Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 39
ARIPÁLSSON
+ Ari Pálsson
fæddist 21. júlí
1934 í Reykjavík.
Hann lést í Reykja-
vík 29. desember
síðastliðinn. For-
eldrar Ara voru Páll
Skúlason, fyrrum
ritstjóri Spegilsins,
f. 19.9. 1894 í Odda
á Rangárvöllum, d.
24.7. 1973, og Hall-
dóra Elísdóttir, f.
13.11. 1904 á Vopna-
firði. Systkini Ara
eru Guðlaug, hús-
móðir í Garðabæ, f.
12.12. 1935, d. 16.10.
1982, hennar maki var Grétar
Hjartarson, aðstoðarskólastjóri í
Namibíu, og áttu þau fjögur
börn; Skúli, lögmaður í Reykja-
vík, f. 25.7. 1937, maki Kristrún
Ólafsdóttir, yfirmeinatæknir, f.
10.5.1941, þau eiga tvö börn;
Sigríður, f. 2.9. 1940, búsett á
Nýja Sjálandi, maki Ólaf Bayer,
þau eiga tvö börn; Eiríkur,
bankastarfsmaður, f. 13.1. 1943;
og Elín, bankastarfsmaður, f.
20.3. 1946, maki Þorlákur Þor-
láksson, kerfisfræðingur.
Ari var kvæntur Auði Har-
aldsdóttur, f. 28. apríl 1935, d.
Kveðja frá Sjónvarpinu
Þegar komið er að kveðjustundu
verður manni hugsað til baka og
margt riijast upp frá liðnum árum.
Ari Pálsson hóf störf hjá Sjónvarp-
10. apríl 1993,
Björnssonar, póst-
fulltrúa í Reykjavík,
og Jóhönnu Sigur-
björnsdóttur frá Fá-
skrúðsfirði. Börn
Auðar og Ara eru
Haraldur, f. 24.
október 1959, við
nám í Svíþjóð,
kvæntur Jennýju
Björk Sigmunds-
dóttur, þjóni, f. 30.
nóvember 1961 og
eru börn þeirra
Hlynur Smári, f.
23.2. 1983, og Marín
Auður, f. 8.5. 1986,
og Halldóra, f. 1. mars 1963,
tónlistarkennari. Auk þess átti
Auður dóttur, Mildríði Huldu
Kay, f. 11. desember 1954, sjúkr-
aliði, maki hennar er Tryggvi
Eiríksson, náttúrufræðingur, f.
9.4. 1947.
Ari lauk námi í útvarpsvirkjun
frá Iðnskólanum í Reykjavík og
var meistari í þeirri grein. Hann
starfaði sjálfstætt að iðn sinni
um árabil en hjá Sjónvarpinu um
aldarfjórðungsskeið.
Útför Ara verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
inu í otkóber 1970. Hann var einn
af frumkvöðlum sjónvarps á Íslandi
og lagði sitt af mörkum til þess að
gera það að veruleika með dugnaði
og faglegri kunnáttu.
SIG URBJORN
ÞÓRÐARSON
+ Sigurbjörn Guðmundur
Þórðarson prentmynda-
smiður fæddist 11. desember
1919. Hann lést á hjartadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur á ný-
ársnótt og fór útför hans fram
frá Ilafnarfjarðarkirkju 9. jan-
úar.
