Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR M.
ÞORSTEINSSON
+ Sigurður
Þorsteinsson
fæddist í Reykjavík
25. febrúar 1913.
Hann lést á Drop-
laugarstöðum 3.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Björnína
Kristjánsdóttir og
Þorsteinn Sæ-
mundsson sjómað-
ur. Alsystkini Sig-
urðar voru Kjartan,
Lára, Herjólfur,
Guðrún og Magnús
en þau eru öll látin
og þau tvö síðast töldu létust
á barnsaldri. Hálfbræður sam-
mæðra, synir Olafs Þórarins-
sonar: Páll, Magnús og Gísli
sem lést ungur.
Sigurður kvæntist 6. októ-
ber 1934 Astu Jónsdóttur, f.
11.7. 1916. Börn þeirra eru
Óskar, f. 11. október 1935,
flugstjóri hjá Flugleiðum,
kvæntur Brynju Kristjánsson.
Hörður, f.22. mars 1937, nudd-
ari, kvæntur Sif Ingólfsdóttur.
Gunnar, f. 3. maí 1946, for-
stöðumaður aðfangaeftirlits
ríkisins, í sambúð með Anne-
Marie Frederiksen. Marta Guð-
rún, f. 18. apríl 1948, starfs-
stúlka á Reykja-
lundi, gift Magnúsi
Sigsteinssyni. Jón,
f. 18. febrúar 1952,
framkvæmdasljóri
Búnaðarsambands
A-Húnavatnssýslu,
kvæntur Margréti
Einarsdóttur. Fyr-
ir hjónaband átti
Sigurður einn son,
Sigurð Rúnar, f. 6.
júní 1929, starfs-
maður _ Lands-
banka íslands en
hans kona var Guð-
björg Óskarsdótt-
ir, hún er látin. Barnabörn Sig-
urðar eru orðin 22 og barna-
barnabörn 10.
Sigurður hóf störf hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur árið
1932. Starfaði í lögreglunni í
Reykjavík frá árinu 1940 til
ársins 1976. Starfaði eftir það
í danska sendiráðinu og síðar
hjá utanríkisráðuneytinu og
lauk þar starfsævinni 31.8
1987. Hann var einn af stofn-
endum Flugbjörgunarsveitar-
innar og var lengi formaður
hennar.
Utför Sigurðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ÉG VAR unglingsstrákur þegar ég
kynntist Sigurði M. Þorsteinssyni
og konu hans, Ástu Jónsdóttur,
fyrst. Þá ráku foreldrar mínir kú-
abú að Blikastöðum í Mosfellssveit
og á næsta bæ, Skálatúni, var
Gunnar, einn af sonum þeirra, í
sveit á sumrin. I þá daga var Mos-
fellssveitin „sveit“. Nokkru seinna
var Gunnar eitt sumar kaupamaður
á Blikastöðum og Jón, yngri bróðir
hans, einnig í tvö sumur. Fjölskyld-
an bjó þá í Goðheimum 22 í Reykja-
vík og þar sem okkur Gunnari varð
vel til vina, en við vorum á svipuð-
um aldri, kom ég stundum með
honum þangað. Þannig kynntist ég
þeim hjónum, Sigurði og Ástu,
fyrst.
