Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 37
GRÉTA
ÓLAFSDÓTTIR
+ Gréta Ólafs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 7. ágúst
1953. Hún lést 30.
desember síðastlið-
inn á Akureyri.
Gréta var dóttir
Ólafs Jónssonar, f.
29.1. 1913, og Jyttu
Jensen, f. 28.1.
1928. Bræður Grétu
eru Ragnar Ólafs-
son, f. 11.12. 1949,
d. 1970, Jón Ólafs-
son, f. 22.5. 1958,
og Vilhjálmur Ól-
afsson, f. 3.9. 1965.
Eftirlifandi eiginmaður Grétu
er Sigurgeir Vagnsson húsa-
smiður, f. 29.8. 1958. Þeirra
synir eru Trausti Sigurgeirs-
son, f. 10.11. 1980,
og Ari Sigurgeirs-
son, f. 10.2. 1986.
Áður átti Gréta
soninn Ragnar Þor-
varðarson, f. 10.12.
1973, d. 2.1.1990.
Gréta lauk kenn-
araprófi 1973 og
starfaði við Barna-
skóla Hrafnagils-
hrepþs 1973-4. Arið
1974 réð hún sig að
Oddeyrarskóla og
starfaði þar til
dauðadags.
Útför Grétu
verður gerð frá Akureyrar-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
HINN 30. desember síðastliðinn
barst mér sú harmafregn að vin-
kona mín, Gréta Ólafsdóttir kenn-
ari, væri látin. Þetta ótímabæra
kall Drottins fær maður ei skilið.
Þegar slíkar harmafregnir berast
vill hugurinn leita aftur til fortíðar
og minningar um gengin spor hlað-
ast upp.
Ekki ætla ég í þessum fátæklegu
orðum að rekja ævi Grétu náið.
Gréta fæddist 7. ágúst 1953 í
Reykjavík og ólst þar upp. Að loknu
grunnskólanámi settist Gréta í
Kennaraskóla íslands og lauk þar
námi aðeins tvítug að aldri.
Þá yfirgefur hún heimaslóðir sín-
ar og fer norður að Hrafnagili í
Eyjafirði og kennir þar um skamma
hríð en fór síðar til Akureyrar og
réðst að Oddeyrarskóla sem átti
eftir að verða hennar vinnustaður
til æviloka.
Eðlisþættir Grétu voru stórbrotn-
ir. Hún var djarfmannleg í fram-
göngu og bar höfuðið hátt. Það var
mikið gæfuspor að Gréta skyldi
velja kennslu að lífsstarfi, því þar
naut hún sín.
Hún af afburða kennari, harð-
dugleg og ósérhlífin og hafði afar
gott skipulag á sinni vinnu. Sam-
kennurum sínum á kennarastofu
verður Gréta ógleymanleg. Henni
lá hátt rómur og talaði tæpitungu-
laust um menn og málefni, en nú
heyrist ekki lengur hinn hái hvell-
andi hlátur Grétu sem hafði svo
smitandi áhrif. Það var sjaldan logn
þar sem Gréta var en því oftar lék
um hana svalandi blær.
Gréta varð fyrir þungum áföllum
í sínu lífi og þekkti sorgina vel en
slíku tók hún með slíku æðruleysi
að aðdáunarvert var.
Gréta bjó manni sínum, Sigur-
geiri Vagnssyni, og sonunum, Ara
og Trausta, ástríkt heimili á Ægis-
götu 21 og bar það glöggt vitni
góðrar móður.
Við hjónin vottum Sigurgeiri og
sonunum ungu og öðrum vanda-
mönnum okkar dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ormarr Snæbjörnsson.
Ég horfði í gegnum gluggann,
á grafhljóðri vetramóttu,
og leit eina litla stjömu
þar lengst úti í blárri nóttu.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett or æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
pcrfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Ilöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
s(n en ekki stuttnefni undir groinunum.