MIG langar með nokkrum fátæk-
legum orðum að minnast elskulegs
frænda míns og vinar, Sigurbjörns
Þórðarsonar. Margar af mínum
fyrstu bernskuminningum tengjast
honum og Guðmundi bróður hans
sem alla tíð voru nánir samverka-
menn. Þannig háttaði til að þeir
frændur mínir, Sibbi og Mummi,
voru með atvinnurekstur á fyrstu
hæð æskuheimilis míns á Hring-
braut 37, Hafnarfirði. Þar inni var
mikill ævintýraheimur fyrir ungan
sveinstaula, fullt af tækjum og tól-
um, myrkraherbergi til framköllun-
ar og ýmis efni sem tengd voru iðn
þeirra bræðra. Ég var þarna dag-
legur gestur, en þó oft væri mikið
annríki gaf Sibbi frændi sér samt
alltaf tíma til að sinna litlum for-
vitnum frænda sínum, smíða sverð
og skjöld, svara ótal spurningum
og leyfa mér að kynnast undrum
framköllunarherbergisins. Á þess-
um árum voru bílar ekki eins al-
gengir í einkaeign og nú er, en Sibbi
og Mummi áttu samt einn slíkan.
Bíltúrar þóttu mér heilt ævintýri,
og oftar en ekki tók Sibbi frænda
sinn með sér þegar hann þurfti að
sinna erindum sínum.
Sigurbjörn var á sínum yngri
árum mjög liðtækur knattspyrnu-
maður og oft gaf hann sér tíma til
að skjótast út á blett til að taka
þátt í leik okkar strákanna. Sibbi
frændi var alla tíð áhugamaður um
þá fögru list, skáklistina, og oft
þegar við hittumst áttum við fjörug-
ar umræður um hvað væri efst á
baugi. Um nokkurt skeið hittumst
við nokkrir frændur og vinir einu
sinni í viku til að sinna þessu sam-
eiginlega áhugamáli okkar. Ég er
nokkur keppnismaður og frekar
tapsár, en ég held að það lýsi Sibba
frænda að einhverju leyti þegar ég
segi að það var alltaf sársaukalaust
að tapa fyrir honum, því hann var
einstaklega lítillátt ljúfmenni. Þeir
bræður, Þórður faðir minn, Aðal-
steinn, Guðmundur og Sigurbjörn,
voru allir með sínar föstu pólitísku
skoðanir og stundum greindi þá á
og þá var oft gaman fyrir okkur
krakkana að hlusta á lætin. Alltaf
var það Sibbi frændi sem sló öllu
í grín og lægði öldurnar, því auðvit-
að voru þessir bræður miklir sam-
heijar og vinir.
Fjölskyldur þessara bræðra hafa
alla tíð verið tengdar miklum vin-
áttu- og tryggðarböndum og ég
vona og veit að svo mun ætíð verða.
Það er svo ótal margt sem leitar á
hugann við fráfall Sibba frænda,
t.d. stundirnar þegar við hittumst
yfir kaffibolla á Hringbrautinni og
ekki síður hinar ógleymanlegu
stundir sem við áttum á Selvogs-
götu hver jól. Þó verð ég að nefna
síðustu stundina sem við Sibbi
frændi áttum tveir einir saman
skömmu fyrir andlát hans. Þar
skynjaði ég til fullnustu mannkosti
hans og gæsku og mun að eilífu
geyma minningu hans í hjarta mér.
Elsku Heiða, Sirrý; Herdís, Helga
og Mummi frændi. Ég veit að Guð
mun leiða ykkur í ykkar miklu sorg.
Hrafn Þórðarson.
Þú hjartkæri vinur sem horfinn ert á braut,
þú hefur fengið lækningu á sérhverri þraut.
Við sðknum þín sáran, en vitum þér er vís
vist með guði þínum, í lífsins Paradís.
Eskulegi Sibbi, af hjarta þökkum vér
það sem varstu okkur, við aldrei gleymum þér.
Hinsta kveðja,
Þórður bróðir og fjölskylda.
Mig langar til þess að skrifa hér
nokkur kveðjuorð til hans Sigur-
björns afa míns, ekki mörg, heldur
fá. Ég þekkti afa ekki neitt að ráði
fyrr en fyrir tveimur árum þegar
ég lenti í erfiðleikum og gat ekki
lengur búið heima hjá mér. Amma
og afi tóku á móti mér opnum örm-
um og ég fann strax, þó að þau
væru bæði frekar lokuð, að ég var
hjartanlega velkomin og þau vildu
allt fyrir mig gera. Heilmikið
breyttist sjálfsagt því að mörg ár
voru síðan móðir mín og systur
hennar fluttu að heiman og skrýtið
Ari var útvarpsvirki að mennt
og meistari í greininni. Hann rak
eigið viðgerðarverkstæði um árabil.