Fljótlega byijaði ég að gera hos-
ur mínar grænar fyrir heimasæt-
unni þar á bæ, henni Mörtu, og svo
fóru leikar að ég varð tengdasonur
þessara indælu hjóna og synir
þeirra fjórir urðu mágar mínir. Frá
fyrstu tíð var mér tekið þar opnum
örmum og betri tengdafjölskyldu
er erfitt að ímynda sér. Sigurður,
tengdafaðir minn, var glæsilegur á
velli, sé+rstaklega þegar hann var
kominn í lögreglubúninginn. Hann
bar mikla virðingu fyrir starfi sínu
og rækti það af einstakri samvisku-
semi. Svo var reyndar um allt sem
hann tók sér fyrir hendur, alls stað-
ar voru áhugi, dugnaður og sam-
viskusemi í fyrirrúmi. Hann var
hressilegur í viðmóti, léttur og kát-
ur og til í flest. Hann hafði áhuga
á flugi og hafði einkaflugmanns-
próf. Hann var formaður Flug-
hlaðborð, fallegír
salir og mjög
góð þjónusta
Upplysingar
í síma 5050 925
og 562 7575
björgunarsveitarinnar í Reykjavík
i mörg ár og þegar ákveðið var að
koma á fót hópi fallhlífastökkvara
innan Flugbjörgunarsveitarinnar
og Agnar Kofoed Hansen, þáver-
andi flugmálastjóri, bauðst til að
stökkva fyrstur, fannst formannin-
um tilhlýðilegt að prófa líka og
stökk úr vélinni yfir Sandskeiðinu
næstur á eftir Ágnari. Að sjálf-
sögðu fékk Ásta ekkert að vita um
þau áform fyrr en eftir á. Sigurður
hafði yndi af ferðalögum um
byggðir og óbyggðir með félögum
sínum í Flugbjörgunarsveitinni. I
þá daga var útbúnaður og klæðnað-
ur manna ekki eins fullkominn og
hann er í dag þannig að leiðangrar
á fjöll og jökla voru oft hinar mestu
svaðilfarir.
Sigurður var lengi formaður ís-
landsdeildar alþjóðasambands lög-
reglumanna (IPA) og ferðaðist á
þeim árum yíða um heim til þess
að sækja fundi eða taka þátt í al-
þjóðamótum lögreglumanna. Oft
var Ásta með honum á þessum
ferðalögum og frá mörgu var að
segja þegar heim var komið. Sig-
urður var líka iðinn við að taka
kvikmyndir af því sem fyrir augu
bar og sýna fjölskyldunni heima í
stofu.
Þau Ásta voru um árabil félagar
í samtökunum „Kátu fólki“ og Sig-
urður var félagi í Oddfellowregl-
unni til dánardægurs.
Þrátt fyrir það að Sigurður ætti
oft langan starfsdag og væri á kafi
í félagsmálum, hafði hann þó alltaf
tíma til þess að vera fjölskyldu sinni
hin styrka stoð og lét sér annt um
velferð hennar á öllum sviðum. Oft
var mannmargt í Goðheimunum og
glatt á hjalla þegar öll fjölskyldan,
börn og barnabörn, var þar saman-
komin. Þegar aldurinn færðist yfir
ákváðu þau Ásta að selja íbúðina
í Goðheimunum og kaupa þjónustu-
íbúð að Aflagranda 40 þar sem þau
bjuggu sér notalegt heimili. Éitt
áhugamál öðrum framar áttum við
Sigurður sameiginlegt. Við höfðum
báðir gaman af hestum. Hann átti
þó enga hesta sjálfur enda hefði
hann engan veginn haft tíma til
þess að sinna þeim í viðbót við öll
hin áhugamálin. Þegar ég kom inn
í fjölskylduna, uppgötvaði ég þó
brátt að hann hafði yndi af því að
skreppa á hestbak með mér og
njóta lífsins í góðum útreiðartúr.
Margar ánægjustundir áttum við
saman á hestbaki og þá var oft
ekki verið að halda um of aftur af
vilja kláranna.
MINNINGAR
Já, margs er að minnast og
margt er að þakka og heppinn er
ég áð hafa orðið þeirrar gæfu að-
njótandi að eiga allnokkra samleið
með Sigurði Þorsteinssyni í lífinu.
Síðustu árin háði Sigurður glímu
við Elli kerlingu og heilsu hans
hrakaði hægt. Eg tel víst að hann
hefði fremur kosið sjálfur að sú
glíma hefði verið snarpari og
styttri. Síðustu mánuðina naut
hann góðrar umönnunar starfsfólks
á Borgarspítalanum, Reykjalundi
og á Droplaugarstöðum, þar sem
hann andaðist að morgni 3. janúar.
Blessuð sé minning hans. Sú minn-
ing mun ylja okkur um hjartarætur
um ókomin ár.
Ástu tengdamóður minni sendi
ég og fjölskylda mín innilegar sam-
úðarkveðjur.
Magnús Sigsteinsson.
