Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 40

Morgunblaðið - 10.01.1996, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ atvi nnua ugl ys ingar Umboðsmaður óskast í Voga á Vatnsleysuströnd. Upplýsingar í síma 569 1113. Morgunblaðið. Gæslustarf á Garðatorgi í Garðabæ Við óskum eftir verktaka til að annast gæslu o.fl. á Garðatorgi í Garðabæ. Þeir, sem hafa áhuga á starfinu, sendi nafn, kennitölu, heimilisfang og síma til FHLG, Félags húseigenda og leigutaka við Garða- torg, pósthólf 147, Garðabæ fyrir 12. janúar. Starf á ferðaskrifstofu Óskum eftir starfskrafti í hlutastarf. Menntun og/eða starfsreynsla í ferðaþjónustu áskilin. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir berist afgreiðslu Mbl. í síðasta lagi þann 21. janúar nk., merktar: „Sól ’96“. Nuddarar athugið! Heilsulindin óskar eftir að ráða menntaða nuddara til starfa. Upplýsingar í síma 554 6461. Te & kaffi Óskum eftir reyklausum starfskrafti í sér- verslun eftir hádegi virka daga og annan hvern laugardag. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á góðu kaffi og te. Skriflegar umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Te og kaffi - 15933“. Heimili einhverfra Heimili einhverfra óska eftir að ráða með- ferðarfulltrúa í vaktavinnu. Um er að ræða fullt starf og hlutastörf á sambýlum ein- hverfra íTrönuhólum 1, Sæbraut 2 og Hóla- bergi 76. Nánari upplýsingar eru veittar virka daga eftir hádegi hjá Margréti í síma 561 1180 og Kristínu í síma 557 9760. Te & kaffi Óskum eftir reyklausum starfskrafti í sér- verslun eftir hádegi virka daga og annan hvern laugardag. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á góðu kaffi og te, hafa gott auga fyrir uppstillingu vöru og góða þjónustulund. Skriflegar umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „T - 3753“, fyrir laugardaginn 12. janúar. Afgreiðslumaður óskast Óskum eftir hörkuduglegum sölumanni til afgreiðslustarfa í útivistarvöruverslun okkar. Auk söluhæfileika er handlagni og tölvukunn- átta æskilegir kostir. Umsóknir sendist skriflegar til Sportleigunnar fyrir 12. janúar 1996. Útivistarbúðin, Vatnsmýrarvegi 9, sími 551 9800. RADAUGi YSINGAR Tv7 / / K I P U L A G R Hveravellir í Svínavatnshreppi Mat á umhverfisáhrifum fyrirhug- aðra framkvæmda - frumathugun og tillaga að deiliskipulagi Skipulag ríkisins kynnir mat á umhverfisáhrif- um fyrirhugaðra framkvæmda samkvæmt framlagðri tillögu að deiliskipulagi Hvera- valla. í tillögunni felst í meginatriðum bygging húss fyrir ferðamannamiðstöð, ný aðkoma og bílastæði, rafmagnsgirðing umhverfis hverasvæðið og tjaldsvæði, gerð göngu- stíga, uppgræðsla á nýju tjaldsvæði, ný hita- veita fyrir ferðamannamiðstöð og hús Veður- stofu Islands, öflun neysluvatns og fráveitur. Þá er gert ráð fyrir brottflutningi nýrri skála Ferðafélags íslands, núverandi salernisað- stöðu og kofa Sauðfjárveikivarna og að fjar- lægja ýmsar hitaveitulagnir m.a. úr Heimilis- hver. Auglýst er deiliskipulag Hveravalla í Svína- vatnshreppi skv. gr. 4.4.1 í skipulagsreglu- gerð. Tillaga að ofangreindri framkvæmd, skýrsla um mat á umhvefisáhrifum hennar og tillaga að deiliskipulagi liggja frammi til kynningar frá 10. janúar til 15. febrúar 1996 á eftirtöld- um stöðum: Á afgreiðslutíma hjá Skipuiagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík og hjá oddvitum Svínavatnshrepps og Torfalækjar- hrepps eftir samkomulagi. Jafnframt liggur frammi til skýringar tillaga að viðeigandi breytingum á aðalskipulagi fyr- ir Svínavatnshrepp. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdirn- ar og deiliskipulagið og leggja fram athuga- semdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. febrúar 1996 til Skipulags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýs- ingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993 og skipu- lagsreglugerð nr. 178/1992. Skipulagsstjóri ríkisins. Oddviti Svínavatnshrepps. Flórída Örfá sæti laus í næstu fasteignaskoðunar- ferð til Orlando 27. janúar nk. umboðið á íslandi, sími 554 4365. Starfsmenntastyrkir félagsmálaráðuneytisins Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992. Styrkir eru veittir til að styðja skipulega starfsmenntun, undirbúning, náms- og kennslugagnagerð, kennslu og starfsþjálfun. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna við- fangsefna á árunum 1996-1997. Rétt til að senda umsóknir eiga: Samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök at- vinnufyrirtæki, einkaaðilar eða opinberir aðil- ar, sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnu- lífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnu- greina og samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Umsóknir frá skólum koma til álita, þegar um er að ræða samstarf við samtök sem áður eru nefnd. Umsóknir berist vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins, Suðurlandsbraut 24, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og skal þeim skilað þangað eigi síðar en 1. febrúar 1996. Féiagsmáiaráðuneytið, 5. janúar 1996. Námsstyrkir Verslunarráð íslands auglýsir eftir umsókn- um um tvo styrki til framhaldsnáms erlendis sem veittir verða úr Námssjóði Verslunar- ráðs. 1. Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlendan háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum, sem tengjast atvinnulíf- inu og stuðla að framþróun þess. 2. Skilyrði styrkveitingar er að umsækjendur hafi lokið námi sem veitir rétt til inngöngu í Háskóla íslands eða aðra sambærilega skóla. 3. Hvor styrkur er að upphæð 195.000 krón- ur og verða þeir afhentir á aðalfundi Versl- unarráðs íslands í febrúarmánuði 1996. Umsóknir þurfa að hafa borist til skrifstofu Verslunarráðs íslands í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir klukkan 16.00, föstudaginn 26. janúar 1996. Umsóknum þarf að fylgja afrit af prófskír- teini, vottorð um skólavist erlendis, lýsing á náminu við hinn erlenda skóla og Ijósmynd af umsækjanda. Verslunarráð íslands. Fyrirtæki óskasttil kaups Má vera í inn- eða útflutningi, heildsala eða smásala, eða framleiðslufyrirtæki, sem jafn- vel er hægt að flytja út á land. Svör leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „Fyrirtæki - 3752", fyrir 16. janúar. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Félag Sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi aðalfundur félagsins verður haldinn í félagsheimilinu, Álfabakka 14a, í kvöld, miövikudaginn 10. janúar, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.