Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIUT FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 17 Reuter BANDARISKIR hermenn á árlegri heræfingn í Suður-Kóreu, nálægt hlutlausa svæðinu sem aðskilur kóresku rikin. Sérfræð- ingar í málefnum Norður-Kóreu telja hungrið í iandinu og ýmsa atburði til marks um mikla hættu á að ríkið sé að hrynja. Atburðirnir í rússneska sendiráðinu í Pyongyang Stytti sér aldur með byssukúlu Moskvu. Reuter. MAÐUR, sem braust inn í rússneska sendiráðið í Pyongyang í Norður- Kóreu í fyrradag, skaut sig tii bana í gær. Aður hafði hann fellt þtjá n- kóreska verði en hann fór fram á pólitískt hæli í Rússlandi. N-kóreskir fjölmiðlar sögðu frá hátíðarhöldum víða um landið í gær vegna afmælis leiðtogans, Kim Jong-ils, sem er í dag. /nterfax-fréttastofan hafði eftir rússneskum sendimanni í Pyongy- ang, að maðurinn hefði skotið sig með skammbyssunni, sem hann var með þegar hann braust inn í hús- næði rússnesku verslunarsendi- nefndarinnar í borginni. „Taugarnar brustu skyndilega," sagði hann og bætti við, að rússnesk stjórnvöld litu svo á, að málinu væri þar með lokið. Liðþjálfi í öryggisverðinum Fréttastofan Itar-Tass hafði eftir Rússum í Pyongyang, að lík manns- ins hefði verið flutt burt en áður hafði hún sagt, að maðurinn hefði fallið fyrir einni kúlu í höfuðið án þess að greina nánar frá tildrögun- um. Þó kom fram, að mönnum úr sérsveitum n-kóreska hersins hefði verið hleypt inn á sendiráðssvæðið. Tass sagði, að maðurinn hefði verið 25 ára gamall liðþjálfí í n-kór- eska öryggisverðinum og hefur eftir n-kóreskum sendimanni í Moskvu, að hann hafi verið „geðsjúkur glæpa- maður“. Hafi hann átt yfir höfði sér harðan dóm og reynt að koma sér hjá honum með því að leita hælis í rússneska sendiráðinu. Ekki nefndi sendifulltrúinn hvað maðurinn hefði brotið af sér. Hungur og upplausn Um þennan atburð og flótta fyrr- verandi eiginkonu landsföðurins, Kim Jong-ils, hefur ekkert verið fjall- að í n-kóreskum fjölmiðlum en þeir eru hins vegar yfirfullir af fréttum af fögnuði landsmanna vegna afmæl- is leiðtogans í dag. Hefur verið sýnt frá hátíðarhöldum í höfuðborginni og víða um landið af þessu tilefni. Sérfræðingar í málefnum Norður- Kóreu segja, að atburðir síðustu daga og hungrið í landinu sýni, að mikil hætta sé á, að ríkið sé að hrynja. Muni framhaldið ráðast af pólitískum ákvörðunum Kims á þessu ári. Reyni hann að halda í óbreytt ástand sé upplausnin vís. IRA staðfestir að vopnahléi sé lokið Sprengja gerð óvirk í Lundúnum Belfast, Lundúnum. Reuter. LEIÐTOGAR írska lýðveldishersins (IRA) segja Breta eiga sök á því að sautján mánaða vopnahlé á Norður- írlandi hafi verið rofið. Heita þeir því að hefja vopnaða baráttu gegn Bretum á ný. Lögregla í Lundúnum gerði í gær óvirka sprengju sem fannst í miðborg borgarinnar. I samtali við An Phoblacht, viku- rit Sinn Fein, hins pólitíska arms írska lýðveldishersins, segir talsmað- ur helstu leiðtoga IRA að vopnahléið sé á enda og að áfram verði barist fyrir „írskum þjóðarréttindum“. Sprengja sprakk í Docklands- hverfinu í Lundúnum síðastliðinn föstudag einungis klukkustund eftir að tilkynnt hafði verið um að vopna- hléð væri á enda. Fordæmir Major Talsmaður IRA fordæmdi John Major, forsætisráðherra Bretlands, fyrir að grípa ekki það tækifæri sem bauðst með vopnahléinu og veita Sinn Fein aðild að viðræðunum um framtíð Norður-írlands. Astæða þess að hryðjuverk hefðu verið tekin upp á ný væri „misnotkun og svik“ Maj- ors á þessu „sögulega tækfæri". Hann sagði Major hafa sýnt óheil- indi í viðræðum allan þann tíma sem vopnahléið stóð og sett hvert skilyrð- ið á fætur öðru til að þóknast