Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR28. JANÚAR1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28 JANÚAR 1996 B 17 Persónur og leik- endur kattavina- félagsins ÞAÐ ER valinn maður í hverju rtími í leikhópi Verzlunarskóla- nema. Þessir aðilar skipa aðal- hlutverkiní söngleiknum Cats: Kjartan Öm Sigurðsson leikur Rand Band Brand. Hann er töff- arinn í hópnum, dýrkaður og dáður bæði af læðum og högnum. Læðumar vílja bera afkvæmi hans en högnarnir vflja líkjast honum í einuogöllu. Valgerður Guðnadóttir er í hlutverki Glæsikattarins Gyðu Rúnar. Henni fannst Týkattaheimurinn oflMlfyrir sig svo hún fór á vit ævintýranna og ætlaði að meika’ða úti í hinum stóra heimi. Hún ákveður nú að snúa aftur og biðjast fyrirgefningar á meatu synd Týkattanna, að yfirgefa hópinn. Þórunn Egflsdóttir leikur Nambalórínu, leiðinlegan, frekan kðtt sem uppgötvar fyrstur Týkattanna að óumflýjanlegt er að fyrirgefa Gyðu Rún til að Týkettirair geti haldið áfram að lifá f sátt og samlyndL Sigríður ósk Kristjánsdóttir leikur Gimbulköttinn Gamla Feit. Hún er læða sem situr og situr all- an daginn, aðgerðalaus. A kvöldin hatiat. hina vegar vinna hennar, sem er að kenna kakkalökkum og mú- sum að vinna skipulega. > Bjartmar Þórðarson leflrnr Lestarkisann Liðtögg, sem stjóraar öllum samgöngum katt- nnna. Ef Lestaridsinn mætir ekki komast kettimir hvergL ► Árai Georgsson leikur Suðurlandsgoðann. Suðurlandsgoðinn er virtastur allra Týkatta. Hann er leiðtogi þeirra, elstur ogvitrastur. Hann telst vera gamli rokkar- inníhópnum. ■ ÁRNI Georgsson leikur Suður- landsgoðann, Þórunn EgOsdóttir leikur Nambalórínu og Ejartan Öm Sigurðsson leíkur Rand BandBrand. Mikið er um að vera 1 Verzlunarskola Islands þessa dagana. A föstudaginn kom Verzlunarskólablaðið út og næstkomandi fímmtudag fer nemendamótið fram. ívar Páll Jónsson spjallaði við þá sem að nemendamótinu og Verzlunarskólablaðinu standa og komst að því að félagslífið í Verzlunarskólanum er með öflugasta moti nú sem oftast fyrr Ég á þess vegna von á að hann gangi vel.“ Hann ber Þorvaldi tónlistar- stjóra Þorvaldssyni og Ara leik- stjóra Matthíassyni vel söguna. „Þorvaldur hefur verið með okkur í mörg ár og er orðinn eins- konar „pabbi“ söngleikjanna okk- ar. Hann er mikill vinur okkar, sannur atvinnumaður og útsetn- ingar hans eru sannarlega gulls ígildi. Ari Matthíasson er einnig mjög fær á sínu sviði og sam- starfíð við hann hefur verið mjög gott. Hann gefur sér tíma til að þeir sem koma að henni liafa mikla reynslu og em í raun atvinnumenn. Þar má nefna Valgerði Guðnadóttur, sem lék í tveimur af vinsælustu söng- leikjum síðasta árs, West Side Story og Rocky Horror." ■ Að sögn Árna Þórs hefur undirbúningurinn gengið mjög vel og fólk almennt staðið sig frábærlega. Hann segir að til standi að sýna söngleikinn eins og aðsókn leyfi. „Þetta er vin- sælasti söngleikur allra tínia og íslendingar eru mjög forvitnir. Árni Þór segir að sérstaklega mikið sé lagt í sýninguna. „Ég er á þeirri skoðun að við stöndumst atvinnuleikhópum alveg snúning. Ég get til dæmis sagt, án þess að hika, að búningahönnun og fórðun jafnast alveg á við það sem gerist í Borgar- eða Þjóðleik- húsinu. Síðustu fjórar nemenda- mótssýningar hafa vissnlega ver- ið stórar, en þetta er án nokkurs vafa sú stærsta og dýrasta. Þótt þetta eigi að heita skóla- sýning jafnast hún á við margar atvinnusýningar, þar sem margh* öðrum þáttum mannlegs lífs.