Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR ÍSLENSKT tal; úr myndinni „Babe“. 36.000 hafa séð Ace 2 Reyfari valin besta myndin í Bretlandi BEST af þeim öllum; úr Reyfara. ÆT ÆT JT I BIO ENN berast fréttir af talsetningu mynda. { þetta sinn vinna Sam- bíóin að því að setja ís- lenskt tal á sérstaklega vinsæla ástralska mynd sem heitir „Babe“ og er um lítinn grís sem gerist fjárhundur. Það má segja að myndin hafi farið sigur- fðr um heiminn en fram- leiðandi og annar hand- ritshöfundur er leikstjór- inn George Miiler. Mar- grét Vilhjálmsdóttir fer með titilhlutverkið í ís- lensku talsetningunni en leikstjóri hennar er Öm Árnason. íslenskar talsetningar á bamamyndum færast mjög í vöxt og falla í góðan jarðveg; vinsæl- asta mynd síðasta árs var Disneyteiknimyndin Konungur ljónanna með íslensku tali. „Babe“ er ekki teiknimynd heldur leikin bæði af mönnum og ekki síst dýmm og virðist ein af þessum myndum sem tilvalið er að taisetja fyrir ísiensk- an markað. ÍRÖNSK saga; úr Hvítu blöðrunni. Að kaupa gullfisk FYRSTA mynd íransks leikstjóra hefur hvar- vetna hlotið lof og viðurkenn- ingu en hún heitir Hvíta blaðran og segir af ungri stúlku í stórborg sem heldur á markaðinn að kaupa gull- fisk. Myndin hlaut Camera D’Or verðlaunin á síðustu Canneshátíð og alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin. Jafar Panahi heitir leik- stjórinn og þykir takast ein- staklega vel að lýsa hættum þeim sem mætt geta ungri stúlku á leið á markaðinn og fær hann einnig lof fyrir hversu raunverulega mynd hann gefur af daglegu Iífi í stórborg. Stelpan hetjar pen- inga af móður sinni fyrir físk- inn en missir þá strax í hend- ur á pörupiltum. Hún endur- heimtir þá en glatar þeim svo aftur og allan tímann finnst áhorfandanum ógnir blasa henni við á næsta götuhomi. Panahi lét ungu leikarana sína ekki vita af hvað gerðist næst í myndinni til að fá hjá þeim náttúruleg viðbrögð. Myndin er nú sýnd í Bret- landi og hefur hlotið góða dóma. ALLS höfðu um 36.000 manns séð Ace Vent- ura: Náttúran kallar með Jim Carrey í Sambíóunum eftir síðustu helgi. Þá höfðu 46.000 manns séð James Bond í Sambíóun- um, Háskólabíói og Borgar- bíói á Akureyri, 20.000 Pocahontas, 19.000 „Dan- gerous . Minds“, 11.000 Leigumorðingja og 6000 Góðkunningja lögreglunnar. Sambíóin og Stjömubíó frumsýndu „Money Train“ um þessa helgi en næstu myndir Sambíóanna eru m.a. „Heat“ með A1' Pacino og Robert De Niro, „Father of the Bride 2“ með Steve Mart- in, „Something to Talk Abo- ut“ með Julia Roberts, ástr- alska fjölskyldumyndin „Babe“, sem sýnd verður með íslensku tali og „Fair Game“. Einnig munu Sambíóin frumsýna með Stjörnubíói ævintýramyndina „Jumanji" þann 23. febrúar. ESENDUR breska kvikmyndatímaritsins Empire völdu nýlega 100 bestu kvikmyndir sem gerðar hafa verið og trónir Reyfari Quentin Tarantin- os á toppnum. Hann á líka mynd í þriðja sæti, „Res- ervoir Dogs“. Bretar eru sérlega upp- teknir af Tarantino en list- inn er foi-vitnilegur því all- ur almenningur segir álit sitt en ekki fagmenn. Því kemur kannski ekki á óvart að Stjörnustríð er í öðru sæti listans og „Aliens" þykir miklu betri en frum- myndin,„Alien“. Guðfaðirinn kemst í sjötta sæti og Casablanca í það tíunda. Mynd Stanley Kubricks, „2001: A Spave Odyssey“, er í þrítugasta sæti og í næsta sæti á eft- ir kemur Hjartarbaninn. Tortímandinh eitt þykir mun betri en Tortímandinn tvö og Fjögur brúðkaup og jarðarför er í þrítugasta og áttunda sæti en E.T. í fimmtugasta og áttunda. Borgari Kane nær fjórt- ánda sæti en skammt þar frá er mynd eins og „True Romance" í átjánda sæti en skýringin á vinsældum hennar er sjálfsagt sú að Tarantino skrifar handrit- ið. Meðal annarra mynda á listanum má nefna Shaws- hank fangelsið (53), Píanó- ið (48), „The Good, The Bad and the Ugly (37), „Blue Velvet“ (46) og í hundraðasta sæti er Há- lendingurinn. UNýjasta myndin sem Jack Nicholson hefur samþykkt að leika í heitir Blóð og vín eða „Blood and Wine“. Hann leikur bófa sem skot- inn er í sömu konunni og stjúpsonur hans. Með önnur hlutverk fara Stephen Dorff, Judy Davis og Mic- hael