fulltrú- um mótmælenda á Norður-írlandi á breska þinginu, en stjórnin er háð stuðningi þeirra. Breska stjórnin hefur neitað að efna til viðræðna allra aðila og kraf- ist þess að lýðveldisherinn afvopnist fyrst. IRA-talsmaðurinn sagði nauðsyn- legt að koma á viðræðum. „Pólitískir fulltrúar írsku þjóðarinnar eiga sér einungis einn ákvörðunarstað og það er samningaborðið". Hann vísaði á bug fullyrðingum í fjölmiðlum um að sprengjutilræðið væri til marks um klofning innan IRA og sagði samtökin vera sameinuð í aðgerðum sínum. Sprengja fannst Lögregla í Lundúnum gerði í gær óvirka sprengju sem fannst í grennd við Shaftesbury Avenue í Ieikhús- hverfi borgarinnar. Götur í miðborg- inni, Shaftesbury Avenue og hluti Piccadilly, voru girtar af í kjölfar þess að nokkrar sprengjuhótanir á dulmáli bárust lögreglunni. Notað var sérstakt orð sem venjulega hef- ur bent til að um aðgerð á vegum Irska lýðveldishersins hafi verið að ræða. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna í bresku höfuðborginni eftir að vopnahléi IRA lauk. Kommúnistar bjóða fram Zjúganov Jeltsín sagður gera út af við ríkið Moskvu. Reuter. LEIÐTOGI kommúnistaflokks Rúss- lands, hinn 51 árs gamli Gennadí Zjúganov, var í gær kjörinn frambjóð- andi flokksins í forsetakosningunum 16. júní. Hundruð fulltrúa á fundi flokksins í Moskvu brugðu á loft rauð- um skírteinum sínum og hljómar bar- áttusöngsins Intemationale hvöttu menn til dáða. Þótti mörgum sem samkundan væri vandlega sviðsett og minnti mjög á fyrri tíma er komm- únistar réðu Sovétríkjunum gömlu. Zjúganov sagðist ekki myndu gefa loforð en hann ætlaði að grípa til markvissra aðgerða til að öðlast stuðning kjósenda og losa Rússa við þau þungu örlög að Borís Jeltsín væri við völd. „Sigri Jeltsín enn á ný merkir það enn frekari eyðileggingu og rotnun þessa lands,“ sagði hann. Zjúganov sagði mikilvægt að sam- eina þá sem vildu eiga hlut að öflugu, skapandi starfi án þess að standa í argaþrasi. „Slagorð okkar eru rétt- læti, öryggi og sjálfstæði ... Við munum gera sem minnst af því að auglýsa okkur en aðstoða þá sem vilja í einlægni taka þátt í að endurreisa stórveldið". Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum hvatti til einingar að baki Zjúganov og var orðalag í ræðutexta þeirra Reuter GENNADÍJ Zjúganov ávarpar fund kommúnista í Moskvu í gær. með svo líkum hætti að ljóst þótti að um samræmingu hefði verið að ræða. Rætt var um tjónið sem unnið hefði verið í kjölfar hruns Sovétríkjanna, þjófnað á auðlindum sem hefði verið stoiið frá almenningi undir yfírskini einkavæðingar og framleiðsluna sem hefði stöðugt minnkað. „Þetta er það sem umbætur Jelts- íns hafa kostað," sagði Valentín Kúptsov, fyrsti aðstoðarformaður flokksins. „Landið er í reynd að deyja. Eitt kjörtímabil í viðbót fyrir Borís Níkolajevítsj [Jeltsín] myndi bókstaf- lega gera út af við ríkið“. Kúptsov gagnrýndi einnig harðlega aðgerðir Jeltsíns í Tsjetsjníju þar sem mörg þúsund manns hafa fallið í átökum rússneskra hermanna við uppreisnar- menn. „Þrenns konar réttindi“ Ræðu Zjúganovs var vel tekið en fátt í henni kom á óvart. Öðru hveiju greip hann þó til kröftugra stíl- bragða. „Almenningur í Rússlandi hefur aðeins þrenns konar réttindi - réttinn til að stela, réttinn til að drekka sig fullan og réttinn til að bera ekki virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut,“ sagði hann. Komm- únistar minna oft á aukna fátækt sem orðið hefur fylgifískur breytinga í átt til markaðshyggju. Segja þeir að mannréttindi hafa varla aukist frá því í tíð Sovétríkjanna og aðeins ríkir „glæpahundar" geti notið þessara réttinda. Jeltsín býður sig fram til endurkjörs Segir