Þar var metnaður og vönduð vinna
í fyrirrúmi. Á verkstæði Ara voru
nokkrir nemar í gegnum árin og
reyndi hann að þjálfa þá eftir eigin
metnaði.
Starfsreynsla Ara og fagleg
þekking kom sér einkar vel þegar
hann réðst til Sjónvarpsins. Hjá
Sjónvarpinu gegndi hann mörgum
störfum og leysti þau ávallt einstak-
lega vel af hendi. Lengst af var
hann útsendingarstjóri og lenti þá
oft á honum að vinna mikið og taka
margar aukavaktir vegna forfalla
annarra og þekkingar hans á starf-
inu.
í því starfi sem hann hafði síð-
ustu árin reyndi iðulega á hæfileika
hans og var það oft viðkvæðið ef
um flókin verkefni var að ræða, að
sagt var „þetta verður allt í lagi,
hann Ari verður á vaktinni".
Við hjá Sjónvarpinu minnumst
trúmennsku Ára og kveðjum hann
með einlægum vinarhug og þakk-
læti fyrir samstarfið.
Aðstandendum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Sjónvarpsins,
Eyjólfur Valdimarsson.
Enn er rofíð skarð í raðir sjón-
varpsstarfsmanna og skammt
stórra högga á milli. Á nýliðnu ári
féll frá einn af frumheijum Sjón-
varpsins, Tage Ammendrup.
í dag kveðjum við Ara Pálsson
útsendingastjóra, sem látinn er
langt um aldur fram.
að taka aftur ungling inn á heimil-
ið. Én árið hjá ömmu og afa var
það besta í lífí mínu hingað til.
Húsið okkar, sem stendur við Öldu-
slóð 28 í Hafnarfirði, var og er
fullt af fjöri og gleði. Það var alltaf
hægt að leita til einhvers því að
húsið var fullt af fólki og eru mér
einna minnisstæðastar stundirnar
þegar allir sátu í eldhúsinu hjá
ömmu og afa og drukku kaffisopa.
Afi var ætíð hrókur alls fagnaðar
og hann gat alltaf sagt eitthvað
sniðugt í sambandi við það sem var
að gerast og hann vissi svo sannar-
lega hvað var að gerast, því að það
var sjaldnast slökkt á litla ferðaút-
varpinu. Mér fannst það reyndar
aldrei flytja neitt annað en fréttir.
Afi söng líka oft með mér og sér-
staklega ef hann var í góðu skapi
og amma með kótilettur í matinn.
Ég áttaði mig hins vegar því miður
ekki á því hversu veikur hann var.
Ég man eftir því að þegar afi varð
sjötíu og fimm ára var hringt frá
Dagblaðinu og hann spurður hvort
hann vildi fá birta afmælisgrein í
blaðinu. Þá sagði afí: „Nei takk,
hringið frekar í mig þegar ég verð
áttræður.“ Ég efaði aldrei að slíkt
símtal myndi berast fímm árum síð-
ar og við hlógum saman að þessu,
ég og afi, en af misjöfnum ástæð-
um, held ég. Það er þess vegna sem
mér er það svo mjög erfitt að kveðja
hann afa, sem mér þykir svo vænt
um, sem var mér svo góður og gaf
mér svo margt á sinn hátt, með
sínu fallega brosi.
Takk, elsku afi minn á Ölduslóð;
minningin mun lifa í hjarta mínu.
Þú kvaddir mig þegar þú baðst um
kvennakossinn og elsku afi minn,
þú færð annan þegar við hittumst
aftur hinum megin. Ég veit að þér
líður vel þar sem þú ert núna og
mundu nú það sem ég hvíslaði að
þér við kistulagninguna. Bless,
elsku afi minn.
