrst í Sandgerði og síðar í
Kópavogi og starfaði þar í mörg
ár við akstur, veiðarfæraumhirðu
o.fl. Kom ég oft við hjá honum er
ég var ungur maður á vertíð á
Suðumesjum. Síðustu starfsár sín
vann hann hjá Framleiðslueftirliti
sjávarafurða, einkum við eftirlit
með síldarverkum. Því fylgdu mikil
og erfíð ferðalög því það eftirlit fór
einkum fram á haustin og fyrri
part vetrar og aðallega á Austur-
landi. Fyrstu búskaparár sín bjuggu
Óli og Ásta á ýmsum stöðum í
Reykjavík en um 1960 reistu þau
sér einbýlishús í Víðihvammi 6 í
Kópavogi. Lóðin þar var stór og
nýttu þau hjón garðinn vel og rækt-
uðu blóm og garðávexti, þau höfðu
bæði mikla ánægju af garðrækt og
ófá ráðin gáfu þau okkur hjónum
þegar við vorum að standsetja okk-
ar garð. Við komum varla svo í
Víðihvamm að Ásta færi ekki með
okkur út í gróðurhús, sem þau vom
með fyrir neðan húsið, og sýndi
okkur stolt rósirnar sínar. Þá átti
Óli mikið af bókum og batt einnig
inn bækur. Einnig grúskaði hann
mikið í ættfræði. Þá hafði Óli yndi
af ljópum og samdi einnig sjálfur
ljóð. Árið 1992 seldu þau hjón Víði-
hvamm og fengu sér þjónustuíbúð
í Fannborg 8 í Kópavogi, því heils-
an var farin að bila og Víðihvamm-
ur þurfti mikla umhirðu en þau hjón
þoldu 'ekki illa hirta garða. Síðustu
árin átti Óli við töluverða vanheilsu
að stríða og fór m.a. þrisvar sinnum
til útlanda í aðgerðir. Segja má að
Óli hafi haft níu líf svo oft reis
hann upp eftir erfiðar aðgerðir.
Eg sendi Ástu og öðrum aðstend-
enum Ólafs Ásgeirssonar innilegar
samúðarkveðjur.
í hugum þeirra, sem þekktu þau,
er erfitt að hugsa sér annað án
hins og því er viðeigandi að þau
hverfi saman úr þessari vist. Það
sýnir á táknrænan hátt hversu
sterkum böndum þau voru tengd.
Ég átti því láni að fagna að verða
þeim samferða síðasta aldarfjórð-
ung ævi þeirra og njóta mannkosta
þeirra og umhyggju. Fyrsta sam-
búðarár okkar bjuggum við hjónin
á heimili tengdaforeldra minna og
er ógleymanleg sú tillitssemi og
hlýja, sem einkenndi það sambýli,
svo aldrei bar skugga á, enda var
mér tekið sem þeirra eigin syni frá
upphafi. Alla tíð síðan hafa þau
staðið fast við bak okkar í blíðu og
stríðu og verður það aldrei endur-
goldið á fullnægjandi hátt.
Þá eru ekki síður ljúfar minning-
ar um ást þeirra og umhyggju fyr-
ir börnum okkar, sem áttu hjá þeim
sitt annað heimili enda voru tengsl-
in milli heimilanna sterk og ríkur
þáttur í lífí okkar.
Á kveðjustund togast á söknuð-
ur og ljúfsár gleði yfir því að þau
fengu að lifa fullu lífi, skila sínu
ævistarfi með sóma og hverfa síðan
saman úr þessum heimi. Hafið
þökk, Lóa og Óskar, fyrir allt.
Elsku Hrafnhildur og Fríður, þó
þung högg hafi fallið, getið þið
glaðst yfir þeirri fegurð, sem minn-
ingarnar geyma um einstaka for-
eldra, sem lifðu og dóu eftir boð-
skapnum um það að „sælla er að
gefa en þiggja". Megi góður Guð
styrkja ykkur.
Þorvaldur Baldurs.
+ Jón Kristinn Höskuldsson
var fæddur í Tungu við ísa-
fjarðardjúp 24.mars 1918.
Hann lést á hjúkrunarheimili
Sunnuhlíðar í Kópavogi 1. janú-
ar sl. Útför fór fram frá Kópa-
vogskirkju 9. janúar.
NÝLEGA kvaddi þennan heim fyrr-
verandi tengdafaðir minn, Jón Kr.
Höskuldsson leigubílstjóri. Við slík
tímamót reikar hugurinn gjarnan
aftur í tímann enda margs að minn-
ast eftir 30 ára kynni.
Hann var fæddur á Hallsstöðum
við ísafjarðardjúp, en fluttist
tveggja ára að Tungu og ólst þar
upp. Ungur að árum, lífsglaður og
fyrirferðarmikill eins og hann lýsti
gjarnan sjálfum sér, var hann lagð-
ur inn á Isafjarðarspítala og dvaldi
þar í tvö ár. Eftir þá legu gekk
hann haltur og háði sú fötlun hon-
um alla tíð. Markaði þetta djúp
spor í huga hans og óhugur lagðist
gjarnan að honum ef einhver ætt-
mennanna þurfti að leggjast inn á
sjúkrahús.