ábyrgðarleysi að ljúka ekki verkinu Jekaterínborg. Reuter. BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti skýrði frá því í gær í ræðu sem hann flutti í heimaborg sinni, Jekaterín- borg, að hann byði sig fram til endur- kjörs í júní. Jeltsín, sem er 65 ára gamall, sagði það ábyrgðarleysi af sér að reyna ekki að fá stuðning til fjögurra ára í viðbót, sér bæri skylda til að tryggja að áfram yrði haldið á þeirri braut umbóta sem hann hefði markað. „Þrátt fyrir að hart hafi verið að mér lagt að draga mig í hlé með sæmd hefði það verið ábyrgðarlaust og alröng ákvörðun hjá mér að bjóða mig ekki fram,“ sagði hann. Jeltsín sagði kosningarnar geta ráðið úrslit- um um framtíð Rússlands, hann væri þess fullviss að hann gæti stýrt þjóðinni fram hjá boðum „upplausn- ar, óeirða og óvissu". Hann yrði að ljúka verki sem hann hefði helgað alla krafta sína. Laun verða hækkuð Hann sagði að róttækar efnahags- umbætur hefðu verið gerðar og minnti á að í stjórnartíð sinni hefði ferðafrelsi verið aukið og sama væri að segja um tjáningarfrelsi fjölmiðla. Forsetinn hét launahækkunum og Reuter BORÍS Jeltsín skýrir frá því að hann hyggist leita endurkjörs. jafnframt að taka á vanda þeirra mörgu sem ekki fá greidd laun fyrr en eftir dúk og disk í ríkisfyrirtækj- um og stofnunum. Ræðan varði í nær klukkustund og var forsetinn hraustlegur en mjög hásróma, að eigin sögn vegna þess að hann hefði rætt við svo margt fólk í borginni um morguninn. Jelts- ín kom víða við og brá oft út frá textanum til að leggja þyngri áherslu á orð sín. Er forsetinn ræddi við fólk í Jek- aterínborg gagnrýndi hann m.a. hve illa gengi að koma á umbótum í hern- um og virtist gera Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra ábyrgan fyrir seinaganginum. Jeltsín sagði mistök hafa verið gerð í Tsjetsjníju en var harðorður um helstu uppreisnarleiðtogana þar, einkum Dzhokar Dúdajev og Salman Basajev. „Það ætti að skjóta þá,“ sagði hann. Hann sakaði einnig Tyrki og írana um að styðja við bakið á uppreisnarmönnum. Rússneskir hermenn hófu í gær að rífa illa leikna forsetahöllina í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, þar sem menn Dúdajevs vörðust rúss- neska hernum í nokkrar vikur í fyrra. Verður húsið fellt með sprengiefni, að sögn Rússa og tsjetsjenskra emb- ættismanna þeirra er byggingin hættuleg og gæti hrunið í jarð- skjálfta. íbúar í Grosní mótmæltu ákaft þessum ráðagerðum. Misheppnað geimskot truflar geimferðaáætlanir Kínverja Peking. Rcutcr. GEIMSKOT kínverskrar eldflaugar með bandarískan Intelsat-gervihnött innanborðs mistókst í gær og kann atvikið að koma sér mjög illa fyrir metnaðarfulla geimferðaáætlun Kín- veija. Flaugin var tæpast tekin að lyft- ast er hún hallaðist með þeim afleið- ingum að hún fór aldrei hátt á loft. Flaug hún í lágum sveig og kom niður í dreifbýlum dal 20 sekúndum síðar. Gífurleg sprenging varð sem heyrðist í 40 km fjarlægð. Intelsat-708 hnötturinn hafði verið leigður fjölmiðlasamsteypu Bann lagt við frétta- flutningi Ruperts Murdochs til afnota. Hermt er að 10 manns a.m.k. hafí slasast er flaugin kom niður skammt frá Xichang-geimferða- stofnuninni í Sichuan-héraði í suð- vesturhluta Kína. Kínverskir fjölmiðlar lúta strangri ritskoðun og var strax lagt strangt bann við fréttaflutningi af atvikinu innanlands. Hvorki var minnst á óhappið í innanlandsfréttum Xinhua- fréttastofunnar, ríkisútvarpinu, sjónvarpi eða blöðum. Embættis- menn, bæði í héraði o'g hjá ríkinu, vörðust sömuleiðis allra fregna. I frétt, sem Xinhua sendi erlendum fréttastofum, sagði frá atvikinu í aðeins þremur stuttum málsgrein- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.