í dag kveð ég kæran tengdaföð-
ur. Mér er minnisstætt þegar ég
hitti þau Sigurð og Ástu í fyrsta
sinn, fyrir rúmlega 20 árum. Við
vorum þá að draga okkur saman
ég og yngsti sonur þeirra, Jón, og
þau héldu boð inni fyrir flugbjörg-
unarsveitarmenn á Islandi. Mér er
í fersku minni hve virðulegur og
myndarlegur mér þótti Sigurður
og Ásta glöð og kát, og það var
augljóst að þarna var heimili þar
sem samhent hjón réðu ríkjum og
virðing og ástríki ríkti á báða bóga.
Nokkru síðar hagaði þannig til að
við hjónin bjuggum hjá þeim um
nokkurra mánaða skeið og þá
kynntist ég enn betur mannkostum
Sigurðar. Þar fór ekki alltaf marg-
máll maður en afskaplega hlýr og
góður. Þegar við svo vorum farin
að búa norður á Blönduósi komu
þau oft til okkar í heimsókn og
margar ánægjulegar minningar
eigum við frá þeim stundum. En
nú er komið að kveðjustund og ég
kveð og þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast Sigurði M. Þorsteins-
syni. Ástu sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð blessi
þig elsku tengadamamma og styrki
þig í sorg þinni.
Margrét Einarsdóttir.
Flugbjörgunarsveitin kveður í
dag góðan félaga og einn sinn virt-
asta leiðtoga. Sigurður M. Þor-
steinsson var einn af stofnfélögum
Flugbjörgunarsveitarinnar árið
1950 og var allt frá þeim tíma styrk
stoð í starfsemi hennar. Sigurður
gegndi formennsku í 17 ár, frá
1960-1977, og hafði á þeim tíma
forystu um fjölmargar nýjungar í
starfi Flugbjörgunarsveitarinnar,
sem margar voru einnig nýjungar
i björgunarstarfi á Islandi. Styrk
forysta hans einkenndi starf og
stefnu Flugbjörgunarsveitarinnar
og var aflið sem lagði grunn að
því starfí sem er í dag. Má þar
helst til nefna að undir stjórn Sig-
urðar hóf Flugbjörgunarsveitin að
þjálfa menn í fallhlífastökki og
leiddi hann þá nýjung í orðanna
fyllstu merkingu með því að ganga
á undan og stökkva fyrstur. Enn
í dag er fallhlífarstökk kennt og
æft reglulega innan Flugbjörgun-
arsveitarinnar og er það eini björg-
unaraðilinn á íslandi sem það ger-
ir. Þjálfunar- og kennslumál voru
einnig sett í nýjan farveg undir
forystu Sigurðar og þá sérstaklega
nýliðaþjálfun þannig að þeir sem
gengu til liðs við Flugbjörgunar-
sveitina fengju þann undirbúning
sem nauðsynlegur var til að takast
á við erfið verkefni. Auk þjálfunar
heima var hafin þjálfun erlendis í
sérhæfðum björgunarstörfum, t.d.
snjóflóðaleit. Þá er enn ótalin um-
bylting í tækjamálum, bæði öku-
tækjum, fjarskiptabúnaði, einstakl-
ingsbúnaði og aðstöðumálum. Mik-
il breyting varð í húsnæðismálum
þegar fengin var aðstaða í Nauthól-
svík en sú lausn dugði sveitinni í
nær 30 ár eða þar til núverandi
björgunarmiðstöð Flugbjörgunar-
sveitarinnar var tekin í notkun fyr-
ir fímm árum. Ósérhlífið starf Sig-
urðar í þágu björgunarmála og for-
ystuhlutverk hans á því sviði ávann
honum viðurkenningu og virðingu
langt út fyrir raðir björgunarsveit-
anna. Til marks um það var hann
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lensku Fálkaorðu fyrir störf að
björgunarmálum. Sigurður var
sæmdur gullmerki Flugbjörgun-
arsveitarinnar og varð fyrsti heið-
ursfélagi sveitarinnar.
