Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
rP+4THE 3RMB INFANTRVMAN
I4URL5 A GRENAPE AT THE PILL0OX
JHEN ANOTHER ..ANP ANOTHER.' .
DO I HAVE THE
FEELING 50ME0NE 15
THR0WIN6 R0CK5 AT
OOR FRONT DOOR? a
^------------^
Hinn hugrakki fótgönguliði varpar
handsprengju að skotbyrginu! Svo
annarri... og annarri!
Af hverju hef ég það á tilfinning-
unni að einhver sé að kasta stein-
um í útidyrahurðina?
BREF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Um prest
og organista
Frá Sigfúsi J. Árnasyni:
KVEIKJAN að þeim orðum sem hér
fara á eftir er aðför sú, sem gjörð
hefur verið að sóknarprestinum við
Langholtskirkju í Reykjavík, síra
Flóka Kristinssyni. Upphaf hennar á
jólaföstunni var með þeim hætti, að
dæmafátt er, ef ekki dæmalaust,
þegar organistainn við nefnda kirkju
efndi til blaðamannafundar í kirkj-
unni, Iesandinn athugi það. Manni
skilst, að þar hafi hann tilkynnt, að
hann, kona hans og kór myndu ekki
starfa að helgihaldi- kirkjunnar um
jól og áramót og þau kæmu ekki til
starfa að kirkjunni nema sóknar-
presturinn yrði látinn fara.
Ekki veit ég hvert upplit safnað-
anna minna hefði orðið ef ég hefði
tilkynnt á aðventunni, að ég væri
farinn í síðbúið sumarfrí yfir jól og
áramót og kæmi ekki til starfa fyrr
en sóknirnar væru búnar að reka
organistann og útvega annan mér
geðþekkari. Nú vill svo til, að organ-
istinn minn er ágætis maður og frá-
bær samverkamaður í alla staði og
allt okkar samstarf hið besta. Sam-
líkinguna gerði ég aðeins til þess að
reyna að útskýra hvers konar fásinna
þetta er og fantaskapur við söfnuð-
inn og prestinn. Maður hlýtur að
velta því fyrir sér, hvort téður organ-
isti sé ekki í þjónustu kirkjunnar á
hæpnum forsendum, þeim að nota
kirkjuna og helgihald hennar til þess
að opinbera ljóma sinnar eigin dýrð-
ar, konu sinnar og kórs. Sé svo, þá
vil ég í allri vinsemd benda sóknar-
nefnd Langholtskirkju á þá einföldu
lausn, að segja honum upp störfum,
af því að það eru sóknamefndir, sem
eiga að ráða og segja upp starfsfólki
safnaðanna öðru en sóknarprestun-
um. Gæta þarf þess þá að láta það
sóknarnefndarfólk víkja, sem tengist
þessari deilu persónulega. Mun kona
organistans t.d. vera gjaldkeri sókn-
amefndar. Sé aftur á móti eitthvað
að embættisverkum prestsins, þá að
kæra hann til réttra yfirvalda og
krefja þessi réttu yfirvöld um skíran
úrskurð. Hér á ég við embætti hlut-
aðeigandi prófasts og biskupsins yfír
íslandi. Allt hálfkákið og Pílatusar-
þvottur kirkjustjórnarinnar, að ráð-
herra kirkjumála undanskildum,
sæmir ekki þeim sem tekið hafa að
sér yfirtilsjón í kristinni kirkju. Þetta
fáheyrða rógsmál verður kirkju-
stjórnin að leysa með réttum og
málefnalegum úrskurði ef hún vill
verðskulda traust fólksins í landinu.
Annars er á það hætt, að hún verði
öllu trausti rúin. Um þátt Sigurðar
Hauks, fyrrverandi sóknarprests, í
þessum óhugnaði öllum vil ég ekki
ræða. Minni hann aðeins á, að svo
mælir hver, sem hann er siðaður.
