Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORQUNBLAÐIÐ m ■ Bnw unm Norræna ráðherranefndin Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna norrænu ríkjannna. Skrifstofa nefndarinnar, sem staðsett er í Kaupmannahöfn, auglýsir nú eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: Fjármáia- og rekstrardeild - Deildarsérfræðingur í bókhaldsdeild Deildarsérfræðingurinn hefur umsjón með greið- slum og eftirlit með fjárhagsstöðu Norrænu ráð- herranefndarinnar, tekur þátt í gerð fjárhags- áætlana fyrir norrænar stofnanir og verkefni, sér um húsnæðismál Norrænu ráðherranefhdarinnar, innkaup og tryggingar, samskipti við ríkisendur- skoðun og yfirmenn þróunarverkefna á fjár- málasviðinu. Reynsla ffá þróunar- og nýsköpunar- starfi á sviði fjármála og rekstrar telst til tekna. Ráðningartími hefst eftir samkomulagi. - Deildarfulltrúi Deildarfulltrúi annast almenn ritarastörf fyrir skrifstofústjóra og deildarsérfræðinga, auk þess að sinna bókfærslu og útborgunum. Umsækjandi þarf að hafa starfsreynslu úr bókhaldi eða fjármáladeild og vera vanur vinnu við Excel, Word og svipuð forrit. Þá telst til þekking á ýmsum bókfærslufor- ritum til tekna. Umsækjandinn skal vera hjálp- samur og geta unnið bæði sjálfstætt og undir álagi. Ráðningartími hefst eftir samkomulagi. Skrifstofa framkvæmdastjórans - starfsmaður fyrir norrænt samstarf um málefni Norðurskautssvæðisins. Hann skal fylgja eftir ffamkvæmdaáætlun Norrænu ráð- herranefndarinna um málefni Norðurskautsins. Starfs- maðurinn sér um að ýta samstarfsverkefnum úr vör, fylgjast með gangi þeirra og þróa leiðir til sameiginle- grar fjármögnunar einstakra verkefna. Krafist er þekkingar á Norðurskautssvæðinu og alþjóðlegu sam- starfi ásamt reynslu af stjómun verkefha. Ráðningartími hefst eftir samkomulagi. Tvær stöður fulltrúa - á einni þriggja eftirtalinna skrifstofa: F1 (menningar-, menntamál og rannsóknir), F2 (umhverfismál, við- skipta- og iðnaðarmál) eða F3 (atvinnumál, félags- og heilbrigðismál). I starfinu felast ýmis skrifstofustörf, m.a. að fylgja eftir gerðum samningum og jaftivel að hafa umsjón með afgreiðslu styrkja. Starfið krefst samvinnu, bæði innan skrifstofunnar og við aðila utan hennar. Krafist er reynslu í tölvunotkun og enskukunn- áttu. Ráðningartími hefst eftir samkomulagi. Upplýsingar um allar stöðurnar: Ráðningin er tímabundin til fjögurra ára. Umsækjendur þurfa að hafa góða fræðilega menntun og margra ára starf- sreynslu hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Skrifleg og munnleg fæmi í dönsku, norsku eða sænsku er forsenda fyrir ráðningu. Kunnátta í fleiri tungumálum telst til tekna. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar vill stuðla að jafnri kynjaskiptingu og hvetur því bæði karla og konur til að sækja um störfin. Opinberir starfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum sem ráðningartímabilinu nemur. Nánari skriflegar upplýsingar um ofannefndar stöður og umsóknareyðublöð er eingöngu hœgt að panta skriflega. Koma skal greinilega fram, um hvaða stöðu er sótt. Þá munu vera gefin upp nöfn á fólki, sem getur sagt nánar frá hverju starfi fyrir sig. Umsóknarfrestur rennur út 16.febrúar 1996. Nordiska ministerrádet, Postbox 3035, DK-1021 Köpenhavn K, Danmörku. Bréfsími 00 45 33 96 02 02 eða 00 45 33 96 02 16. Bílanaust hf., sem er innflutningsfyrirtæki með vandaðar vörur fyrir bíleigendur og við- gerðarmenn, óskar eftir að ráða kraftmikinn aðstoðarmann í innkaupadeild. Starfið felst í mjög fjölbreyttum verkefnum, s.s. samskiptum við erlenda birgja, umsjón með pöntunum, erlendum bréfaskrifum o.fl. Hæfniskröfur eru að viðkomandi séu með verslunarpróf eða samsvarandi menntun, hafi góða enskukunnáttu, séu tölvuvanir og tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni og geri kröfur um árangur. