Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 B 23 ATVINNUA UGL YSINGA R Rafeindavirki -tæknimaður Tölvufyrirtæki óskar eftir að ráða rafeinda- virkja eða mann með sambærilega menntun, við uppsetningu og viðgerðir á tölvubúnaði. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á PC tölvum og prenturum og geta leyst öll algeng tæknileg vandamál. Umsóknum óskast skilað á afgreiðslu Mbl. merkt: „Tæknimaður - 11691“ fyrir 2. febrúar nk. Seaflower Whitefish Corporafion Ltd. LUDERITZ - NAMIBIA SWC er fiskvinnslufyrirtæki í Namibíu sem gerir út þrjá togara og einn frystitogara. Hjá fyrirtækinu starfa um 380 starfsmenn, þar af 28 fslendingar. SWC er að hluta til í eigu íslenskra sjáv- arafurða hf. Á netaverkstæði SWC starfa 5-8 starfsmenn og heyrir það undir útgerðardeild fyrirtækisins. ► NETAGERÐARMEISTARI HELSTU VERKEFNI: Umsjón og daglegur rekstur netaverkstæðis. ► Verkstjórn, mannaráðningar og gerð vinnuskýrslna. Innkaup, verðútreikningar og byrgðahald. ► Tæknileg ráðgjöf, hönnun, uppsetning og viðgerð veiðarfæra. RÁÐNINGARSKILMÁLAR: Við leitum að úrræðagóðum og reyndum netagerðar- meistara sem er vel skipulagður, á gott með að leið- beina öðrum, getur axlað ábyrgð og unnið sjálfstætt. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Ráðið verður í starfið fljótlega og þarf nýr starfsmaður helst að geta hafið störf 1. mars 1996 Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason ráðningastjóri Ábendis. Farið verður með allar um- sóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 5. febrúar 1996 a ^ > i |V Á B E N D I ' R Á Ð G J ö F & RÁÐNINGAR LAUGAVEGUR 178 5 I M I : 568 90 99 FAX: 568 90 9 6 St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Meinatæknar Meinatæknir óskast til starfa sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% vinnu. í Stykkishólmi er góður leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn, einsetinn grunnskóli með framhaldsdeildum (2 ár) auk kröftugs tónlist- arskóla. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar 1996. Hafir þú áhuga á skemmtilegu, en oft krefj- andi starfi í okkar fallega umhverfi, þá hafið samband við hjúkrunarforstjóra (systir Lid- winu) eða framkvæmdastjóra (Róbert) í síma 438 1128. >“< Hafnarfjörður Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Auglýst er staða öldrunarfulltrúa á Félags- málastofnun Hafnarfjarðar. Aðalverkefni öldrunarfulltrúa er að hafa um- sjón með og annast skipulag á öldrunarþjón- ustu fyrir stofnunina. Þá mun öldrunarfulltrúi einnig sinna ýmsum samþættingarverkefn- um við skyld svið. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið prófi í félagsráðgjöf. Upplýsingar um starfið veita félagsmálastjóri eða yfirfélagsráðgjafi alla virka morgna milli kl. 11 og 12. Auglýst er 50% staða rekstrarfulltrúa á rekstrardeild Félagsmálastofnunar Hafnar- fjarðar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af tölvubókhaldi og vinnslu við skattauppgjör. Þá er einnig nauðsynlegt að viðkomandi búi yfir þekkingu til þess að vinna tölfræðilegar skýrslur fyrir stofnunina. Upplýsingar um starfið veita félagsmálastjóri og rekstrarstjóri alla virka morgna milli kl. 11 og 12. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðar- bæjar. Sími Félagsmálastofnunar Hafnarfjarðar er 565-5710. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar fyrir 15. febrúar nk. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Síðastliðin sex ár hafa mörg hundruð islensk ungmenni fariö löglega sem au pair til Bandaríkjanna SkiitÍcS AuPAIR . MÁLASKÓLAR • STARFSNÁM ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVlK SlMI 562 2362 FAX 562 9662 ...Og ekki að ástæðulausu, því engin önnur samtök bjóða eins góða, örugga ög ódýra þjónustu. • Allar ferðir fríar. • 32.000 kr. í vasapeninga á mánuði. • 4 daga námskeið í Washington D.C, í skyndihjálp og uppelclisfræðum. • 32.500 kr. styrkur til að stunda nám að eigin vali ...og síðast en ekki síst. • "BRING A FRIEND". Þú þarft ekki lengur að kvíða joví að vera án vin- anna í heilt ár - taktu einn með þér. • EITT SÍMTAL 562 23 62 og þú færð allar nánari upplýsingar. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 588-8500 - Fax: 568-6270 Forstöðumaður við nýja félags- og þjónustumiðstöð aldraðra við Árskóga 4 í Reykjavík Laus er til umsóknar staða forstöðumanns við nýja félags- og þjónustumiðstöð við Ár- skóga 4. Starfið er fólgið í stjórnun félags- og tómstundastarfs í umræddri þjónustu- miðstöð og yfirumsjón með félagslegri heimaþjónustu í austustu hverfum Reykjavík- ur, þ.e. Breiðholti, Grafarvogi, Árbæjar- og Seláshverfum. Við leitum að fjölhæfum einstaklingi, sem er tilbúinn til að takast á við margbreytileg verkefni af ólíkum toga. Um er að ræða starfsmannastjórnun, fjölþættan rekstur, þróun verklags og vinnubragða og fleira, sem nánar er skilgreint í starfslýsingu. Starfið gerir kröfu til stjórnunar- og skipu- lagshæfileika. Reynsla í stjórnun og af starfi með öldruðum og/eða félagslegri þjónustu er nauðsynleg. Laun skv. kjarasamningum Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar og Reykjavíkur- borgar. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeild- ar, í síma 588 8500. Umsóknum skal skila til aðalskrifstofu öldr- unarþjónustudeildar, Síðumúla 39, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar nk. SECURITAS hf er stœrsta fyrirtœki hérlendis á sviði öryggismála og rœstingaþjónustu. Hjá fyrirtækinu eru nú starfandi á fimmta hundrað starfsmenn er vinna við öryggisvörslu og ræstingar á vegum jyrirtækisins víðsvegar í borginni og nágrenni. LAGERSTJÓRI SECURITAS hf. óskar eftir að ráða lagerstjóra hjá tæknideild fyrirtækisins. LAGERSTJÓRI mun hafa umsjón með lagerhaldi, afgreiðslu, tollskýrslu- og reikningsgerð ásamt því að sinna erlendum samskiptum við birgja og sjá um pantanir á aðföngum. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með haldbæra þekkingu og reynslu af sambærilegu. Áhersla er lögð á góða íslensku- og enskukunnáttu auk nákvæmni í vinnubrögðum, samviskusemi, þjónustulund og skipulagshæfni. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 2. febrúar n.k. Ráðning verður sem fyrst. Vinsamlega athugið að umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru eingöngu veittar hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl. 10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. ST RA Starfsráðningar ehf Mörkinni 3-108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Guðný Harðaráóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.