Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar,
GRÉTA ÓLAFSDÓTTIR
kennari,
Ægisgötu 21,
Akureyri,
lést að morgni 30. desember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju í
dag, miðvikudaginn 10-janúar, kl. 13.30.
Sigurgeir Vagnsson,
Trausti Sigurgeirsson, Ari Sigurgeirsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ESTHER PÉTURSDÓTTIR,
Reynimel 26,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. janúar
kl. 15.
Þórhallur T ryggvason,
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Helgi Björnsson,
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Björn Þorsteinsson,
Tryggvi Þórhallsson
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, dótt-
ursonur og vinur,
SVEINN SÆVAR VALSSON,
Þinghólsbraut 50,
Kópavogi,
sem lést 3. janúar sl., verður jarðsung-
inn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
11. janúar. kl. 13.30.
Sævar Valur Sveinsson,
Hafþór Helgi Sveinsson,
foreldrar, afi, systkini og ástvinir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÚN LÍNA HELGADÓTTIR,
Bjarnarstfg 9,
Reykjavík,
er lést á heimili sínu 4. janúar, verður
jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudag-
inn 12. janúar kl. 15.00.
Jóhann Jörundur Halldórsson,
Guðmundur Freyr Halldórsson,
Valgeir Rafn Halldórsson,
Helgi Halldórsson,
Sigurlina Anna Haíldórsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og jarðarför bróður okkar,
ÁRSÆLS ELÍASSONAR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Guð blessi ykkur öll.
Systkinin.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýju í
tengslum við andlát og útför
INGIGERÐAR EYJÓLFSDÓTTUR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áðurtil heimilis
á Jófríðarstaðavegi 7,
sem lést 26. desember sl.
Guðrún Helgadóttir,
Ingólfur Helgason, Þórkatla Óskarsdóttir,
Jóhanna Helgadóttir, Hjalti Einarsson,
Gísli Helgason, Theresfa Viggósdóttir,
Unnur Helgadóttir, Gunnbjörn Svanbergsson,
Arnar Helgason, Lára Sveinsdóttir,
Bjarni Kristinn Helgason,
Viðar Helgason, Louise Le Roux,
Gerður Helgadóttir, Jóhannes S. Kjarval,
Leifur Helgason, Sigrún Kristinsdóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
BERTA
SNÆDAL
+ Berta Andrea Jónsdóttir
Snædal fæddist 4. nóvem-
ber 1924 á Tanga, Búðum í
Fáskrúðsfirði. Bíún lést á Land-
spítalanum 1. janúar og fór
útförin fram frá Fossvogs-
kirkju 9. janúar.
HÓPUR nemenda, sem útskrifaðist
vorið 1944 frá Verslunarskóla ís-
lands, hittist á fögrum sumardegi
1994 til að minnast merkra tíma-
móta. Sumir voru komnir langt að,
alla leið frá Ameríku og jafnvel frá
Ástralíu. Eins og gefur að skilja
var þetta mikill fagnaðarfundur,
farið var í heimsókn í skólann og
honum færð gjöf. Því næst var
haldið með langferðabíl alveg eins
og fyrir 50 árum í farðalag austur
um sveitir. Farið var að Gullfossi
og Geysi og síðdegis þegið veglegt
boð á fallegu heimili eins bekkjar-
bróður og hans ágætu konu að
Laugarási í Biskupstungum.
Það dylst engum að gleðin við
slíka endurfundi er blandin trega
og söknuði, við gerum okkur grein
fyrir því, að á sameiginlegri vegferð
hafa of margir úr hópnum komið
að hinum óræðu vegamótum, heyrt
kallið mikla og yfirgefið okkur. Á
nýliðnum nýársdegi var enn komið
á krossgötur, Berta Jónsdóttir
Snædal mátti þá hlýða kallinu og
halda á vit hins mikla leyndardóms.
Yfir Bertu var heiðríkja, sem ein-
kennir og fýlgir fólki, sem býr yfir
hjartahlýju, einlægni og fölskva-
lausri góðvild í garð meðbræðra
sinna. Hún var greind kona, jákvæð
gagnvart lífínu og uppörvandi. Það
geislaði af henni Bertu Snædal og
í slíkri birtu skulum við varðveita
minninguna um góða skólasystur.
Kveðja frá skólasystkinum
V.í. 1944.
