Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 37 Einvígið Kasp- arov-Dimmblá, 2-2 SKAK Heimsmeistari í erfiðleikum í keppni við tölvu GARI Kasparov, heimsmeistari stórmeistarasambandsins, PCA, stendur í ströngu þessa dagana í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hann teflir þar einvígi við IBM-ofurtölvu, sem nefnd hefur verið „Dimmblá“ (Deep Blue). Skákirnar í einvíginu eru af fullri lengd, sem sé alvöru kappskákir. Ekki skemmir það ánægjuna, að 50 ára félagsskapur tölvusérfræðinga, sem stendur fyr- ir einvíginu, leggur fram væna fjár- hæð í verðlaun, eða 33 milljónir á gengi íslensku krónunnar. Kasparov sagði í viðtali fyrir nokkrum árum, að hann hefði kynnt sér mjög vel taflmennsku tölvuforrita og hefði öðlast svo góðan skilning á tölvusálfræði, að vélar ættu ekki mikla möguleika í skákum við sig. Nú er öldin önnur og Kasparov hefur gengið erfiðlega að standa við sín stóru orð. Snill- ingur 2 (Genius 2) forritið í Pen- tium tölvu sló hann út úr keppni á atskákmóti í London fyrir einu og hálfu ári, en þá hafði hann nokkrum mánuðum fyrr tapað fyr- ir öðru tölvuforriti, Fritz 2, í Munchen. Um síðustu áramót vann Kasparov Fritz 4-Pentium í einvígi í London, \'h - 'h. Kasparov talaði óvenjuvarlega í upphafi éinvigisins í Fíladelfíu, og sagði að keppnin yrði erfíð, því að vélinni yrðu ekki á nein mistök. Fyrsta skákin var meistaranum ekki til mikillar gleði, því að sú dimmbláa vann öruggan sigur. Karparov jafnaði metin í annarri skákinni, og lýsti því yfir á eftir, að hann yrði að taka á öllu sínu til að sigra þessa vél. Þriðja skákin varð fremur tíðindalítil og lauk með skiptum hlut. Kasparov varð einnig að sætta sig við jafn- tefli í ijórðu skákinni, eftir miklar sviptingar. Hver getur skýringin verið á þessum góða árangri vélar gegn heimsmeistaranum, ef til vill sterkasta skákmanni allra tíma? Við þessari spurningu eru vafa- laust mörg svör, en Kasparov kvartar sjálfur yfir því, að það sé sama, hve skákmaður setji mikinn þrýsting á stöðu tölvunn- ar, hún fari ekki á taugum. Vélin metur allar hugsanlegar leiðir af þeirri köldu gervigreind, sem henni hefur verið gefin. Tölvan reiknar afbrigði af mikilli ná- kvæmni, þannig að tvíeggjaðar fórnir eru ekki líklegar til árang- urs gegn henni. Eins má ljóst vera, að maðurinn getur verið illa upp lagður, en vélin teflir alltaf af sama styrk. Það er orðið alveg ljóst, að styrkleiki tölvunnar við skákborðið hefur aukist geysilega mikið á síð- ustu árum, og erfitt að sjá fyrir endann á þeirri þróun. Mikhail heitinn Botvinnik, fyrrverandi heimsmeistari, hefði örugglega glaðst yfir þessu, því að hann mátti þola háð og spott margra, þegar hann hóf gerð skákforrita í hópi brautryðjenda fyrir nálægt 40 árum. Gaman verður að fylgjast með framvindu mála í Fíladelfíu, en við skulum nú sjá