Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Dómur Hæstaréttar í máli sjómanns sem var látinn taka þátt í kvótakaupum útgerðar Útgerð bæti sjómanni þátt- töku í kvótakaupum HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness og dæmdi útgerðarmann Guðfínns KE 19 til að endurgreiða fyrrverandi háseta á bátnum 292 þúsund krón- ur sem dregnar höfðu verið af laun- um hans vegna leigu á kvóta fyrir bátinn frá mars til maí 1992. í dómi Hæstaréttar segir að ákvæði laga um framsal veiðiheim- ilda séu greinilega við það miðuð að ákvörðun skipseiganda eða út- gerðarmanns liggi að jafnaði til grundvallar framsali og gögn beri með sér að endurgjald vegna fram- Líkamsárás á Akranesi Fjórar stúlkur ákærðar FJÓRAR unglingsstúlkur á Akranesi, tvær 15 ára, ein sextán ára og ein 18 ára, hafa verið ákærðar fyrir að hafa ráðist á 16 ára stúlku aðfáranótt 20. janúar sl. í miðbæ Akraness. í ákæruskjalinu, sem gefið er út af ríkissaksóknara og lagt var fram í Héraðsdómi Vesturlands á miðvikudag, segir að stúlkumar séu ákærðar fyrir að hafa í félagi ráðist á stúlkuna á Kirkju- braut og slegið hana oft með krepptum hnefa í andlit og búk og sparkað í hana. Þær hafí hrint henni svo hún féll við og sparkað í hana liggj- andi. Stúlkan, sem ráðist var á, komst undan þeim að Akra- torgi. Þar réðust hinar þijár yngri á hana með höggum og spörkum. Þær héldu árásinni áfram með höggum, spörkum og hrindingum eftir Suður- götu þar til elsta stúlkan kom að, tók í hárið á stúlkunni, beygði höfuð hennar aftur og gaf henni hnéspark í andlitið svo mikill smellur heyrðist. Afleiðingar þessarar árásar voru þær að stúlkan hlaut brot í höfuðkúpu á hægra gagnaugasvæði, mikla blæð- ingu milli ystu heilahimnu og höfuðkúpu með miklum þrýst- ingi á heilann, sem orsakaði djúpt meðvitundarleysi og bráða lífshættu, og marbletti á víð og dreif á fótleggjum og lærum. Óhemjudugleg og á góðum batavegi Stúlkan hefur verið á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Foss- vogi, frá 20. janúar, fyrst á gjörgæsludeild og síðan barnadeild. Að sögn Sævars Halldórssonar yfirlæknis er stúlkan á góðum batavegi. Hann segir hana óhemjudug- lega og árangurinn sé kannski mest því að þakka, hún taki framförum á hveijum degi. Hann segist ekki geta spáð um framtíðarhorfur en segist þó vongóður um að árangur verði góður. Stúlkan gat ekki tjáð sig fyrst eftir árásina en núna er hún farin að tala aft- seldrar heimildar renni til útgerðar þess skips sem selt er frá án þess að sjómönnum á skipinu sé ætluð hlutdeild í því. Samkvæmt ákvæði í kjarasamn- ingi sem gilti þegar sjómaðurinn réð sig í plássið hafí útgerðarmaður átt að annast sölu aflans og tryggja skipveijum hæsta gangverð, þó aldrei lægra en hann fengi sjálfur. Skiptaverðmæti skyldi vera 76% af heildarverðmæti og aldrei lægra en 70% af heildarverðmæti að teknu tilliti til olíuverðs. Útgerðarmaður Guðfínns hafí hins vegar, að fengnu samþykki áhafnarinnar, keypt viðbótarkvóta og lækkað aflaverð til skipta gagn- vart áhöfn um sem svaraði til helm- ings kostnaðar við kvótakaupin þannig að aflahlutur sjómannsins hafí verið lægri en orðið hefði sam- kvæmt ákvæðum kjarasamnings- ins. Sjómaðurinn sem