Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 41
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Svipmynd frá undankeppni Reykjavíkurmótsins, sem lýkur í kvöld.
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Iiagnarsson
Svæðamót (kjördæma-
mót) Norðurlands
vestra í sveitakeppni
DAGANA 20. og 21. janúar verður
svæðamót Norðurlands vestra í
sveitakeppni haldið á Siglufirði. Mót
þetta er kjördæmamót en gefur
jafnframt þremur efstu sveitunum
rétt til þátttöku í undanúrslitum
Islandsmóts í sveitakeppni 1996.
Mótið hefst kl. 10 á laugardags-
morgni og mótslok áætluð'um kl.
19 á sunnudagskvöld. Spilað verður
um silfurstig í hveijum leik auk
þess sem sérstök uppbótarstig
verða gefin sem eru 42 fyrir hvern
spilara í fyrsta sæti, 30 fyrir annað
sæti og 21 fyrir þriðja stætið.
Gert er ráð fyrir að spiluð verði
u.þ.b. 140 spil allir við alla eða
Monrad ef þátttaka verður mikil.
Hægt er að reikna út Butler ef
mikill áhugi er fyrir því en þá hækk-
ar gjald pr. sveit lítillega. Þátttöku-
gjald er kr. 8.000 pr. sveit.
Það kæmi sér vel fyrir okkur að
skráning bærist sem fyrst og í síð-
asta lagi 17. janúar nk. Jón Sigur-
björnsson (v.sími 467-1350, h.sími
467-1411) og Sigurður Hafliðason
(v.sími 467-1305, ir.sími 467-1650)
taka við skráningu og veita nánari
upplýsingar.
Undankeppni
Reykjavíkurmótsins að ljúka
Undankeppni Reykjavíkurmóts-
ins í sveitakeppni lýkur annað kvöld
en ekki í kvöld eins og missagt var
í blaðinu í gær. Fjórar efstu sveit-
irnar í hvorum riðli munu spila til
úrslita um Reykjavíkurmeistaratit-
ilinn og njóta éfstu sveitimar í hvor-
um riðli þeirra forréttinda að mega
velja sér andstæðing úr þeim riðli
sem þeir spiluðu ekki í.
Atta liða úrslitin verða spiluð
miðvikudaginn 17. janúar og úrslit-
in um aðra helgi.
Keppnin er jafnframt undan- -
kepgni Reykjavíkur fyrir undanúr-
slit íslartdsmóts og komast 6 efstu
sveitir í hvorum riðli í undankeppn-
ina en sveitir í 7-9 sæti í riðlunum
spila sérstaka úrslitakeppni um 3
sæti en kvóti Reykvíkinga er 15
sveitir.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Atján pör spiluðu í tveim riðlum
fimmtudaginn 4. janúar sl.
A-riðill. 10 pör:
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 124
Þórarinn Amason - Bergur Þorvaldsson 122
Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 118
B-riðill. 8 pör:
Rafn Kristjánsson - Tryggvi Gíslason 108
Þórhildur Magnúsdóttir - Halla Ólafsdóttir 100
Bergljót Rafnar—Soffía Theodórsdóttir 91
Hefst nú nýtt fimmtudagsmót
sern stendur fram að sumarfríi.
Átján pör spiluðu í tveim riðlum
sunnudaginn 7. janúar sl.
A-riðill:
ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 134
Björg Pétursdóttir - Halla Ólafsdóttir 127
Bergsveinn Breiðfjörð - Stígur Herlufsen 124
B-riðill:
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 124
Rafn Kristjánsson - Þorsteinn Kristjánsson 119
Ingveldur Viggósd. - Ragnheiður Bjamason 117
Þessi keppni stendur aðeins í
þrjá sunnudaga eða þangað til
sveitakeppnin byijar.
Rekstrarvörur á mögnuðu innkaupsveröi
- fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Allt að
50% sparnaður á innkaupum í magni.
Innkaupadagar standa aðeins til janúarloka.
Tæknival
Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664
X BJÖRGUNARSKÓLI ÍgÉ
landsbjörg Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands
-- Stangarhyl 1, Pósthólf 10075. 130 Reykjavflc, sfmi 587 4044. simbróf 587 4010
Fyrirlestur
um ferðabúnað til fjalla
Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarna-
félags íslands stendur fyrir fræðslufundi fyr-
ir almenning um ferðabúnað til göngu- og
fjallaferða fimmtudaginn 11. janúar kl. 20.00.
Fyrirlesari verður Helgi Eiríksson.
Fundurinn verður haldinn í húsi Flugbjörgun-
arsveitarinnar í Reykjavík við Flugvallarveg
(Öskjuhlíð) og er öllum opinn. Allir þeir, sem
ferðast um hálendið að sumri eða vetri til,
eru hvattir til að mæta.
Þátttökugjald er kr. 1.000 og er veglegt
fræðslurit um ferðamennsku innifalið í þátt-
^tökugjaldinu.
TranscenDance
International kynnir:
Dansað í átt til
frelsis
Helgarnámskeið með Uriel West
12.-14. janúar: Sköpunin sem felst í ringul-
reiðinni.
19.-21. janúar: Nýi karlmaðurinn, hvernig
er hann?
4 helgar í Hlfðardalsskóla:
2.-4. febrúar: Hefur þú á tilfinningunni að
lífið sé eitthvað meira?
9. -11. febrúar: Þráir þú að skapa heim, þar
sem þú nýtur kærleika, heim, þar sem það
er öruggt að vera elskuð/aður?
