Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTONLIST 3 afespwiftSStemwmölifelPiS >J\Mmitssii® yp ?j tv3\ v * K f|pí j í | %albááffm íTIMFI ras. rl 1 «4 J lt#l ' 1 EINN helsti upptökustjóri rokksins um þessar mundir er Butch Vig, sem sat við takkana þegar Nirvana tók upp Nevermind og Smashing Pumpkins tók upp Siamese Dream. Honum þykir þó ekki nóg að stýra tækjunum, hann vill semja og flytja líka og því stofnaði hann hljómsveitina Garbage með vinum sínum. l-cutch Vig segir að þeir félagar 'hafi leikið saman í hljómsveit á árum áður en eftir því sem meira var að gera í upptökustjórninni lögðu þeir sveitina á hilluna. Það var svo þegar þeir tóku að end- urhljóðblanda og taka J)á upp aftur drjúgan hluta laganna WmS sem voru endurunnin að þeir uppgötvuðu á ný hve gaman var að spila. Svo fór að þeir kölluðu saman í hljómsveit og réðu í fram- línuna skosku söngkonuna Shirley Manson. Þó Butch Vig sé helst þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í upptökustjórninni verður tónlist Garbage ekki kölluð ann- að en popp, þó sérkennilegt sé á köflum. Hann er og ekkert að skafa utan af því; segist hafa alist upp á poppi og þegar Manson slóst í hópinn varð það ofaná. Vig vill ekki gera of mikið úr velgengni sinni sem upp- tökustjóra, segir að Garbage sé aðalatriðið sem stendur og nafnið valið til að undirstrika að hann sé ekki að setja sig á háan hest. AÐAL RAPPSINS er að það tekur sífelldum breytingum, enda má segja að rapptónlistarmenn séu þeir tónlistarmenn sem hvað best fylgjast með; þeir eru alltaf að leita að skemmti- legum lagbútum til að nýta í undirspil. Framan af sóttu menn innblástur í frumfönk og rytmablús, fetuðu sig síðan í átt að meiri ein- faldleika og svo aftur í rytmablúsinn eins og sannaðist eftirminnilega í vinsælasta lagi ársins um allan heim, stað þess að lofa lastalífið sneri hann við blaðinu og tók að vara félaga sína við leið- inni til heljar. Ekki þótti það sölulegt og það var ekki fyrr en eftir sjö ára streð að Coolio, sem félagar hans kalla Coolio Eglasias til gamans, komst á samning eftir Árna Matthíasson eins velgengni og Gangsta’s Paradise hefur notið. Lagið varð til á skömmum tíma, Coollio heyrði textalausa prufu hjá félaga sínum, sem er reyndar búinn að gefa út eigin útgáfu af laginu, og fylltist slíkum innblæstri að klukkustund síðar var text- inn tilbúinn. Hann segir að hann hafi lengi verið búinn að gerjast innra með sér, en leggur áherslu á að hann sé ekki talsmaður eins eða neins; það sé mat hans að vandamál litra íbúa Gangsta’s Paradise með Coolio. Gangsta’s Paradise var tvimælalaust vinsæl- asta lag ársins, smáskífan seldist í bílförmum, myndband við lagið var sýnt í sífellu í tónlist- arsjónvarpinu MTV og öll tónlistarblöð voru undirlögð Coolio stóran hluta ársins. Segja má að þar með hafi rappið loks náð almannahylli, en löngum hafa rokk- og popp- vinir haft illan bifur á rapp- inu. Harðir rappaðdáendur láta sér þó fátt um finnast; að þeirra mati er Coolio varla rappari. Útdópaður síbrotamaður Leið Coolio á toppinn var þymum stráð og þegar hann var orðinn útdópaður sí- brotamaður á sextánda árinu áttu fáir von á að hann næði að verða að manni. Hann vann sér þó snemma orð fyrir rapp sem var kyrfilega á bófarapplínunni, enda lifði vinsældir lagsins að það er afskaplega grípandi og vel saman sett og í stað þess að verða uppfylling í kvikmynd- inni Dangerous Minds eins og ætlað var varð það helsta aðdráttarafl hennar, aukin- heldur sem diskur með tón- list úr myndinni seldist í gríðarlegu upplagi. Fyrir skemmstu kom svo út önnur breiðskífa Coolios, heitir eðlilega Gangsta’s Paradise, og er upp full með popprappi því sem er aðal hans. Þegar hefur annað lag VI NSÆLASTA LAGIÐ A ARINU hann bófalífi, stal, laug og sveik til að komast yfir fíkniefni og ánetjaðist á end- anum krakki, sem er yfirleitt endastöð dópistans. Þá var það að bróðir hans, Spoon, kom honum til bjargar og þvingaði í meðferð. Eftir tveggja ára