“ Aðstandendur fyiri nemenda- móta hafa gjarnan kvartað yfír að finna ekki rétta húsnæðið fyrir söngleikjahald. Nú fara sýningar fram í Loftkastalanum. „Það er hreint út sagt hrikaleg framfór. Múrinn var sýndur í Háskólabíói í fyrra og það var svo sem ágætt, en það vantaði þessa leikhústil- finningu. Kvikmyndahús eru, eins og nafnið bendir til, hönnuð með kvikmyndasýningar í huga frekar en leikrænar uppsetn- ingar.“ Webber við texta eftir ljóðabálki T.S. Elliot, Old Possum’s Book of Practical Cats. Árni Þór Vigfússon er formað- ur nemendamótsnefndar Verzl- unarskóla íslands. Hann segir að vissulega liggi gífurleg vinna á bak við sýninguna. „Það er kannski þess vegna sem maður stundar námið ekki sem skyldi og hefur ekki sofíð mikið síðustu sex mánuði,“ segir hann. ,Ánnars er þetta í sjálfu sér heilmikið nám. Maður kynnist öllum öngum við- skiptalífsins og íjölmörgum SÍÐUSTU ár hafa uppfærsl- ur Verzlinga notið mikilla vinsælda, enda hefur verkefnaval borið vott um metn- að nemenda. í fyn-a spreyttu þeir sig á Múrnum, söngleik hljóm- sveitarínnar Pink Floyd, árið áð- ur settu þeir upp rokkóperuna Jesus Christ Superstar eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice og árið þar áður Tommy, söngleik hljómsveitarinnar The Who. Nú hafa þeir enn og aftur valið krefjandi verkefni, söng- leikinn Cats eftir Andrew Llóyd HÖFUNDUR tónlifitar söngleiksins Cats er Andrew Lloyd Webber, sem fæddist í London 22. mars 1948. Hann nam við The Royal Academy of Music 1 London á sínum yngri árum, en hætti fljótlega námL Árið 1965 hitti hann textahöf- undinnTim Rice og hófu þeir sam- starf. Ávextir þess eru heúnskunnir margir hveijir og nægir þar að nefna sönglefldna Jesus Christ Superstar, Evítu og The Likes of Us. Upp úr samstarfi þeirra slitnaði árið 1980 og í kjölfer þess samdi Andrew ARI Matthíasson leikstýrir upp- færslu Verzlunarskólans á Cats. Hann er ekki óreyndur á því sviði, þar sem hann var aðstoðarleikstjóri uppfærslu Leikfélagsins Lofts á Rocky Horror Picture Show, auk þess sem hann hefur að sjálfsögðu sem leikari tek- ið þátt í fjöldamörgum leiksýningum. ? Hvernig er að vinna með nemendum V erzlunarskólans? .Áimennt séð er samvinnan mjög góð og ég er mjög ánægður með alla þá sem vinna með mér í sýningunni. Þetta eru ofsalega metnaðarfullir krakkar, sem sést best á því hvaða verkefni þeir velja sér. Söngleikurinn Cats er aldeilis langt frá því að vera auðvel sm imwsa dasta viðfangsefni sem hugsast getur,“ segir hann. ? Hvernig er að vinna með Verzlingum í saman- burði við að vinna með atvinnuleikurum? „Innanum er atvinnufólk sem tekið hefur þátt í atvinnuleiksýningum. Hins vegar gerir maður kannski stundum aðrar kröfur til þeirra en maður myndi gera til atvinnumanna. En við finnum lausnir á sýningunni sem allir eru ánægðir með og ég get sætt mig við.“ Æfingar hafa staðið yfir í langan tíma. „Tónlistar- og dansæfingar hafa staðið yfir síðan í september. Hefðbundnar æfingar hafa síðan staðið yfir mjög stíft all- an janúarmánuð," segir Ari að lokum. Vinsæll söngleikur sönglefldnn Cats. Textar Cats er byggðir á Ijóðum búkarinnar „Old Possum’s Book of Practical Cats“ eftir Ijóðskáldið T.S. Efliot Þau ijalla um ketti á margvíslegan hátt og með þeim leitast Elflotvið að sýna fram á að persónur þeirra eru jafn breytilegar og GLÆSIKÖTTURINN VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR VALGERÐUR Guðnadóttir telst varla nýgræð- ingur í söngleikjaheiminum. Hún hefur áður leikið og sungið í þremur nemendamótssýningum, Tommy, Jesus ,Christ Superstar og Múmum. Sérstaka athygli vakti ómþýður söngur hennar í Jesus Christ Superstar, þar sem hún lék Maríu Magdalenu. Einnig lék hún í tveimur af vinsælustu söngleikjum síðásta árs, West Side Story og Rocky Homor Picture Show. ? Hvemig er að taka þátt í þessari sýningu? „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Hópurinn er alveg írábær og andinn er eins og hann gerist bestur." ? Er erfitt að syngja hlutverk Glæsikattarins? okkar mannanna. Söngleikuriiin Cats var frnmfluttur árið 1981, við afar góðar undirtéktir. Hann sló rækflega í gegn og halaði iim 400.000 Bandarikjadollara fyrstu sýningarvikuna í New York og Boston. Cats er eiim aflra vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda um heim allan. Hann er enn þann dag í dag sýndur við metaðsókn víðs vegar um heim og þess era dæmi að fólk hafi pantað sér miða með árs fyrirvara. „Nei, mér finnst það ekki mjög erfitt. Þó reynir það töluvert á röddina á köflum, þegar maður þarf að syngja hátt og af krafti." Eins og áður sagði er Valgerður reynslumikil og hefur tekið þátt í ófáum söngleikjum. Er hún ekki orðin hálfgerð amma í hópnum? „Ég veit það nú ekki. Ég er náttúrulega bara einn af krökkunum, en vissulega hjálpar reynslan manni mikið. Það gefur augaleið að maður er ör- uggari á sviði fyrir vikið.“ ? Ertu þá laus við sviðsskrekkinn? „Nei. Maður fær alltaf sviðsskrekk þegar maður tekur þátt í frumsýningu. Annað væri kænileysi og hreint og beint óeðlilegt. En að sjálfsögðu er maður með mismikinn sviðsskrekk eftir sýningum." ? Hvernig fannst henni að vinna með Ara og Þorvaldi? „Það var mjög ljúft. Þorvaldur er ofsalega klár, mjög nákvæmur og er að gera virkilega góða hluti. Ari er frábær persónuleiki. Persónan skiptir svo miklu máli hjá leikstjórum og þessi góði andi í hóp- num er ekki síst Ara að þakka. Auðvitað er hann líka mildll fagmaður og veit hvað hann er að gera,“ segir Valgerður Guðnadóttir. ■ NEFNDIN, frá vmstrfc Georg Haraldsson, Biraa Olgeirsdóttir, Sigurður VlðarBSon, Ámi Þór Vigfússon formaður og Lárus Welding. NEMENDAMÓTSNEFNDIN ÁRNI Þór Vigfússon formaður, Georg Haraldsson, Birna Olgeirsdóttir, Sigurður Viðarsson og Lárus Welding skipa nemendamót- snefnd Verzlunarskóla Islands skólaárið 1995-1996. Undirbúningur hennar hófst í maí í fyrra, stuttu eftir að kosningar til nefndarinnar höfðu farið fram. Fyrsta verkefni hennar var að ákveða hvaða verk tekist skyldi á við. „Þær vangaveltur voru tíma- frekar og erfiðar, en að lokum áttu kettirnir hug okkar allan," segir for- maðurinn. Eftir það fékk nefndin til liðs við sig Þorvald Bjarna Þorvaldsson tónlistar- stjóra, Ara Matthíasson leikstjóra og systurnar Selmu og Birnu Björnsdætur danshöfunda. Upp úr því fóru nefndarmeðlimir að velta fýrir sér uppfærslunni. „Við vildum auðvitað hafa sýninguna sem stærsta í sniðum og jafnvel keppa við „stóru strákana" í atvinnuleikhúsunum," segir Árni Þór. ? Er ekki töluvert vandaverk að stjórna 100 manns? „Jú, það krefst mikillar þolinmæði og lagni, en það hefur tekist með prýði hingað til, enda er þetta úrvalsfólk.