16.-18. febrúar: Langar þig til að umbreyta
sektarkennd, skömm og kvíða í kaérleika,
gleði, jafnvægi og fögnuð?
23.-25. febrúar: Hefur þú brennandi löngun
til að uppgötva og tjá alla möguleika þína,
verða það besta sem þú getur orðið?
Kynningarkvöld verða öll miðvikudagskvöld frá
10. jan. - 14. feb. í Jógastöðinni Heimsljósi,
Ármúla 15, kl. 20-21. Aðgangseyrir kr. 500.
Nánari upplýsingar og skráning:
Nanna Mjöll Atladóttir, sími 567 5759.
Frönskunámskeið
AllianceFrancaise
Vetrarnámskeið verða haldin 15. janúar til
19. apríl. Innritun fer fram alla virka daga frá
kl. 15 til 19 í Austurstræti 3, sími 552 3870.
ALLIANCE FRANQAISB
Þýskunámskeið Germaniu
Námskeiðin hefjast á ný 15. janúar. Boðið
er upp á byrjendahóp, 4 framhaldshópa og
talhópa fyrir bæði skemmra og lengra
komna. Kennarar eru Magnús Sigurðsson
MA og Rebekka Magnúsdóttir - Olbrich MA.
Innritað verður á kynningarfundum í Lög-
bergi, Háskóla íslands, stofu 102, miðviku-
daginn 10. janúar og fimmtudaginn 11. janú-
ar kl. 20.30.
Upplýsingar eru einnig veittar í síma
551-0705 kl. 12-13 eða kl. 17-18.30.
Geymið auglýsinguna.
Stjórn Germaniu.
Til sölu jarðir í Borgarfirði
Til sölu eru hjá undirrituðum eftirtaldar jarðir:
Giljahlíð í Flókadal ásamt bústofni, vélum
og tækjum. Framleiðsluréttur 36.000 I af
mjólk, 1200 kg af kjöti. Bústofn 10 kýr, 4
geldneyti, 49 ær, 10 gemlingar, 2 hrútar og
13 hross. Verð 10,0 millj.
Breiðabólsstaður í Reykholtsdal. Um er að
ræða 300 ha jörð í Reykholtsdal. Engin fram-
leiðsluréttur fylgir. Þokkalegt íbúðarhús, sem
er hæð og ris, auk útihúsa fyrir hross og
sauðfé. Hitaveita. Verðhugmynd: 11,0 millj.
Spilda úr Breiðabólsstað. Um er að ræða
ca 50 ha spildu sem liggur m.a. að Reykja-
dalsá. Borhola með heitu vatni er á spild-
unni og er vatn úr henni notað til upphitunar
nokkurra húsa í grenndinni. Verðhugmynd
5,0 millj-
Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður.
Gísli Kjartansson hdl.,
lögg. fasteigna- og skipasali,
Borgarbraut 61, Borgarnesi,
sími 437 1 700, fax 437 1017.
Harðfiskurtil sölu
í þorrabakkann
Hert lúða að vestan er nauðsynleg.
Sendi í póstkröfu um allt land.
Fiskverkun Jóhanns, Suðureyri,
símar 456 6159 og 854-5033.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu
Höfum til leigu 34 fm skrifstofuherbergi á
5. hæð í Austurstræti 17.
Nánari upplýsingar gefnar hjá Gjaldskilum sf.
í síma 568 1915.
SlttCI auglýsingor
Hörgshlíð 12
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
I.O.O.F. 7 = 17701108'A = R.
□ GLITNIR 5996011019 I.H.v.
.S.
I.O.O.F.9 = 1771108'/2 = Á.S.
REGLA MUSTERISRIDDARA
A RM Hekla
/Æfjr\ 10.1.VSIMF
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bsenastund í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
ÉSAMBAND ÍSLENZKRA
,_/KRISTNIBOÐSFÉlAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma i kvöld kl. 20.30
í Kristniboðssalnum.
Raeðumaður sr. Gísli Jónasson.
Einsöngur: Bylgja Dís Gunnars-
dóttir.
Allir velkomnir.
Myndakvöld fimmtudaginn
11.janúar
kl. 20.30 í Fóstbræðraheimilinu.
Eyrún Ósk Jensdóttir og Gunnar
S. Guðmundsson sýna myndir
úr ferð Útivistar um Lónsöræfi
sl. sumar. Glæsilegt kaffihlað-
borð innifalið í aðgangseyri.
Allir velkomnir.
Skfðagöngunámskeið
laugardaginn 13. janúar
kl. 10.00. Staður auglýstur
föstud. 12. jan. Allir velkomnir,
ekkert þátttökugjald. Skíða-
göngunámskeiðin verða haldin
hálfsmánaðarlega í vetur.
Dagsferð laugardaginn
13. janúar
kl. 9.30 Póstgangan ’91 rifjuð
upp. Farið af stað með Akraborg
og ekið með rútu að Leirá. Það-
an er gengin gömul póstleið aö
Innra-Hólmi. Þeir sem tóku þátt
í raðgöngunni ’91 eru sérstak-
lega velkomnir.
Mæting við Akraborg.
Dagsferð sunnudaginn
14. janúar
kl. 10.30 Búrfellsgjá. Ekið inn
Vífilstaðahlíð og gjáin gengin að
Búrfelli. Komið við í Valabóli og
gengið í Kaldársel í bakaleið.
Mæting við BSl.
Útivist.