meðferð og end- urhæfingu kom fram nýr og breyttur Coolio, all sér- kennilegur útlits til höfuðs- ins eins og sjá má á myndum, og rappið hafði líka breyst, í hjá stöndugri útgáfu. Fyrsta smáskífan á þeim samningi var Fantastic Voyage, sem sló í gegn og platan, It Takes a Thief, seldist afskaplega vel. Þrátt fyrir gæfulegt upp- haf á útgáfuferlinum áttu fæstir, og Coolio einna síst að eigin sögn, von á annarri Bandaríkjanna sé ekki að bleiknefjar haldi þeim niðri, heldur að þeir sem eigi pen- inga troði á þeim sem ekkert eiga. Líklega hefur það sitt að segja hve Coolio fellur að smekk manna nú um stundir að hann er ekki að ögra neinum; textamir byggjast ekki á kveníyrirlitningu og ofbeldisdýrkun og eina dópið sem kemur við sögu skapar vandamál. Mestu réð þó um af plötunni, Too Hot, þar sem varað er við alnæmi, notið hylli og eflaust eiga fleiri eftir að sigla í kjölfarið. Hann dregur ekki dul á það að fíknin og niðurlæging hennar hafi verið við að gera útaf við hann, en ekki sé sá hluti lífs hans alvondur, því hann hafí gefið honum innsýn í skúmaskot lífsins og þannig kleift að snúa öðrum af villu síns vegar. í VALI á helstu plötum síðasta árs gat oft að líta nafn Öxnafurðusveitarinnar Radiohead vegna plötu hennar The Bends. Platan hefur og siglt örugglega upp breska vinsældalistann í kjölfarið, sem er vel því hún er vel að heiðrinum komin. Radiohead á sér tíu ára sögu sem hljómsveit, þó ekki hafi hún látið verða af því fyrr en 1992 að senda frá sér breiðskífu, Pablo Honey. Sú seldist ekki nema miðlungs vel og ekki var annað að merkja en hún yrði alfa og omega Radiohead. Þá var það ári síðar að bandarísk ungmenni uppgötvuðu lagið Creep og eftirleikurinn var auðveldur. Snemma á síðasta ári kom svo út TILFIWMINGARÍK TILVISTARKREPPA áðurnefnd plata, The Bends, og seldist vel. Aðal Radiohead er söngur leiðtoga sveitar- innar Thoms Yorkes, sem hefur ekki beint útlitið með sér, en bætir það upp með mergjaðri sviðs- framkomu og tilfínningaríkum tilvistarkreppu- textum. Sjálfur segist hann laus við alla duld og flækjur, en þess má geta að í viðtali við Vox fyrir skemmstu lét hann þau orð falla að uppáhalds plata hans væri Post Bjarkar Guðmundsdóttur, enda sé hann ásthrifinn af henni. Rokkmennt - Einn nem- enda Nýja músíkskólans. Rokk, popp blús og techno NÝI MÚSÍKSKÓLINN hefur starfað undanfarin misseri og helst sérhæft sig í að kenna rokk, popp og blús. A nýrri önn, sem hófst reyndar fyrir tæpri viku, er meðal annars boðið upp á techno-nám, enda teccho geysivinsælt nú um stundir. Hljóðfærakennsla Nýja músíkskólans fer fram í einkatímum, en einnig eru myndaðar hljómsveitir til að kenna samspil. Hljóm- sveitirnar, sem æfa undir stjórn kennara, koma síðan saman í lok annarinnar og halda sameiginlega tón- leika. Meðal nýjunga á vor- önn er áðurnefnt techno- námskeið, sem áður er getið, þar sem Birgir Birgisson og Mágnús „Legó“ Guðmundsson kenna, en þeir félagar skipa hljómsveitina T-World. Auk þessa hefur Nýi músík- skólinn komið sér upp full- komnu 24 rása hljóðveri, sem verður meðal annars nýtt til að taka upp leik nemenda, en ætlunin er að samspilshóparnir hljóðriti úrval þeirra laga sem æfð eru um veturinn og hver nemandi fær síðan snældu með upptökunum undir lok annarinnar. Yfirkennarar Nýja mús- íkskólans eru Björn Thor- oddsen, Stefán S. Stefáns- son, Gunnar Hrafnsson og Asgeir Óskarsson. MGAMALT bítlamet var slegið í liðinni viku þegar Spaceman, lag hljómsveit- arinnar Babylon Zoo, skaust beint í efsta sæti breska vinsældalistans. Alls seldust um 500.000 ein- tök fyrstu vikuna, en lagið er þekkt úr Levi’s-aug- lýsingu sem mikið hefur verið sýnd í MTV- sjónvarpsstöðinni. Ekki er þessi uppákoma síst merki- leg fyrir það að þetta var fyrsta smáskífa sveit- arinnar, en með þessum hamagangi velti hún smá- skífu George Michaels í annað sætið, en fyrir hvert eintak af lagi Michaels seld- ust tíu eintök af Spaceman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.