Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 B 21
ATVINNIIA UGL YSINGA R
Matreiðslu- eða
kjötiðnaðarmaður
Óska eftir matreiðslu- eða kjötiðnaðarmanni
til starfa í kjötdeild Nóatúnsbúðanna.
Reglusemi áskilin. Umsóknir séndist af-
greiðslu Mbl. merktar: „N - 15402“.
Verkfræðing-
ar/tæknifræðingar
Verkfræðistofa á rafmagnssviði í Reykjavík
óskar eftir að ráða véla- (rafmagns-) verk-
fræðing/tæknifræðing til starfa nú þegar.
Gott vald á íslensku skilyrði ásamt góðri
kunnáttu í ensku og þýsku auk a.m.k. eins
Norðurlandamáls. Reynsla á raforkusviði
æskileg.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. eigi síðar
en mánudaginn 5. febrúar nk. merktar: „V -
6469“.
Auglýst er eftir:
Lögfræðingi
Dýralækni
Ritara
Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel hyggst ráða
þrjá starfsmenn. Um er að ræða lögfræðing
í lagadeild, starfsmann í deild sem að fylgist
með frjálsu vöruflæði, og ritara í deild sem
fylgist með frjálsu vöruflæði/skráningu.
Meginhlutverk eftirlitsstofnunar EFTA er að
tryggja að EFTA ríkin uppfylli skuldbindingar
sína samkvæmt samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið (EES), sem og að tryggja
að EES-reglurnar séu innleiddar í landsrétt
og þeim beitt á réttan hátt. Eftirlitsstofnunin
hefur því sambærilegt eftirlitshlutverk og
framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hef-
ur við framkvæmd á reglum Evrópusam-
bandsins.
Laus staða nr. 1/96: Ritari ídeild
sem fylgist með frjálsu vöru-
flæði/skráningu.
Ritarinn sem ráðinn verður kemur til með
að vera í hálfu starfi við skráningu (skjala-
safn) og hálfu starfi í deild sem fylgist með
frjálsu vöruflæði. Verkefnin felast annars
vegar í aðstoð við skráningu, leit og heimilda-
söfnun, sem og í almennum ritarastörfum.
Hins vegar felst starfið í aðstoð við starfs-
menn í vörudeild við eftirlitsstörf þeirra
vegna framkvæmdar EES-samningsins, upp-
lýsingaskipti varðandi tilkynningar og fleira.
Þekking og/eða reynsla af skjalaskráningu
(skjalasafni) hjá hinu opinbera eða við sam-
bærilega starfsemi sem og víðtæk reynsla
af notkun tölvukerfa og hæfileiki til að vinna
kerfisbundið og sjálfstætt eru frumskilyrði.
Reynsla af störfum hjá alþjóðastofnun
og/eða í stjórnsýslu/skipulagsmálum væri
kostur.
Umsóknarfrestur rennur út 23. febrúar 1996.
Störf hefjast 1. apríl 1996.
Laus staða nr. 2/96: Löglærður
starfsmaður ílögfræðideild
Lögfræðideildin er stoðdeild fyrir aðrar deild-
ir stofnunarinnar í málum er varða lagaleg
efni. Deildin er mikilvæg í öllu starfi stofnun-
arinnar og kemur fram fyrir hennar hönd í
dómsmálum, einkum fyrir EFTA dómstóln-
um. Lögfræðingurinn sem ráðinn verður mun
taka þátt í öllum verkefnum innan ákveðins
kjarnasviðs EES-samningsins, sem skiptast
milli starfsmanna samkvæmt hæfni og
reynslu.
Umsækjanda ber að hafa háskólapróf í lög-
fræði, búa yfir grunnþekkingu á lagaramma
Forstöðumaður
félagsmiðstöðvar
Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness aug-
lýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns
félagsmiðstöðvar unglinga, Selið.
Hæfniskröfur: Uppeldismenntun og fjöl-
breytt reynsla af félagsmálum. Tölvukunn-
átta og skapandi hugsun er nauðsynleg í
starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvar.
Hlutverk: Vinna með unglingum, foreldrum
og íþróttafélaginu Gróttu að bættu félags-
legu umhverfi á Seltjarnarnesi. Forstöðu-
manni er ætlað hlutverk í forvarnarstarfi á
Seltjarnarnesi.
Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn
Geirsson, æskulýðs- og íþróttafulltrúi Sel-
tjarnarness, íþróttamiðstöð Seltjarnarness,
170, sími 561 1551.
Evrópusambandsins og Evrópska efnahags-
svæðisins. Nokkurra ára starfsreynsla í
tengslum við starfssviðið hjá hinu opinbera
eða hjá einkafyrirtæki er nauðsynleg. Stað-
góð þekking á efni ákvæða EES-samningsins
sem og starfsreynsla í dómsmálum væri
mikilvægur kostur.
Umsóknarfrestur rennur út 29. febrúar 1996.
Störf hefjast 1. júlí 1996.
Laus staða nr. 3/96: Sérfræðingur
f dýraheilbrigði ídeild sem fylgist
með frjálsu vöruflæði.