Ekki er hægt að segja annað en
að árið 1996 heijist með sérkenni-
legum hætti. Á nýársdag andaðist
Berta Snædal. Eftirlifandi maður
hennar er Gunnlaugur Snædal móð-
urbróðir okkar en svo samhent voru
þau hjón að við bræður kölluðum
hana aldrei annað en Bertu frænku.
Berta hafði einstaklega góða nær-
veru. Til marks um það þá fauk
einhveiju sinni í einn okkar með
þeim afleiðingum að hann sagði
sem svo: Ég er fluttur til Bertu
frænku! Það kom enginn annar
aðili til greina þegar svo stór
ákvörðun var tekin. Það hefði
kannski ekki verið í frásögur fær-
andi ef drengurinn hefði ekki verið
nema sjö ára gamall búsettur í
Hafnarfirði og fylgdi orðum sínum
eftir með því að ganga til Reykja-
víkur í foráttuveðri - til Bertu.
Góðmennskan var eðliseinkenni
hennar og framganga hennar svo
stillt að böldnu ungviði datt sjaldn-
ast í hug að vera með ólæti í ná-
vist hennar. Hún átti virðingu þeirra
sem henni kynntust óskipta.
Gott og traust samband hefur
alltaf haldist milli fjölskyldna okk-
ar. Sem og er eðli slíks sambands
skiptir engu hvort lengri eða
skemmri tími líður milli samveru-
stunda. Þá hefur það treyst böndin
að systkini Gunnlaugs og mömmu
heitinnar, Nönnu Snædal, eru bú-
sett fýrir austan. Sá siður komst á
áður en við komumst til vits og ára
að Gunnlaugur og Berta héldu veg-
leg boð á jóladag á heimili sínu við
Hvassaleiti. Jólaboðin þar urðu
snemma einn af föstum punktum í
tilverunni - ekki var hægt að hugsa
sér jólin án þeirra. Og það mátti
ganga að hlutunum vísum á heim-
ili heiðurshjónanna. Sami háttur
alltaf hafður á og matseðillinn
ávallt sá sami: Síldarhlaðborð að
skandinavískri fyrirmynd sem
Berta undirbjó af snilld og með
góðum fyrirvara, hangikjöt frá Jök-
uldal og svo hápunkturinn að mati
okkar drengjanna - ijómarönd með
sterkri karamellusósu. Þetta er að-
eins eitt dæmi af mörgum um þá
vel metnu reglusemi sem hefur ríkt
við Hvassaleiti 69.
Ekki var síður mikils virði að
kynnast Bertu við aðrar aðstæður.
Fyrir um tveimur áratugum ákváðu
ijölskyldur okkar að byggja sumar-
bústað á Jökuldalsheiði í samráði
við ættingja og vini eystra. Gunn-
laugur og Berta voru drifijaðrirnar
í þeim framkvæmdum og dvöldu
fjölskyldurnar við Gripdeild ýmist
saman eða á víxl í góðu yfirlæti.
Það mátti öllum ljóst vera að þar
undu Gunnlaugur og Berta hag sín-
um vel svo nærri átthögunum.
Kæri Gunnlaugur frændi, Jón,
Kristján, Gunnlaugur yngri,
tengdadætur, barnabörn og aðrir
aðstandendur. Með þessum fátæk-
legu kveðjuorðum sendum við okkar
einlægustu samúðarkveðjur. Það er
alltaf sárt að kveðja sína nánustu.
En finna má huggun í því að minn-
ingin um góða konu lifir.
Jakob, Atli og Stefán.
Þú hafðir fagnað með gróandi grösum
og grátið hvert blóm, sem dó.
Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta
í hveijum steini sló.
Og hvemig sem syrti, í sálu þinni
lék sumarið öll sín ljóð,
og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt
og veröldin ljúf og góð.
Ég var ung og við hittumst, við
töluðum saman og við sættumst á
hluti sem enginn veit, nema við.
Við urðum vinkonur.
Þegar ég varð eldri dýpkaði þessi
skilningur okkar á milli. Þú sagðir
mér hvað var mikilvægt í lífínu, án
þess að æskja svars. Ætíð síðar hef
ég getað leitað til þín, elsku amma
mín. Móðuramma mín, sem annað-
ist mig með mömmu, dó áður en
ég öðlaðist þann þroska til að skilja
ýmislegt sem á veginum verður.