Tilfínningar sínar bar hann ekki
á torg fyrir hvem sem var nema
barnabörnin sem áttu óskipta at-
hygli hans. Einlægnin og umhyggj-
an sem hann bar fyrir þeim fór
ekki fram hjá neinum sem í návist
hans voru. Margar ánægjustundir
áttum við saman þegar hann var í
starfi og kom við - ef hann var á
lausu í hverfinu eins og hann sagði
oftast þegar hann kom inn úr dyr-
unum. Nonnikall afi var þá gjarnan
með smá nammi í poka fyrir smá-
fólkið á heimilinu. Á margan hátt
var hann hæfileikamaður, víðlesinn,
fróður og frásagnarhæfíleki hans
gat verið svo skemmtilegur. Það
Kveðja frá dætrum
Sem loftbára risi við hörpuhljóm
og hverfi i eilífðargeiminn,
skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm
- þau komu til þess í heiminn.
En þó á sér vonir hvert lífsins ljós,
er lúta skal dauðans veldi,
og moldin sig hylur með rós við rós,-
er roðna í sólareldi.
(Einar Ben.)
Hjartahlýja, umhyggja og kær-
leikur er það sem kemur upp í hug-
ann þegar ég minnist afa og ömmu.
Hjá þeim átti ég mitt annað heim-
ili alla tíð og þaðan geymi ég fjár-
sjóð af yndislegum minningum um
þau sem eiga eftir að lýsa upp
skammdegið. Ég held að ekki sé •• v
hægt að finna betri fyrirmyndir
fyrir ungan dreng eins og mig held-
ur en þau. Hvarvetna sem litið var
virtust þau vera óskeikul. Alltaf
héldu þau ró sinni hvað sem á gekk
og dugnaður þeirra var aðdáunar-
verður. Þau voru svo samrýnd að
ekkert virtist geta aðskilið þau og
því var það táknrænt að þau skildu
hverfa á brott saman. Elsku hjart-
ans afi og amma!. Ykkar er sárlega
saknað. Guð blessi ykkur.
Ég fann á þínum dánardegi,
hve djúpt er staðfest lífs vors ráð.
Ég sá á allrar sorgar vegi
er sólskin til með von og náð.
Og út yfir þitt ævikvöld ^
skal andinn lifa á nýrri öld.
(E.Ben.)
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
fann ég best þegar við áttum þess-
ar stundir saman ein. Sjálfur hafði
hann gaman af að skrifa en fátt
sá ég af því. Frásögnin um eggja-
kassann sem birt var í Hreyfilsblað-
inu er smá brot af ritum hans.
Oft var hann misskilinn sökum
hijúfrar framkomu og hispurslauss
tals og datt mér oft í hug brothætt
skel sem hörð er að utan en mjúk
að innan. Fyrir um fimmtán árum
þurfti hann að gangast undir
mjaðmaaðgerð. Vegna sérstöðu
minnar í starfi kom ég til hans þar
sem hann sat aleinn í skála sjúkra-
hússins þungt hugsi og áhyggjufull-
ur og beið eftir innlögn. Við sátum
þarna og biðum saman þar til hjúkr-
unarkonan kom og sagði að rúmið
hans væri tilbúið. Við stóðum upp
og hann tók þéttingsfast utan um
mig og spurði: „Heldur þú að ég
hafi þetta af?“ Skelin var brotin og
þetta mjúka braust út. Ég skynjaði
á þessari stundu að ég hafði metið
hann rétt. Milli mín og hans ríkti
einlægni og traust. Þessi fáu orð
eiga seint eftir að líða mér úr minni.
Á nýársdag frétti ég að hann
væri allur. Ég vissi ekki betur en
hann væri við þokkalega heilsu og
ætlaði að sjá hann á öðrum degi
nýárs.
Kæra Rúna mín, synir, tengda-
dætur og barnabörn, ég votta ykkur
öllum mína dýpstu samúð.
Kæri tengdapabbi, ég kveð þig
með þakklæti nú þegar þú hverfur
á braut yfir móðuna miklu á vit
systur þinnar sem lést á barnsaldri
og þú talaðir svo oft um ásamt
öðrum skyldmennum sem horfið
hafa. Megi Guð vera með þér -
hvíl þú í friði.
Gréta Óskarsdóttir.
Útsala - útsala
j 50% afsl. alltaf í vesturkjallaranum.
Mikiö af: Bútasaumsefnum frá 296,-, jólaefnum frá 365,-
fataefnum frá 150,- gardínuefnum o.fl.
VIRKA
Opið mán.-föst.
kl. 10-18
Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. og laugard
Sími 568-7477 kl. 10-14.'
K>
JON KRISTINN
HÖSKULSSON