Morgunblaðið - 10.01.1996, Side 56
V í K I
G.
MORGUNBLAÐW, KWNGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Sverrir
Treysta spákonunni
Væntanlegur geisladiskur hjá MM
Islendingasögur
og orðstöðulykill
Útgáfa fyrir almenning
Jarðhiti á
Drangs-
nesi
Drangsnesi. Morgunblaðið.
MIKLAR væntingar eru bundnar við
að heitt vatn fínnist á Drangsnesi
eftir að boruð var ein 100 metra
rannsóknarhola í þorpinu.
Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps
ákvað á síðasta fundi sínum að ganga
að tilboði Jarðborana hf. um borun
á 100 metra neysluvatns- eða rann-
sóknarholu á Drangsnesi. Jarðborinn
Ýmir var notaður til verksins.
Ekki ákveðið með
frekari boranir
Mjög miklir erfiðleikar hafa verið
með vatnsöflun fyrir rækjuvinnsluna
undanfarið og hafa menn verið að
leita leiða til að bæta þar úr. Var
ákveðið að reyna borun eftir vatni
þótt möguleikar á góðum árangri
væru að vísu ekki taldir miklir.'
Þessi borun bar engan árangur
til vatnsöflunar fyrir rækjuvinnsluna
en við mælingu kom í Ijós að hiti á
hundrað metra dýpi er um 25 gráð-
ur. Ekki er ennþá farið að taka neina
ákvarðanir um frekari boranir en
þessi hiti sem mældist í þessari einu
holu gefur mjög góðar vonir um að
nægjanlegt heitt vatn finnist fyrir
Drangsnes annaðhvort í þorpinu
sjálfu eða a.m.k. ekki langt í burtu.
-----------»-»■■♦----
Gerbreytt
inflúensu-
veira gæti
borist
GERBREYTT inflúensuveira gæti
borist til landsins á næstu árum.
Matthías Halldórsson aðstoðarland-
læknir segir að inflúensuveiran
breyti sér mikið á eins til tveggja
áratuga fresti og nú sé langt um
liðið síðan það hafi gerst.
Matthías segir að alltaf sé vitáð
fyrirfram hvaða stofnar séu í inflú-
ensunni áður en hún berst hingað
til lands. Hún byijar að ganga ann-
ars staðar á hnettinum að vorlagi
og berst hingað á tímabilinu frá
nóvember fram að páskum. Ekki
sé vitað hvað valdi henni en þó telji
ýmsir að veiran sé m.a. upprunnin
frá fuglum. Aldrei kemur nema ein
inflúensa á hveiju ári.
íslendingar bólusetja mest
„Inflúensuveiran breytir sér allt-
af frá ári til árs. Þess vegna þarf
alltaf að bólusetja fyrir henni aftur.
Það eru engar stórkostlegar breyt-
ingar á yfírborði veirunnar núna frá
því sem verið hefur. A tíu til tutt-
ugu ára fresti breytir hún sér veru-
lega mikið en það hefur ekki gerst
núna í mörg ár. Þá gengur hún
gjarnan yfir með meiri látum en
annars. Spánska veikin 1918 var
inflúensa. Svo hættulegt afbrigði
hefur ekki komið í langan tíma en
með alllöngu millibili breytir hún
sér þannig að fleiri leggjast en ann-
ars. Það gæti farið að gerast ein-
hvern tíma núna að hún breyti sér
verulega. Þá verður væntanlega
bólusett meira en þó er þegar gert
núna. Islendingar fá bóluefni gegn
inflúensu hvað mest allra þjóða, eða
u.þ.b. 40 þúsund skammtar á ári,
sem er meira en gengur og gerist
annars staðar,“ segir Matthías.
JARÐVEGSVINNA vegna
stækkunar álversins í Straums-
vík var í fullum gangi þegar ljós-
myndara bar að garði eins og sjá
má. Halldór Ingólfsson, verk-
fræðingur Valar hf., sagði að
veðrið hefði leikið við verktak-
ann og verkinu miðað samkvæmt
áætlun. „Við höfðum gert ráð
fyrir að verkinu yrði lokið um
miðjan maí. Nú er farið að tala
um að flýta því um einn til einn
og hálfan mánuð. Endanleg
ákvörðun hefur hins vegar ekki
verið tekin,“ sagði hann og hafði
Undanfarnar vikur hafa farið
fram viðræður íslenzkra og banda-
rískra embættismanna um endur-
skoðun samkomulags þess, sem und-
irritað var milli ríkjanna 4. janúar
1994. Það samkomulag kvað á um
varnarviðbúnað og mannafla í Kefla-
víkurstöðinni næstu tvö árin. í því
voru jafnframt ákvæði um að endur-
skoða skyldi samkomulagið í lok
þess tveggja ára tímabils. Með sam-
komulaginu skuldbundu ríkin sig til
„að gera það sem í þeirra valdi stend-
ur til að draga úr kostnaði við rekst-
ur Keflavíkurstöðvarinnar“.