fyrstu einvígis- skákina. Hvítt: Vélin „Dimmblá“ Svart: Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. c3 - Skynsamleg sálfræði hjá vélinni! Hún hleypir Kasparov ekki í stöð- ur, sem eru einkennandi fyrir Sik- ileyjarvörn. Hann þekkir þær öll- um betur og teflir sérlega vel. 2. - d5 3. exd5 - Dxd5 4. d4 - Rf6 5. Rf3 - Bg4 6. Be2 - e6 7. h3 - í þriðju skák einvígisins sleppti vélin leiknum 7. h3 og lék strax 7. 0-0. 7. - Bh5 8. 0-0 - Rc6 9. Be3 - cxd4 10. cxd4 - Bb4!? Venjulega er biskupnum leikið styttra í stöðunni, 10. - Be7, t.d. 11. Rc3 - Dd6 12. Rb5 - Db8 13. Re5 - Bxe2 14. Dxe2 - 0-0 15. Rxc6 - bxc6 16. Rc3 með jafntefli í 28 leikjum í skákinni Ljubojevic-Kasparov, ólympíu- skákmótinu í Moskvu 1994. 11. a3 - Ba5 12. Rc3 - Dd6 13. Rb5 - Þriðja einvígisskákin varð jafntefli í 39 leikjum, eftir (eini munurinn á stöðunni er sá, að leikinn 7. h3 - Bh5 vantar) 13. Re5 - Bxe2 14. Dxe2 - Bxc3 15. bxc3 - Rxe5 16. Bf4 - Rf3+ 17. Dxf3 - Dd5 18. Dd3 - Hc8 19. Hfcl - Dc4 20. Dxc4 - Hxc4 o.s.frv. 13. - De7?! Eðlilegra virðist 13. - Db8, því að í framhaldinu verður leppun ridd- arans á f6 erfið viðfangs fyrir svart. Biskupinn á b4 væri betur kominn á e7. 14. Re5 - Bxe2 15. Dxe2 - 0-0 Svartur hefði ef til vill átt að fresta hrókun um einn leik og leika 15. - h6!? til að koma í veg fyrir lepp- un riddarans á f6. 16. Hacl - Hac8 17. Bg5 - Nú hótar hvítur bæði 17. Bxf6 - Dxf6 18. Rd7 og 17. Rg4 o.s.frv. 17. - Bb6 18. Bxf6 - gxf6 19. Rc4 - Hfd8 Hvíta peðið á d4 er óbeint valdað: 19. - Rxd4? 20. Rxd4 - Bxd4 21. Dg4+ ásamt 22. Dxd4 o.s.frv. 20. Rxb6 - axb6 21. Hfdl - f5 22. De3 - Df6 23. d5 - Hxd5 24. Hxd5 - exd5 25. b3 - Kh8 Svartur getur ekki bjargað peðinu á b6 með 25. - d4, því að hvítur getur leikið 26. Rxd4, vegna þess að svarti hrókurinn á c8 er óvald- aður. 26. Dxb6 - Hg8 Svörtu peðin eru svo veik, að eina vonin um björgun liggur í sókn að hvíta kónginum. 27. Dc5 - d4 28. Rd6 - f4 29. Rxb7 - „Sílkónskrímslið“, eins og sumir nefna skáktölvur, fer ekki á taug- um, þótt heimsmeistarinn blási til sóknar! 29. - Re5 Ekki dugar 29. - f3 30. Dxc6 - Hxg2+ 31. Khl - Hgl+ (31. - Dg5 32. Dxf3) 32. Kxgl - Dg5+ 33. Kfl - Dg2+ 34. Kel - Dgl+ 35. Kd2 - Dxf2+ 36. Kd3 - De3+ 37. Df6+ - Kg8 38. Kb2 og svart- ur getur ekki varist hótunum hvíts Hc8+ og Rd6 á réttu augnabliki. 30. Dd5 - f3 31. g3 - Rd3 32. Hc7 - He8 Ekki verður séð, að svartur eigi betri leik. 33. Rd6 - Hel+ 34. Kh2 - Rxf2 35. Rxf7+ - Kg7 Eða 35. - Dxf7 36. Dd8+ - He8 (36. - De8 37. Df6+; 36. - Kg7 37. Hxf7+ - Kxf7 38. Dd5+ og 39. Dxf3) 37. Dxd4+ - Kg8 38. Hxf7 og hvítur vinnur. 36. Rg5+ - Kh6 37. Hxh7+ og svartur gafst upp, því að hann er varnarlaus eftir 37. - Kg6 38. Dg8-i— Kf5 39. Rxf3 o.s.frv. Bragi Kristjánsson Önnur skákin: Hvítt: Kasparov. Svart: Dimmblá. 1. Hf3 d5 2. d4 e6 3. g3 c5 4. Bg2 Hc6 5. 