Heiðveig Hanna.
Minningargrein um Sibba afa.
Þakka þér fyrir samveruna á síðast-
liðnum 14 árum. Ég minnist þess
sérstaklega hvað þér þótti vænt um
friðinn og þegar þið amma fóruð
með mig og Ola og stundum Sibba
og Grím upp í sumarbústað, en þá
fórst þú með okkur út á bát. Allar
stundirnar með þér voru frábærar
og ég mun varðveita minninguna
úm þær um ókomin ár.
Guðmundur Karl.
Ari hóf störf hjá Sjónvarpinu
árið 1970 og er í hópi þeirra manna
sem mótuðu störfin og vísuðu öðr-
um veginn. Á þesum tíma var kvik-
myndafilman nær allsráðandi í út-
sendingum Sjónvarpsins og um ára-
bil var Ari verkstjóri yfir þeirri
mikilvægu og erilsömu deild. Þá var
tæknin ekki komin á það flug sem
hún er í dag og því skipti skyn-
bragð mannsins við sýningarvélina
oft miklu máli um áferð myndarinn-
. ar sem birtist á skjánum í stofunni
heima. Kunnátta Ara Pálssonar
brást aldrei og samviskusemi var
hans aðalsmerki.
í aldarfjórðung var Sjónvarpið
starfsvettvangur Ara gegnum ýms-
ar tæknideildir, allt til dauðadags,
og sýnir ferill hans það traust sem
yfirmenn báru til hans. Við fráfall
Ara hugsum við til baka og þökkum
góð kynni frá fyrstu tíð.
Við vottum ættingjum hans
dýpstu samúð.
Starfsmannafélag
Sjónvarps (SFS)
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR,
Vogatungu 87,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digraneskrikju
fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.30.
Bergur Lárusson,
Kristfn J. Harðardóttir, Sigurður Konráðsson,
Hörður Á. Harðarson,
Elín Bergsdóttir,
Brynja Bergsdóttir
, og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför mannsins
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
KJARTANS GUÐJÓNSSONAR,
Fossheiði 18,
Selfossi.
Matthildur Pálsdóttir,
Halldór Kjartansson, Gyða Ólafsdóttir,
Gunnar Kjartansson, Kristfn Stefánsdóttir,
Hildur, Stefán og Kjartan Gunnarsbörn,
Guðrún og Nanna Pétursdætur.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
PÉTURS HALLGRÍMSSONAR,
Aðalstræti 19,
Akureyri. _____
Hulda Jónsdóttir,
Kristín Pétursdóttir, Broddi Björnsson
og dótturbörn.
t
Hjartans þakkir til þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarþel við
andlát og útför móður okkar og stjúpmóður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sævar Örn Jónsson, Heiðveig Guðmundsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Óskar Harry Jónsson,
Þuríður Jónsdóttir, Gfsli Guðjónsson
og ömmubörnin.
t
Við þökkum innilega öllu því góða fólki,
er veitti okkur styrk við andlát og útför
RÓSU NÍELSDÓTTUR.
Nfels Hafstein, Magnhildur Sigurðardóttir,
Haraldur Níelsson,
Hafdfs Hanna Sigurðardóttir, Ragnar Jóhannesson,
Marfa Ragnarsdóttir, Óskar Hilmarsson,
Guöbjörg Rósa Ragnarsdóttir, Gunnar Gray,
Sigurður Ragnarsson,
Gunnar Sigurðsson, Guðrún ísaksdóttir,
ívar Nfelsson, Guðrún Sigfúsdóttir,
Ingibjörg Nfelsdóttir, Gfsli Gíslason,
Ingunn Nfelsdóttir, Hlynur Júlíusson,
Helga Níelsdóttir,
Elsa Nfelsdóttir, Hermann Guðnason,
börn, makar og barnabörn.