Viðræður embættismannanna
standa enn, þótt komið sé fram yfir
áramótin. Ein ástæða þess að þær
hafa dregizt á langinn, er krafa
Bandaríkjamanna um útboð á fram-
ekki áhyggjur af því að veðrið
myndi spilla fyrir. „Við höfum
treyst á spákonu í Skagafirðin-
um. Hún spáði vondri tíð hálfan
mánuð fyrir jólin en síðan góðu
fram í mars. Fyrri hlutinn hefur
gengið eftir og við eigum ekki
von á öðru en seinni hlutinn
standist líka.“
Halldór sagði að vinna hefði
hafist 25. nóvember og búið væri
að keyra út rúmlega tveimur
þriðju hlutum efnis. Þijátíu til
fjörutíu starfsmenn vinna að
jafnaði við grunninn.
kvæmdum, með vísan til áðurnefnds
fyrirheits um sparnað.
Enn einkaréttur á fram-
kvæmdum fyrir bandarískt fé
Einkaréttur íslenzkra aðalverk-
taka á framkvæmdum á Keflavíkur-
flugvelli, sem Mannvirkjasjóður Atl-
antshafsbandalagsins greiðir fyrir,
var afnuminn 1. apríl á síðasta ári
eftir að stjórn sjóðsins hafði gert það
að skilyrði _ fyrir áframhaldandi
greiðslum til Islands. Verkefni á veg-
um sjóðsins verður að bjóða út, ýmist
á innanlandsmarkaði eða í öllum að-
ildarríkjum NATO. Jafnframt voru
samningar varnarliðsins um kaup á
vöru og þjónustu gefnir fijálsir 1.
apríl og hafa til dæmis hótelbókunar-
kerfi varnarsvæðisins, fólksflutning-
Á NÆSTUNNI kemur út heildarút-
gáfa á íslendingasögunum ásamt
orðstöðulykli hjá Máli og menningu
en útgáfa þessi er einkum ætluð
fræðimönnum. Halldór Guðmunds-
son, útgáfustjóri Máls og menning-
ar, vonast til að geisladiskurinn
muni koma út í næsta mánuði.
„Þetta er fræðileg útgáfa, fyrir
fræðimenn og háskólasöfn, því sög-
unum fylgir svokallaður orðstöðu-
lykill íslendingasagna. Orðstöðulyk-
illinn sýnir öll orð Islendingasagn-
anna og hvar þau standa í samhengi
þar sem orðmyndir eru felldar sam-
an. Þetta er yfirfarinn og nánast
handunninn lykill sem er alls um 60
megabæt en Islendingasögurnar
sjálfar eru ekki mjög stórar eða um
fimm megabæt," sagði Halldór.
Orðstöðulykillinn var unninn af
fræðimönnum við Háskóla íslands,
aðallega þeim Eiríki Rögnvaldssyni
og Örnólfi Thorssyni en fyrirtækið
Úrlausn/Aðgengi hf. sá um alla
tölvuvinnslu.
FULLTRÚAR íslensku álviðræðu-
nefndarinnar áttu í gær könnunar-
viðræður í London við forráðamenn
álfyrirtækjanna þriggja sem mynda
Atlantsálhópinn, þ.e. Alumax, Hoo-
govens og Gránges. Tilefni fundarins
var að kanna hvort fyrirtækin hefðu
enn áhuga á að reisa álver á Keilis-
nesi. Niðurstaðan varð sú að aðilar
halda viðræðum áfram.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra
sagði að fulltrúar íslenskra stjórn-
valda hefðu farið til fundarins til að
ar og útgáfa tímarits verið boðin út.
Eftir stendur hins vegar einkaréttur
íslenzkra aðalverktaka ásamt Kefla-
víkurverktökum á nýframkvæmdum
og viðhaldi, sem Bandaríkin greiða
fyrir. Utanríkisráðuneytið tilnefnir
þessi fyrirtæki til að sinna ýmsum
framkvæmdum, sem varnarliðið
hyggst ráðast í.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur varnarliðinu þótt það
verð, sem það hefur greitt íslenzku
verktakafyrirtækjunum, of hátt.