0-0 Hf6 6. c4 dxc4 7. He5 Bd7 8. Ha3 cxd4 9. Haxc4 Bc5 10. Db3 0-0 11. Dxb7 Hxe5 12. Hxe5 Hb8 13. Df3 Bd6 14. Hc6 Bxc6 15. Dxc6 e5 16. Hbl Hb6 17. Da4 Db8 18. Bg5 Be7 19. b4 Bxb4 20. Bxf6 gxf6 21. Dd7 Dc8 22. Dxa7 Hb8 23. Da4 Bc3 24. Hxb8 Dxb8 25. Be4 Dc7 26. Da6 Kg7 27. Dd3 Hb8 28. Bxh7 Hb2 29. Be4 Hxa2 30. h4 Dc8 31. Df3 Hal 32. Hxal Bxal 33. Dh5 Dh8 34. Dg4+ Kf8 35. Dc8+ Kg7 36. Dg4+ Kf8 37. Bd5 Ke7 38. Bc6 Kf8 39. Bd5 Ke7 40. Df3 Bc3 41. Bc4 Dc8 42. Dd5 De6 43. Db5 Dd7 44. Dc5+ Dd6 45. Da7+ Dd7 46. Da8 Dc7 47. Da3+ Dd6 48. Da2 f5 49. Bxf7 e4 50. Bh5 Df6 51. Da3+ Kd7 52. Da7+ Kd8 53. Db8+ Kd7 54. Be8+ Ke7 55. Bb5 Bd2 56. Dc7+ Kf8 57. Bc4 Bc3 58. Kg2 Bel 59. Kfl Bc3 60. f4 exf3 61. exf3 Bd2 62. f4 Ke8 63. Dc8+ Ke7 64. Dc5+ Kd8 65. Bd3 Be3 66. Dxf5 Dc6 67. Df8+ Kc7 68. De7+ Kc8 69. Bf5+ Kb8 70. Dd8+ Kb7 71. Dd7+ Dxd7 72. Bxd7 Kc7 73. Bb5 1-0 Þriðja skákin: Hvítt: Dimmblá. Svart: Kasparov. 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Hf6 5. Hf3 Bg4 6. Be2 e6 7. 0-0 Hc6 8. Be3 cxd4 9. cxd4 Bb4 10. a3 Ba5 11. Hc3 Dd6 12. He5 Bxe2 13. Dxe2 Bxc3 14. bxc3 Hxe5 15. Bf4 Hf3+ 16. Dxf3 Dd5 17. Dd3 Hc8 18. Hfcl Dc4 19. Dxc4 Hxc4 20. Hcbl b6 21. Bb8 Ha4 22. Hb4 Ha5 23. Hc4 0-0 24. Bd6 Ha8 25. Hc6 b5 26. Kfl Ha4 27. Hbl a6 28. Ke2 h5 29. Kd3 Hd8 30. Be7 Hd7 31. Bxf6 gxf6 32. Hb3 Kg7 33. Ke3 e5 34. g3 exd4+ 35. cxd4 He7+ 36. Kf3 Hd7 37. Hd3 Haxd4 38. Hxd4 Hxd4 39. Hxa6 b4 1/2-1/2 BRIDS U m s j ó n Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 8. febrúar 1996 spil- uðu 17 pör í tveim riðlum: A-riðill: 9 pör yfirseta. Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 126 Guðlaugur Nielsen - Tryggvi Gíslason 121 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 118 B-riðill. 8 pör: Björn Kristjánsson - Hjörtur Elíasson 102 Halla Ólafsdóttir - Þórhildur Magnúsdóttir 97 Ragnar Halldórsson - Hjálmar Gíslason 94 Sunnudag 11. febrúar hélt sveita- keppnin áfram og er staðan þá þessi: Sv. Höllu Ólafsdóttur 131 Sv. Bernharðs Guðmundssonar 108 Sv. Elínar Jónsdóttur 103 Sv. Þórarins Arnasonar 101 Bridsdeild félags eldri borgara í Kópavogi Spilaður var Mitcheli-tvímenningur föstudaginn 9. febrúar sl. 18 pör mættu, úrslit urðu: NS Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 245 Júlíus Ingibergsson - Jósef Sigurðsson 244 Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson 228 KarlAdolfsson-EggertEinarsson 226 AV Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 272 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 251 Baldur Ásgeirsson - Magnús Hatldórsson 222 Jón Andrésson - Stígur Herlufsen 219 Meðalskor 216 Spilaður var Mitchell-tvímeningur þriðjudaginn 13. febrúar. 