Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stórsveit í sveiflu VERK eftir Anne Birthe Hove. 920 millibör TONLIST J az z STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Flytjendun Stórsveit Reyiqavíkur ásamt söngkonunum Andreu Gylfa- dóttur, Berglindi Björk Jónasdóttir, Eddu Borg og Ellen Kristjánsdóttur. Stjóraandi Stefán S. Stefánsson og Sæbjöm Jónsson. Borgarleikhúsið, 13. febrúar 1996. ÞAÐ hefur orðið mikil breyting á skömmum tíma á Stórsveit Reykja- víkur. Breytinganna varð fyrst vart skömmu áður en fyrsti hljómdiskur sveitarinnar kom út með jólaflóð- inu. Sveitin hljómar þéttar, innkom- ur eru nákvæmari og trompeta- deildin er orðin verulega smurð og kröftug, þrátt fyrir fjarveru Veigars Margeirssonar. Þessa varð líka vart á tónleikum Stórsveitarinnar í Borgarleikhúsinu. Engu líkara var en að þarna væri á ferð atvinnu- mannahljómsveit sem ekkert annað gerði en að leika stórsveitarverk. Raunin er hins vegar sú að hljóð- færaleikararnir eru allir í annars konar spilamennsku eða kennslu að aðalstarfi en stórsveitin er áhugamál eða ástríða þeirra. Stórsveit Reykjavíkur er skipuð færustu hljóðfæraleikurum landsins á djasssviðinu, blöndu af yngri og eldri mönnum. Tveir reyndir silfur- refír eru í básúnudeildinni, Björn R. Einarsson og Ámi Elfar, takt- púlsinum heldur Einar Valur Schev- ing og við hliðina á Sigurði Flosa- syni sat Haukur Gröndal, efnilegur altósaxófónleikari og útsjónarsam- ur sólóisti. Ein helsta driffjöður sveitarinn- ar, Sæbjöm Jónsson, hefur gert Jakob eða uppeldið FURIA, Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, sýnir Jakob eða uppeldið eftir Eugene Ionesco í kvöld kl. 20 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Þetta er einþáttungur sem flutt- ur verður tvisvar með nýjum áherslum og er þetta jafnframt síðasta sýning. VERK eftir Þórdísi. Síðasta sýn- ingarhelgi NÚ LÍÐUR að lokum myndlistar- sýningar Þórdísar Ámadóttur. Næstkomandi helgi em síðustu forvöð að líta inn á Listhús 39, Strandgötu, Hafnarfírði, og skoða sýninguna, því henni lýkur mánu- daginn 19. febrúar. A sýningunni eru tíu myndverk sem hún nefnir Heilabrot. kröfur til sinna manna, og núver- andi stjórnandi í forföllum Sæ- björns, Stefán S. Stefánsson, hefur tekið upp þráðinn og bætt inn ýms- um stórsveitarverkum, t.a.m. af suður-amerískum toga, sem auðga mjög upp á verkefnavalið. Og sleppt úr öðrum sem hafa verið á efnis- skránni, þar á meðal, til allrar ham- ingju, My Way. F’jórar af kunnustu djasssöng- konum landsins komu fram með Stórsveitinni að þessu sinni. Andrea Gylfadóttir söng fyrst hið tregafulla og fallega Here’s that rainy Day og Ólafur Jónsson blés flottan te- nórsaxófónsóló í svolítið kúl-anda. Andrea setti sig síðan í stellingar Bjarkar og söng lag sem söngkonan dáða hefur gert frægt á ný, It’s oh so quiet, nú undir stjóm Sæbjöms og trompetinnkomumar voru sterk- ar og hreinar. Hefði þó mátt. vera ögn persónulegra hjá Ándreu. Berg- lind Björk söng af djúpri tilfinningu Georgie on my Mind í frekar hægu tempói. Gaman var að bera saman hinn tenórsaxófóngæðinginn í sveitinni, Jóel Pálsson, og örlítið fijálsari afstöðu hans til mála. Edda söng Gonna sit right down og Ellen Angei Eyes. Allt frábærar og kraft- miklar djasssöngkonur sem gaman er að heyra