Hún skein með svo blíðum bjarma,
sem bros frá liðnum árum.
Hún titraði gegnum gluggann,
sem geisli í sorgartáram ...
(Ljóðaþ. M.Á.)
Við komum og förum. Leiðin sem
samferðafólkinu verður stundum
styttri en ætlað var, því að sumir
hverfa á braut í blóma lífsins. Þeir
skilja eftir kærar minningar, en um
leið sáran söknuð.
Nú er Gréta Ólafsdóttir horfin
úr hópnum sem starfaði við Oddeyr-
arskóla. Hún var gædd miklum
hæfileikum til kennslu, full lífs-
þróttar og gekk ætíð til starfa af
þeim krafti að eftir var tekið. Stjórn
hennar á nemendum var ákveðin
en jafnframt hlý og nærgætin var
hún við marga þá sem miður gekk
að ná tökum á náminu. Hún var
mjög greind og fljót að átta sig ef
taka þrufti snöggar ákvarðanir,
gleðigjafi á kennarastofunni og
hlátur hennar hljómaði þar og um
ganga skólans. En Gréta var stund-
um einnig hörð og ákveðin. Hún
hafð i skoðanir á flestum málum
og fylgdi þeim eftir af kappi og
rökvísi. Fólk varð vart við ef hún
beitti sér gegn einhveiju eða ein-
hverjum. AHtaf var samt stutt í
glettinn svip og hlátra. Eitt af
áhugamálum hennar voru bindind-
ismál og að þeim starfaði hún allan
sinn kennsluferil þó að ekki væri
það á áberandi hátt. Hins vegar
nýtti hún vel þau tækifæri sem
gáfust til þess að leiðbeina æskunni
við að sneiða hjá vímugjöfum og
öðrum þeim efnum sem verða henni
til tjóns.
Við Gréta kynntumst fyrst, þegar
hún var ráðin kennari við Oddeyrar-
skóla 1974. Þar störfuðum við svo
saman í rúmlega tuttugu ár. Aldrei
varð ég var við að skugga bæri á
samstarfið, þó að vafalaust hafi ég
stundum tekið ákvarðanir sem ekki
voru að hennar skapi. Slíkt gerist
ætíð við stjórn skóla. Fljótt kom í
ljós að hún var gædd þeim hæfileik-
um sem ekki eru allra; að vera
nokkuð jafnvíg á kennslu yngri sem
eldri nemenda og þar að auki alltaf
tilbúin að auka þekkingu sína með
því að sækja sumarnámskeið, ef
vera kynni gagn af því fyrir þá
nemendur sem henni var ætlað að
sjá um á næsta skólaári. Hún hafði
mikinn áhuga á nýjungum í skóla-
málum, var góður ræðumaður og
tillögugóð. í nokkur ár sat hún fundi
skólanefndar Akureyrar sem full-
trúi kennara. Hún fór stundum með
okkur í útskrftarferðir nemenda til
Norðurlanda og Þýskalands. Þar
reyndi mikið á alla fararstjóra og
málakunnáttu þeirra. í þeim ferðum
var Gréta góður liðsmaður, því að
auk þess að hafa gott vald á ensku
og dönsku gat hún þó nokkuð talað
þýsku.
Á lífsleiðinni eru okkur öllum
gefnir bjartir og dimmir dagar.
Gréta fór ekki varhluta af dimmu
dögunum í sínu persónulega lífi
þegar hún missti elsta son sinn. Þá
reyndi á þrek og þol. En hún stóð
ekki ein. Við hlið sér hafði hún eftir-
lifandi eiginmann, Sigurgeir
Vagnsson, og drengina þeirra,
Trausta og Ara. Þar hafði hún sitt
bakland og fékk drifkraft til starfa.
Dugnaðurinn, glaðværðin og áhug-
inn virtust fýlgja henni hvert skref
og þegar hún nú er horfin á braut
finnum við öll til tómleika.