Þótt varnarliðið hafi haft ýmislegt
hagræði af því fyrirkomulagi, sem
hefur verið ríkjandi, telja menn æ
erfiðara að veija það fyrir banda-
ríska fjárveitingarvaldinu, sem
krefst niðurskurðar og sparnaðar.
Jafnframt þykir ýmsum aðilum. í
bandaríska, stjórnkerfinu það ekki
eðlilegt að íslenzka ríkið, sem á meiri-
hluta í Aðalverktökum, hagnist þann-
ig á viðskiptum við varnarliðið. Ríkis-
sjóður á 52% hlut í Aðalverktökum,
Sameinaðir verktakar, sem eru í eigu
ýmissa einstaklinga og fjölskyldna,
„Við tókum á sínum tíma við út-
gáfu Svarts á hvítu á íslendingasög-
unum með nútímastafsetningu og
höfum reynt að fylgja því eftir í rit-
röðinni íslenskri klassík," segir Hall-
dór. Hann sagði að þarna væri um
gífurlegt magn texta að ræða og
fræðimenn hefðu sýnt mikinn áhuga
á að komast yfir efnið á tölvutæku
formi. Sagði hann að úgáfa þessi
auðveldaði bæði stílfræði- og mál-
fyæðirannsóknir.
Halldór sagði að hugurinn stæði
svo til þess að gefa íslendingasög-
urnar út á geisladiski fyrir almenn-
ing, ásamt t.d. orðskýringum og
ættartölum.
Halldór sagði ljóst að margir
stunduðu rannsóknir á íslendinga-
sögunum og hefðu áhuga á þessu
efni, ekki aðeins á íslandi, og benti
í því sambandi á að t.d. í Þýska-'
landi væru íslendingasögur lesnar
við 18 háskóla.
fá úr því skorið hvort vilji væri hjá
álfyrirtækjunum til að halda sam-
starfinu áfram. Finnur sagði að aðil-
ar hefðu hist nokkrum sinnum und-
anfarin ár en niðurstaðan ætíð orðið
sú að ekki væri tímabært að hefja
samningaviðræður.
„Niðurstaða þessa fundar var hins
vegar sú að samstarfi verði haldið
áfram. Hver og einn ætlar að skoða
málin betur á næstu vikum og hittast
síðan aftur án þess þó að tímasetning
væri ákveðin," sagði iðnaðarráðherra.
eiga 32% og Reginn hf., sem er í
eigu Landsbankans, á 16%.
ísland vill umþóttunartíma
Morgunblaðinu er kunnugt um að
íslenzk stjórnvöld telja sig vart geta
samþykkt kröfur Bandaríkjanna
nema að fá nokkurra ára umþóttun-
artíma, sem notaður yrði til að að-
laga starfsemi Aðalverktaka ‘breyt-
ingunum og koma hinum miklu eign-
um fyrirtækisins í verð. Aðalverk-
takar hafa á undanförnum misserum
leitað nýrra verkefna, bæði á innan-
landsmarkaði og erlendis, til að búa
sig undir samdrátt verkefna á Kefla-
víkurflugvelli.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra greindi frá því fyrir skömmu
að gert væri ráð fyrir að fram-
kvæmdir á vegum Mannvirkjasjóðs-
ins næmu 20-25, milljónum Banda-
ríkjadala á þessu ári, eða á bilinu
1.300-1.600 milljónir króna. Fram-
kvæmdir greiddar af varnarliðinu
myndu hins vegar kosta um 48 millj-
ónir dala eða 3,1 milljarð króna.
Krafa Bandaríkjanna í viðræðum um sparnað í Keflavíkurstöðinni
Einkaréttur Aðalverktaka
verði endanlega afnuminn
BANDARÍKIN hafa í viðræðum við íslenzk stjórnvöld um endurskoðun
tveggja ára gamals samkomulags um varnarstöðina á Keflavíkurflug-
velli, farið fram á að fyrirkomulagi verktöku á flugvellinum verði breytt
og framkvæmdir á vegum varnarliðsins boðnar út til að lækka kostn-
að. Þannig yrði einkaréttur íslenzkra aðalverktaka á framkvæmdum,
sem greiddar eru af Bandaríkjunum, endanlega afnuminn.
Fundur Islendinga og Atlantsálhópsins
Samstarfi haldið áfram