Eitt vil ég þó taka fram: Ég er sam-
mála þessum fyrrverandi kollega
mínum, að ekki sé nema einn Jón
Stefánsson kórstjóri og organisti í
íslensku Þjóðkirkjunni. En ég er líka
þeirrar skoðunar, að það sé einum
Jóni Stefánssyni of mikið. Guði verð-
ur aldrei réttilega þjónað með hroka
og sjálfsunun. En hann veitir auð-
mjúkum náð, jafnframt því sem hann
fer ekki í manngreinarálit.
I öllum auraustrinum og fúkyrða-
flaumnum, sem á síra Flóka hafa
dunið, hefur hann haldið stillingu,
sem er aðdáunarverð. Og ég hvet
alla, sem þessi orð mín lesa, að fara
í kirkju til síra Flóka og heyra og
sjá prest sem kann listina að lofa
Guð með því að benda á Guð í þjón-
ustu sinni en ekki á sjálfan sig.
SIGFÚS J. ÁRNASON,
formaður Prestafélags Austurlands og
sóknarprestur á Hofí í Vopnafirði.
Tilbreytingar
í mannlífinu
Frá Sveini Kristinssyni:
ÉG LAS í þýsku tímariti eigi alls fýr-
ir löngu, að fyrir um það bil sjö árum
hefði munað afar litlu, að jörð vor
yrði fyrir hnattbroti, með þeim trú-
legu afleiðingum, að mest allt líf á
jörðu hefði tortímst. Mér skildist, að
það hefði verið eins konar afbrigði
frá því eðlilega, miðað við þáverandi
stöðu „himintungla" að svo fór eigi.
Flestum mun enn í ferku minni,
þegar nokkur risastór hnattbrot
skullu á reikistjörnunni Júpiter fyrir
tveimur til þremur árum. Þau eru
talin hafa myndað nokkra djúpa gíga
í þessa risastjömu og hefðu eflaust
tortímt þar öllu lífí í stórum svæðum
hefði slíkt verið fyrir hendi.
Atburðirnir á Júpiter minntu okk-
ur enn einu sinni á, hversu allt líf
okkar er fallvalt og hve varnarlitlir
við erum gegn aðskiljanlegum uppá-
komum náttúrunnar. Kannski höfðu
sumir okkar jarðarbúa gleymt því í
bili, að við erum háðir duttlungum
fleiri náttúrufyrirbæra en misviturra
stjórnmálamanna.
Menn hafa eflaust gott af því að
vera minntir á, að lífið er af sjálfu
sér svo spennandi og áhættusamt
fyrirtæki, að algjör óþarfi er fyrir
menn, að vera að auka á þá spennu
með hernaðarbrölti um lendur ná-
grannans. En sumir hafa viljað skýra
hemaðarbrölt með því, að ýmsum
finnist lífíð of tilbreytingarlítið ella.
Satt er það, að nokkur tilbreyting
kann að vera í því að myrða eða pynda
konur, börn og vamarlausa sjúklinga,
en ætli sú tilbreyting sé holl fyrir
sálarlífíð, þegar til lengdar lætur?
Eigi veit ég, hvort vísindin komast
nokkurn tímann á það stig, að geta
varist með einhveijum árangri þeim
hugsanlegu ógnum utan úr himin-
geimnum, sem vikið var að. Margs
konar tækniþróun gerist reyndar
með talsverðum hraða, þótt enn sé
henni að stórum hluta beitt til víg-
búnaðar. Kannski er ekki útilokað,
að einhvern tímann takist að gera
þennan hugsanlega voða viðráðan-
legri, ef mannkyninu endist aldur til.
Ekki mun mönnum veita af að
snúa bökum saman í þeirri viðleitni,
þótt þeim kunni að fínnast meira
spennandi að myrða nærliggjandi
þjóðarbrot.
Aðsteðjandi vígahnettir munu hins
vegar trauðla gera upp á milli þjóða-
brota. SVEINN KRISTINSSON,
Þórufelli 16, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni U1 birtingar. teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.