30 pör mættu. Úrslit í NS: SæmundurJörnsson - Böðvar Guðmundsson 507 JónStefánsson-ÞorsteinnLaufdal 489 Helga Ámundadóttir - Hermann Finnbogason 451 Jóhanna Gunnlaugsd. - Gunnar Pálsson 449 AV Cyrus Hjartarson - Hreinn Hjartarson 518 Eysteinn Einarsson - Stígur Herlufsen 503 Þórarinn Árnason - Þorleifur Þórarinsson 489 Sigriður Pálsd. - Eyvindur Valdimarsson 487 Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts Þegar einni umferð er ólokið í sveitakeppninni er staða efstu sveita þessi: Alfreð Þ. Alfreðsson 196 SteindórGuðmundsson 183 KGB 178 GENUS 177 Sérsveitin 169 Bridsfélag Suðurnesja Sveit Jóhannesar Sigurðssonar hefir nú tekið forystuna í aðal- sveitakeppninni. Lokið er fjórum umferðum og hefir sveit Jóhannesar 90 stig. Sveit Guðfinns KE er einnig taplaus í 2.-3. sæti með 82 stig en sveit Svölu K. Pálsdóttur tapaði fyrir Guðfínni KE síðasta spilakvöld og er einnig með 82 stig. Slökkvistöðin á Keflavíkurflug- velli er í 4. sæti með 75 stig og sveit Gunnars Guðbjörnssonar er i 5. sæti með 72 stig. Ekki verður spilað nk. mánu- dagskvöld vegna þátttöku í Brids- hátíð. Bridsfélagið Muninn Gunnar Guðbjörnsson og Bjarni Kristjánsson eru í forystu í aðaltví- menningi félagsins en lokið er 11 umferðum af 17. Staðan er þessi: Gunnar Guðbjömss. - Bjami Kristjánss. 83 Halldór Aspar - V íðir Jónsson 75 Guðjón Jensen - Randver Ragnarsson 52 Garðar Garðarsson - Eyþór Jónsson 30 Kjartan ólason - Óli Þór Kjartansson 24 Mótinu lýkur nk. miðvikudags- kvöld í félagsheimilinu. Spila- mennskan hefst stundvíslega kl. 20. Keppnisstjóri er Isleifur Gíslason. Bridsfélag byrjenda Sl. mánudag var spilaður tvímenn- ingur hjá félaginu, 8 pör mættu og urðu úrslit þannig: AmarEyþórsson-BjörkLind 72 Ásdís Matthíasdóttir - Vilhjálmur Sigurðs. 71 NíelsHafsteinsson-ÓlafurHand 70 Eggert Kristinsson - Kristjana Halldórsd. 69 Mánudaginn 19. feb. verður ekki spilað vegna bridshátíðar á Loftleiða- hótelinu, en þann 26. feb. eru byijend- ur og aðrir sem eitthvað kunna fyrir sér í brids hvattir til að mæta. Bridsfélag Akureyrar Sveit Antons Haraldssonar varð Akureyrarmeistari í Sveitakeppni fé- lagsins árið 1996. Sigur Antons og félaga var mjög glæsilegur en þeir fengu 305 stig af 350 mögulegum, eða 87% viningshlutfall og 81 stigi meira en sveitin sem varð í öðru sæti. Úrslit urðu þessi: 1. Sveit Antons Haraldssonar 305 stig. Spilarar auk Antons, Pétur Guð- jónsson, Sigurbjörn Haraldsson; Stef- án Ragnarsson og Ólafur Ágústsson. 2. Sveit Ormars Snæbjörnssonar 224 stig, spilarar Stefán G. Stefáns- son, Hróðmar Sigurbjörnsson, Skúli Skúlason, Jónas Róbertsson, Svein- björn Jónsson og Sveinn Torfi Pálsson. 3. Sveit Ævars Ármannssonar 222 stig. 4. Sveit Páis Pálssonar 214 stig. Næsta keppni verður tveggja kvölda Barómeter-tvímenningur og er skrán- ing þegar hafin hjá Páli Jónssyni, sími 462-1695, og eru menn beðnir að skrá sig sem fyrst þótt skráningu ljúki ekki fyrr en kl. 19.15 þriðjudaginn 20. febrúar. Úrslit í Sunnudagsbrids 11. febrúar 1. Kristján Guðjónsson - Una Sveinsdóttir 157 2. -3. Kolbrún Guðveigsdóttir - Ragnheiður Haraldsdóttir 151 2.