Caine, sem annars virtist gersamlega horfinn af sjónarsviðinu. Leikstjóri er Bob Rafelson sem áður stýrði Nicholson í „Five Easy Pieces“. UAstralski leikstjórinn Peter Weir mun fyrir víst gera myndina Truman- þáttinn eða „The Truman Show“ með Jim Carrey í aðalhlutverkinu. Hún fjall- ar um tryggingamann sem lendir í miklum hremming- um. Sagt er að hún sé fyrsta myndin þar sem Car- rey styðst ekki við gaman- leik. ULengi hafa menn ætlað að gera framhaldsmynd „An American Werewolf in London" eftir John Landis og nú er kominn skriður á málið. Framhaldið hefur hlotið nafnið „An American Werewolf in Paris“ og verður Anthony Waller leikstjóri. Með aðal- hlutverkið fer Julie Delpy að öllum líkindum en tökur hefjast nk. apríl. ■Sean Connery mun næst leika í nýrri hasarmynd þeirra framleiðenda Don Simpsons og Jerry Bruck- heimers („Crimson Tide“). Hún heitir Klettur- inn eða „The Rock“ og Ieik- ur Nicolas Cage á móti gamla Bond. Afhverju er ágúst metsölumánubur? Aðsókn minnkar KVIKMYNDAHÚSIN í Reykjavík hafa tekið saman heildar bíóaðsókn á síðasta ári og kemur í ljós að alls sóttu 1.208.805 manns kvikmyndahúsin árið 1995. Það er nokkur fækkun miðað við aðsóknina árið 1994 þeg- ar 1.242.000 manns sóttu bíóin samkvæmt tölum kvik- myndahúsanna en árið þar á undán, 1993, fóru 1.238.000 manns í Reykjavíkurbíóin. eftir Arnald Indriðoson Fækkunin á síðasta ári nemur nokkrum pró- sentum og er erfitt að spá um hvað henni veldur. Frumsýningum hefur ——fækkað með til- komu samsýn- inga bíó- anna og því fylgir að áhersl- an er í æ meira mæli lögð á færri og stærri og dýrari mynd- ir, sem líklegar eru til að taka mikið inn fyrstu sýn- ingarhelgina og vikuna. Þær höfða gjarnan mest til þess aldurshóps sem sækir bíóin sérstaklega mikið eða aldursins 12 til 25 ára. Minni og ódýrari myndirnar falla í skuggann af þeim og fá síðri aðsókn en ella. Einnig hefur sam- keppni bíóanna við aðra skemmtimiðla aukist með tilkomu nýrra sjónvarps- stöðva og meira framboðs efnis á síðasta ári. Þegar litið er yfir skipt- ingu heildaraðsóknarinnar áls teii® kvikmVndalÆis þús. manns 120 -=—■ 126.838 í mánuði staðfestist það sem löngum var vitað að síðari hluta sumarsins og í haustbyijun er aðsóknin mest. Þannig sóttu alls 126.838 manns kvik- myndahúsin í ágústmán- uði einum en það er um 10 prósent aðsóknarinnar á árinu. September er lítið síðri mánuður. Þá sóttu 120.470 manns bíóin. í október fóru 114.195 manns í bíó. Þetta eru þrír stærstu mánuðirnir á ár- inu fyrir utanjanúar. Virð- ist fara saman að skólarn- ir byrja, sumarhýran kem- ur í góðar þarfir og stóru sumarmyndirnar frá Hollywood eru komnar í bíóhús Reykjavíkur um þetta leyti. Janúar er þriðji aðsókn- armesti mánuður ársins; 118.399 fóru í bíó í janúar í fyrra. Orsakast það sjálf- sagt af aðsókninni kring- um áramótin þegar börn og unglingar eru enn í jólaleyfi og bíóin reyna að bjóða uppá eitthvað spenn- andi í þyijun árs. Mun t.d. nýja Jim Carrey myndin, 100 80 - 60 40 20 M M Aðsókn árið 1993 - samtals 1.238.000 manns Aðsókn árið 1994 - samtals 1.242.000 manns Aðsókn árið 1995 - samtals 1.208.805 manns „Ace Ventura 2“, sjálfsagt eiga stóran þátt í því að þessi janúarmápuður sem nú er að líða verði einn sá aðsóknarmesti á árinu. Slakasti mánuðurinn á síðasta ári var maímánuður en þá sóttu 71.189 manns bíóin. Vorið hefur löngum þótt rólegasti timinn í bíó- unum en aðstæður voru nokkuð sérstakar í fyrra því þá var haldin hér heimsmeistarakeppnin í handbolta og ljóst er að hún hefur haft talsverð áhrif á aðsóknina. Júní var aðeins betri en þá fóru 79.028 manns í bíó. Athygli vekur að að- sóknin rýkur upp í mars en þá fer fram hin árlega óskarsverðlaunahátíð í Los Angeles og stilla bíóin upp mögulegum óskarsverð- launamyndum, sem ekki hafa þegar verið sýndar. Virðist það gefast vel. Alls fóru 101.228 manns í bíó í mars en liðlega 93.000 mánuðina á undan og eft- ir. Desember og mars hafa mjög svipaða aðsókn. 101.704 fóru í bíó sl. des- ember en jólamyndaúrval- ið var kannski óvenju gott og James gamli Bond reif upp aðsóknina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.