Við hjónin sendum Sigurgeiri og
drengjunum þeirra svo og öllum
ættingjum innilegar samúðarkveðj-
ur. Minningin um Grétu, þennan
trausta samstarfsmann og góða vin,
mun lifa í huga okkar. _
Indriði Úlfsson.
Fráfall Grétu Ólafsdóttur kom
snöggt, óvæntog sársaukafullt. Það
er óskiljanlegt að hugsa til þess að
Gréta, sem við fyrir nokkrum dög-
um hittum glaða og hressa að und-
irbúa jólin með fjölskyldu sinni skuli
nú hafa kvatt í síðasta sinn eftir
örstutta sjúkdómslegu. Á svona
stundum standa menn orðlausir og
skilningslausir um tilgang lífsins —
þótt dauðinn sé annars eini öruggi
fylgifiskur þess.
Gréta Ólafsdóttir var aðeins 42
ára þegar kallið kom. Við þekkjum
ekki æviferil hennar til hlýtar en
víst er að Gréta bjó yfir meiri
reynslu en flestir jafnaldrar hennar
og á hana voru lagðar meiri byrðar
en almennt voru lagðar á samferða-
menn hennar. Gréta ólst upp í
Reykjavík en flutti til EyjaQarðar
nýútskrifaður kennari árið 1973. Á
Akureyri átti hún sitt fyrsta barn,
Ragnar, en hann lést sviplega fyrir
fáum árum. Gréta kvæntist eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Sigurgeiri
Vagnssyni, árið 1981 og eignuðust
þau tvo syni, Trausta og Ara. Ari
hefur frá fæðingu þurft umtals-
verða umönnun og hefur Gréta hlot-
ið aðdáun þeirra sem til þekkja fyr-
ir ósérhlífni og dugnað í því sam-
bandi. Það verkefni bættist við önn-
ur heimilisstörf og kennslu í Odd-
eyrarskóla, sem hún hefur sinnt um
árabil. Gréta sýndi í sínu lífi að hún
tókst af fullum þrótti á við þau
verkefni sem henni voru falin og lét
engan bilbug á sér finna þótt sum
þeirra væru þung.
Gréta Ólafsdóttir var glaðleg og
ræktarsöm. Hún ,hafði ákveðnar
skoðanir á flestum málum og vílaði
ekki fyrir sér að tala fyrir sínum
skoðunum hvar sem var. Hún var
góð heim að sækja og þau hjónin
bjuggu fjölskyldu sinni glæsilegt
heimili sem alltaf stóð vinum og
vandamönnum opið. Við fráfall
Grétu er gott að minnast þess hve
mikils virði það er að hafa átt hana
að vini.
Við viljum með þessum línum
votta Sigurgeiri og sonum þeirra
og öðrum ástvinum dýpstu samúð
og megi minningin um Grétu Ólafs-
dóttur leggja líkn með þraut.
Gunnar Kr. Jónasson,
Pétur Bjarnason
og fjölskyldur.
Öll við kveðjum þig klökk,
óvænt kallið þitt barst.
Hafðu þúsunda þökk
fyrir það sem þú varst.
(B.M.)
Nú þegar nýtt ár heilsar er horf-
inn úr hópi okkar mætur kennari,
Gréta Ólafsdóttir. Gréta lauk kenn-
araprófi árið 1973 og starfaði við
Barnaskóla Hrafnagilshrepps
skóla’árið 1973-74. Árið 1974 réð
hún sig að Oddeyrarskóla og hefur
kennt hér síðan.
Skuggar grúfa yfir þegar dauð-
inn heggur svo vægðarlaust og hjá
okkur vakna áleitnar spurningar,
hvers vegna? Það er erfitt að skilja
þegar dugmikið fólk í blóma lífsins
er hrifið burtu svo fyrirvaralaust
frá öllu sem því er kærast. Eftir
sitja minningar sem ylja þegar horft
er tilbaka.