Síðustu æviár leyfði heils'an Sig-
urði ekki að starfa af sama krafti
og áður en hugur hans og stuðning-
ur var með sveitinni öllum stund-
um. Sigurður naut stuðnings fjölda
aðila innan sem utan sveitarinnar
í störfum sínum en ekki er hægt
að minnast starfa hans án þess að
minnast einnig mikils og ósérhlífíns
framlags Ástu Jónsdóttur, eigin-
konu hans, í þágu Flugbjörgunar-
sveitarinnar.
Þó nú sé komið að leiðarlokum,
í þessari jarðvist, munu störf og
stefna Sigurðar M. Þorsteinssonar
lifa áfram í öflugri Flugbjörgunar-
sveit og það er okkur sem á eftir
komum heiður að bera inn í fram-
tíðina það merki sem hann hóf til
vegs og virðingar. .
Fyrir hönd félaga í Flugbjörgun-
arsveitinni í Reykjavík votta ég
ekkju Sigurðar, Ástu Jónsdóttur,
börnum þeirra, tengdabörnum, öðr-
um afkomendum og ástvinum okk-
ar innilegustu samúð.
F.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavík,
Ingi Þór Þorgrímsson
formaður.
Mín fyrstu kynni af Sigurði M.
Þorsteinsyni voru snemma hausts
1969, þegar ég sótti um stárf lög-
reglumanns. Við mættum þá fyrir
valnefnd, sem samanstóð af yfir-
stjórn lögreglunnar í Reykjavík á
þeim tíma. Talsverð spenna var í
okkur ungu mönnunum sem stóð-
um frammi fyrir augliti þeirra sem
höfðu framtíð okkar á sínu valdi.
Eftir að viðtali og skoðun lauk,
spennan rénaði og andlega jafn-
vægið fór að lagast fórum við að
ræða málin og velta fyrir okkur
hveijir voru þarna inni. Allir viss-
um við hver lögreglustjórinn og
yfirlögregluþjónarnir voru, en hver
var maðurinn, sem hafði staðið
teinréttur til hliðar, með húfuna
undir hendi og hvítu hanzkana í
beltinu? Við sem síðan hófum nám
við lögregluskólann nokkru síðar
komumst fljótt að raun um að hér
fór Sigurður Móses Þorsteinsson.
Hann hafði yfírumsjón með líkam-
legri þjálfun okkar næsta einn og
hálfan mánuðinn og kennslu í
+ Árni Árnason fæddist 2.
mars 1902 á Vestur-Sáms-
stöðum í Fljótshlíð. Hann lést á
Landspítalanum 27. desember
síðastliðinn og var útförin gerð
frá Fossvogskapellu 5. janúar.
AFAR eru nokkuð merkilegir. Allir
hafa átt tvo og flestir eiga eftir að
verða einn. Samt fer þeim ekki
fækkandi svo kunnugt sé. Ég hef
verið einn af hinum yfirgnæfandi
meirihluta sem hef átt því láni að
fagna að eiga afa. Ég var meira
að segja svo ljónheppinn að eiga
svona ekta gamlan afa. Afi var úr
Fljótshlíðinni og hafði gaman af því
að vitna til og segja sögur af göml-
um körlum úr sveitinni. Fyrir mér
var það nánast óskiljanlegt að ein-
hver jafn gamall og afi gæti hafa
þekkt gamla menn þegar hann var
sjálfur ungur. Mikið rosalega hlutu
þessir menn að vera gamlir. Hann
hlaut eiginlega að vera að tala um
Gunnar, Njál og félaga.
Mér er mjög minnisstætt þegar
afi og amma tóku mig tólf ára
gutta með sér í Mörkina, tvö sumur
í röð. Þar gengum við afi um fjöll
og firnindi og hann reyndi að kenna
mér að skera út göngustafi í birki.
Ég segi reyndi, því hann var gletti-
lega flinkur í höndunum en ég með
tíu þumalfingur.
handtökuaðferðum og öðru sem
sneri að starfinu, með góðri aðstoð
Guðbrandar Þorkelssonar. Fljótt
kom í ljós að hér fór heiðursmaður
og barátta hans við að kenna okk-
ur að bera virðingu fyrir starfínu
og einkennisbúningnum var óþijót-
andi.
