Morgunblaðið - 28.01.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.01.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 B 15 daginn jafnfætis þeim sem jöskuðu út bílum sínum með þjösnaskap. Þeir voru tveir eða þrír í rauðamöl- inni sem gerðust atvinnuflugmenn, fóru til Kanada og lærðu þar að fljúga." Eftir stríðið skipti Björn úr vö- rubílaakstrinum og vann við að aka strætisvögnum í átta ár. Árið 1955 fékk hann atvinnuleyfi sem leigubfl- stjóri og mátti ekki hafa annað starf meðfram. „Ég var alltaf á Hreyfli, hafði kallnúmer 231 og bílnúmer R 6510. Ég kunni ágætlega við leigu- aksturinn. Maður þurfti reyndar að keyra dálítið á nóttunni, vinnudag- urinn var langur ef það átti eitt- hvað að hafast." Fyrsti bíllinn var af gerðinni Chevrolet og sá eini af fimm leigu- bílum sem Björn keypti í skuld. Hann átti orðið skuldlausa íbúð en ekki fyrir bflnum. „Ég fékk helm- inginn að láni hjá frænda mínum og vann svo baki brotnu til að end- urgreiða skuldina sem fyrst. Hann var svo hrifinn af því hvað ég stóð vel í skilum að hann færði okkur kartöflupoka og kjötskrokk um haustið,“ segir Björn. Síðasta leigu- bílinn, Mazda 1981, á Björn enn og segir hann í góðu standi. Hann hætti akstrinum 75 ára gamall 1988. Vantaði eitthvað að gera En hvað kom til að Björn fór að læra að fljúga á þeim aldri sem' flestir fara að draga saman seglin? „Mig vantaði eitthvað til að gera utan vinnutíma. Ekki gat ég farið í hestamennsku og kemst lítið yfír nema í bíl. Það gerir fóturinn," seg- ir Bjöm. Það voru áhöld um hvort sú fötlun yrði honum einnig farar- tálmi í fluginu. Þegar Björn fór að fljúga þurftu flugmálayfirvöld að kanna fordæmi frá öðrum löndum um hvort flug- menn með viðlíka fötlun fengju flugleyfi. „Ég sat í bílnum niður á Hlemmi í blíðskaparveðri þegar hnippt var í öxlina á mér í gegnum opinn gluggann," segir Bjöm. „Það síður að ég færi einn norður en hún hleypti mér einum í Húsafell og austur að Vík í Mýrdal.“ Björn seg- ir að frúin hafi sjaldan komið með sér í flugferðir, verið heldur hrædd við að fljúga. En skyldu börnin hafa erft flugáhugann? „Nei, því miður,“ segir Bjöm. „Ég ætlaði öðrum stráknum í flugið, en hann hafði ekki áhuga. Dóttursonur minn, Björn Þórbjarnarson, lærði flugvirkjun í Bandaríkjunum og vinnur við það. Svo er bróðurdóttir mín, Brynja Sigurðardóttir, mikil flugkona. Hún var flugkennari hjá Flugtaki og fór síðan til Bandaríkj- anna að læra á þyrlu." Aldursforseti flugmanna Bjöm segir flugferil sinn að mestu áfallalausan. „Ég hef verið heppinn síðan ég eignaðist hlut í flugvél. Það komu fyrir atvik áður. Einu sinni var ég að setja í gang flugvél frá Elíeser í Flugstöðinni og þá kviknaði í vélinni. Það dreif þarna að fólk og fyrstir á vettvang vom flugkennarar. Þeir héldu að ég hefði orðið hræddur - en ég hafði ekki vit á því. Þeir drifu mig upp í aðra vél með það sama. í annað sinn var ég að snerti- lenda á Reykjavíkurflugvelli, maður lendir vélinni og tekur svo strax aftur af. Rétt þegar ég ætlaði að lyfta mér þá drapst á mótomum. Ég lét strax vita af þessu og þeir báðu mig bara að láta vélina renna útaf brautinni til að trufla ekki aðra umferð." Björn fer í læknisskoðun á hveiju ári og hann segist langa til að fljúga eins lengi og stætt er. „Mér skildist á Úlfari Þórðarsyni augnlækni að ég væri aldursforseti þeirra sem em að fljúga hér á landi. Ég hef verið heppinn með sjónina og get lesið gleraugnalaust, ég er reyndar fljót- ari að lesa með gleraugum. Núna í skammdeginu finnst mér best að fljúga upp úr hádeginu, þá er bjart- ast. Ég flýg þegar tækifæri gefst til og á eiginlega ekki önnur áhuga- mál en flugið.