“ VERZLUNARSKÓLABLAÐIÐ KEMUR ÚT í 62. SINN í KRINGUM nemendamót á hverju ári kemur Verzlunarskólablaðið út. Ritstjóri þess í ár er Viggó Örn Jónsson. „Við eram meðal annars með viðtal, sem á örugglega eftir að vekja athygli, við ungan eiturlyfja- neytanda úr röðum Verzlinga. Einnig má nefna viðtöl við Valgerði Guðnadóttur og Tómas Tómasson veitingamann. Þá vil ég minnast á mjög vandaðan tískuþátt og greinar um félagslífið," segir Viggó Öm. Með honum í ritnefndinni era Björgvin Ingi Ólafs- son, Jón Guðni Ómarsson, Jóhann Ottó Wathne, Sólrún Hjaltested og Guðjón Helgason. Aðspurður segir Viggó að miklar kröfur séu gerðar til blaðsins innan skólans. „Blaðið í fyrra var betra en nokkru sinn áður og við þurftum helst að gera betur. Við lögðum áherslu á að létta efnið og færa það nær áhugamálum nemenda. Þetta hefur verið tveggja mánaða stanslaus vinna, en við höfúm fengið góða hjálp úr ýmsum áttum. Agnar Tryggvi LeMacks tók þátt í þessu með okkur og hannaði útlit blaðsins. Ljósmyndari blaðsins er Sveinn Speight. Þeir unnu báðir gott verk. Þórólfur Jónsson las fyrri próförk og þá seinni lásu Ólafur Víðir Björnsson og Ragnar Jónasson.“ Áskrifendur eru um 3.000 talsins. „Útgáfan virðist ætla að koma út á sléttu, en þess má geta að þeir sem söfnuðu auglýsingum unnu mjög gott starf. Alls vora keyptar auglýsingar fyrir á þriðju milljón króna,“ se- gir Viggó Örn, sem vill að lokum þakka öllum sem að útgáfunni komu. ■ MIKŒ) varlagt ítískuþátt blaðsins FORSÍÐA Vendunarskóla- blaðsins. ■ RÆTTervið Valgerði Guðnadóttur ræða við okkur um allt sem við- kemui' sýningunni. Það er gn'ðai'- lega mikill kostur að hafa fengið þannig listamann til liðs við sig því sumir vilja bara vinna sitt verk úti í horni og það getur aldr- ei orðið neitt nema miðlungs- frammistaða. Selma Bjömsdóttú' og Biraa Björnsdóttír eru danshöfundar. Selma er fýrrverandi Verzlingui- og hefur séð um dansinn síðan hún var á síðasta ári sínu í skólanum. í ár fékk hún til liðs við sig Bn-nu systur sína og ríkir þai- greinilega mikill systrakærleik- ui', því verk þeirra er sérlega glæsilegt. Mikið vai' lagt í búningahönn- un og eru stúlkur úr skólanum búnar að vinna að henni síðan í september í fyrra. Útkoman er einkar glæsileg og segja fróðir menn að þær gætu fengið vinnu í hvaða leikhúsi sem er sem búningahönnuðir. Hið sama^má segja um förðuninasegir Á-ni Þór Vigfússon, formaður nemen- damótsnefndar Vei’zlunarskóla íslands. HÉR Á eftir fer kafli úr viðtali við ungan ónafn- greindan eiturlyfjaneyt- anda í Verzlunarskóla- blaðinu. „Enginn hefur skrifað grein í Moggann um það sem á að varast þegar tekið er E og það er heil- margt. Hægt er að stórminnka hættuna með því að fræða fólk um þessa hluti. Nú mundu sumir kannski segja að þetta mundi leiða til frekari neyslu en málið er bara að viðhorf fólks breytist ekkert við svona hræðslusögur. Því er rétt- ari leiðin að fræða fólk um E á alla vegu, slæma sem góða, og hvað gera skal ef vinur á E er í vanda. Baráttan gegn vímuefnum ætti frekar að vera að koma í veg fyrir að fólk fari sér á voða. Með réttri fræðslu er hægt að vinna slíka baráttu. Að segja bara „skamm skamm! bannað“ er engin lausn og enginn fer eftir því. Það gerir bara hlutina enn verri. Því meira sem maður les neikvætt um þetta í blöðunum því fleiri sér maður taka þetta. Vonandi eiga yfirvöld eftir að átta sig á þessu eftir að hafa kynnt sér málin frá öllum hliðum. Aug- lýsingaherferð landlæknisem- bættisins nú í sumar var einhver best heppnaða aug- lýsingaherferð í sögunni. Fyrir þessa umfjöllun var um að ræða lítinn af- markaðan hóp neytenda. Nú er þetta komið út um allt. Um alsælu gilda sömu lögmál og sjálfsmorð. Því meiri sem umfjöllunin er því meiri er útbreiðslan ... Raunin er sú að ungt fólk fer ekki eftir hræðslu- áróðri.“ EITURLYFJA- NEYTANDI TALAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.