sótti málið dró síðan einn samþykki sitt til baka og leitaði fulltingis verkalýðs- félags síns til að fá samkomulaginu hnekkt. „Telja verður það meðal grund- vallaratriða kjarasamningsins að útgerðarmaður ráði því að öðru jöfnu, hvert og hvernig skipi hans er haldið til veiða. Jafnframt eigi hann að bera kostnað og áhættu af útgerð skipsins, og verði kostn- aðarþættir varðandi úthald skips- ins og löndun á afla ekki lagðir á skipveija umfram það, er á sé kveðið í samningnum," segir Hæstiréttur. Líta verði svo á að kostnaður útgerðarmannsins af kaupum á aflamarki hefði átt að teljast til útgerðarkostnaðar í þeim skilningi sem við var miðað í kjara- samningum. Heima í Tjörninni Ámi Sæberg/Morgunblaðið VATNIÐ skvettist frá bijósti út í Tjörnina í Reykjavík. Hlák- unum lífið bærilegt eftir kulda- þessarar álftar er hún hoppaði an undanfarið hefur gert fugl- kast. Fjarlægð íbúðabyggðar í Hafnarfirði frá álverinu í Straumsvík ISAL tekur orð til baka ÍSAL hefur tekið tii baka ábending- ar varðandi fjarlægð ibúðabyggðar næst álverinu í Straumsvík og lýst yfír að við skipulag íbúðabyggðar næst álverinu og iðnaðarsvæðum umhverfís það hafi að fullu verið tekið tillit til hugsanlegra hags- munaárekstra íbúðarbyggðar og iðn- aðarsvæða. ÍSAL hefur falið óháðum sérfræðingi að kanna leiðir til að draga úr hávaða frá verksmiðju fé- lagsins og skuldbindur sig til úrbóta nú þegar á árinu 1996.og verði þeim lokið eigi síðar en 1. október 1997. Morgunblaðinu barst í gær sam- eiginleg yfírlýsing Hafnarfjarðarbæj- ar, iðnaðarráðuneytisins og íslenska álfélagsins hf. þar sem fram kemur að mat á umhverfisáhrifum vegna aukningar á framleiðslugetu Isal staðfesti að engin hætta sé á að mengun fari yfír viðmiðunarmörk á skipulagðri íbúðabyggð í Hafnarfírði samkvæmt nýju aðalskipulagi. Þá kemur fram að í tengslum við stækk- un álversins sé ÍSAL tilbúið að færa girðingu fjær Reykjanesbrautinni og fegra svæðið sem þar myndast með göngu- og hjólreiðastígum og gerð skjólbelta á mörkum íbúðabyggðar og opins svæðis milli byggðar og verksmiðju til að draga enn frekar úr sjón- og hávaðamengun. Utanríkisráðherra um fiskveiðideilur Málssókn fyrir Haag- dómstóli undirbúin HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist telja að líkur á samn- ingum við Norðmenn um veiðar í Barentshafí hafi farið minnkandi undanfarna mánuði. Hann segist þó ekki vera búinn að missa alia von um að samningar geti tekist og telur ekki tímabært að taka þá ákvörðun að vísa ágreiningi um veiðar við Svalbarða til Alþjóðadómstólsins í Haag. Undirbúningur að málssókn sé hins vegar hafinn. „Ég tel að líkur á samningum um Barentshafíð hafí minnkað undan- fama mánuði. Það er hins vegar svo með allar deilur, að menn verða allt- af að halda áfram að leita lausnar. Ég minni á að það tók upp undir áratug að fínna lausn á ágreiningi um skiptingu loðnunnar. Það gerðist á fundi þar sem við áttum ekki von á að samningar næðust. Menn voru alls ekki bjartsýnir fyrir þann fund. Hlutir geta gerst snögglega ef samn- ingsvilji myndast. Sá vilji er ekki nægilegur í dag, en vonandi breytist það. Samningaviðræður eru enn í gangi. Við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með