“ „Þeir sögðu að ég gæti ekkiíarið fram ámikið meira eftir að hafa tengiðs vona flott númerr BJÖRN lenti oft á Eyjólfsstaðabökkum í Vatnsdal. Hér er hann (t.v.) ásamt Ingvari Steingrímssyni sem var bóndi á Eyjólfsstöðum. Þegar Ingvar var 12 ára var hann ásamt föður Bjöms, Guðmundi Magnússyni, á leið ofan úr Svínadal í Vatnsdal að inna af hendi fjallskil. Þetta var seint í september og veður vont. Rétt ofan við Stóru-Gi(já varð Guðmundur bráðkvaddur og h(jóp Ingvar að bænum til að ieita hjálpar. var þá Siggi flug (Sigurður Jóns- son). Hann sagðist vera að fara á fund í útlöndum og niðurstaðan um hvort ég fengi að fljúga lægi fyrir innan mánaðar. Það varð úr að mér var leyft að fara í sólóprófið, sem ég tók 23. mars 1971, og ég fékk skírteini númer 1333. Þeir sögðu að ég gæti ekki farið fram á mikið meira eftir að hafa fengið svona flott númer!“ Björn ætlaði að halda áfram og fara á námskeið fyrir verðandi einkaflugmenn að loknu sólóprófinu en fjölskylduhagir settu strik í reikninginn. Dóttir hans, þá 23 ára gömul og gift kona, fékk krabba- mein sem dró hana til dauða. Við þær kringumstæður treysti Björn sér ekki á námskeiðið og hefur lát- ið sér nægja að fljúga sóló. Teitur Whisky Oddur Björn á íjórðung í flugvél af gerð- inni Cessna'150. Vélin hefur ein- kennisstafína TF-TWO. Björn segir að meðeigendumir eigi aðrar flug- vélar og því megi heita að hann hafí „Teit Whisky Odd“ útaf fyrir sig. Þetta er þriðja vélin sem þeir félagar eiga, hinar fuku báðar og skemmdust. Vélin er geymd í skýli á Tungu- bökkum í Mosfellsbæ og Björn fer hvenær sem fært er að fljúga upp- eftir og tekur smá rúnt um loftin blá. í leiðinni kemur hann gjarnan við hjá dóttur sinni og fjölskyldu hennar sem býr 1 Mosfellsbæ. „Það er mjög frjálst og heimilislegt að vera þarna uppfrá,“ segir Björn. „Þetta er sérstakt vallarsvið og maður þarf sjaldan að bíða eftir flugtaksheimild. Ef við erum fleiri að fljúga þá pössum við þetta sjálf- ir. Ég flýg sjaldnast lengi í einu, er kannski 15-20 mínútur í loftinu og nota tímann mest til að æfa lend- ingar. Ég gerði mikið af því hér áður að fljúga upp í Húsafell eða þá norður í Vatnsdai. Meðan sonur minn og tengdadóttir bjuggu á Tálknafírði skrapp ég oft þangað. í þessar lengri ferðir tók ég einhvern með mér sem var með einkaflug- mannspróf og að safna tímum. Það kom sér vel fyrir báða. Konan vildi PARKETSLÍPUN Sigurðar Ólafssonar Viö gerum gömlu gólfin sem ný Slmi: 564 3500 - 852 5070 - kjarni málsins! FERÐIR Saman í sumarfrí til Danmerkur BILLUND \ % Beint fiug í Legoland "j—dýrðardagar i Kaupmannahöfn Með beinu, vikulegu leiguflugi til Billund á JÓTLANDI bjóðast spennandi ferðakostir fyrir fjölskylduna í sumar. PLÚSferðir (áður Alís) er ný ferðaskrifstofa sem leggur áherslu á trausta og vandaða en jafnframt einfalda og ódýra þjónustu. Flogið er með Flugleiðum. Opnum nýja söluskrifstofu að Faxafeni 5, 11. febrúar n.k. Bæjarhrauni 10, 220 Hafnarfirði. Sími 565 2266 Fax 565 1160 PIús /, o? Veró Undraheimur bamanna í Legolandi ásamt öðmm sumarstöðum Jótlands. Dýragarðar, vatnaskemmtistaðir, og náttúruundur. Þægilegar akstursleiðir í allar áttir, m.a. er hægt að skreppa til KAUPMANNAHAFNAR þar sem allt er á sínum stað: TÍVÓLÍ, Dýragarðurinn, Strikið, mannlífið, maturinn, menningin. Kaupmannahöfn er MENNINGARBORG EVRÓPU 1996.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.