Þú bættir það upp með þolinmæði
og víðsýni.
Mér eru dýrmætar minningarnar
úr Hvassaleitinu hjá þér og afa, þar
ríkti hlýja og þar leið manni ætíð
vel. Þú fylltir það skarð sem mynd-
ast hjá þeim sem koma að þroska-
skeiði unglings án tengingar við það
sem á undan er gengið. Ég ætla
að leggja mér í vitund það stolt og
æðruleysi sem skein af þér ætíð.
Hjá afa ríkir nú djúp sorg, ég
bið Guð að leiða hann og hjálpa á
stundu tímabundins aðskilnaðar.
Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim
þar sem hvelfingin víð og blá
reis úr húmi hnígandi nætur
með hækkandi dag yfir brá.
Þar stigu draumar þíns liðna lífs
í loftinu mjúkan dans.
Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin
að blómum við fótskör hans.
Hann tók þig i fang sér og himnamir hófu
í hjarta þér fagnandi söng.
Og sólkerfi daganna svifu þar
um sál þína í tónanna þröng.
En þú varst sem barnið, er beygir kné
til bænar í fyrsta sinn.
Það á engin orð nógu auðmjúk til,
en andvarpar: Faðir minn!
(Tómas Guðmundsson.j
Elsku amma mín, ég kveð þig
með virðingu, eftirsjá og ást, sem
þeim einum er gefið sem misst hafa
mikið en samt sem áður — öðlast
enn meira. Far þú í friði Drottins.
Þín elskandi,
Katrín.
Það er ætíð sárt að horfast í
augu við að dauðinn hefur höggvið
skarð í þann garð ættingja og vina
sem manni þykir vænst um. Þó er
það dauðinn sem bíður allra. Hann
verður ekki umflúinn.
Á nýársdag sl. andaðist Berta
Snædal, kær og náin vinkona okkar
hjóna. Hún hafði átt í löngu og
ströngu stríði við erfiðan sjúkdóm
og þegar við heimsóttum hana milli
jóla og nýárs var líðan hennar svo
erfið að brosið hennar blíða sást
aðeins í augum hennar. Allt að einu
kom fregnin um andlát Bertu
hryggilega á óvart og maður vildi
helst ekki trúa því að hún gæti stað-
ist.
Þau eru orðin mörg árin frá því
að ég kynntist Bertu í fyrsta sinn.
Það var á útmánuðum 1952. Gunn-
laugur Snædal, maður hennar, var
þá starfandi héraðslæknir á Nes-
kaupstað. Ég var á ferð um Aust-
firði í erindrekstri fyrir Sjálfstæðis-
fiokkinn og þótti sjálfgefið að heim-
sækja læknishjónin. Þá komst ég
fyrst í kynni við þá alúðlegu og
glaðværu gestrisni þeirra hjóna sem
ég og mínir áttum eftir að njóta
af miklu örlæti.
Leiðir okkar Gunnlaugs og Bertu
hafa oft legið saman en þó einkum
síðari áratugina. Við höfum oft
ferðast saman, t.d. fórum við í
ógleymanlega ferð til Grikklands
fyrir margt löngu. Einnig höfum
við reynt að veiða lax með misjöfn-
um árangri og farið saman í sumar-
leyfisferðir í Húsafell, en umfram
allt höfum við hist og blandað geði
á heimilum okkar. I Hvassaleitinu
mætti manni ávallt einstök hlýja
og vinsemd sem ekki gleymist.
Með Bertu er fallin frá góð og
kærleiksrík kona, sem af vinsam-
legu örlæti sínu og hlýju veitti öllu
samferðafólki sínu góðvild og glað-
værð. Við vottum Gunnlaugi og
allri fjölskyldu hans innilega samúð.
Baldvin Tryggvason
og Halldóra J. Rafnar.
Sérfræðingar
i hlóiiiaskroytingTini
við «11 tirkilæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð, vináttu
og margháttaðan stuðning við andlát og útför eiginmanns míns,
HARALDAR SIGURÐSSONAR
bókavarðar,
Drápuhlíð 48,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendi ég starfsfólki Grensásdeildar og deildar
A-3 Borgarspítalans.
Sigrún Á. Sigurðardóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls
og útfarar
HARÐAR HEIÐARS JÓNSSONAR,
Tómasarhaga 46,
Reykjavik.
Aðstandendur.