-3. Sigurbjörn Haraldsson - Skúli Skúlason 151 Málþing um > Háskóla Islands ORATOR, Félag laganema, heldur málþing á Hótel Loftleiðum í dag, föstudaginn 16. febrúar, kl. 10 und- ir yfirskriftinni: Háskóli íslands: Staða hans í dag og í framtíðinni. Framsögumenn eru: Gunnar S. Schram, sem fjalla mun um hug- myndir um breytingu Háskóla Is- lands úr ríkisstofnun í sjálfseignar- stofnun, Þorgeir Örlygsson, sem ræðir um hugmyndir sínar um fram- tíðarskipan iaganáms við Háskóla íslands m.a. í ljósi hugmynda um háskólann sem sjálfseignarstofnun, þar með talið fjöldatakamarkanir, og Hannes S. Gissurarson, sem fjall- ar um starfsmannahald og starfs- reglur Háskóla íslands. Fyrirlestur um Heimsmynd sljarnvísinda EINAR H. Guðmundsson, dósent í stjameðlisfræði, flytur fyrirlesturinn Heimsmynd stjarnvísinda: Sannleik- ur eða skáldskapur? í Háskólabíói, sal 3, laugardaginn 17. febrúar kl. 14. Fyrirlesturinn er iiður í fyrir- lestraröðinni Er vit í vísindum? Einar ræðir í fyrirlestri sínuin um kenninguna um Miklahvell og verður drepið á ýmsum þáttum heimsmynd- arinnar. Rætt verður um gerð heims- líkana í heimsfræði og þær einfald- anir sem oft er nauðsynlegt að gera til þess að líkönin komi að tilætluð- um notum. Einnig verður fjallað um náttúrulögmáiin og hlutverk þeirra í heimsfræði, sjóndeildina og þau takmörk sem hún setur kenninga- smiðum og þær vísbendingar sem fundist hafa um þróun veraldarinnar í heild sinni. Að lokum verður rætt um þau áhrif sem kenningin um Miklahvell hefur haft á hugsunar- hátt eðlisfræðinga og stjamvísinda- manna samtímans. Þróun stjórn- mála í Bretlandi STJÓRNMÁL á laugardegi halda síðdegisfund um stjómmál í Bret- landi laugardaginn 17. febrúar kl. 15 í setustofu veitingahússins Skóla- brúar. Ólafur Þ. Harðarson, dósent, mun ræða um þróun stjómmála í Bretlandi og m.a. fjalia um tillögur Verkamannaflokksins að breyttri stjómarskipan. Miklar umræður eiga sér nú stað í Bretlandi um rót- tækar hugmyndir Tony Blair sem m.a. hefur lagt til að lávarðadeildin verði lögð niður. Opið hús hjá Hjálparsveitinni í Hafnarfirði í TILEFNI af 45 ára afmæli Hjálp- arsveita skáta í Hafnarfírði verður opið hús á morgun, laugardag, í húsnæði sveitarinnar við Hraunbrún frá kl. 13-17. Sýndur verður marg- víslegur búnaður sveitarinnar t.d. klifurbúnaður, snjósleðar, einn full- komnasti snjóbíll á landinu o.fl. Kl. 14 og 16 verður skyndihjálp- arflokkur með sýningu á björgun úr bílslysi. Einnig mun skyndihjálp- arflokkur hafa sýnikennsiu í blást- ursaðferð og hjartahnoði. Fjalla- flokkur vérður með heimatilbúið bjarg þar sem börn og unglingar geta spreytt sig í bjargsigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.