í starfi sínu sem kennari var
Gréta afar samviskusöm og ná-
kvæm. Hún lagði mikla vinnu í það
að skipuleggja alla kennslu sem
best og vildi hag nemenda sinna
sem mestan. Hún fylgdist vel með
straumum og stefnum í kennslu-
málum og var ódeig að fylgja þar
sannfæringu sinni. Alloft leiðbeindi
hún kennaranemum og gerði það
af miklum áhuga og vandvirkni.
Drjúgum tíma varði Gréta til félags-
starfa í skólanum og áttu þar skák
og leiklist hug hennar. Hún var
röggsöm og ákveðin i allri fram-
komu, glettin og spaugsöm. Með
sinni einstöku kímnigáfu gat hún
séð spaugilegar hliðar á ýmsum
málum. Þótt móti blési stundum var
eins og hún sæi ekki erfiðleikana,
en væri full bjartsýni um að úr
rættist.
Seint gleymist glaðværðin sem
ríkti þegar haldið var í jólaleyfið
nýverið eftir jólafagnað alls starfs-
fólks skólans. Þar var Gréta geisl-
andi glöð og efst í huga var tilhlökk-
un og eftirvænting.
En hverfult er lífið. Við mætum
ekki lengur hressilegu viðmóti
hennar eða hlustum á rösklegt fóta-
takið. Það er komið að kveðjustund
svo allt of fljótt og óvænt.
Við viljum þakka Grétu vináttu
og vel unnin störf í þágu skólans.
Fjölskyldu hennar sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk í Oddeyrarskóla.
Kveðja frá kven-
félaginu Hlíf
Með nokkrum orðum langar okk-
ur til að minnast Grétu Ólafsdóttur
kennara og þakka henni fyrir sam-
starfið í kvenfélaginu Hlíf síðastlið-
in 15 ár. Gréta var ævinlega boðin
og búin að leggja félaginu lið ef á
þurfti að halda. Hún var félagslynd
og ljóðelsk og tilbúin að gefa af
sér, hugmyndarík og kraftmikil
hvort sem um var að ræða fjáröflun-
arátak eða innlegg á félagsfundi.
Gréta var góður dansari og í tví-
gang aðstoðaði hún okkur við að
koma upp danssýningum fyrir
KEA-fundi. Hún átti létt með að
leika ef því var að skipta og var
góður upplesari.
Síðast í nóvember, fyrir sameig-
inlegan fund hjá kvenfélögum hér
í grennd, leituðum við til hennar á
seinustu stundu og þá kom hún á
fund okkar full af hugmyndum og
vann úr þeim málum með okkur
með góðum árangri. Við vonuðumst
til áframhaldandi samskipta og
samvinnu við Grétu á næstu árum
en þá var hún skyndilega kölluð
burt til æðri starfa.
Og hvað er að hætta að draga andann ann-
að en að frelsa hann frá friðlausum öldum
lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?
(Spámaðurinn - Kahlil Gibran.)
Við kveðjum Grétu með söknuði
og þökkum vel unnin störf í þágu
félagsins. Sigurgeiri, Trausta og
Ara vottum við okkar innilegustu
samúð.
Hlífarkonur.
Kveðja frá gamla
bekknumhennar
Gréta dáin, það getur ekki ver-
ið, Gréta, kennarinn sem okkur
þótti svo vænt um og leiðbeindi
okkur allan okkar tíma í Oddeyrar-
skólanum er farinn á brott og við
gátum ekki einu sinni sagt bless.
Okkur setti öll hljóð þegar við feng-
um fréttirnar; Gréta sem alltaf var
svo hress og kát og ekki hægt að
lýsa því með orðum hve hún var
alltaf góð og hlý við okkur öll.
Gréta var ekki aðeins kennarinn
okkar hún var einnig félagi okkar
og vinur og hún tók okkur oft á
tíðum undir sinn vemdarvæng.