Eftirlitsstofnunin ber ábyrgð á umsjón með
samræmdri framkvæmd EES-samningsins
að því er varðar heilþrigðiseftirlit og varnir
gegn dýrasjúkdómum. Þessi verkefni fela í
sér eftirlitsaðgerðir í aðildarríkjunum, nú sem
stendur sérstaklega varðandi fisk, ferskt kjöt,
alifuglakjöt og kjötvörur almennt, og síðar
einnig eftirlit með mjólkurvörum. Starfsmað-
urinn sem ráða skal mun hafa með höndum
slíkt eftirlit, en það felur í sér talsverð ferðalög.
Krafist er háskólaprófs í dýralækningum eða
samsvarandi prófs, sem og nokkurra ára
starfsreynslu í eftirliti með dýraheilbrigði.
Starfsreynsla innan stofnunar er meðhöndlar
fisk, ferskt kjöt og kjötvörur almennt, er
nauðsynleg. Hæfileiki til að vinna sjálfstætt,
sem og reynsla af tölvuvinnslu, er einnig
mikilvægt skilyrði. Þekking á viðkomandi EES
og ESB löggjöf, reynsla af störfum á sviði
eftirlits með dýraheilbrigði, annað hvort frá
innlendri eða evrópskri dýraheilbrigðisstofn-
un, sem og starfsreynsla í alþjóðastofnun
væri einnig kostur.
Umsóknarfrestur rennur út 20. mars 1996.
Störf hefjast 1. júlí 1996.
Nauðsynlegt er að umsækjendur geti tjáð
sig fullkomlega bæði munnlega og í rituðu
máli á ensku (vinnumáli eftirlitsstofnunarinn-
ar). Þekking á frönsku þýsku, íslensku eða
norsku er æskileg.
Þó starfslið eftirlitsstofnunarinnar sé í flest-
um tilvikum ríkisborgarar hinna þriggja
EFTA-ríkja sem aðild eiga að EES-samningn-
um, er eftirlitsstofnunin samt sem áður
reiðubúin að taka til umfjöllunar umsóknir
ríkisborgara annara aðildarlanda EES-samn-
ingsins. Umsækjendur skulu fylla út um-
sóknareyðublað eftirlitsstofnunarinnar eða
senda nákvæmt æviágrip á eftirfarandi póst-
fang:
EFTA Surveillance Authority,
Director of Administration,
Rue de Tréves 74,
B-1040 Brussel, Belgíu.
(Bréfsími 00 32 2 286 1800)
Frekari upplýsingar varðandi stöðurnar eru
veittar í síma 00 32 2 286 1891 (eða -830
varðandi stöðu 2/96. Umsóknareyðublöð er
hægt að fá send á símbréfi.
Gott starf
Fyrirtæki, í miklum og ört vaxandi rekstri,
óskar efti.r að ráða starfsmann með eftirfar-
andi kosti:
Bókhaldskunnáttu (TOK), reynslu í uppgjöri,
afstemmningu og launabókhaldi, tölvukunn-
áttu, Word og Exel, og lipra framkomu.
Umsóknir, ásamt meðmælum, sendist fyrir
5. febrúar í pósthólf 8142, 128 Reykjavík.
Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
Reiknistofa
bankanna
óskar eftir að ráða forstjóra, sem stjórnar
daglegum rekstri reiknistofunnar í umboði
stjórnar og ber ábyrgð gagnvart henni.
Reiknistofa bankanna er starfrækt í samein-
ingu af bönkum, sparisjóðum og greiðslu-
kortafyrirtækjum. Reiknistofan annast
greiðslumiðlun, tölvuvinnslu bókhalds, bein-
línuvinnslu og tengda þjónustu fyrir 200 af-
greiðslustaði í megintölvuumhverfi.
Starfsmannafjöldi er rúmlega 100, árleg velta
um 1.100 millj. kr.
Leitað er að háskólamenntuðum sérfræðingi
í tölvunarfræði, verkfræði eða viðskiptafræði
með staðgóða þekkingu á áætlanagerð, fjár-
málastjórn og starfsmannastjórnun.
Starfsreynsla eða framhaldsnám erlendis er
æskilegt.
Nánari upplýsingar gefa formaður stjórnar
Reiknistofu bankanna, Brynjólfur Helgason,
aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands, og
núverandi forstjóri, Þórður B. Sigurðsson.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi
síðar en 1. júní 1996.
Umsóknir ber að stíla til stjórnar Reiknistofu
bankanna, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 8. febrúar nk.
Sölufyrirtæki í Bretlandi
SOLUMAÐUR
Sjávarafurðir
Við leitum að starfsmanni með:
•- Góða þekkingu úr sjávarútvegi,
sérstaklega rækju og skelfiski.
»- Reynslu af sölumcnnsku og góða
markaðsinnsýn
»- Mjög góða enskukunnáttu
► Góða menntun og tölvuþekkingu
Við leitum við að starfsmanni með frumkvasði og
metnað, reynslu af sjálfstæðum vinnubrögðum og
lipurð í mannlegum samskiptum.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason
ráðningastjóri Ábendis.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem
trúnaðarmál.
Vinsamlegast sækið um sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir
hádegi 7. febrúar nk. i eyðublöðum sem liggja
frammi á skrifstofu okkar.
a 3 <c r^j>!