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk. Ráðning verður fljótlega. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eingöngu á skrifstofu Liðsauka, sem er opin kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki eht Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Afgreiðslu- og skrifstofustarf FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI austarlega á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða starfsmann til afgreiðslu- og skrifstofustarfa í söludeild. STARFIÐ felst m.a. í afgreiðslu pantana, útskrift reikninga og fylgibréfa og uppgjöri. LEITAÐ ER AÐ samviskusömum og heiðar- legum starfsmanni, sem hefur öðlast innsýn í almenn skrifstofustörf. Vinnutími er aðra vikuna kl. 7.20-15.20 og hina vikuna kl. 9.00-18.00. Viðkomandi verður að geta byrj- að sem fyrst. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 31. jan- úar 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Lidsauki Skólavörðustíg 1 a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 Laus störf Viltu skipta um starf eða ert tilbúin(n) að hefja störf strax eftir helgi? Eftirfarandi eru laus störf sem e.t.v. gætu hentað þér! Tölvufyrirtæki (024).Störf við forritun, þjón- ustu og uppsetningu neta. Þekking á Oracle gagnagrunnum, AS/400 eða Concorde. Við leitum að kerfis- eða tölvunarfræðingum. Verslunarstjórn (060). Þekkt byggingarvöru- verslun á höfuðborgarsvæðinu. Krafist er góðrar reynslu af verslunarstjórn. Gott fram- tíðarstarf fyrir lipran og ákveðinn mann. Sölustjóri (064). Rótgróin heildverslun sem sífellt er að vaxa er að leita eftir sölustjóra. Upplagt fyrir unga menn sem vilja standa sig. Störf úti á landi (054). Hraðfrystihús á lands- byggðinni óskar eftir að ráða yfirviðhalds- stjóra og skrifstofumann. Kjörið tækifæri fyr- ir hjón sem vilja fara út á land. Lagerstjóri (055). Heildverslun í Reykjavík með fjölbreytt vöruúrval vantar lagerstjóra. Gott starf í góðu starfsumhverfi. Sölumaður (047). Fyrirtæki sem selur stýri- búnað fyrir iðntölvur, íhluti o.fl. Leitum að rafvirkja/rafiðnfræðingi eða vélfræðingi með þekkingu á stýribúnaði. Ferðaskrifstofa (045). Hlutastarf etir há- degi. Nauðsynlegt er að viðkomandi þekki vel til starfa á ferðaskrifstofu. Framtíðarstarf. Fjölmiðlafyrirtæki. (050) Starf í fjárreiðu- deild. Krafist er bókhaldsþekkingar, góðrar ensku- og tölvukunnáttu. Þjónustufyrirtæki - Hafnarfirði. (063) Starf í móttöku við ritvinnslu, skjalavistun og al- hliða skrifstofustörf. Áhersla er lögð á lipurð og þægilega framkomu. Tryggingafélag (045). Starf við söluráðgjöf. Mikilvægt starf, sem hentar sjálfstæðum og áræðnum einstaklingum. Vinnutími er sveigj- anlegur og laun eru í samræmi við árangur. Þjónustufyrirtæki (039). Innflutningsskjala- gerð, sendiferðir í toll og banka, almenn skrifstofustörf. Húsgagnaverslun (041). Skemmtilegt sölu- og skrifstofustarf ífallegu umhverfi. Tok-bók- haldskerfi. Vinnutími kl. 9-18 virka daga. Helgarvinna er samkomulag. Fjölmiðlafyrirtæki (049). Krefjandi starf á forstjóraskrifstofu. Fjölbreytt starf sem krefst góðra skipulagshæfileika, samskipta- hæfni og góðrar tungumála- og tölvukunn- áttu. Ferðaskrifstofa (065). Starf fjármálafulltrúa sem annast m.a. uppgjör og tilboðsgerð. Viðskiptamenntun er æskileg. Starfsreynsla og tungumálakunnátta er skilyrði. Fjármálafyrirtæki (029). Færsla bókhalds, s.s. innsláttur, afstemmingar og uppgjör til endurskoðenda. Viðskiptamenntun skilyrði. Ferðaþjónusta (042). Hlutastarf frá kl. 14-17 við bréfaskriftir á erlendum tungumál- um. Góð ritvinnslu- og tungumálakunnátta er skilyrði. Einnig aðstoð við almenn skrif- stofustörf. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar ofangreindum númerum. Ef þú átt eldri um- sókn en frá 1. júní 1995 þarf að endurnýja eða staðfesta hana. Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.