syngja í forgrunni svo magnaðrar stórsveitar. Home Again eftir Mike Tomaro var lauflétt salsa þar sem Sigurður Flosason minnti á fæmi sína og hreinan tón sópransaxófónsins. Áheyrendur fjölmenntu á tónleik- ana og sönnuðu að enn er hægt að halda alvöru djasstónleika í borg- inni. Þeir fögnuðu Stórsveitinni lengi og innilega og fengu að skiln- aði Ya gotta try. ALÞJÓÐLEGA kvikmyndahátíðin í Berlín, sem haldin er í febrúar ár hvert, hefur valið kvikmyndina Agnesi til sýninga í Panorama hluta hátíðarinnar. Panorama er virt dagskrá sem endurspeglar það markverðasta á ári hveiju í kvik- myndagerð. Um 600 myndir sækja um þátttöku víðs vegar að úr heim- inum en aðeins eru valdar um 40 kvikmyndir. Kvikmyndin verður sýnd þrisvar á hátíðinni. í aðalhlutverkum eru María Ell- ingsen, sem leikur Agnesi, Baltas- ar Kormákur, sem fer með hlut- verk Natans, og Egill Ólafsson, sem leikur sýslumanninn. Leikstjóri er Egill Eðvarðsson, framleiðandi og stjórnandi kvik- myndatöku er Snorri Þórisson. Snorri og Jón Ásgeir Hreinsson eru höfundar handrits. Hljóð- í NORRÆNA húsinu verður opnuð samsýning myndlistarmanna frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi á morgun, laugardag. Á sýningunni, sem ber heitið 920 millibör, eru ljós- myndir, málverk, skjálist, grafík og skúlptúr. „Þetta er farandsýning átta myndlistarmanna frá eyjunum þremur og er hún hluti af tvíþættu verkefni, annarsvegar eru sýningar í Færeyjum, íslandi og Grænlandi og hins vegar dreifíng bæklings til sjálfstæðra eyríkja vítt og breitt um jörðina. Inngang bæklingsins skrif- aði Einar Már Guðmundsson og segir hann meðal annars: „Jörðin er hnöttótt og miðja hennar því þar sem hver jarðarbúi er staddur hveiju sinni.“ Bera þessi verk og bæklingurinn vitni um sýn átta listamanna sem eiga það sameigin- legt að hafa alist upp á norðlægum eyjum í Atlantshafi og Norður- íshafí og eru verk þeirra leidd sam- an á þeim grundvelli. vinnslu annaðist Þorbjörn Erlings- son, leikmynd hannaði Þór Vigfús- son, búninga Helga I. Stefánsdótt- ir, Ragna Fossberg sá um förðun, Steingrímur Karlsson sá um klipp- ingu og tónlist samdi Gunnar Þórðarson. Framkvæmdastjóri var Sigrún Ósk Sigurðardóttir. Stór kvikmyndamarkaður Á Berlínarhátíðinni er jafnframt stór kvikmyndamarkaður og verð- ur myndin boðin þar. Pinnacle Pictures í London mun sjá um sölu og dreifingu myndarinnar erlendis, en þeir hafa tryggt sér söluumboð fyrir kvikmyndina. Kvikmyndin Agnes var frum- sýnd 22. desember sl. Myndin hef- ur fengið góðar viðtökur og hafa nú 16.100 manns séð hana. Sýn- ingar á landsbyggðinni eru hafnar. Verkefnið er styrkt af Nordisk Kulturfond og NKKK en sýningin kemur hingað frá Færeyjum þar sem hún var sýnd síðastliðið haust í Listasafni Færeyja í Þórshöfn. Myndlistarmennirnir sem taka þátt eru bræðumir Torbjörn Olsen, Mar- ius Olsen og Hans Pauli Olsen frá Færeyjum, Anne Birthe Hove og Kristian Olsen Aaju frá Grænlandi og Anna Eyjólfsdóttir, Hafdís Helgadóttir og Hlíf Ásgrímsdóttir frá íslandi. Asamt íslensku lista- mönnunum verða Torbjörn Olsen og Marius Olsen viðstaddir opnun- ina,“ segir í kynningu Norræna hússins. Heiti sýningarinnar, 920 millibör, skírskotar til þeirra áhrifa sem veð- urfar hefur á líf fólks hér á eyjunum í norðri, en 920 millibör er einhver lægsti loftþrýstingur sem mælst hefur. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 10. mars og er opin daglega frá kl. 14-19. Kórsöngur og kvæði með kaffinu DAGSKRÁ með verkum skáld- anna Halldórs Kiljans Laxness og Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi verður flutt í Menningarm- iðstöðinni Gerðubergi, Gerðu- bergi 3-5, á sunnudag kl. 16. Flutt verða mörg af þekktustu lögum íslenskra tónskálda við ljóð Davíðs Stefánssonar og Hall- dórs Laxness og lesin verða Ijóð og sögukaflar sem tengjast lög- unum. Flytjendur eru blandaður kór úr uppsveitum Árnessýslu, sem hlotið hefur nafnið Vörðu- kórinn. Kórinn er nú að hefja annað starfsár sitt og er stjórn- andi hans Margrét Bóasdóttir. Benedikt Árnason leikari og leik- stjóri annast upplestur, einsöngv- arar eru Ásta Bjarnadóttir, Haukur Haraldsson og Margrét Bóasdóttir. Píanóleikari er Agnes Löve. Á meðan gestir hlýða á dagskrána verður kaffi í boði og er það innifalið í aðgangseyri. Skugga- Sveinn á Hvamms- tanga LEIKFÉLAG Hvammstanga frumsýnir annað kvöld 17. febrúar kl. 21 leikritið Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson í nýrri leikgerð eftir Hörð Torfa sem einnig er leikstjóri og höfundur leik- myndar. Æfingar hafa staðið yfir síðan í janúarbyijun. Alls taka þátt í sýningunni rúmlega tutt- ugu manns og þar af eru þrett- án leikarar. Jón Daníelsson leikur Skugga-Svein, Júlíus Guðni Antonsson leikur Ketil Skræk, Skúli Hilmarsson leikur Gvend smala, Ágúst Jakobsson leikur Grasa-Guddu, Guðrún Jóhann- esdóttir leikur Jón sterka, Sól- rún Árnadóttir leikur Ástu í Dal, Björn Sigurvaldason leik- ur Lárenzíus sýslumann, Kári Bragason leikur Harald, Garð- ar Kristjánsson leikur Og- mund, Haraldur Arason leikur Grím, Gústav Daníelsson leik- ur Helga, Einar Karl Ágústs- son leikur Sigurð í Dal og Sesselia Traustadóttir leikur Margréti. Sýningu Kaffe Fasset að ljúka SÝNINGU í Hafnarborg, menningar- og listasafni Hafnarfjarðar, á umfangsmik- illi sýningu á verkum Kaffe Fassett, eins þekktasta textíl- hönnuðar heims um þessar mundir, lýkur mánudaginn 19. febrúar. Sýningin var opnuð 6. janúar síðastliðinn og nú hafa um tólf þúsund manns komið og skoðað hana. Pijónverk hans eru oft og tíðum næsta flókin og hann hefur til að mynda notað allt að 100 liti í eina flík. Fyrir- myndirnar að verkum sínum dregur hann víða að, gjarnan frá eldri listaverkum eða úr listhandverki fornaldar, en líka oft beint úr náttúrunni segir í kynningu. Leiðsögn um sýninguna verður laugardag og sunnudag kl. 17. Sýningin er opin frá kl. 12-18. Sýningn Sigtryggs að ljúka SÝNINGU Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar í Gallerí Greip lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru verk frá þessu og nýliðnu ári. Sigtrygg- ur nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Fag- urlistaskólann í Strasbourg í Frakklandi. Málverkasýn- ingu Jónasar lýkuríFold SÝNINGU á olíumálverkum Jónasar Guðvarðssonar í Gall- erí Fold við Rauðarárstíg lýkur á sunnudag. Á sama tíma lýk- ur kynningu á pastelteikning- um eftir Ungveijann János Probstner. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl. 14-17. Guðjón Guðmundsson. V ÖRÐUKÓRINN Agnes á kvik- myndahátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.