Á það reyndi reyndar verulega
næstu árin. Á þessum tíma var í
tízku að hafa hár í síðara lagi,
safna í það minnsta yfirskeggi og
allir gengu í útvíðum buxum. Að
sjálfsögðu vildum við ungu menn-
irnir falla í kramið og vera eins
og aðrir. Sigurður tók slíkt ekki í
mál og var á stundum nokkuð stíft
deilt um hvað mátti og hvað ekki.
Sigurður hafi alla jafna sitt í gegn
en oft mátti ná málamiðlun um
hlutina. Sú virðing fyrir starfinu
og búningnum sem Sigurði tókst
að koma inn hjá okkur býr enn í
okkur sem hans nutum og mun
verða fyrir hendi uns við sjálfir
látum af störfum.
Sigurður átti talsverð samskipti
við lögreglumenn erlendis og á
þann hátt kynntist hann alþjóðleg-
um félagsskap þeirra, Internati-
onal Police Association. Þar var
um að ræða félagsskap byggðan á
vináttuböndum og hefur frá upp-
hafi tengt net vináttu og hjálpsemi
um þau lönd sem aðild eiga að
samtökunum, en í dag eru þau 54.
Samtökin voru stofnuð á Bret-
landseyjum 1. janúar 1950 en eftir
1955 fór aðildarlöndum hratt fjölg-
andi. Sigurður hafði forystu um
að stofna IPA deild á Islandi og
hinn 28. mars 1963 var ísland tek-
ið inn í alþjóðasamtökin. Sigurður
átti því láni að fagna að hafa með
sér frábæra samstarfsmenn og á
skömmum tíma tókst þeim að ná
inn nálægt helmingi starfandi lög-
reglumanna. Sigurður var kjörinn
forseti íslandsdeildarinnar og und-
ir hans stjórn var ráðizt í það stó-
virki að halda alþjóðlegan fund hér
á landi árið 1971. Mér er sá fund-
ur enn minnisstæður enda vel að
honum staðið og landi og þjóð til
sóma. Samtökin eru í dag mjög
öflug með 420 meðlimi af um 600
starfandi menntuðum lögreglu-
mönnum og er það næsthæsta
hlutfall sem þekkist innan IPA.
Núverandi og fyrrverandi félag-
ar í International Police Associati-
on votta okkar fallna leiðtoga virð-
ingu sína og koma til með að halda
áfram í þeim anda sem Sigurður
stofnaði til fyrir tæpum 33 árum.
Friðrik G. Gunnarsson, forseti
International Police
Association, íslenskrar deildar.
Það er líka merkilegt til þess að
hugsa að afi starfaði mest allt sitt
líf að bílaréttingum en notaði aldrei
bíl sjálfur. Kannski það sé ekki
hvetjandi að sjá of mikið af klesst-
um bílum. Alla vega gekk afi alltaf
til vinnu. Nú, og ef það var fót-
bolti sem vit var í á Laugardalsvell-
inum, þá rölti hann aftur þangað.
Ég er sannfærður um að þessi mikla
og stöðuga göngumennska var það
sem hélt honum svona gríðarlega
heilsuhraustum alla tíð.
Svo heilsuhraustur var afi að
hann kom ásamt mömmu í heim-
sókn til mín út til Barcelona þegar
ég var þar við nám. Það er ótrúlegt
til þess að hugsa að þetta var fyrir
einungis 15 mánuðum. Ég man að
skólafélögum mínum erlendum
fannst það lygilegt að 92 ára gam-
all afi minn væri að heimsækja mig
alla leið frá Islandi. Hann var hins
vegar hinn sprækasti og gekk okk-
ur mömmu upp að hnjám í alls
konar skoðunarferðum. Þegar ég
var að vísa þeim veginn að þriðju
kirkjunni einn daginn var honum
nóg boðið og sagðist hafa séð kirkj-
ur til að endast sér ævina út. Fannst
honum þá öllu meira vit að við
myndum setjast niður, fá okkur öl
og horfa á mannlífið.
Allra bestu kveðjur afi minn.
Arnar.
ARNIARNASON