Gréta hafði sterka réttlætiskend
og til marks um það má nefna að
þegar við fórum út í frímínútur lét
hún okkur draga miða til að eng-
inn yrði útundan við skiptingu í
fótboltalið. Gréta lét okkur líka
draga miða um sætaskipan í stof-
unni svo að við kynntumst hvert
öðru sem best. Þetta vesen í þér,
elsku Gréta, skildum við ekki þá
en nú sjáum við þetta í öðru ljósi
og okkur verður oft hugsað til
þessa alls í dag.
Þar sem Gréta var ríkti aldrei
nein lognmolla, brosið, kátínan og
hispursleysið einkenndi hana alla
tíð og hún mátti aldrei neitt aumt
sjá.
Okkur verður oft hugsað til þess
þegar hún bauð öllum bekknum í
kaffi heim til sín, þegar allir vom
búnir að borða og æsingur kominn
í hópinn tók hún það ráð að henda
einfaldlega strákunum út og tala
svo í rólegheitum við stelpurnar,
svona var Gréta, einstaklega hrein-
skiptin.
Fyrir tveimur ámm þegar við
hittumst allur hópurinn mættir þú
auðvitað manna hressust, með
myndir, og reyttir af þér brandar-
ana og hristir upp í okkur fjörið.
Við endurtókum gömlu góðu leik-
ina okkar, ávaxtaleikinn og blikk-
leikinn. Við ákváðum síðan að hitt-
ast aftur 1998 og þú hlakkaðir svo
til að koma og gefa okkur gömlu
skriftarbækumar okkar sem þú
hafðir geymt handa okkur.
Þegar við lítum til baka kemur
aðeins eitt upp í hugan og það er
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og fyrir það þökkum
við öll.
Elsku Geiri, Trausti og Ari, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð
og megi algóður guð styrkja ykkur
í þessari miklu sorg.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
(Halldór Laxness.)
Þínir nemendur við Odd-
eyrarskóla árin 1985-1991.
SIGFÚS ÓLAFUR
SIGURÐSSON
+ Sigfús Ólafur Sigurðsson
fæddist í Árkvörn í Fljóts-
hlíð 7. apríl 1907. Hann lést í
Dvalarheimilinu Skjóli 24. des-
ember siðastliðinn og fór útför
hans fram frá Fossvogskirkju
5. janúar.
ELSKU afí minn. Nú hefur þú kvatt
þetta líf og ert farinn að takast á
við önnur viðfangsefni. Ég veit að
þú átt eftir að leysa þau vel af
hendi, alveg eins og allt sem þú
gerðir í þessu lífi. Þú skalt ekki
vera leiður yfir því að hafa þurft
að kveðja hana ömmu, því að hún
kemur til að hitta þig seinna. Þang-
að til skulum við, afkomendur ykk-
ar, hugsa vel um hana fyrir þig.
Mikið er ég fegin að hafa fengið
að hitta þig á Þorláksmessu, daginn
áður en þú fórst. Þú tókst svo vel
á móti mér og bróður mínum þrátt
fyrir veikindi þín. Sjálfsagt hefurðu
vitað þá að þú værir að fara, þó
að okkur grunaði ekki hvað það
væri í raun skammt eftir.
Mig langar svo til að segja þér
hvað mér þótti afskaplega vænt um
þig og þykir ennþá. Þú varst yndis-
legur afi og ég veit að þannig líður
öllum bamabömunum þínum.
Heimurinn er eitt stórt leiksvið,
Þar sem mennimir eru
aðeins leikarar.
Allir hafa þeir sinn stað og tíma til að yfir-
gefa sviðið,
• og einnig til að koma inn á það;
Og hver maður á sínum tíma
leikur mörg hlutverk,
þar sem leikur hans nær yfir eitt æviskeið.
(Shakespeare - Þýð. H.S.H.)
Elsku afi, ég vona að þér líði vel
núna, hvar sem þú ert. Sjáumst
síðar.
Hanna Sif.