Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N *MAUGL YSINGAR Reykjavík Hjúkrunarfræðingar - næturvaktir Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þeg- ar á heilsugæslu vistheimilis Hrafnistu. Tveir hjúkrunarfræðingar verða á nætur- vakt í einu, annar á hjúkrunardeildum, en hinn á vistheimilinu. Hjúkrunarfræðinga vantar einnig í 100% stöðu á heilsugæslu og hlutastarf á kvöld- og helgarvaktir á hjúkrunardeild. Möguleiki er að ráða hjúkrunarfræðinema í þessar stöður. Höfum leikskólapláss. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrun- arframkvæmdastjóri, í símum 553 5262 og 568 9500. Skipaviðgerðir o.fl. Stórt skipaviðgerða- og málmiðnaðarfyrir- tæki á Reykjavíkursvæðinu óskar að ráða verkfræðing/tæknifræðing til starfa. Starfssvið: • Tilboðsgerð, gerð kostnaðar- og verk- áætlana og eftirlit með verkum. • Tilfallandi hönnunar- og teiknivinna vegna skipaviðgerða og almennra málmiðnaðar- verkefna. Við leitum að skipa- eða vélaverkfræð- ingi/tæknifræðingi. Æskileg reynsla í skipa og/eða málmiðnaði. Starfið er laust strax. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Skipaviðgerðir 048“ fyrir 3. febrúar nk. yiy Grunnskólinn á ísafirði Kennarar - bókasafnsfræðingar Vegna forfalla vantar okkur kennara og bóka- safnsfræðing í eftirtaldar stöður: 1. Almenn kennsla í 3. bekk e.h. (22 v/st.) frá og með 1. mars nk. 2. Almenn kennsla í 7. bekk f.h. (21 v/st. og 6 tímar við sérkennslu) frá 9. apríl nk. 3. Stða skólabókavarðar (50%) frá og með 1. maí nk. Æskilegt er að viðkomandi sé menntaður bókasafnsfræðingur. Vænt- anlega verður um fullt starf að ræða frá og með 1. september nk. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri, í síma 456 3044. Ræsting -gangavarsla Frá og með 1. mars nk. er laus staða (100%) við blönduð störf, þ.e. gangavörslu og ræstingu. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af að vinna með börnum og unglingum. Nánari upplýsingar veita skólastjóri og hús- vörður skólans. Umsóknum skal skilað á skrif- stofu skólans á eyðublöðum sem þar fást. Skólastjóri. Lidsauki Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Hlutlaus ráðgjöf um ráðgjafa og sérfræðinga LIÐSAUKI aðstoðar fyrirtæki og stofnanirvið að finna og velja ráðgjafa og sérfræðinga með þá þékkingu, sem á þarf að halda. LIÐSAUKI byggir upp víðtækan upplýsinga- grunn um ráðgjafa og sérfræðinga með upp- lýsingum um sérþekkingu þeirra, menntun og reynslu. LIÐSAUKI tryggir kaupendum sérfræðiþjón- ustu og ráðgjöf að allir valkostir verði skoðað- ið. Jafnframt er LIÐSAUKI leið ráðgjafa og sérfræðinga að markaðinum. LIÐSAUKI skráir ráðgjafa og sérfræðinga í upplýsingagrunn sinn, þeim að kostnaðar- lausu. Upplýsingar hjá LIÐSAUKA EHF. í síma 562-1355. VERKEFNASTJORI FYRIRTÆKIÐ er vel þekkt innflutnings- og verslunarfyrirtæki á sviði einmenningstölva. VERKEFNASTJÓRI mun hafa umsjón með daglegri starfsemi þjónustudeildar auk þess að taka þátt í uppsetningu búnaðar, bilanaleit og viðgerðum á búnaði. Viðkomandi mun taka virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu deildarinnar. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu á rafeindasviði, þekkingu á einmenningstölvum, netkerfum og umhverfi þeirra. Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileika, sjálfstæði og hæfni til að tileinka sér nýjungar. SÖLUFULLTRÚI SÖLUFULLTRÚI mun hafa umsjón með sölu- og markaðsmálum, annast samskipti við viðskiptavini og öflun nýrra viðskiptatengsla, ráðgjöf við val á tölvum og tölvubúnaði, tilboðsgerð, frágangi sölusamninga auk annars. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með haldbæra reynslu og þekkingu á notkun PC-tölva. Áhersla er lögð á snyrtimennsku þægilega framkomu auk dugnaðar og eljusemi í starfi. Kostur er ef reynsla af sambærilegri sölumennsku er fyrir hendi. Umsóknarfrestur vegna ofangreindra starfa er til og með 2. febrúar n.k. Ráðningar verða sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. ST . Starfsráðningar ehf I Mörkinni 3-108 Reykjavík , Sími: 5883031 ■ Fax: 588 3044 RA Cuðný Harðardóttir Forseti? IMei, en flest annað Karlmaður, 55 ára, óskar eftir starfi. Hefur mikla reynslu sem stjórnandi í sjávarútvegi. Alls konar störf koma til greina sem og að gerast meðeigandi í fyrirtæki. Upplýsingar í síma 588 7717. lltlKUIIMIl gRIOEIEimft tiiimiibg BtgiiiiiiiDDi liiiiiEieEiii Bjp heEieiii|iii Frá Háskóla íslands Laus er til umsóknar staða prófessors á sviði tölvuverkfræði í rafmagns- og tölvuverk- fræðiskor verkfræðideildar Háskóla íslands. Til greina kæmi að ráða í dósentsstöðu, ef enginn umsækjenda dæmdist hafa hæfi prófessors. Ráðið verður í stöðuna til fimm ára með framlengingu í huga. Tölvuverkfræði er nýtt svið innan rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar og mun kennarinn taka þátt í mótun kennslu og rannsókna á sviðinu. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, flokkaða ritaskrá svo og námsferil sinn og störf. Ennfremur skal leggja fram rann- sóknaáætlun. Umsóknarfrestur er til 5. mars 1996. Laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara og fjármálaráðherra f.h. Ríkissjóðs. Umsóknir sendist til starfsmannasviðs Há- skóla íslands við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Heildverslun í góðum rekstri óskar eftir að ráða dugmikinn einstakling til framkvæmda- stjórastarfa. Helstu verkefni Framkvæmdastjórinn mun annast daglegan rekstur fyrirtækisins, en í því felst m.a. að vinna sölu-, fjárhags- og söluáætlanir, ann- ast samskipti við erlenda birgja og gerð samninga. Hann þarf góða innsýn í fjármál og rekstur fyrirtækja og tilbúinn að taka þátt í sem flestum störfum. Kröfur um hæfni Umsækjandi þarf að hafa viðeigandi mennt- un. Reynsla á sviði fjármála og í markaðsmál- um ásamt reynslu í stjórnun er æskileg. Við- komandi þarf að vera góður leiðtogi og þægilegur í samskiptum, nákvæmur í vinnu- brögðum og tilbúinn að leggja sig allan fram. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, er telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir, er boðið að senda inn um- sókn til KPMG Sinnu ehf., fyrir 3. febrúar 1996. Sinna ehf. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúla3, Sími 588-3375. 108 Reykjavík. Myndriti 533-5550. KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á ýmsum sviðum stjórnunar- og starfsmannamála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.