gang viðræðnanna. í þeim samtölum sem við höfum átt að undanförnu hafa menn verið sam- mála um að ef ekkert gerist í málinu núna á næstu vikum séu litlar líkur á að samningar náist. Ég tel því rétt að sjá til,“ sagði Halldór. Halldór sagði að þrátt fyrir að lít- ill árangur hefði orðið af samninga- viðræðum við Norðmenn teldi hann ekki tímabært að vísa ágreiningi íslendinga og Norðmanna um veiðar við Svalbarða til Alþjóðadómstólsins í Haag. „Við verðum að gera okkur grein fyrir að málarekstur í Haag tekur mörg ár. Við höfum haldið því opnu að senda málið þangað og hafíð undirbúning að því. Ég tel hins vegar að það sé ekki tímabært að taka um það ákvörðun.“ 30 loðnu- skipað veiðum 30 LOÐNUSKIP voru ýmist á leið f land eða að veiðum seint í gær- kvöldi og góð loðnuveiði var á mið- unum. Loðnan er á hraðri ferð og voru loðnubátar að veiðum við Hrol- laugseyjar í gærkvöldi. Löndunar- staðir voru allt norðan frá Raufar- höfn að Akranesi og voru mörg loðnuskip á landleið í gærkvöldi. ■ Veisla síðustu/6 Krafa lögmanns um að biskup íslands úrskurði ekki um deilur í Langholtssókn ÓLAFUR Skúlason, biskup íslands, telur sig ekki vanhæfan til að úr- skurða í Langholtskirkjudeilunni. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræð- ingur sr. Flóka Kristinssonar, hefur í greinargerð til biskups farið fram á að hann víki sæti við úrlausn ágreiningsins. Prestur, organisti og sóknarnefnd fá viku frest til að skila inn athugasemdum hvert við annars greinargerðir. Ólafur Skúlason staðfesti að honum hefðu borist greinargerðir frá presti, organista og sóknar- nefnd og hefði hver fengið greinar- gerðir hinna til umsagnar. „Úr- skurðurinn ætti að geta legið fyrir fljótlega eftir að mér berast at- hugasemdirnar vegna greinargerð- anna og vonandi ekki seinna en Biskup telur sig ekki vanhæfan eftir aðra helgi,“ sagði biskup í því sambandi. Hann sagðist hafa rætt kröfu Sigurður G. Guðjónssonar fyrir hönd sr. Flóka við Eirík Tómasson, hæstaréttarlögmann, í gær. „Hann taldi algjörlega útilokað að biskup væri vanhæfur til að taka á málum enda væri útilokað að mál kæmu beint inn á borð til biskups án þess að hann hefði haft af þeim einhver afskipti á fyrri stigum,“ sagði hann. Hann neitaði því að eðli afskipta sinna af deilunni á gerðu sig van- hæfan. „Alls ekki,“ sagði Olafur Skúlason, „enda verður svolítið að passa notkun orðsins. Nú er talað um vanhæfni í öllum mögulegum og ómögulegum málum. Hugtakið þekktist varla fyrir nokkrum árum og ekki má beita því í aðgæslu- leysi.“ Söfnuðurinn í brennidepli Morgunblaðið fékk í gær greinar- gerðir Sigurðar G. Guðjónssonar, fyrir hönd sr. Flóka. og Jóns Stef- ánssonar, en Guðmundur E. Páls- son, formaður sóknarefndar, neitaði hins vegar að láta af hendi greinar- gerð aðalmanna sóknarnefndarinn- ar vegna málsins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að grein- argerðin snerist fyrst og fremst um erfiðleika í mannlegum samskiptum og ekki síst að því er sneri að söfn- uðinum. „Við lítum alvarlegum aug- um á það þegar söfnuðurinn er hættur að nýta sér þjónustu prests- ins',“ sagði hann. ■ Greinargerðir/39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.